Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1982, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1982, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1982. Tómas Árnason á fundi Kaupmannasamtakanna: „Margar greinar tilbúnar að taka við frjálsri verðmyndun” ,,Það leikur enginn vafi á þvi að myntbreytingin hefur ruglað verðskyn almennings mjög. Sjálfur þarf ég enn að hugsa mig vandlega um og skipta yfir í gömiu myntina til að gera mér grein fyrir stærðunum,” sagði Tómas Árnason, viðskiptaráðherra í svari sínu við fyrirspurn á aðalfundi Kaupmanna- 'samtaka íslands, sem haldinn var í gær. Tómas flutti þar ræðu um nýlegar og væntanlegar breytingar á verðlags- málum. Biðu menn tölu hans með nokkurri eftirvæntingu en fátt nýtt kom þar þó fram. Tómas sagði að stefnt væri að því, að í stað beinna verðlagsákvæða yrði verðmyndun beint inn á svið verðgæzlu og sam- keppnishvetjandi aðgerða. Væri þetta markmið þess frumvarps sem nú lægi fyrir Alþingi um verðlagsmál. Ekki vildi ráðherra tjá sig mikið um framkvæmdahliðina á þessu frum- varpi. Hún yrði í höndum Verðlagsráðs þegar þar að kæmi og taldi hann stórt skref að ákvarðanir yrðu nú alfarið teknar af borði ríkisstjórnarinnar. Tómas taldi það nokkuð ljóst að ýmsar greinar viðskiptalífs væru nú þegar til- búnar til að taka við samkeppnisverð- myndun og nefndi sem dæmi innlenda framleiðslu, svosem húsgögn, sælgæti,, Nýja tollafgreiðslugjaldið var sammála því að þetta væri hið mesta gildandi vísitölukerfi væri að mörgu fatnað og hreinlætisvörur. Af inn- nokkuð til umræðu og kvaðst ráðherra ólánsgjald. Eins tók hann undir að leyti óraunhæft og hreinlega vitlaust.JB. fluttum vörum nefndi hann bifreiðar, hljómtæki, sjónvörp, heimilistæki og skrifstofubúnað og bætti við þennan lista ýmsum greinum „útseldrar vinnu.” Hann kvaðst sannfærður um að þessar breytingar á verðmynd- unarkerfinu yrðu til þess að draga úr verðbólgunni. Allmargir fundarmenn lögðu spurn- ingar fyrir ráðherrann að ræðu lokinni. í svörum hans kom meðal annars fram að hann væri alfarið á móti skattlagn- ingu verzlunar- og skrifstofuhús- næðis, þrátt fyrir að hann sjálfur hefði haft forystu um að koma henni á. Slíkt væri því miður oft hlutskipti. ráðherra í samsteypustjórnum. Þá kvaðst hann einnig fylgjandi lækkun launaskatts og greiðslu innheimtu- þóknunar vegna söluskatts og fleiri opinberra gjalda, en bjóst ekki við að breyting yrði á neinu þessara atriða á þessu ári. Þá nefndi Tómas að í gangi væru endurskoðun á tollalöggjöf, lögum um sainvinnufélög og verzlunaratvinnu. Væri væntanlega von á einhverjum „ Var á mótiskattínumþó ég kæntihonum qfálhwí,"tagð/ TómmsÁmason viöskiptaráöherra á fundimeð kaup- breytingum i kjölfar þess. mönnum umþaugjöldsem lögð erué vendunar- ogskrtfstofuhásnœði. DV-myndBj.Bj. A/þýðuMkhúsfnu í Hafnartúói. Á myndhml sam takfn var i æfíngu má sfé Arnar Jónsson i hlutverki rkkfarans og Borgar Garöarsson Lth. i hhrtvorki skjafdsveinsins. Aórir á myndinni eru Sff Ragnhikfardóttir, Hefga E. Jóns- dóttir og Bjarni Ingvarsson. RIDDARINN SJÖNUMHRYGGI Alþýðuleikhúsið í Reykjavík verki Cervantes „Don Kikóti eða sitt- frumsýnir í kvöld leikgerð James Saunders á hinu ódauðlega meistara- Neshreppur utan Ennis: Allirframboðs- listarákveðnir Framboðslistar stjórnmálaflokkanna í Neshreppi utan Ennis, þ.e. á Hellis- sandi, Rifi og Gufuskálum, eru nú frágengnir fyrir sveitarstjórnarkosning- arnar. Lista Framsóknarflokksins og óháðra skipa: 1. Ómar Lúðvíksson. 