Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1982, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1982, Blaðsíða 26
34, DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1982. í gærkvöldi I gærkvöldi Kærulausir íslendingar Andlát Gróa Guðnadótlir frá Unnarholti lézt 13. marz. Hún var fædd 31. ágúst 1913, foreldrar hennar voru Elínborg Pálsdóttir og Guðjón Jónsson Gróa giftist Val Lárussyni, sem lézt fyrir nokkrum árum, og eignuðust þau einn t son. Gróa verður jarðsungin í dag klukkan 16.30 frá Fossvogskapellu. Elias Símon Jónson, Hringbraut 85 Keflavík, verður jarðsunginn frá Ytri- Njarðvikurkirkju laugardaginn 20. marz kl. 13.30. Garðar Ingi Reynisson, Aðalgötu 2 Keflavik, verður jarðsunginn frá Kefla- víkurkirkju laugardaginn 20. marz kl. 14. Jarðsett verður í Innri-Njarðvík. Lýður Jónsosn vegaverkstjóri var jarð- sunginn frá Dómkirkjunni í morgun klukkan 10.30. Listasöfn GALLERY LÆKJARTORG: — Kynning á graHk. Ingiberg Magnússon heldur um þessar mundir sýningu á verkum sínum í Gallery Lækjartorg. Opið virka daga.frá kl. 10—18, laugardaga frá kl. 14—18, sunnudaga frá kl. 14—22. Sýningin stendur til 21.. marz. NÝLISTASAFNIÐ — Þór Elías Pálsson sýnir. Hann sýnir þar 5 verk, 4 myndlistaverk unnin í Ijós- myndir og eru samansett úr fleiri en einni ljósmynd, svo og eitt hljóðverk. Þór lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Islands 1978 og hefur nú undan- farin þrjú ár stundaö nám i Hollandi. Sýningin er opin daglega frá 16—22 og frá 14—22 um helgar. Gallerí 32: Á laugardag opnar Sveinn Eggertsson sýningu á olíu- og vatnslitamyndum. I.istasafn ASÍ: Hjálmar Þorsteinsson frá Akranesi sýnir olíu- og vatnslitamyndir. Gallerí Langbrók: Sýning á málverkum Brian Pilk- ington lýkur á laugardag, en á mánudag opnar sýn- ing á verkum einnar Langbrókarinnar. Listmunahúsið: „Gengið í smiðju” heitir sýning, þar sem ísienzkir gullsmiöir sýna. Skúlptúr, skart- gripir o.fl. Sýningin er opin ki. 10—18 á virkum dögum, nema á mánudögum. Þá er iokað. Um heig- ar er opið kl. 14—22. Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar: Safnið er opið þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 14—16. Mokka: Stefán frá Möðrudal sýnir olíu- og vatns- iitamyndir. Torfan: Sýning á ijósmyndum frá starfsemi Alþýðu- leikhússins. RAUÐA HÚSIÐ AKUREYRI: Guðrún Auðuns- dóttir og Guðbergur Auðunsson hafa opnað sýningu á textílverkum ásamt collage myndum og tréskúiptúr. Sýningin er opin daglega frá klukkan 16.00—20.00. MINNINGARSÝNING á verkum Ragnheiðar Ream verður opnuð á laugardag á Kjarvalsstöðum. Ragn- heiður starfaði lengstum i Bandaríkjunum en hafði tekið þátt í ófáum sýningum hérlendis. SAMSÝNING í Norræna húsinu: Hjörleifur Sig- urðsson og Snorri Sveinn Friðriksson opna samsýn- ingu í Norræna húsinu klukkan 15.00 á laugardag og mun hún standa fram til næstu mánaðamóta. Eftir að hafa hlustað á útvarpið í gær