Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1982, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1982, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ & VtSIR. FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1982. Von um breytingaríSuður-Afríku? „Draumur Botha-stjómarínnar er martröð fyrír blökkumenn" „Kristnir menn um allan heim eiga um það að velja að styðja apartheid (aðskilnað kynþátta) með því að eiga viðskipti við stjórn Suður-Afríku eða að styðja frelsishreyfinguna.” Þessi voru lokaorð þeldökks prófessors frá Suður-Afríku, Sibusio Bengu, í erindi sem hann flutti á ársþingi sænsku deildar Lútherska heimssam- bandsins sem haldið var i Visby á Gotlandi fyrr i vetur. Undirrituðum var ásamt eiginkonu sinni boðið að sitja þingið sem fulltrúi Islands en auk heimamanna voru þarna gestir frá Noregi, Finnlandi, Zimbabwe og Suður-Afríku. Dagskrá fyrsta kvölds þingsins var undir y firskri ftinni: ,,Von um breytingu í Suður-Afríku.” Aðal- ræðumenn kvöldsins voru fyrr- nefndur prófessor Bengu og Victoria Chitepo, ferðamálaráðherra Zimbabwe. Fórnarlamb ffapart- heid"-stefnunnar ,,Ég taia sem fórnarlamb apartheid-stefnunnar en ekki sem sér- fræðingur í málefnum Suður- Afríku,” sagði Bengu er hann rakti hversu villandi sá áróður stjómar P.W. Botha (ríkisstjórn S-Afríku) væri að apartheid-stefnan væri að hverfa og miklar breytingar ættu sér stað til batnaðar fyrir svertingja í landinu. Sagði Bengu að Evrópubúum hætti til að skoða ástandið i S-Afríku með augum hinna hvítu en ekki yrði horft framhjá þeirri staðreynd að minnihlutastjórn færi með völdin í S- Afríku. Hún væri fulltrúi hinna 5 milljóna hvítu íbúa landsins og kúgaði 20 milljónir blökkumanna í landinu. „Ábyrgð kristins manns felur það í sér að hann taki sér stöðu með hinum veikburða, kúgaða og snauða. Hann hlýtur þvi að skoða andstæður í S- Afríku með augum blökkumanns- ins,” sagði Bengu. Hann bætti við að blökkumenn í landinu þyrftu á grundavallarbreytingu að halda. ,,Slík breyting hefði í för með sér að framtíð 22 milljóna manna yrði ekki ákvörðuð af fjórum milljónum. Apartheid-stefnan er þá fyrst liðin undir lok þegar allir íbúar S-Afríku njóta pólitiskra og efnahagslegra réttinda óháð kynþætti, litarhætti eða trúarbrögðum,” sagði Bengu. Draumur Botha er martröð blökku- manna Hann sagði að vissulega ættu sér stað breytingar í S-Afríku en þær yrði að skoða í ljósi þeirrar megin- stefnu P.W.Botha að viðhalda for- réttindum hinna hvítu. „Draumur Botha er raunveruleg martröð fyrir milljónir blökkumanna í S-Afríku.” Svokallaða „heimahéraðsstefnu” stjórnvalda gagnrýndi Bengu mjög og sagði að auk þess sem hún væri Gunnlaugur A. Jónsson skrifarfráSvíþjóð auðvitað í eðli sínu ómannúðleg þá væri hún framkvæmd á mjög rudda- legan hátt. Sem dæmi um þessa stefnu tók hann eitt hinna svokölluðu heimahéraða, Nqutu-hérað í Zululandi. Árið 1954 hefði sérstök nefnd stjórnarinnar komizt að því að þetta hérað gæti þegar væri nýtt á tæknilegasta hátt sem akuryrkjuland brauðfætt 13 þúsund manns. Á þeim tíma bjuggu samt 30 þúsundir manna þar. Árið 1974 hefðu íbúarnir verið orðnir 80 þúsund og sl. ár hefði íbúa- talan verið komin upp í 200 þúsund. Það þyrfti því engan að undra þótt stefna stjórnvalda hefði leitt til síaukins hungurs hinns hörunds- dökku íbúa þessa heimahéraðs. Þrátt fyrir að S-Afríka væri eitt af ríkustu löndum Afríku væru dauðsföll blökkubarna þar