Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1982, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1982, Blaðsíða 29
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1982. 37 Sviðsljósið Sviðsljósið jSviðsljósið Nýjungar í hárgreiðshi Heildverzlun Halldórs Jónssonar hélt nýlega vörukynningu í skemmti- staðnum Hollywood á ýmsum hárgreiðsluvörum sem fyrirtækið hefur á boðstólum. Það voru hár- greiðslumeistararnir Villi Þór og Sól- veig Leifsdóttir sem kynntu vörurn- ar, en Sólveig sigraði sem kunnugt er á sterku hárgreiðslumóti í Royal Hall í Lúndúnum. Á vörukynningunni fengu áhorf- endur að sjá útfærslu Sólveigar á Gala-greiðslu, en svo nefnist greiðsla hennar er vann til verðlauna ytra. Módel hennar Hildigunnur Hilmars- dóttir, var auk þess klædd sigur- kjólnum frá sömu keppni, en eins og fram hefur komið i blaðinu var það móðir Sólveigar, María Auðun Guðnadóttir sem hannaði og saum- aði þennan margrómaða kjól. Villi Þór sýndi nýjustu línuna i herragreiðslum og gat þar að lita all nýstárlegar greiðslur sem hljóta að teljast fara ótroðnar brautir miðað við það sem hefur áður þekkst í hár- tískunni hér á landi. Myndirnar hér á síðunni tók ljós- myndari blaðsins Friðþjófur, af vörukynningunni í Hollywood. KoUurínn á Samúofí Grydvik full frágroiddur ef svo má segja og feg- mannlegt handbragö hárgreiösiumeistarans leynir sár ekki. Femoudou Don Moye, trommuleikari Art Ensamble of Chicago i táknrænum búnmgi. MM fengur fyr- ir jazzunnendur Art Ensamble of Chicago heldur tónleika hér á landi á vegum Jazzvakningar. — Við viljum leyfa okkur að halda því fram að þetta sé meiri háttar tón- listarviðburður, segir örn Þórisson, en hann og félagar hans í Jazz- vakningu hafa fengið hingað til lands hljómsveitina Art Ensamble of Chicago, og heldur hún tónleika í Broadway 5. april nk. Hljómsveitin er skipuð 5 mönnum: Leister Bowie, trompet, Roscoe Mitchell, blásturshljóðfæri, Joseph Jarman, blásturshljóðfæri, Malachi öm Þárisson: Mikii gróska t starfssemi Jaxzvakningar. Favors Magoustous, bassi, ásláttur og Famoudou Don Moye, trommur, ásláttur. Tvö undanfarin ár hefur hljómsveitin sigrað með yfirburðum í vali allra jazztimarita á hljómsveit ársins. — Þeir hafa spilað.saman í 20 ár, segir Örn. — Þeir reka þó hver sina hljómsveitina og hal'a á undan- förnum árum aðeins spilað saman í nokkra mánuði á ári. Það er heldur ekki hlaupið að því að fá þá til að konia og spila, en við notuðum tækifærið núna að nýlokinni hljómleikaför þeirra um Evrópu. Þar héldu þeir 40 tónleika á 45 dögum og var uppselt á þá alla. Og við hefðum alls ekki haft ráð á að fá þá hingað nema af þvi að þeir hafa sýnt okkur íslendingunt þá sérstöku vinsemd að slá mjög af venjulegum greiðslukröfum sínum. T.d. þurfum við ekki að borga flutninginn á hljóðfærum þeirra, en hann nemur hvorki meira né minna en 1 1/2 tonni. — Félagarnir í Art Ensamble of Chicago Icika alls ekki hefðbundinn jazz, heldur má segja að tónlist þeirra spanni allt litróf svartrar tónlistar. 3 þeirra koma fram í gervum sem minna á forna ættbálka í Afríku, enda eru einkunnarorð hljómsveitar- innar: Great Black Music — Ancient Fo The Future. Jazzvakning hefur nú starfað af mikilli grósku í rúmlega 5 ár og stað- ið að fjölda tónleika, þar á meðal margra erlendra gesta. Að sögn Arnar má þó telja Art Ensamble of Cicago einn veigamesta feng sem rek- ið hefur á fjörur þeirra félaga til þessa. Jazzvakning vinnur um þessar mundir einnig að útgáfu jvöfalds al- búms með Gunnari Oripslev og verð- ur það þriðja platan sem kemur út á vegum félagsins. JÞ Sófvoig Leifsdóttir hárgrefösJumeistarí 1. tv. ásamt módek sinu Hildi- gunni Hilmarsdóttur, sem er iklædd hinum margrómaöm veröiaunakjói. Karimennina á myndinni kunnum viö þvi ndöur okkieð nafngrekm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.