Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1982, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1982, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1982. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir (slandsmeistaratitillinn til Víkings eða FH? Víkingar hituðu upp í Hafnarf irði — Nei, ég vil ekki spá um tölur. Ég vona að sigurinn lendi réttu megin — þ.e.a.s. hjá okkur FH-ingum. -sos. —f gærkvöldi er þeir léku æfingaleik gegn Haukum Það verður hart barizt i Hafnarfirði á morgun þegar FH-ingar fá íslands- meistara Víkings í heirnsókn í 1. deildarkeppninni i handknattleik. Leikurinn er hreinn úrslitaleikur og spurningin er — tekst hinu unga liði FH að taka íslandsmeistaratitilinn frá Vfkingum? FH-ingar þurfa að sigra tii þess en aftur á móti nægir Vikingum jafntefli til að meistaratitillinn verði áfram þeirra. Leikurinn hefst kl. 14.45. — Þetta verður hörkuleikur og hann er ekki unninn fyrirfram. Við berum virðingu fyrir öllum mótherjum okkar og leggjum okkura alla fram til að ná sigri, sagði Ólafur Jónsson, landsliðs- maður úr Víkingi, í stuttu spjalli við DV i gærkvöldi en þá var hann nýkom- inn frá Hafnarfirði þar sem Víkingar léku æfingaleik gegn Haukum. Kristján og Alf reð berjast — um markakóngstitilinn Markakóngsharáttan stendur á milli Kristjáns Arasonar, vinstrihandar- skyttu úr FH, og KR-ingsins Alfreðs Gíslasonar, í 1. deildarkeppninni í handknattleik. Þessir snjöllu lands- liðsmenn eiga nú eftir að leika einn leik — Kristján gegn Víkingi og Alfreð gegn KA. Kristján hefur skorað 91 mark og Sigurður Sveinsson úr Þrótti einnig, en Þróttur hefur lokið leikjum sinum. Aifreð er nú í þriðja sasti með 87 mörk. Eins og málin standa nú á Alfreð meiri möguleika á að verða markakóngur, þar sem hann leikur gegn léttari mótherjum heldur en Kristján og einnig má búast við því að Víkingar taki Kristján úr umferð. -SOS. • Áhorfendur og leikmenn fvlgjast spenntir með þvf sem skeður á leikvellinum. Akureyringar dökkklæddir. DV-mynd Guðmundur Svansson. Ársþingog afmælishóf hjáUMSK Á morgun verður mikið um að vera hjá Ungmennasam- bandi Kjalarnesþings. Háð verður 58. ársþing sambandsins og strax að þvi loknu verður þingfulltrúum og öðrum velunnurum boðið til afmælis- fagnaðar i tilefni þess að i ár eru liðnir 6 tugir frá stofnun samtakanna. í afmælishófinu verður 60 ára starfsemi samtakanna minnzt með margvislegum hætti. M.a. er boðið í mat og nokkrir eldri félagar verða heiðraðir. — Við undirbúum okkur eins og bezt verður á kosið og því var gott að kynn- ast húsinu í Hafnarfirði sem við höfum ekki leikið í í vetur, sagði Ólafur. — FH-ingar hafa staðið sig vel í vetur og þá sérstaklega í Hafnarfirði þar sem þeir eru erfiðir viðureignar. Við höfum þó ekki tapað leik gegn FH- ingum í Hafnarfirði síðan í nóvember 1978 þegar við töpuðum 16:17. Geir Hallsteinsson skoraði þá sigurmark FH 5 sek. fyrir leikslok, sagði Ólafur. — Munuð þið taka Kristján Arason úr umferö i ieiknum? — Það get ég ekki sagt um. Við munum sjá hvað Kristján gerir og hvernig Ieikurinn þróast áður en við tökum ákvörðun um það hvort hann verður tekinn úr umferð. Kristján er alltaf hættulegur leikmaður en hann vantar illilega Þorgils Óttar við hliðina á sér. • Guðmundur Magnússon. „Þetta verður mikill baráttuleikur” — Hvernig verður lokaundirbún- ingur ykkar fyrir leikinn? — Við undirbúum okkur fyrir leik- inn eins og fyrir alla leiki okkar. Við æfum sex sinnum I viku og síðasta æfing okkar verður í kvöld. Við komum síðan saman