Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1982, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1982, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1982. Spurningin Hvaða íslenzkir söngvarar eru beztir Halldóra S. Róbertsdóltir nemi: Ja, það eru Pálmi Gunnars, Diddú og Björgvin Halldórs. Áslaug Harðardóttir, vinnur hjá heild- sala: Að minu mati bera þau Diddú og Bubbi Morthens af. Jón Styrmlsson, segist ekki gera neitt: Bubbi Morthens, Ragnhildur Gísla- dóttir og söngvarinn í Start. Helga S. Magnúsdóttir nemi: Mér finnst Jóhann Helgason, Björgvin Halldórs og Ragnhildur Gísla bezt. Bjarni Tómasson málarameistari: Já, þetta er erfið spurning. Mér fannst hann Stefán íslandi alltaf svo róman- tískur og einnig var GuðmUndur Jóns- son góður. Af kvenþjóðinni eru þær Guðrún Á. og María Markan langbeztar. Vilhjálmur Svan, starfar hjá SÁÁ: Já, það er nú það, ætli maður segi ekki Pálmi Gunnars og hún þarna hjá Grýlunum, hún Ragnhildur. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Um hækkaðan meðlagsaldur: Sjaklan heyrast mótmæB frá blessuðum feðrunum —þótt oft sér ærin ástæða til, að mati lesanda 3254—4703 skrifar: Ég vil senda smáaðvörun til islenzkra kvenna áður en þær ganga út í hjónaband með fráskildum mönnum, sem eiga börn, því barna- meðlögin eru ekki neinn smáliður í heimilishaldinu og ekki sízt þegar þau eiga að greiðast til giftingaraldurs (nú kr. 924,- á mánuði). í okkar ísl. þjóðfélagi er verið að færa aldursmörk neðar, t.d. kosn- ingaaldur og fjárráð, sökum aukins þroska ungs fólks, en þá um leið er verið að hækka aldurinn. Ég varð fyrir því „óláni” fyrir 12 3254—4703 telur ósanngjarnt aö gera mönnum aó greiða meðiag meó fullorðnum „börnum” sem kannski eru í vinnu og hafa hærri tekjur en feðurnir. -DV-mynd: Ragnar TRh. árum að kynnast einum fráskildum með 2 börn, sem er nú maðurinn minn. Eignir hans voru náttúrlega engar; konan fékk ibúðina, mublurnar, sjónvarpið og allt, svo byrja mátti upp frá grunni. Á þeim timamótum þegar eldra barnið varð 16 ára komu ný lög um að greiða skyldi með því til 17 ára aldurs. Var þá móðirin gift aftur og flutt í sjávarpláss, „barnið” farið út á vinnumarkaðinn og hafði meiri tekjur en faðirinn, sem þá var með heimili og börn. Meðlagið kom sér vel, þvi 17 ára er bílprófsaldurinn og fáir drengir menn nema þeir eignist bilinn strax. Nú varð yngra barnið hans 17 ára fyrir sl. áramót og tilkynningu fékk hann í gær, um meðlagsskuld. Nú á að greiða fullt gjald til 18 ára aldurs. Mér finnst lítil sanngirni í í því að borga sama gjaldið fyrir smábörn, sem eru á dagvistunarstofnunum, og fullorðið fólk. Ég hef sjálf þurft að vinna allan minn búskap utan heimilis til þess að endar náist saman, með okkar börn í gæzlu, og veit hvað það kostar. Við verðum að taka þessu með jafnaðargeði, ekki þýðir að deila við dómarann, þótt ég sjái eftir meðlagi til auðugs fólks, í einbýlishúsum og með allan lúxus, og-engin munur gerður á þótt forráðamaður barns- sins giftist aftur og verði þar með stöndugur. En sjaldan heyrast mótmæli frá blessuðum feðrunum. Þeir taka þessu öllu með ró og mætti halda það ein- göngu þeirra sök að börn fæðast í þennan heim. A ÍSLAND AÐ STANDA NORÐURLANDA- BÚUM OPID TIL ATVINNU OG BÚSETU? —Stjómmálamennimir eru miklir verzlunarmenn Dr. Benjamín H. J. Eiríksson skrifar: Þetta verður aðeins lítill hópur, sagði Svavar ráðherra í útvarpinu að morgni 16. marz. Hann var nýbúinn að skrifa undir samning erlendis þess efnis, að Ísland standi Norðurlandabúum opið til atvinnu og búsetu. Til allrar ham- ingju, þá er það eftir, að rétt yfirvöld staðfesti samninginn. En með því hve miklir verzlunarmenn stjórnmálamenn- irnir nú einu