Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1982, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1982. WMMJWBMMM hjúlMt, úháð dagblað Útgáfufólag: Frjáls fjölmifllun hf. Stjórnarformaðtjr og útgófustjóri: Svainn R. Eyjólfsson. Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Hörflur Einarsson. Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram. Aðstoflarritstjóri: Haukur Halgason. Fréttastjóri: Sœmundur Guflvinsson. Auglýsíngastjórar: Páll Stefánsson og Ingótfur P. Stainsson. Ritstjórn: Siflumúla 12-14. Auglýsingar: Sfflumúla 8. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: Pverholti 11. Sfmi 27022. Sfmi ritstjórnar 86611. Satning, umbrot, mynda- og plötugarfl: Hilmir hf., Sfflumúla 12. Prantun: Arvakur hf., Skerfunni 10. Askriftarvarfl á mánufli 110 kr. Varfl f lausasöfu 8 kr. Helgarblafl 10 kr. Eitrun afísalsböli Þegar kaupmaður reiknar álagningarþörf sina, þykir honum miður að þurfa að reikna birgðakostnað á tólf ára gömlu verði. Hann vill fá að meta endurnýjunar- kostnað birgðanna á núgildandi verði, því verði, sem hann þarf nú að greiða. Út frá þessu sjónarmiði er marklítið að tala um, að ísal borgi niður gamalt orkuver við Búrfell og línur frá því á einhverju árabili. Miklu nær væri að miða slíkar greiðslur við kostnað orkuvers, sem reist væri á þessu ári. Sama niðurstaða fæst með því að bera saman orku- verð til ísals og til almennra notenda. Þegar ísal tók til starfa, var verðmunurinn 81 %, en er nú orðinn 413%. Þannig hefur orkan til ísals smám saman orðið óhæfi- lega ódýr. í rauninni ætti orkuverðið til ísals að fimmfaldast úr 6,5 mills í rúmlega 30 mills. Það er því í rauninni hófleg krafa Hjörleifs Guttormssonar orkuráðherra, að verðið þrefaldist í nýjum samningum við ísal. Ef verðið hækkaði í 20 mills, væri það orðið sam- bærilegt við meðalverð slíkrar orku í Bandaríkjunum. Við eðlilegar aðstæður á sæmilega afskrifað, en þó nýtízkulegt álver að geta greitt slíkt verð og komizt vel af. Því miður eru litlar líkur á, að Svisslendingarnir, sem eiga ísal, fáist til að ræða þetta af skynsemi. Þeir eru svo gírugir til fjár, að þeir taka upp dónaskap, ef amazt er við verðmyndun í viðskiptum þeirra við ísal. Með óbilgirninni hafa Svisslendingar spillt mjög fyrir stóriðjuþróun á íslandi. Þeir hafa sáð til magnaðrar andstöðu, sem meðal annars lýsir sér í stóriðjuhatri í hverri skáldsögunni á fætur annarri. Þetta hefur líka farið illa með þá, sem telja sér skylt að verja auðmagnið á sjálfvirkan hátt gegn meintum árásum kommúnista. Þannig hafa Morgunblaðið og þingflokkur sjálfstæðismanna orðið fyrir barðinu á Svisslendingunum. Þar á ofan hefur Verzlunarráð íslands bætt ísalsbölinu á herðar verzlunarinnar, sem þarf þó sízt á slíku að halda á torsóttri leið að jafnrétti atvinnu- greina. Verzlunarráðið virðist haldið eins konar sjálfs- eyðingarhvöt. Þannig hafa Svisslendingarnir á ýmsan hátt eitrað út frá sér. Þeir hafa óbeint komið óorði á ýmsa hluti, sem við þörfnumst, á stóriðju, auðmagn, fjölþjóðlegt við- skiptasamstarf og meira að segja á frjálsa verzlun í landinu. Hins vegar hafa vinnubrögð Hjörleifs Guttorms- sonar ekki leitt til þeirrar hræðslu útlendinga við íslenzk stjórnvöld, sem