2. Aðalsteinn Jónsson. 3. Jóhanna Gunnarsdóttir. 4. Reynir Rúnar Reynisson og 5. Ársæll Jónsson. Til sýslunefndar af listanum er Sævar Friðþjófsson. Lista óháðra hreppsbúa skipa: 1. Gunnar Már Kristófersson. 2. Ingibjörg Steinsdóttir. 3. Haukur Már Sigurðsson. 4. Albína Gunnarsdóttir og 5. Páll Stefánsson. Lista Alþýðubandalagsins og óháðra skipa: I. Kristinn Jón Friðþjófsson. 2. Arnheiður Matthíasdóttir. 3. Svanberg Stefánsson. 4. Sæmundur Kristjánsson. 5. Sigríður Þórarins- dóttir. Lista Sjálfstæðisflokksins skipa: • I. Hákon Erlendsson. 2. Ólafur Rögnvaldsson. 3. Örn Hjörleifsson. 4. Haukur Matthíasson. 5. Kristján Guð- mundsson. Til sýslunefndar Óttar Sveinbjörnsson. Hafsteinn Hellissandi. hvað má Sanki þola”. Þýðandi verks- ins er Karl Guðmundsson en leikstjórn í höndum Þórhildar Þorleifsdóttur. Leikgerð Saunders byggir aðallega á fyrsta hluta sögunnar um þá félaga Don Kikóti og skjaldsveininn Sankó. Eins og lesendur bókarinnar kannast við leggja þeir félagar upp í margar og glæsilegar glæfrafarir en í leikgerðinni er ferð þeirra aðeins ein. Þar fer eins konar samnefnari allra ferða þeirra fé- laga. Saunders styðst þó að mestu leyti við atburði, persónur og texta, beint úr skáldsögunni, en hagræðir vissulega þannig að betur hæfi sviði. Þetta leikrit spannar, líkt og sagan, allt frá glensi og galskap til dýpsta harms. Þó kallar höfundur þetta „alþýðlegan gleðileik” og það réttilega því þeir félagar hafa lag á því að vera spaugilegir, jafnvel í. sínum verstu hrakförum. Með hlutverkin í uppsetningu Alþýðuleikhússins á verkinu fara Arn- ar Jónsson sem leikur sjálfan riddarann og skjaldsvein hans leikur Borgar Garðarsson. önnur hlutverk eru í höndum Bjarna Ingvarssonar, Eggerts Þorleifssonar, sem einnig samdi tónlist sýningarinnar, Guðmundar Ólafsson- ar, Helgu E. Jónsdóttir og Sifjar Ragn- hildardóttur. Leikmynd, búninga og grímur annaðist og gerði Messíana Tómasdóttir. Lýsing er í höndum David Walters. Frumsýning á Don Kíkóti eða sitt- hvað má Sanki þola verður sem fyrr segir í kvöld og hefst hún klukkan 20.30. Önnur sýning er þann 19. og sú þriðja 21. marz. -SER. Fundur fyrir austan um kísilmálmverðið „Verður íslenzk verksmiðja með 150 manna starfsliði,” segir Hjörleifur Guttormsson ráðherra Austfirðingar efna til heils dags fundar á morgun, laugardag, um kísilmálmverksmiðju á Reyðar- firði. Raunar verður fundurinn þar í kauptúninu og stendur iðnaðarnefnd Sambands sveitarfélaga i Austurlands- kjördæmi fyrir honum. Þar á að kryfja til mergjar þessa fyrirhuguðu verk- smiðju og fjalla um undirbúning, fram- kvæmdir og rekstur jöfnum höndum. Bæði heimamenn og gestir verða þátttakendur í þessum fundi og munu meðal annars helztu sérfræðingar sem fjallað hafa um verksmiðjuna á undir- búningsstigi framsögumenn. Auk