fyrir leikinn á morgun og ræðum þá um þau atriði sem gætu komið upp. -SOS Rummenigge f rá keppni í mánuð... Karl-Heinz Rummenigge getur ekki leikið knattspyrnu næsta mánuðinn. Hann meiddist í Evrópuleik Bayern á miðvikudagskvöld eins og við höfum sagt frá. I gær var hann settur í spelkur — vinstra hné — og fór hann að sjálfsögðu ekki með V-Þjóðverjum til S-Ameríku. Þeir leika gegn Brasilíu á sunnudaginn og Argentínu á miðvikudaginn. Þá er það séð að Hector Chumpitaz, fyrirliði Perú, gefur ekki tekið þátt í HM-keppninni á Spáni — þar sem hann þarf að gangast undir uppskurð á hásin í annaö sinn. -SOS. —segir FH-ingurinn Guðmundur Magnússon • Ólafur Jónsson sést hér skora I Evrópuleik meö Vikingi gegn Tatabanya. — Þetta verður mikill baráttuleikur og ég tel möguleika okkar á að leggja Vikinga að velli góða þar sem við leikum á heimavelli. Ef markvarzlan verður góð og vörnin sterk hjá okkur, þá vonast ég til að við getum klekkt á Víkingum, sagði Guðmundur Magnússon, línumaðurinn sterki hjá FH. Guðmundur sagði að kominn væri tími til að leggja Víkinga að velli þar sem FH- ingar hefðu tapað svo oft naumt fyrir þeim að undan- förnu — síðast 15—16. — Áttu von á því að Kristján Arason verði tekinn úr umferð? — Já, við reiknum fastlega með því — það verður allt tekið inn í dæmið og við höfum búið okkur undir það að Víkingar Iáti mann elta Kristján. — Verða allir ykkar beztu leikmenn með? — Við verðum með okkar beztu leikmenn nema Þorgiis Óttar Mathiesen sem er meiddur. Það er auðvitað slæmt að vera án hans. — Tekur ekki svona þýðing- armikill leikur á taugarnar hjá ykkur? — Jú, það er ekki hægt að neita því — maður er byrjaður að fá smáfiðring í magann. —Nú eru Vikingar með mjög leikreynt og sterkt lið? — Við vitum að Víkingar verða erfiðir við að eiga en þeir eru ekki ósigrandi — það hefur komið fram í vetur. Þeir hafa ekki verið eins sannfærandi að undanförnu og þeir hafa verið oft áður. Því erum við ákveðnir að gera allt sem við getum til að leggja þá að velli. Það er kominn tími til að við gerum það. — Nú var lokaæfingin hjá ykkur i gærkvöldi. Hvernig undirbúið þið ykkur fram að leik? — í dag verður frí og síðan verður fundur hjá okkur á morgun — fyrir leikinn. — Að lokum Guðmundur, viltu spá um úrslit leiksins i tölum? Akureyringar meistarar í íshokkey sigruðu lið Reykjavíkur með yfirbutðum eða 14-5 Frá Guðmundi Svanssyni, Akureyri. Lið Akureyrar sigraði lið Reykvik- inga með miklum yfirburðum á ís- landsmótinu i ishokkey á Akureyri á sunnudae oe varð bar með Islands- meistari. Úrslit 14—5. Þetta er í annað sinn sem keppt er um Islands- meistaratitilinn í þessari iþróttagrein. Fyrst 1980 en 1981 var ekki hægt að keppa á þessu landi okkar, sem kennt Cunningham fékk Nei! Real Madrid hefur ákveðið að veita Laurie Cunningham ekki leyfi til að ieika með enska landsliðinu æfingaleik gegn Atletico Bilbao á þriðjudaginn kemur. Ástæðan fyrir því er að Cunn- ingham var rekinn af velii í Kaiserslautern. -SOS er við ís. Leikurinn á sunnudag var nokkuð góður á köflum en hríðarmugga setti ' þó nokkurn svip á hann. Bitnaði á j úthaldi leikmanna. Reykvíkingar skoruðu fyrsta markið en Akureyringar voru fljótir að jafna og komust svo yfir. Þeir sigruðu í fyrstu hrinu með 5—3, í annarri með 4—0 og eftir það var nánast formsatriði að ljúka leikn- um. I lokahrinunni sigraði lið Akureyr- ar 5—2 eða 14—5 í leiknum. Það sætir furðu hve illa er búið að þessari ! skemmtilegu íþróttagrein bæði hér ; fyrir norðan og eins í Reykjavík. Þeir sem skoruðu fyrir Akureyri voru Bergþór Asgrímsson 4. Baldvin Grétarsson 2, Rúnar Arason 2, Jónas Björnsson 2, Ágúst Ásgrímsson, Sigurður Baldvinsson, Davíð Björns- son og Kriscján Óskarsson eitt hver. Fyrir Reykjavík skoruðu Helgi Helga- ! son 2, Daníel Eiðsson, Rúnar Steinsen j og Smári Baldvinsson. GSv . DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1982. 