í líkingu við það sem gerðist í hinum fátækari löndum álfunnar. Skýrslur sýndu að meira en 25 þúsund blökkubörn létu lífið í S- Afríku árlega af völdum sjúkdóma sem beint mætti rekja til vannæring- ar, og í sumum heimahéraðanna létust 30% barnanna áður en þau næðu einsársaldri. Jarðýtur jafna hús blökkumanna viðjörðu ,,Til að þóknast hugmyndafræð- ingum apartheid-stefnunnar hafa milljónir blökkumanna verið fluttir af svokölluðum „hvítum svæðum” yfir til „heimahéraðanna”. Stjórnin lætur sér nægja að tilkynna hinum svörtu íbúum að þeir verði fluttir brott tiltekinn dag til nýs héraðs. Á tilteknum tíma koma svo vöruflutn- ingabílar til að flytja fólkið brott og i kjölfar þeirra koma jarðýtur til að jafna hús eða hreysi blökkumann- anna við jörðu. Ég var sjálfur á Pietersburg-svæðinu fyrir nokkrum mánuðum þegar Makgato-ættkvíslin var flutt á þennan hátt. . . Er ég ræddi við ekkju eins af fórnarlömbum þessara nauðungar- flutninga gat ég ekki varist gráti er ég sá rústir húsanna sem höfðu verið eyðilögð,” sagði Bengu og lýsti jafn- framt yfir þakklæti til erlendra kirkjusamtaka fyrir aðstoð við þetta Tore Furberg, biskup i Got- landi: „ Við verðum að breyta i'rfs- venjum okkar." fólk er það reyndi að koma sér upp húsnæði að nýju. Hjálparstarf í 73 löndum Á sl. ári veitti sænska Lúterhjáipin (hliðstæð stofnun við Hjálpar- Gotíendingar taka i mótí gestunum fri Afríku, Sibusio Bengu frá S- Afriku og Victoria Chitepo fri Zimbabwe. stofnun ísl. kirkjunnar) 75 millj. s.kr. til mörg hundruð verkefna í alls 73 löndum. Eitt þessara landa var S- Afríka. Af reikningsuppgjöri Lúter- hjálparinnar fyrir sl. ár sézt að meðal annars hefur verið veitt umtalsverðri upphæð til „að endurreisa skóla sem eyðilögðust þegar reynt var að reka á brott svörtu íbúana frá Makgato í norður Transvaal.” í fyrra voru Zimbabwe, Uganda, EÍ Salvador, Pakistan og Pólland efst á blaði yfir þau lönd þar sem sænska Lúter- hjálpin lét til sín taka með hjálpar- starfi. Yfir 200 þúsund flóttamenn sneru aftur heim tilZimbabwe á sl. ári. Þeir þurfa á hjálp að halda hvað varðar menntun, heilsugæzlu, vatnsveitu, starf o.m.fl. Á þeim vettvangi hefur Lúterhjálpin verið með viðamikil verkefni í gangi m.a. veitt 700 þús s.kr. til sérstakrar landbúnaðaráætl- unar. Einn þeirra sem þekkja ákaflega vel til þessa starfs er Tore Furberg, biskup á Gotlandi. Hann starfaði lengi sem trúboði í Afríku og var viðstaddur þegar Ródesía fékk sjálfstæði og hlaut nafnið Zimbabwe I apríl 1980: „Andi vonar og trúar á framtíðina setti svip sinn á daginn,” segir Gotlandsbiskupinn um þessa reynslu sína og bætir við: „í mörgum hinna ungu Afríkuríkja finnst allt önnur framtíðartrú (heldur en í Svíþjóð) þrátt fyrir þá erfiðleika og vandamál sem við er að glíma. Ég held að kristin trú og lifsafstaða hafi mikið að segja í því sambandi. En til þess að fátækt, neyð og ófrelsi geti minnkað verður að skipta auðlindum heimsins á réttlátari hátt. Við sem búum í hinum ríka hluta heimsins verðum að breyta lífsvenjum okkar í átt til aukinnar samstöðu með þeim sem hlotið hafa minnst af okkar sam- eiginlegu auðlindum. Þess vegna er það þýðingarmikið að okkar alþjóð- legu kristilegu samtök fjalli ekki aðeins um spurningar og vandamál langt í burtu heldur einnig um okkur sjálfa, lífshætti okkar, nauðsyn endurnýjunar og afturhvarfs hér.” Gunnlaugur A. Jónsson, Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.