al- mennra umræðna verða umræður í hópum um afmarkaða þætti fram- kvæmda. í samtali við Hjörleif Guttormsson iðnaðarráðherra sagði hann að kísilmálmverksmiðjan yrði væntanlega „islenzk verksmiðja með um 150 manna starfsliði”. Undirbúningur er það vel á veg kominn að þess vegna gætu framkvæmdir við byggingu verk- smiðjunnar hafizt áður en langt um líður. Hins vegar hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun um tilurð þessa iðjuvers. -HERB. Prófun fiskvinnslu- véla er ekki skylda — segir BjSrn Dagbjartsson forstöðumaður Rannsóknarstofnunarfiskiðnaðarins fns. ,,Það eru engin skýr ákvæði um hvernig prófunum á vélum, sem notað- ar eru í fiskiðnaði, skuli háttað,” sagði Björn Dagbjartsson, forstöðumaður Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins, er DV bar undir hann fréttir hér í blaðinu um seilingarvél fráStálberg. „Það er gert ráð fyrir því í lögum að Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins geri prófanir á vélum en þá aðeins ef inn- flytjendur eða aðrir aðilar óska þess. Það er sem sagt ekki skylda fyrir selj- endur.” Björn sagðist ekki sjá ástæðu til að prófa seilingarvél Stálbergs nema einhver aðili færi fram á það og sá aðili þyrfti jafnframt að bera kostnaðinn af prófuninni. „En ég vil taka það fram,” sagði Björn, ,,að Framleiðslueftirlit sjávaraf- urða hefur ekki tæknimenntaða menn né tæki til að prófa vélar. Mér finnst þeir því ekki hafa neina ástæðu til að skipta sér af því hvernig tækin eru svo framarlega sem afurðirnar sem úr þeim koma séu í lagi, — það er þeirra verk- efni. Mér þykir einnig einkennilegt að for- stöðumaður Framleiðslueftirlitsins skuli láta birta af sér einhvers konar atiglýsingamynd með þessari seilingar- vél frá Stálberg.” -ÓEF. ATT ÞU SYNISHORN AF RITHOND EIN ARS BENEDKTSSON AR SKÁLDS! Mál afkemenda Einar Benedikts- sonar skálds, til ógildingar samnings við útgáfufélagið Braga, um útgáfurétt á verkum skáldsins, á þeirri forsendu að undirskrift Einars hafi verið fölsuð, verður tekið fyrir í borgardómi í dag. Búizt er við því að lögmenn muni þá óska enn frekari frestar til gagnaöfl- unar. Ragnar Aðalsteinsson hrl. er lögmaður afkomenda Einars og Magnús Sigurðsson hdl. lögmaður út- gáfufélagsins Braga. Dómari er Auður Þorbergsdóttir. Málsaðilar hafa verið að grúska í gömlum skjölum að undanförnu í þeirri von að finna fleiri undirskriftir Einars Benediktssonar, sérstaklega frá síðustu æviárum hans, Herdísarvíkur- árunum, en Einar lézt þar í ársbyrjun 1940. Skjöl frá árunum 1935 og 1937 með undirskrift Einars eru komin i ljós, meðal annars þrívottað gjafabréf um Herdísarvík til Háskóla íslands. Lögmaður afkomenda Einars hefur þegar leitt eitt vitni fyrir dóminn, er- lendan rithandarsérfræðing, James T.' Miller, sem telur skrift Einars undir samninginn við Braga vera falsaða. Magnús Sigurðsson lögmaður hefur beðið blaðið að koma þeirri ósk á framfæri að þeir sem hugsanlega geti átt undirskrift Einars Benediktssonar frá síðustu æviárum hans láti vita af þvi. Ekki sé ólíklegt að til séu áritaðar bækur eða bréf frá Einari í fórum ein- hverra. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.