25 íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Albert leikur með Valsmönnum ísinar Andrés og félagar hjáGUIF — berjastum sætisití íl. deildarkeppninni sænsku — og mætir KR í úrslrtaleik bikarkeppnimar sölu leikmanna Hollenzka knattspyrnufélagið Twente frá Enschede hefur undanfarin ár grætt stórfé á sölu sinna beztu leikmanna, einkum til Englands, og síöan náð sér i ódýra, danska leikmenn í staðinn. í síðustu viku seldi Twente Romeo Zondervan, 23ja ára leikmann, til West Bromwich Albion fyrir tæpar fimm milljónir íslenzkra króna. Góður peningur það og áður hafði Twente selt annan leikmann til WBA, Martin Jol, sem leikur í aðalliði WBA. Tveir kunnustu Hollendingarnir í ensku knattspyrnunni, Franz Thijssen og Arnold MUhren, sem leika með Ipswich Town, voru báðir keyptir frá Twente Enschede. Einn af stjórnar- mönnum Twente, Tom van Daelen, er ekkert að leyna því að félag hans hefur grætt stórfé á þessum sölum. Hann er tíður gestur á leikjum í Danmörku og nælir sér þar í leikmenn. Meðal annars fékk hann Michael Birkedahl frá Næstved. „Þetta er okkar leið til að leysa fjár- hagsvandamál félagsins,” sagði van Daelen nýlega í viðtali. -hsím. Græðir stórfé á fyrir leikhlé. Framarar náðu að jafna 63:63 á 4. min. seinni hálfleiksins og síðan var alltaf jafnt þar til staðan var 81:81. Keflvíkingar komust þá yfir 84:81 en Framarar náðu síðan yfir- höndinni — 95:90 þegar 6 mín. voru til leiksloka. Lokatölur urðu síðan 105:98. Val Brazy lék vel fyrir Fram og Viðar Þorkelsson átti stórleik — sérstaklega í seinni hálfieik Tom Higgins og Jón Kr. Gislason voru beztu menn Keflavíkur. Þeir sem skoruðu i leiknum voru: Keflavík: Higgins 35, Jón Kr. 24, Axel N. 14, Björn Skúlason 11, Þorsteinn Bjarnason 6 og Viðar Vignis- son 6. Fram: Brazy 47, Símon 21, Viðar 21, Þorvaldur 8, Ómar 4, Guðsteinn 2 og BjörnM.2. -SOS • Viðar Þorkelsson. • Ipswich-lcikmennirnír Thijssen og Muhren. Framarar áttu i miklum erfiðleikum með Keflvikinga i undanúrslitum bikarkeppninnar í körfuknattleik i Keflavik i gærkvöldi, þar sem þeir náðu að tryggja sér sigur 105:98 i fjörugum og skemmtilegum leik sem bauð upp á allt það bezta sem sést hér i körfuknattleik. Framarar mæta þvi KR-ingum i úrslitaleik bikarkeppninn- ar i Laugardalshöllinni á fimmtudaginn kemur. Framarar höfðu yfir í byrjun — 16:10 eftir 5 mín., en þá fóru leikmenn Keflavíkur í gang og komust yfir 59:49 Þrír unglingaþjálfarar fá styrk f rá ÍSÍ Framkvæmdastjórn íþróttasam- bands íslands hefur ákveðið að til- lögu unglinganefndar ÍSÍ, að veita þremur þjálfurum eða leiðbein- endum á sviði unglingaþjálfunar styrki til að sækja námskeið er- lendis á þessu ári, að upphæð kr. 5.000,00 hvern. Væntanlegir umsækjendur um þessa styrki skulu vera starfandi fyrir íþrótta- og ungmennafélög, héraðssambönd eða sérsambönd mnan ÍSÍ. Sérstök umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu ÍSÍ., og er umsóknarfrestur til 21. apríl 1982. —er farínn frá Edmonton Dríllers til Denver og mun aðeins leika knattspymu í USA yfir vetrarmánuðina Frá Hafþóri Guðmundss.vni frétta- manni DV i Edmonton í Kanada. Albert Guðmundsson, landsliðs- maðurinn