stuðningsmenn Svisslending- anna hafa gefið í skyn. Af íslenzkri hálfu hefur málið ekki verið ofkeyrt. Álmenn í Noregi, Vestur-Þýzkalandi, Ítalíu, Japan og Bandaríkjunum hafa upp á síðkastið lýst áhuga á samstarfi við íslendinga annars vegar um nýtt álver og hins vegar um yfirtöku og tvöföldun álversins í Straumsvík. Ef þessi áhugi helzt, væri æskilegast að semja við Svisslendingana um kaup íslendinga og nýrra erlendra aðila á ísal, um leið og orkuverð yrði stórhækkað. Skiptir þá íslenzk meirihlutaeign mun minna máli en heiðarlegt samstarf. Svissneski kaflinn í stóriðjusögu okkar hefur sum- part verið dapurlegur. Við þurfum að geta strikað yfír hann og snúið okkur ótrauð að hraðri uppbyggingu stóriðju, svo að börn okkar og barnabörn megi áfram vilja búa í landi þessu. Jónas Kristjánsson Ár aldraöra Ákveðið er að árið 1982 verði tileinkað málefnum aldraðra. Enginn vafi er á því að það mun hafa víðtæk áhrif til að auka öryggi og réttar- stöðu aldraðra. Samþykkt Allsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna um að undirbúa heimsráðstefnu um ellimál á árinu 1982 og gera alþjóðlega áætlun sem miðast við að tryggja efnahagslegt og félagslegt öryggi aldraðs fólks, mun hafa mikilvæg áhrif til framfara í þessum málum. Það er þvi sjálfsögð ákvörðun, að við á íslandi gerum árið 1982 að sérstöku framkvæmda- ári í málefnum aldraðra. Á sl. ári, 1981, voru málefni fatlaðra í brennidepli, „ár fatlaðra”. — Vissulega er ástæða til að fullyrða að árangur varð verulegur af sam- stilltu átaki á ári fatlaðra hér á landi — ný löggjöf og ekki hvað sizt sú mikla umræða og kynning, sem farið hefur fram, hefur áreiðanlega opnað augu stjórnvalda og alls almennings fyrir málefnum fatlaðs fólks og hinni gífurlegu þörf á samstilltu átaki til að leysa þessi mál. Ég trúi þvi að þessi jákvæða þróun haldi áfram — verk- efnin blasa alls staðar við í þjóðfélagi okkar. Á vegum Framsóknarflokksins er starfandi hópur fólks sem hefur það hlutverk að fjalla sérstaklega um málefni aldraðra, safna upplýsingum og gera tillögur til úrbóta. — Móta stefnu flokksins í þessum málum. — Munum við þingmenn flokksins flytja, styðja og fylgja fram um- bótum, sem til framfara geta orðið málefnum aldraðra. Þörfin fyrir að taka þessi mál föst- um tökum er vonandi flestum ráðandi öflum ljós orðin. Almenn umræða um opinber afskipti af þess- um málum er tiltölulega nýtilkomin hér á landi. — Framtak eigenda elli- heimilisins Grundar er braut- ryðjendastarf svo og DAS og fleiri félagasamtaka. — Hér er um lofsvert framtak að ræða sem þjóðinni ber að þakka og efla, en samstillt átak allrar þjóðarinnar þarf til að koma á, það er mikil nauðsyn — ýmsar umbætur þarf að gera fljótt, aðrar þurfa vandaðan undirbúning. Mörg sveitarfélög í landinu hafa farið myndarlega af stað með byggingu íbúða fyrir aldraða svo og vistunarheimili. Hjúkrunarheimili eru í byggingu eða í undirbúningi. En mikilvægasl er að stuðla að þvi að aldrað fólk fái möguleika til að dvelja í heimabyggð sinni meðan kraftar og hcilsa leyfir. — Heimilis- þjónustu þarf að efla stórlega, hún kemur að miklum notum og minnkar þörf fyrir stofnanir, er þvi ein mikilvægasta aðgerð til lausnar. Stofnun Öldrunarráðs íslands á