fórum við hjónin að ræða um það hvort íslendingar væru forlaga- trúar eða aðeins kærulausir. Það kom fram hjá Óla H. Þórðar að íslending- ar nota ekki bílbelti. Vissum við það svo sem fyrir. Siðar um kvöldið var síðan þáttur um kjarnorkustríð þar sem sagt var frá viðbúnaði manna um alla Evrópu við að gera sér geislaheld byrgi í kjallaranum hjá sér. Ekki held ég að neinn einasti íslendingur hafi gert svoleiðis nokkuð. Við virðumst bara láta okkur fljóta sofandi að feigðarósi og hugsum um leið „þetta á fyrir mér að liggja og ég get engu um það breytt”. Skrýtinn þankagangur. En nóg um það. Útvarpsleikritið var auðvitað það sem ég hafði mest gaman af að hlýða á. Ég hef löngum haft gaman af Agöthu Christie og hún brást ekki vonum mínum, gamla konan, í gærkvöldi. Leikritið sem framan af virtist ætla að verða væmin ástarsaga varð í lokin veru- lega spennandi sakamálaleikrit. Það er langt síðan ég hef skemmt mér eins vel yfir útvarpsleikriti og í gær- kvöld. Oft á tíðum hefur mér hrein- lega leiðzt allt það vandamálarugl sem fram hefur komið í þeim. En þetta leikrit bætti mörg slík upp. Sigúrjón Fjeldsted skólastjóri sagði á Vettvangi hjá Sigmari og Arnþrúði að skólabörn væru dauðþreytt allan daginn. Vöknuðu snemma og færu seint að sofa. Mig skal ekki undra. Því nær alltaf þegar ég kem til vina minna sem eiga börn eru þau vakandi fram undir miðnætti þó skóladagur sé að morgni. Foreldrarnir eru nefni- lega líka þreyttir og hafa hreinlega ekki orku til þess að reka börnin í háttinn með látum. Því fá þau að vaka þangað til sjónvarpið er búið. en hvað er til ráða? Líklega ætti verkalýðshreyfíngin að berjast fyrir því í næstu samningum að vinna minnki verulega og allir séu ekki alltaf svona þreyttir. Þegar Sveinn Einarsson byrjaði með Kvöldstundina sína féll ég fyrir freistingu. 1 videóinu var verið að sýna eina af þeim myndum Woody Allen sem ég hef ekki séð. Og ég settist við að glápa. Sem gerir það að verkum að í allan dag verð ég þreytt og uppgefin eftir að hafa vakað fram á nótt. DS Úrslití VinsœldavaliDV veröur haldin á fimmtudaginn 25. marz Þeir fáu miðarsem enn eru til verðaseldirá IBIDDaVIDWVaVT / dag, föstudag kl. 16 til 18 og á morgun, laugardag, kl. 16 til 18. Verð kr. 395,- Tónleikar Sýning íslenzku óperunnar Nk. föstudag, 19. marz, verður 30. sýning íslenzku óperunnar á Sígaunabaróninum eftir Jóhann Strauss. Uppseit hefur verið á ailar sýningar til þessa og undirtektir áheyrenda mjöggóðar. Páll Pampichler Pálsson tók við hijómsveitar- stjórn af Robin Stapietone á 22. sýningu. í aðalhlut- verkum eru m.a. Anna Júliana Sveinsdóttir, Garðar 'Cortes, Halldór Vilhelmsson og Ölöf Kolbrún Harðardóttir, ásamt kór og hljómsveit Islenzku óperunnar. Sýningar nú um helgina verða: föstudag kl. 20.00, laugardag kl. 16.00 (ath. breyttan sýningartíma) og sunnudag kl. 20.00. Einsöngs- og kórtónMkar Ragnheiður Guðmundsdóttir og Kór