Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1982, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1982, Blaðsíða 31
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1982. Útvarp Sjónvarp Veðrið Kvikmyndir Kvikmyndir 1‘tvarp | Föstudagur 19. mars 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn-' ingar. 12.20 Fréltlr. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Á frívaktlnni. Sigrún Sigurðardóttir kynnir óska- lög sjómanna. 15.10 „Vitt sé ég land og fagurt” eftir Guðmund Kamban. Valdimar j Lárusson leikari les (29). 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- í fregnir. 16.20 Glefsur. Sigurður Helgason í kynnir fjögur íslensk ljóðskáld. 1 ' þessum fyrsta þætti kynnir hann Tómas Guðmundsson og nokkur Ijóöa hans. Lesari með Sigurði er Berglind Einarsdóttir. 16.50 Leitað svara. Hrafn Pálsson félagsráðgjafi leitar svara við . spurningum hlustenda. 17.00 Sfðdegistónleikar. Wilhelm Kempff leikur á píanó Fjórar ball- öðurop. IOeftir Johannes Brahms / Mieczyslaw Horszowski, Sándor! Végh og Pablo Casals leika Pianó- trió nr. 3 í c-moll op. 1 eftir Lud-. wig van Beethoven. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. . 19.40 Á vettvangi. Stjórnandi þátt arins: Sigmar B. Hauksson. Sam- starfsmaður: Arnþrúður Karls- dóttir. 20.00 Lög unga fólksins. Hildur Eiríksdóttir kynnir. '20.45 Kvöldvaka. a. Elnsöngur: Þórunn Ólafsdóttir syngur íslensk lög; Ólafur Vignir Albertsson leik- ur á píanó. b. A fjallabaksleiö ' eystri. Sigurður Kristinsson kenn- ari segir frá búsetu 1 Stafafellsfjöll- um, einkum á Grund i Víðidal; — fyrsti hluti af þremur. c. Skrímslis- rima eftir Sigurð Óla Sigurðsson i Flatey um skoplegan atburö vestur ' þar fyrir 70 árum. Baldur Pálma- son les. d. Hún iOkaði glimu í gamla daga. Þórarinn Björnsson frá Austurgörðum i Kelduhverfi í talar við Andreu Pállnu Jónsdóttur, i Leirhöfn á Melrakkasléttu. e. Kórsöngur: Karlakórinn Fóst- bræður syngur lög eftir Gylfa Þ. Gislason. Söngstjóri: Jón Þórarinsson. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dag- skrá morgundagsins. Lestur Pass- íusálma (35). 22.45" Franklin D. Roosevelt. Gylfi . Gröndal les úr bók sinni (7). 23.05 Kvöldgestlr — þáttur Jónasar • Jónassonar. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Sjónvarp Gengið Kvikmyndir Kvikmyndir Gengisskróning NR. 46 - 17. MARZ1962 KU 09.16 Einingkl. 12.00 Kaup Sala Saia 1 Bandcrfit jadoil& r 10,021 10,049 11.053 1 Staríingspund 18,138 18,189 20.007 1 K.iutdadotlar 8349 8,272 9.099 1 Dönsk króna 1,2620 13555 1.3810 1 Norsk króna 1,6654 1,6701 1.8371 1 Sasnsk króna 1,7203 1,7252 1.8977 1 Rnnskt mark 2,1962 23013 2.4214 *1 Franskur franki 1,8321 1,6386 1.8002 h Bsig.franki 03261 03267 0.2493 H Svissn. franki 6,3190 53339 5.8872 1 Hoftenxk florína 33476 33583 43441 1 V.+ýiktmwfc 4,2236 43356 4.6691 1 itöisk Ifra 0,00778 0,00780 0.00858 1 Au.turr.Sch, 0,6013 0,6030 0.9633 1 Portug. Escudo 0,1429 0,1433 0.1578 1 Spánskur pssatí 0,0983 03966 0.1062 1 Japansktyan 0,04159 0,04170 0.04567 1 Irskt ound 14,899 14340 16.434 8DR (aérstök . * — * -■*—... oratianaiunoti 11,2347 113662 Sánavari vagna gangtaakráningar 22190. Veðurspá ] Búizt við hæð austan- og norð- llaustanlands, bjart um allt land, I þykknar sunnanlands með kvöld- | inu, frost um allt land en verður þó Kheldur mildara sunnanlands með Imorgninum. Veðrið hér og þar Klukkan 6.00 í morgun Akureyri léttskýjað -10, Bergen skýjað 0, Helsinki léttskýjað Kaupmannahöfn þokumóða -2 Ósló þokumóða 1, Reykjavík heið skírt -6, Stokkhólmur þokumóða 1 Klukkan 18.00. 