sl. hausti er merkur áfangi í þessum málum, sem hefur það verkefni, að bæta lífsaðstöðu aldraðra. Hér er um að ræða mikilvægustu aðgerð til að sameina átak fjölmargra aðila í land- inu sem vilja i raun vinna að úrlausn öldrunarmála. Samband ísl. sveitarfélaga tók virkan þátt í undirbúningi að stofnun þessara samtaka. Þegar stjórnarfrumvarp um heilbrigðis- og vistunarmál fyrir aldraða kom til umræðu á Alþingi vorið 1981 lögðumst við í þingflokki Framsóknarfloksins gegn samþykkt þess eins og það kom frá ríkisstjórn- inni — við lögðum til að það yrði umsamið og endurbætt, ekki sizt með tilliti til félagslega þáttarins sem að okkar mati skiptir meginmáli að vel takist í slíkri löggjöf um málefni aldraðra. — Niðurstaðan varð sú að frumvarpið var sett í nefnd, sam- þykkt að stofna framkvæmdasjóð aldraðra, sem tók til starfa á sl. ári. Ríkisstjórnin hefur gengið frá nýju frumvarpi til laga um málefni aldraðra sem þingflokkar fjalla nú um þessa dagana. I umsögn með frumvarpinu segir m.a.: „í frumvarpi þessu eru málefni aldraðra tekin til heildarendur- skoðunar með það fyrir augum að komið verði á samræmdu skipulagi á þjónustu fyrir aldraða með tilliti til félagslegra og heilsufarslegra sjónar- miða. Leitazt var við að tengja öldrunarþjónustu við þá þjónustu, sem fyrir hendi er, bæði heil- brigðisþjónustu í tengslum við heilsugæzlustöðvar, sem eru í hraðri uppbyggingu og félagslega þjónustu sveitarfélaga. Alexander Stefánsson Helztu nýmæli frumvarpsins eru: I. Sett er það markmið að aldraðir eigi völ á þeirri heilbrigðis- og félagslegri þjónustu, sem þeir þurfa, og að þessi þjónusta sé veitt á því þjónustustigi, sem sé eðlilegast og hagkvæmast miðað við þörf og ástand hins aldraða. 2. Lagt er til að yfirstjórn öldrunar- mála sé í höndum eins ráðuneytis, heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins, og að þar verði sett á stofn sérstök deild til að annast þennan málaflokk. 3. Lagt er til að sett verði á stofn samstarfsnefnd um málefni aldraðra. Hlutverk þessarar nefndar yrði allvíðtækt, annars vegnar stefnumótandi og hins vegar ráðgefandi. 4. Lagt er til að stjórnun heilsugæzlustöðva, í samvinnu við félagsmálaráð, þar sem þau starfa, verði falin í stjórn öldrunarmála á sínu svæði. 5. Lagt er til að við hverja heilsugæzlustöð starfi þjónustu- hópur aldraðra. Þessi þjónustu- hópur yrði samstarfshópur starfsfólks heilsugæzlustöðvar, starfsfólks félagslegrar þjónustu svo og þeirra stofnana sem vinna að öldrunarþjónustu á starfs- svæði þjónustuhópsins. 6. Lagt er til að komið verði á fót heimaþjónustu fyrir aldraða. Með heimaþjónustu er átt við þá aðstoð, sem veitt er á heimili aldraðs einstaklings. Þessi þjón- usta er tvíþætt, annars vegar heilbrigðisþjónustu og hins vegar félagsleg þjónusta. 7. Settar eru fram skilgreiningar á því hvaða stofnanir teljist dvalar- stofnanir fyrir aldraða. 8. Lagtertilaðvistunarmatfarifram áður en menn verði vistaðir á dvalarstofnunum fyrir aldraða. 