kunni i knattspyrnunni úr Val, sem leikið hefur með Edmonton Drillers undanfarin leiktímabil, hefur skipt um félag i Ameriku og mun aöeins leika þar knattspyrnu yfir vetrarmánuðina. Hann kemur heim til íslands i vor og hefur mikinn hug á því að leika með Val í íslandsmótinu í sumar. Albert hefur gert samning til tveggja mánaða við Denver Avalanche í Colorado, sem tekur aðeins þátt í Víkingsför i Fjorðmn Vegna stórleikja FH og Víkings í íþróttahúsinu i Hafnarfirði á laugardag, bæði i 1. deild karla og kvenna á íslandsmótinu í handknatt- leik, efna Víkingar til hópferðar i Fjörðinn. Farið verður frá félagsheim- ili Vikings við Hæðargarð kl. 13.00 og i rútum að iþróttahúsinu við Strandgötu. innanhússknattspyrnu. Albert mun leika sinn fyrsta leik með Denver-liðinu i kvöld. Fékk gott tilboð frá félaginu í þá tvo mánuði, sem eftir eru af keppnistímabilinu. Síðan mun hann ræða betur við forráðamenn félagsins um áframhald næstahaust.Miklarlíkur á að samningar takist hjá hunum og félaginu. Ef saman gengur er það hug- mynd Alberts að leika knattspyrnu í Ameríku aðeins yfir vetrarmánuðina frá október til april, en heima á sumrin. Komst í undanúrslit Albert Guðmundsson varð amerískur meistari með Edmonton Drillers innanhúss á síðasta leiktíma- bili. Liðið komst nú í undanúrslit. Mætti þar Santiago og fyrir mistök hafði íþróttahöllin í Edmonton ekki verið fengin fyrir heimaleik Drillers. Það varð því að ráði að liðið léki báða leikina i Santiago og var slegið út þar í undanúrslitunum. Þetta voru mikil mistök með húsnæðið og ég er viss um að Edmonton hefði unnið Santiago á heimavelli. Fyrir undanúrslitin hafði Drillers leikið tiu leiki á heimavelli i keppninni innanhúss í vetur og unnið þá alla. Albert skoraði 13 mörk í leikj- um Drillers í vetur. Var fjórði markahæsti leikmaður liðsins en telur sjálfur að hann hafi leikið betur, þegar Edmonton Drillers varð Ameríku- meistari í fyrra. Hann fékk síðan mjög gott tilboð frá Denver Avalanche og hélt til Denver nú í byrjun vikunnar. Leikur eins og áður segir sinn fyrsta leik í kvöld. Þjálfari hjá Denver er Dave Clements, kunnur leikmaður hér á árum áður hjá Coventry, Sheff. Wed. Everton og New York Cosmos. Hann var eitt sinn þjálfari norður-írska landsliðsins. Hafþór/hsim. Þess má geta að Albert Guðmunds- son var einn af albeztu leikmönnum Vals áður en hann hélt til Ameríku og fastamaður í íslenzka landsliðinu. Skoraði meðal annars frábært mark i HM-leiknum í Izmir í Tyrklandi 24. september 1980 eða rétt áður en hann hélt til Edmonton. Albert Guðmundsson. Frá Gunnlaugi A. Jónssyni — fréttamanni DV i Sviþjóö. —GUIF mátti þola slórt tap í síðasta leik sínum i 1. deildar- keppninni sænsku i handknattleik — 23—33 fyrir Karlskrona . Sænsku blöðin sögðu að þetta stóra tap heföi ekki verið óeðlilegt þar sem tveir beztu leikmenn GUIF léku ekki með — „Bobban” And- erson og Íslendingurinn Andrés Kristjánsson. Þrátt fyrir þennan stóra sigur Karlskrona náði félagið ekki að tryggja sér sæti í fjögurra liða keppninni um Svíþjóðarmeistara- titilinn. Liðiö var með 27 stig eins og Frölunda, en Frölunda var með betra markahlutfall, þannig að liðið leikur í úrslitakeppninni ásamt Drott, Ystad, og Heim. Andrés Kristjánsson og félagar hans leika aftur á móti um á- framhaldandi tilveru sína í 1. deildinni við tvö 2. deildarlið og H 43 frá Lundi. -GAJ/-SOS. FRAM STODVAÐI KEFLVÍKINGA MÓTORSPORT 104 REYKJAVÍK SÍMI 34351 er komið á biaðsö/ustaði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.