1 gær. Aþena heiðskirt 11, Berlín skýjað 8 Chicagó alskýjað 8, Feneyjar þrumuveður 8, Nuuk alskýjað 1 London skýjað 9, Luxemborg léttskýjað 3, Las Palmas léttskýjað 17, Mallorka skýjað 13, Montreal skýjað 4, París skúr 7, Róm léttskýjað 12, Vín rigning 6 Winnepeg ísnálar 12. Föstudagur 19. mars 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Á döfinni. Umsjón: Karl Sig- tryggsson. 21.05 Allt i gamnl með Harold Lloyd s/h. Syrpa úr gömlum gantanmyndum. 21.20 Fréttaspegill. Umsjón: Bogi Ágústsson. 21.55 „Fyrirkomulagið”. (Thc ! Arrangement). Bandar. bíómynd frá árinu 1969. Leikstjóri og, höfundur: Elia Kazan. Aðalhlut- verk: Kirk Douglas, Faye I Dunaway, Deborah Kerr, Richard t 1 Boone og Hunte Cronyn. Myndin' fjallar um forstöðumann aug- | lysingastofu, sem hefur tekist að', afla sér veruíegra tekna i lífinu. En 1 cinkalíf hans er i rúst, hjónabandið I er nánast eins konar „fyrir- ! kontulag”, framhjáhaldið lika og raunar önnur samskipti hans við I fólk. Þýðandi: Kristmann Eiðsson. ‘23.55 Dagskrárlok. I Fyrírkomulagið—sjónvarpið kl. 21.55: Vélmenni á f ramabraut fer að leita að sjálf u sér í bók sem heitir „The New Male” eða Nýi karlmaðurinn lýsir höfundur- inn, Herb Goldberg, hvað það geti orðið hættulegt fyrir karlmenn að láta kerfið gleypa sig. Byrja kornungir að „vinna sig upp” og týna sínum eigin persónuleika í starfinu. Verða síðan firrtir og óhamingjusamir þrátt fyrir háar tekjur. Þeir gleyma alveg að rækta sálina í sjálfum sér, verða sístritandi hylki utan um ekki neitt. Myndin í kvöld er tilraun leikstjór- ans Elia Kazan til að lýsa einmitt slíkum manni og er sennilega enn tíma- bærari nú en þegar hún kom fyrst fram, 1969. Aðalpersónan í myndinni er Eddie, hálaunaður starfsmaður í auglýsingabransanum, leikinn af Kirk Douglas. Hann á einbýlishús utan við bæinn og fagra konu (Deboru Kerr). En þótt allt gangi vel á ytra borði er hann í rauninni sáróánægður. Starf hans er að semja tóbaksauglýsingar og honum er auðvitað fullljóst að þær eru rangar og villandi. Það er hægara sagt en gert að komast út úr vítahringnum. Inn í þau átök blandast faðir hans, grískur inn- flytjandi sem hefur alið hann upp af strangleika, (Richard Boone) . Konan hans, sem óttast að missa öryggi og fastar tekjur, ef hann breytir til. Og svo er það skrifstofustúlkan (Faye Dunawayj'sem reynir að eggja hann til sjálfstæðis og lendir í skrykkjóttu ástarsambandi við hann. Myndin er spennandi, enda gerð af Elia Kazan. Talið er að hún sé að ein- hverju leyti sjálfsævisöguleg en ekki vitum við sönnur á þvi, nema hvað for- eldrar hans voru að minnsta kosti grískir innflytjendur. ihh Fjalakötturinn: Don Giovanni EINSTÆTT USTAVERK Fjalakötturínn. Kvikmyndin, Don Giovanni, ópara W Mozarts. Lelkstjóm: Joseph Losey. Handrit: Patricia og Joseph Losay, Franz Salierí, byggt á uppfœrski RoK Liebermanns á óperu Mozarts. Kvikmyndataka: Garry Fischer. KHpping Roginald Beck. Löngum hafa kvikmyndastjórar haft beyg af óperum sem myndefni. Óperan hefur þá bindingu umfram önnur sviðsverk að músíkin njörvar textann og allar athafnir svo að kvik- myndastjórinn hefur býsna lítið frítt spil. Hlutunum er ekki jafnauðvelt að snúa við og breyta og þegar leikriti er snúið upp í kvikmynd, að maður tali nú ekki um skáldsögu. Það er því skiljanlegt að kvikmyndastjórar hafi látið óperurnar í friði. Þar við bætist að efniviður margra ópera er fenginn aö láni úr sögnum og sögum svo að sjálfsagt