9. Lagt er til að kostnaður af vistun á dvalarstofnunum fyrir aldraða verði greiddur af sjúkra- tryggingardeild Trygginga- stofnunar ríkisins eða með beinum framlögum úr ríkissjóði. Þó er gert ráð fyrir því að vist- menn taki þátt í greiðslu dvalar- kostnaðar, eftir ákveðnum reglum í samræmi við tekjur. Um skeið hafa flestir verið sam- mála um að eitt mesta vandamálið sem við er að glíma í heilbrigðis- þjónustu landsmanna snerti heilbrigðis- og vistunarþjónustu fyrir aldraða. Reynt hefur verið að leysa þessi mál eftir föngum og má segja að í dag þjóni mörg hinna minni sjúkra- húsa á landsbyggðinni þvi hlutverki að vistaaldraða, sem á hjúkrun þurfa að halda. í Reykjavík og nágranna- byggðum hefur á hinn bóginn skapazt hálfgert neyðarástand, þar sem fjöldi aldraðra hefur aukizt hröðum skrefum og miklu meira en annars staðar á landinu. Er hér jafnt um að ræða einstaklinga sem búið hafa meginhluta ævi sinnar á þessu svæði og aðflutta sem leita þess öryggis sem Reykjavík og ná- grannabyggðirnar veita, einkum á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu að öðru leyti. Brýnt er að leita lausnar þessara mála og lita verður á þá lausn óháð landshlutum. Þannig verður að marka ákveðna stefnu með það fyrir augum að íþyngja ekki þeim sveitar- félögum sem sérstöðu sinnar vegna taka við öldruðum umfram önnur. Verður þetta ekki gert á annan hátt en með því að auka afskipti og skyldur ríkisins vegna þessara mála og jafnframt að auka möguleika sveitarfélaga á því að leysa málin innan eigin svæða án þess að reisa sér hurðarás um öxl fjárhagslega. Með frumvarpi þessu er reynt að leysa þessa þætti og má segja að grunntónn þess sé sá að hér sé um að ræða málefni sem snerti alla landsmenn jafnt og geti því ekki ein- göngu verið viðfangsefni einstakra sveitarfélaga að leysa úr þeim, með öllum þeim fjárhagsbyrðum, sem slíku fylgir. Stefnt er að stórátaki á skömmum tíma hvað uppbyggingu stofnana fyrir aldraða snertir með til- komu Framkvæmdasjóðs aldraðra.” Að mínu mati þarf að skoða vel ýmsa þætti þessa mikilvæga máls. Ég legg mikla áherzlu á að hægt sé að virkja samtök áhugafólks og al- mennan áhuga ýmissa aðila í landinu til átaka. Efla þarf samtök aldraðra sjálfra, sem vilja fá möguleika til að leysa sjálfir húsnæðisvandamál sin og bæta félagslega aðstöðu sína. Við skulum reyna að forðast of mikil ríkisafskipti og miðstýringu og sjúkrastofnanaviðhorfið, þó slíkt sé að sjálfsögðu nauðsyn að vissu marki. — Sveitarfélögin þurfa, að beina kröftum sínum að skynsamleg- um lausnum hvert á sínu svæði og í samvinnu sin í milli. — Það er rétt stefna að nýta betur starfsemi heilsu- gæzlustöðvanna í þessum málum. Þar eru miklir möguleikar í sam- bandi við aðhlynningu og hjúkrun í heimahúsum. Það er von min að þjóöarsam- staða takist um stefnumótun og framkvæmdir i máiefnum aldraðra. — Nú er kjörið tækifæri — gerum ár aldraðra að ári framfara í þessum málum. Alexandcr Stefánsson, alþingismaður. A „Mörg sveitarfélög í landinu hafa farið ^ myndarlega af staö með byggingu íbúöa fyrir aldraöa svo og vistunarheimili. Hjúkrunarheimili eru í byggingu eða í undir- búningi. En mikilvægast er að stuðla að því að aldrað fólk fái möguleika til að dvelja í heima- byggð sinni meðan kraftar og heilsa leyfír. Heimilisþjónustu þarf að efla stórlega, hún kemur að miklum notum og minnkar þörf fyrir stofnanir, er því ein mikilvægasta aðgerð til lausnar”.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.