sinni eru, þá er óhjá- kvæmilegt, að árvakrir menn og þjóð- holiir séru með ugg. Það má strax gera ráð fyrir því, að þarna sé nýtt Gerva- sonimál í uppsiglingu. Hvers vegna? „Friðarsinninn” Gervasoni kvaddi þannig, að hann lýsti því yfir, að hann væri ekki friðarsinni. Hann vildi aðeins ekki bera vopn í her þáverandi Frakk- landsforseta. Þegar kommúnistar komust svo í stjórn, þá var hinn „umkomulausi” Gervasoni strax settur í þýðingarmikla opinbera nefnd. Þótt Svavar hafi veitt Gervasoni atvinnuleyfi með hraði, varð liinn síðarnefndi samtaðfara.Það voru fyrst og fremst falsanir hans, sem urðu honum að falli. Með nýju samn- ingunum yrði sett undir þess háttar leka. Sendimaðurinn þyrfti þá aðeins að hafa borgararétt einhversstaðar á Norðurlöndum. Þá standa honum opnar dyr á íslandi. Erfiðleikar ráð- herrans tilheyrðu þá liðinni tíð. En fyrir aðra hafa nýjar hættur skyndilega komið til. Moldvörpur í lok stríðsins streymdi fólk frá austantjaldslöndunum vestur á bóginn. Þetta var kallað að greiða atkvæði með fótunum. Og þessi straumur hefir haldið áfram. Margir hafa komið til Norðurlanda. Út í þennan straum hafa leyniþjónustur kommúnistaríkjanna, fyrst og fremst Sovétríkjanna, dreift sendimönnum sínum. Þeir koma sér fyrir meðal hinna lýðfrjálsu þjóða, sumir til að njósna, sumir til mannrána eða morða, og enn aðrir bíða þess tíma, að í þá verði hnippt og við þá sagt: tíminn er kominn. Borgarar hinna lýð- frjálsu ríkja þurfa því að halda vöku sinni. Með verzlun nær óvinurinn mörgu. Það er ekki einleikið með há- vaðann út af Helguvík. Og það er ills viti, að ráðherra skuli leyfa sölu á íslenzku landi með húsi á, til erlends stórveldis, sem á hér fyrir miklar fast- eignir — gegn sölu á fiskflökum, eins og stóð i einu blaðanna. Lítill hópur, sagði Svavar. Já, Svavar hefír fyrst og fremst áhuga á „litlum hópi”. Hann yrði samt stærri en einn Gervasoni. Og án vafa yrði grugg í hópnum. Nauðsynlegt að halda vöku sinni í Kyrrahafi, Indlandshafi og í Karí- bahafi eru litlar eyþjóðir með nýfengið sjálfstæði. Þær eiga það til að vakna morguninn við þá frétt, að komnir séu nýir valdhafar. „Lítill hópur” hafði rænt völdum! meðan þjóðin svaf. Lítilli þjóð getur því komið mikið ógagn frá litlum hópi: njósnir, undir- róðursstarfsemi, morð, mannrán og jafnvel valdarán. Um þessa hluti hefir þjóðunum hlotnast mikil — en ekki að sama skapi skemmtileg — reynsla seinustu áratugina. Það getur ekki verið, að forystumenn íslenzku þjóðar- innar hafi gleymt aðferðum komma- foringjanna, þegar þeir voru að eyði- leggja lýðræðisflokkana í Austur- Evrópu. Það er mikil nauðsyn, að þeir og þjóðin haldi vöku sinni og hafni skýrt og skorinort samningi Svavars. Til forráðamanna sjónvarpsins: DALLAS AFTUR SEM FYRST — eða verðum við að fara í kröfugöngu? Erla Jakobsdótlir skrifar: Við erum að velta því fyrir okkur allmörg, hvermg hægt sé að troða því inn í hausinn á ráðamönnum sjón- varpsins að Dallas-þættirnir voru mjög vinsælir og að fólk vill fá að sjá meiraaf þeim. Hvernig væri að gera sér grein fyrir því að fólk vill einfaldlega fá að ráða sínum smekk sjálft. Flestir, sem ég þekki, eru mjög óhressir vegna þessa ráðríkis sjónvarpsmanna. Við skorum þvi á ráðamenn þessara mála að sjá til þess að sýningar á Dallas verið hafnar aftur hið snarasta. Annars — já, við förum kannsi bara í kröfugöngu. Það virðist oft duga vel nú til dags. „Þetta verður aðeins lítill hópur,” sagði Svavar ráðherra I útvarpinu, að morgni 16. marz. Hann var nýbúinn að skrifa undir samning erlendis þess efnis að tsland standi Norðurlandabúum opið til atvinnu og búsetu — segir m.a. i bréfi dr. Eirikssonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.