Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1982, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1982. Vinstri menn sjá ekki ástæðu til að mynda meirihluta innan Háskóla íslands: „Hrein uppgjöf afþeirra hálfu” —segir formaður Stúdentaráðs „Eg lít svo á og get ekki túlkað hessa yfirlýsingu öðruvísi, en hreina uppgjöf af hálfu vinstri manna, þess- arar stærstu fylkingar innan Háskóla íslands,” sagði Finnur lngólfsson, formaður Stúdentaráðs, í samtali við DV, en ekkert bendir til, að nýr meirihluti verði myndaður í Stúd- entaráði, þrátt fyrir að rétt vika sé frá kosninguhum. Kosningar til Stúdentaráðs fóru fram 11. marz síðastliðinn. Þar unnu vinstri menn á, þannig að nú eru þeir Á fundi launþegaráðs Framsóknar- fiokksins í Suðurlandskjördæmi, sl. miðvikudagskvöld, var samþykkt að semja nú þegar við Jarðefnaiðnað h/f um byggingu og rekstur steinullarverk- smiðju í Þorlákshöfn. í yfirlýsingu fundarins er bent á að hagkvæmnisathuganir iðnaðarráðu- neytisins hafi leitt í Ijós að hagkvæm- Ákveðið hefur verið að rífa tækja- búnað sorpeyðingarstöðvar Reykja- víkurborgar. Mun vélsmiðjan Normi i Garðabæ annast verkið gegn því að fá stærsta pólitíska fylkingin innan Há- skólans. Núverandi meirihluta mynda Félag umbótasinnaðra stúdenta og Vaka, félag lýðræðis- sinnaðra stúdenta. „Menn hafa setið alveg aðgerða- lausir og beðið,” sagði Finnur, ,,það hafa þó verið fundir í félögunum og eftir fund Félags vinstri manna barst mér þessi ályktun.” í ályktunni segir, að Félag vinstri manna telji ekki ástæðu til að hafa frumkvæði af sinni hálfu til myndun- ara sé að staðsetja steinullarverksmiðj- una í Þorlákshöfn en á Sauðárkróki. Auk þess hafi sú ákvörðun að færa virkjunarframkvæmdir um skeið í aðra landshluta leitt til þess að atvinnu- ástand á Suðurlandi sé nú frekar slæmt og hafi viða orðið fólksfækkun af þeim sökum. Þórður Ólafsson formaður Verka- brotajárnið til eignar. Sorpeyðingarstöðin er á Ártúns- höfða, Grafarvogsmegin.. Hún var reist fyrir aldarfjórðungi en hefur ekki verið ar meirihluta innan Stúdentaráðs, þar sem núverandi meirihluti sé ekki fallinn. „Þetta er í meira lagi undarleg yfir- lýsing,” sagði Finnur, ,,og með henni eru þeir að viðurkenna, hversu mikil og mörg mistök þeir gerðu, þegar þeir réðu lögum og lofum. En síðast en ekki sízt eru þeir hreinlega að lýsa yfir því, að þeir treysti sér ekki til að takast á við „stóru mál- in”, það er að segja að koma lögun- um um námslán og námsstyrki í lýðsfélags Hveragerðis og nágrennis sagði í samtali við DV að það væri greinilega vilji ríkisstjórnarinnar að velja versta kostinn en reyna siðan að múta Sunnlendingum með því að segjast ætla að endurgreiða þeim út- lagðan kostnað sem ganga á til iðn- fyrirtækis í Þorlákshöfn. ,,En smá- mútufé fær Sunnlendinga ekki til að starfrækt síðustu þrjú árin. f ráði er að húsnæði stöðvarinnar verði nýtt sem bækistöð fyrir garðyrkju borgarinnar. -KMU. fínnur Ingótfsson, fomtaður Stú- dentariðs. gegnum Alþingi og taka að sér rekst- ur Félagsstofnunar og um leið hrinda í framkvæmd byggingu stúdenta- heimila.” Samkvæmt lögum Stúdentaráðs ber formanni ráðsins að kalla saman nýtt stúdentaráð fyrir 20. marz. En tekst að mynda nýjan meirihluta fyrir þann tíma? ,,Ég hef kallað formenn félaganna á minn fund á morgun, föstudag, og þar mun reyna á það,” sagði Finnur Ingólfsson. -KÞ. þegja,” sagði Þórður „enda