Tónlistarskól- ans í Njarðvík halda tónleika í Ytri-Njarðvíkur- kirkju, iaugardag 20. marz kl. 16.00, i Samkomu- húsinu Sandgerði sunnudag 21. marz kl. 14.00 og í Tónlistarskólanum Seltjarnarnesi sunnudag kl. 17.30. Á söngskránni er blandað efni íslenzkt og erlent og má fullyrða að þar verður eitthvað við alira hæfi. Kórinn hefur verið mjög virkur i vetur og er meðai annars stefnt að öðrum tónleikum og söngferða- lögum i vor. Stjórnandi Kórs Tónlistarskólans í Njarðvik og undirleikari á tónleikunum er Gróa Hreinsdóttir. Guðný Guðmundsdóttir og Mark Reedman á hádegis- tónleikum 14. og næMseinustu Háskólatónieikar vetrarins verða i föstudagshádeginu 19. marz i Norræna hús- inu. Þá leika Guðný Guðmundsdóttir og Mark Reed- man þrjú stutt verk fyrir fiðlu og víólu: a. Dúett nr. 2, op. 12 eftir þann bæheimska frum- kvöðul sinfónískrar tónlistar, Karel Stamits. (1745— 1801). b. Dúó K 424 eftir Wolfgang Amadeus Mozart frá 1783. c. Passacaglia eftir Hándel í einhverri umskrifun eftir Norðmanninn Johan Halvorsen. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30, standa um það bil hálfa klukkustund og eru ölium opnir fyrir 20—30 kr. eftir þjóðféiagsstöðu. Tónleikar Næstkomandi sunnudag (sunnudaginn 21.3) verða tónleikar i Háteigskirkju. Kór og Hljómsveit Tón- listarskólans í Reykjavík flytja verk eftir Bach og Brahms. Stjórnandi er Marteinn H. Friðriksson, ein- söngvari Rut Magnússon. Tónleikarnir hefjast kl. 17 og er aðgangur ókeypis. SSlSÍSíSlSlSISLSZSZSZSISiSESlSZSlSTLSlSÍSTSTLSZSLSTSZSZSTSiLSZSISlSlSlSiLSlSiLSTSTSZSZSZSTp UPPBOÐ Ákveðið er á næstu mánuðum uppboð á frí- merkjum, mynt, bókum, málverkum og öðrum listmunum HLEKKUR HF. Skólavörðustíg 21 A. Óskum eftir efni. Sími29820. ^zszszszsiszsmszszsEszsirzszsiszszszrzszsisTszsiszszszszszszsz.'sszszszsíszsiszszszsi! Þjónustuauglýsingar // Jarðvinna - vélaleiga MCJRBROT-FLEYQCIN MEÐ VÖKVAPRESSU HLJÓÐLÁTT RYKLAUST ! KJARNABORUN! NJ4II HotMnwi, Vételtly SIMI 77770 OG 78410 Garðyrkja Húsdýraáburður i Dreift ef óskað er, sanngjarnt verð. Einnig tilboð. Guðmundur, simi 77045 og 72686. Ennfremur trjáklippingar.' Verzlun attóturíntók unörabrrnlb I JasmÍR fef k Grettisqötu 64- S: 11625 | Rýmingarsala Allur fatnaður á niðursettu verði, kjólar á 200—300 kr., 3E blússur á 90—120 krM pils á 175 kr., vesti (vatteruö) á kr. 2 150, kjóll-f vesti (sett) á 400 kr., klútar 20—40 kr., pils + blússa (sett) á 300 kr., pils + blússa + vesti (sett) á 500 kr. og 2 margt fleira. 25% afsláttur af metravöru. Einnig mikið úr- W val austurlenzkra handunninna listmuna og skrautvara til ■2 heimilisprýði og gjafa. OPIÐ A LAUGARDÖGUM. attóturlettók unöraberðlö Þjónusta TIL AUGLÝSENDA SMÁAUGL ÝSINGADEILD Dagblaðsins & Vísis eríÞVERHOLT111 og síminn er27022. Tekið er á móti auglýsingum mánudaga—föstudaga fráki. 9—22 laugardaga frá kl. 9—14 sunnudaga frá kl. 14—22.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.