hefur þótt lengstum að kvikmyndamaðurinn meðhöndlaði efnið eftir sínu höfði og eftir reglum sinnar listar. En samt hefur óperan freistað nokkurra leikstjóra þó og í lang- flestum tilvikum hefur verið um að ræða beinar upptökur á óperusýning- um með þeim aukamöguleikum sem hreyfanleiki myndavélarinnar bætir við venjulegt óperusvið. Eða þá að farið er út í ævintýri, eins og þegar Aida var efniviður og uppistaða „stórmyndar”. Fjármagn og tækni nýtt út 1 æsar og Tebaldi látin leggja til röddina en Loren kroppinn á Aidu. Samt höfðaði stórmyndin ekki eins mikið til manns og mátulega vel lukkuð konsertuppfærsla vestur í bæ. Joseph Losey færist því töluvert mikið í fang að leggja til atlögu við sjálfan Don Giovanni með hendur bundnar — bundnar af Wolfgang nokkrum Mozart, snillingi, fyrir hartnær tvö hundruð árum. Að mínum dómi tekst Losey ótrúlega vel til. Velgengni hans í glimunni við Don Giovanni er líkast til mest því að þakka að hann er Mozart fyllilega trúr. f raun er eins og hann sé aðeins að bjóða Mozart einn tjáningarþátt- inn enn í óperuna, frelsi í rúmi. Hann fylgir Liebermannuppfærslunni en hún er notuð víða i þekktum og minna þekktum óperuhúsum og er eins konar standard uppfærsla hjá þeim óperuhúsum sem hafa efni á að brúka „jet set” einsöngvaralið. í leikstjórn sinni víkur Losey aldrei frá hinum söngræna, stundum barnalega, leikmáta sem tiðkast í óperunni. Hann fellur aldrei í þá gildru sem margur „upptöku- stjórinn” dettur svo gjarnan í, að nota „play-backiö” ósmekklega. Dæmi slíks finnast i mörgum upptök- um, þegar primadonnan bylur há c-ið útafiiggjandi í hægindastól og jafn- vel étandi vínber. Hans Don Giovanni er óperukvikmynd. Hann notar umhverfið, lýsinguna og klipp- inguna til að láta eðlilega kvikmynd renna með hrynjandi óperunnar og maður hefur það á tilfinningunni að kvikmyndin fengi staðist sem heil- steypt listaverk þótt hún væri þögul. Þetta tekst Losey og hans liði þótt hvergi sé um að ræða frítt spil, nema í forleiknum, en þar notar hann tæki- færið og tengir músík og mynd sög- unni þannig að hin myndræna músík Mozarts verður enn skarpari. Hér er sem sé á ferðinni einstætt listaverk, sem ætti að koma óperu- þyrstum íslendingum vel. Eyjólfur Melstefl Faye Duaaway efla Runaway þekklst alltaf i hnjánum, segja þeir. Leitað svara— útvarp kl. 16.50: Góður þáttur á ómöguleg um tíma Hver hlustar á útvarp klukkan tíu mínútur fyrir fimm? Að minnsta kosti engin húsmóðir. Þá kemst ekkert annað að en listinn fyrir helgarinn- kaupin. Og allir eru að flýta sér að ná því sem gera þarf áður en hægt er að kasta af sér vinnubelgnum og fieygja sérávit helgarinnar. Það eru helzt leigubílstjórar og kannski vaktavinnufólk sem getur hlustað. Og þeir heyra Hrafn Pálsson leita svara við spurningum hlustenda. Það er því kannski ekki undarlegt að raargar spurningarnar fjalla um um- ferðarmál, ástand vega, hvort leyfa eigi hægri beygju á rauðu ljósi. „Það er kannski eins gott,” segir Hrafn Páls- son, stjórnandi þáttarins. „Á tiu minútum hálfsmánaöarlega er ekki hægt að leysa fiókin vandamál.” Hrafn fór 15 ára gamall að spila með danshljómsveitum, „byrjaði með Bjarna Bö. og endaði með Ragga Bjama syni hans 23 árum seinna”. En síöan lærði hann félagsráðgjöf árum saman 1 Bandaríkjunum. IHH Hrafn Pilssoa féUgsráð(jafi er fyrr- verandi „dansmúsikant” og ekki laust viö aö hann sé hreykinn af hvita Steinway-flyglinum á heimilinu. „öll fjölskyldan spilar,” segir hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.