kemur það víst seint að notum ef hraðinn á þeim framkvæmdum verður eins og á öðru hjá iðnaðarráðherra.” ,,Ég er að vonast til að Alþingi grípi fram fyrir hendurnar á ráðherrunum til að tryggja hagsmuni þjóðarbúsins í heild. Það sýna allar skýrslur að verk- smiðjuna er hagkvæmara að reka í Þorlákshöfn. Það væri að bíta höfuðið af skömminni að ætla að láta lands- menn bera skaðann af verksmiðju á Sauðárkróki með því að greiða flutninginn á steinullinni þaðan til Reykjavíkur í gegnum meðgjöld með Skipaútgerð rikisins,” sagði Þórður Ólafsson. ÓEF Garðbæingar velja á lista Alþýðu- flokksins Garðbæingum gefst kostur á því bæði á laugardag og sunnudag að velja frambjóðendur á Iista Alþýðuflokksins vegna bæjarstjórnarkosninganna í vor. Að vísu takmarkast valið við átta til- tekna bæjarbúa, sem Alþýðuflokks- félagið hefur fengið i slaginn. Kosið verður i Flataskóla, á laugardag klukk- an 14—18 og á sunnudag klukkan 10— 18. Þátttökurétt hafa allir Garðbæing- ar sem verða orðnir 18 ára á kjördegi bæjarstjórnarkosninganna. í prófkjörinu á að raða í fjögur efstu sæti og verða niðurstöður bindandi ef frambjóðandi fær 1/5 hluta þeirrar at- kvæðatölu, sem Alþýðuflokkurinn í Garðabæ fékk i síðustu bæjarstjórnar- kosningum. Þá fékk hann 292 atkvæði, svo að 60 atkvæði þarf til að ná bind- andi kosningu nú. Fimm manns bjóða sig fram i 1.—4. sæti: Hilmar Hallvarðsson yfirverk- stjóri, Aratúni 3. Kristinn Þórhallsson sölumaður, Hofslundi 17, Magnús Árnason kjötiðnaðarmaður, Hofslundi 3. Valborg S. Böðvarsdóttir fóstra, Breiðási 9. Örn Eiðsson fulltrúi, Hörgslundi 8. í 2.—4. sæti bjóða sig fram Haukur Helgason skólastjóri, Hraunhólum 10 og Karl Ó. Guðlaugsson borgarstarfs- maður í umferðardeild, Garðaflöt 1. Og i 3.—4. sæti býður sig fram Erna Aradóttir fóstra, Smáraflöt 35. Nú hefur Alþýðufiokkurinn einn bæjarfulltrúa af sjö, Framsóknar- flokkur og Alþýðubandalag sinn full- trúann, hvor flokkur, og Sjálfstæðis- flokkur fjóra. HERB Nepal: Ný verzlun íKeflavík Nýlega var opnuð í Keflavík verzlun með austurlenzkar vörur og er þar með talin hin vinsæla Sanrio lína, sem hefur náð gífurlegum vinsældum erlendis, og ekta Monsur, og er hún eina verzlunin á Suðurnesjum með þessa tegund leik- fanga. Einnig er að finna í verzlun þess- ari fjölbreytt úrval af gjafavörum. Verzlunin ber austurlenzka nafnið Nepal, og er hún til húsa að Hafnar- götu 48. Eigendur Nepal, eru hjónin Sigurður Hauksson og Guðrún S. Pálmars. og Liljar S. Hreiðarsson og Guðrún Hauksdóttir. Verzlunin er opin virka daga frá kl. 1—6og einnig frá kl. 10 laugardaga. -RS Framsóknarmenn á Suðurlandi vilja steinullarverksmiðju í Þorlákshöfn: Sunnlendingar þegja ekki fyrir mútufé —segir Þórður Ólafsson, formaður Verkalýðsf élags Hveragerðis Sorpeyðingarstöðin rifin Svomælir Svarthöfði__________Svomælir Svarthöfði ____________Syomælir Svarthöfði Þjóðviljinn: Agentar á ríkisfjölmiðlum Ekki er ónýtt fyrir flokkana aö eiga sér agenta inni á rikisfjölmiölunum, eins mótandi og þeir eru i öllum umræöum fólks i land- inu. Alþýöubandalagiö er Þjóðviljinn ræðir svolítið fjöl- miðlamál í gær og hefur máls á þessa leið: Ekki er ónýtt fyrir flokkana að eiga sér agenta inni á ríkisfjölmiðlun- um, eins mótandi og þeir eru í öllum umræðum fólks í landinu. Þetta voru orð að sönnu, og hefur varla sést sannara orð í Þjóðviljan- um, málgagni sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis (með einka- rétti) í manna minnum. Að vísu er til- efnið einslætt, vegna þess að Þjóð- viljinn telur að ráðherrann sjónum- hryggi og fleiri pótintátar Alþýðu- bandalagsins hafi lent á fréttamanni, sem þeim er ekki að skapi. Þetta eins- dæmi og mikla tilviljun innan ríkis- fjölmiðlanna brýtur auðvitað öll náttúrulögmál sósialisma og þjóð- frelsis, bæði umgetning Þjóðviljans og tilefnið, enda hafa engir séð út yfir áhrif sósíalisma og þjóðfrelsis i ríkis- fjölmiðlunum árum saman, eða síðan það varð stefnumið að koma þangað sem flestum kommúnistum og fylgi- sveinum þeirra. Þetta var að vísu fá- mennara átak en eitra skólana, frá barnaskólastigi og upp úr, en tókst þó svo sæmilega, að þess er ekki nokkur von, að í ríkisfjölmiðlum séu þeir kallaðir á vettvang til skoðana- skipta, sem taldir eru andvigir sósial- isma og þjóðfrelsi Þjóðviljans (með einkarétti). Landlægt er ástandið á fréttastofu útvarps, en þar hafa heilir stórat- burðir, sem varðað hafa þjóðfélagið miklu árum saman, ekki komið í fréttum nema sem aukageta, ein- göngu af þvi að þar voru menn í for- svari, sem ekki hentuðu ráðandi öflum á fréttastofunni. Sjónvarpið er nú að fara sömu leiðina, en frétta- stofan þar erá góðri leiðmeðað verða að viðundri fyrir einkaviðlöl starfs- manna fréttastofu hversvið annan. Þó skiptir það brot á hefðbundnum venjum blaðamennskunnar sáralitlu á móti þeirri stöðugu hollustu, sem þar er t.d. sýnd hringnum Þórarinn Þórarinsson — Árni Bergmann Þór- arinn Þórarinsson — Kjartan Ólafs- son. Þessi öxull hefur verið lengi ráðandi í erlendum fréttaskýringum í sjónvarpi, enda hefur Þjóðviljinn ekki talið sósialisma eða þjóðfrelsi (með einkarétti) hætlu stafa af. Það er ekki fyrr en honum fellur illa við eitt eða tvö fréttaviðtöl, sem hann kveður upp úr með að gott geti verið að eiga agenta inni á riklsfjölmiðlun- um. Í raun kemur flest af þvi fólki sem nú vinnur á sjónvarpi og útvarpi aðr- ar leiðir inn i fréttamennskuna en í gegnum blaðamennsku undir örugg- um ritstjórum. Sumt af þessu fólki þykist hafa lært sérstaka „fjölmiðl- un”, hvaða þýðingu, sem það kann að hafa fyrir fréttir einvörðungu. Það merkilega gerðist hér á árunum, að frjáls blaðamennska og frétta- mennska, sem er auðvitað æskileg- ust, spratt upp á blöðum, sem í raun voru pólitísk. Þar unnu menn í kyrr- þey að því að vernda rétt einstaklinga og félagasamtaka, og lókst það merkilega vel. Þróun í blaða- mennsku, síðan, hefur öll verið í þessa átt og er kannski DV gleggsta dæmið þar um. Á sama tíma hafa fréttastofur útvarps og sjónvarps orðið að einskonar nátttröllum á gluggum frjálsrar fréttamennsku. Blöð eiga auövitað i mismunandi erfiðleikum hvað blaðamennskuna snertir, eins og sanngjarnt er að reka hana. En þau sýna þó lit og reyna. Helsta vandamálið felst í hugmynd- inni um frjálslyndið sjálft og hvernig ber að túlka það. Það sést á verkum sumra blaðamanna, að þeir halda að frjálslyndið sé allt til vinstri. Hægt væri að álíta að þeir væru ófærir að skrifa um annað en vinstri málefni. En þau eru nú ekki helmingurinn af tilverunni eins og hún blasir við okkur hér á landi og ekki einu sinni einn fimmti. Þannig að frjálslyndi til vinstri getur ekki verið einrátt ef vel á að fara. En ríkisfjölmiðlarnir eiga ekki við þennan vanda að stríða. Þeir hafa þegar leyst heimsgátuna. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.