Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1982, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1982, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1982. 15 Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur „Samkvæmt þeim fræðum, sem ég hef numið á lffsleiðinni, um hesta, þá fer hesturinn á mvndinni á greiðu tðlti og hefur því ekki verið lagður,” segir hestamaður. Svar við bréff i hestamanns: Þá er bar- áttan byrjuð Þá er baráttan byrjuð. í fyrrasumar birtust reglulega í dagblaðinu Vísi frétt- ir frá hestamótum. Vegna þeirra skrifa spunnust umræður um hvað væri tölt og hvað væri skeið. Sýndist sitt hverjum og hefur ekki fengizt enn niðurstaða.umþaðmáliSigurjón Valdi- marsson blaðamaður átti verulegan þátt í þessum skrifum og fannst honum að vissir hestar bæru sig ekki sem skyldi á skeiði og væri jafnvel um tölt að ræða. Og ekki hefur nema eitt hesta- mót farið fram á árinu 1982 þegar um- ræður hefjast á ný. Hestamaður skrifar og er með athugasemdir um mynda- texta sem birtist með mynd frá snjó- kappreiðum sem hestamannafélagið Fákurhélt 13. marz síðastliðinn. Þáer því fyrst til aðsvara að ég nefni tölt þetta og skeið snjótölt og snjóskeið vegna þeirra aðstæðna sem ríktu. Árlega hafa verið haldnar ískappreiðar og ístölt og hefur enginn gert athuga- semd við það orðalag. Eins hefur stökk hesta á víðavangi verið nefnt víða- vangshlaup og orðið hindrunarstökk er dregið af þeim aðstæðum sem ríkja er stökkið fer fram. Ég er ekki að búa til nýja gangtegund heldur einungis að lýsa því hvað var að gerast og hvernig. í öðrum íþróttum tíðkast svipað orða- lag. í ralli er orðið rallí cross notað yfir rall sem fer fram við vissar aðstæður, eins er talað um ísralli. Hlaup eru oft kennd við stað þann sem hlaupið er á svo sem Grýlupottahlaup og Kamba- hlaup og dylst engum að hlaupið er við Grýlupotta og Kamba, en ekki að hlaupið sé á einhvern sérstakan Grýlu- pottahlaupshátt eða Kambahlaupshátt. Hestamaður segir svo orðrétt: „Samkvæmt þeim fræðum sem ég hef numið á lifsleiðinni um hesta þá fer hesturinn á myndinni á greiðu tölti og hefur þvt ekki verið lagður.” Út frá þessum orðum gerir hann sín orð að mínum en skrifar að einungis sé hægt að leggja hesta á skeið, því ég skrifaði hvergi að hesturinn væri á tölti heldur skeiði. Mynd sem fylgir þessu bréfi er tekin í skeiðröð þeirri er Gammur hvelllá 150 metra skeiðið á 15,8 sekúndum og sannar að hesturinn skeiðaði sprett þennan. Á mörgum myndum sem ég hef tekið af frægustu skeiðhestum i íslandi bregður fyrir svipaðri mynd og þeirri sem birtist á mánudaginn var af Gammi. Hesturinn virðist vera í töltstöðu en þannig staða kemur oft fyrir þegar hágengir skeið- hestar eru að hefja svif. Má þar nefna Skjóna á Móeiðarhvoli, sem á islands- met í 250 metra skeiði svo og 150 metra skeiði, en einnig Frama og Fannar svo nokkrir séu nefndir. Þær myndir, séu þær teknar út úr skeiðröðinni, eru þó engin sönnun þess að hesturinn hafi ekki skeiðað. Hitt er svo það að hestar skeiða á mismunandi hátt. Sumir eru hágengir og fjórtaktaðir en aðrir bera fæturnalægra. I lok þréfsins varpar hestamaður fram spurningum. Þeim er til að svara að ég hef ekki sagt að tölt sé skeið og öfugt og því er það ljóst að tölt er hvorki skeið né snjóskeið og skeið er hvorki tölt né snjótölt. Trausti Þór Guðmundsson hvelllegur Gamm i skeiól á snjókappreiöum iþróttadeildar hestamannafélagsins Fáks, (Ljósm. E.J.) Vegna myndatexta: Er hægt að hvell- leggja hest á „snjótölt” eða „snjóskeið”? Hestamaður hringdi: Á forsíðu blaðsins mánudaginn 15. marz birtist mynd af kappreiðum. Myndatextinn var svohljóðandi: „Hestamannafélagið Fákur stóð fyrir snjótölti og snjóskeiði i gær. Hér sést Trausti Þór Guðmundsson hvellleggja Gamm en þeir félagar sigruðu í 150 m skeiði hesta, 8 vetra og eldri, á 15 sek- úndum.” Svo mörg voru þau orð. Við lifum svo sannarlega á byltingar- timum og fátt er eins og það var — jafnvel fyrir fáum árum. Allt þar til ég las þetta á prenti i blað- inu ykkar hafði ég heyrt talað um að leggja hesta á skeið en ekki aðrar gangtegundir. Ég hafði heldur ekki heyrt nefnd þessi afbrigði gangtegund- anna sem þarna eru kölluð „snjótölt” og „snjóskeið”. Samkvæmt þeim fræðum, sem ég hef numið á lífsleiðinni, um hesta, þá fer hesturinn á myndinni á greiðu tölti og hefur þvi ekki verið lagður. Ég treysti þvi að þeir sem skrifa mvndatexta 1 blaði vkkar hafi þekkingu spyr hestamaður á viðfangsefninu. Því bið ég þann, sem þennan texta skrifaði, að skýra fyrir mér og öðrum, sem álika illa eru á vegi staddir með þekkingu á þessum nýjustu afbrigðum hestamennskunnar, það sem í þessum texta felst. Er hægt að hvellleggja hest, hvort sem það er á „snjótölt” eða „snjó- skeið”? Eða heitir ef til vill sú gangteg- und, sem áður hét tölt, nú snjóskeið? Ef svo er, er þá töltið, sem nú heitir snjóskeið, jafngilt til sigurs i skeið- keppni og skeiðið sem hestar voru lagðir á fyrrum? m -getraunin á fuiiu SUZUKI-jeppi Kannski fáið þið fjölhæfan SUZUKI*ppa í lok aprfl % wiABWÆmm ÁSKRIFTARSÍMI27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.