Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1982, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1982, Blaðsíða 1
Utanríkisráðuneytið með krók á móti bragði herstöðvaandstæðinga: Ný reglugerd um aðgang að Vellinum „Þetta er náttúrlega lagaspursmál sem má deila um. Þess vegna var reglu- gerð sett I gær til að taka af allan vafa, að gefnu tilefni vegna þess að Samtök herstöðvaandstæðinga voru búin að tilkynna að þau ætluðu að láta reyna á þetta atriði. Við gáfum reglugerðina út I gær til þess að enginn vafi væri á því að regiurnar um aðgang að Keflavíkur- flugvelli væru ennþá í gildi,” sagði Hannes Guðmundsson í varnarmáJa- deild utanríkisráðuneytisins í samtali við DV í morgun. „Dómur gekk í skaðabótamáli í undirrétti þar sem kona var að krefjast miskabóta vegna þess að henni hefði verið bönnuð umferð á Vellinum. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að lögin, sem reglugerðin byggði á, væru ekki lengur í gildi. Deila má um hvort reglugerðin sé samt sem áður ekki í gildi af því að hún byggðist á lögum þegar hún var sett. En við viljum ekkert vera að deila um það svo að við gáfum út reglugerð í gær, sem ér nær samhljóða þeim sem áður hafa gilt. Við vísum í heimild í 77. grein laga um ioftferðir frá 1964 sem er þá laga- legur grundvöllur fyrir því að þessar reglur séu í gildi. Svoleiðis að það er engin breyting á reglunum um urnferð eða inngang á Völlinn. í lögum um loftferðir er gert ráð fyrir því að hægt sé að setja reglur um umferð á flugvöllum. Þetta er náttúr- lega í þágu almennings til að fólk fari sér ekki að voða í sambandi við flug- brautir og annað. Lögreglan verður að geta stjórnað því hvernig umferð t.d. gangandi fólks er hagað þegar það er komið á flugvallarsvæði,” sagði Hannes. Lögin, sem fyrri reglugerð byggði á, voru sett á stríðsárunum, á því tímabili þegar allir voru skyldaðir til að bera persónuskilríki. Þessi nýja reglugerð utanríkisráðu- neytisins er þvi krókur á móti því bragði herstöðvaandstæðinga að fara í hópferð á Keflavíkurflugvöll frá Umferðarmiðstöðinni á morgun klukkan 13.30. -KMU. 'br\k^ ^útíbú' a'hehjtU&U' ^*S#' ***”* Z*8" ^>e*rsíl/ 8 ógnarhtaáa niður skíða- mmrnbwnihemkm. om“*r ‘ *'"* "*" Hjörieifur svarar ekki „undir hótunum bandaríska hersins” Hönnun f Helguvík tefst ófyrirséð —ef rannsóknir á geymastæðum dragast frekar Orkustofnun mun ekki geta svarað hönnuðum Helguvíkursvæðisins fyrir klukkan 16 í dag um það hvort staðið verði við rannsóknarsamninga og rann- sóknir hafnar án frekari tafa — nema Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráð- herra hafi þá gefið grænleitt ljós. Hann er hins vegar ekki á þeim buxunum: „Það er af og frá að ég geri Orkustofn- un grein fyrir áliti mínu I dag, eins og ég ætlaði að gera. Þær hótanir sem ég heyrði í útvarpinu í gærkvöld og eiga upptök hjá bandaríska hernum eru ekki viðeigandi og ég svara ekki undir slíkum þrýstingi,” sagði Hjörleifur í morgun. En hvað rekur svo á eftir þessum rannsóknum að hönnuðir krefjast svara Orkustofnunar í dag? „Um það er að ræða, að hönnuðir og sjóherinn eru bundnir af því að ljúka 35% af hönnun geymastæðisins fyrir 1. maí til þess að hægt sé að leggja fram með eðlilegum hætti fjárveitingabeiðnir vegna verksins,” sagði Helgi Ágústsson deildarstjóri varnarmáladeildar í sam- tali við DV, „auk þess sem ljóst er að rannsóknir af þessu tagi verða erfiðar ef ekki óframkvæmanlegar þegar kemur fram í vorleysingar í jörð.” Helgi sagði ennfremur: „Ef ekki tekst að ljúka þeim hluta rannsókna á svæðinu sem samið var um við Orku- stofnun og Jarðboranir á tilsettum tíma, þýðir það einfaldlega frestun hönnunar á geymastæðinu um ófyrir- sjáanlegan tíma. Ákvörðun hefur verið tekin um að vinna þessa hönnun og það verður gert, þá með samningi við erlenda aðila ef Orkustofnun getur ekki staðið við sitt. Þeir missa einfald- lega af fundnu fé, tæplega milljón króna, því verkið verður unnið á til- settum tíma og verður hafið á allra næstu dögum.” HERB Steinullarverk- smtöjan á Sauðárkrók: Slæmtað Hjörleifurhitti ekkiárétter hannloksins vaknaði -segirEggert Haukdal — sjábls.3 Sunnlendingar þegjaekki fyrirmútufé — sjábls.4 j Fjórir hollenzkir Iblaðamenn drepnirí BSalvador — sjá erl. fréttir bls.8-9 Bæ jarráð Kef lavíkur og Njarðvíkur: Fagnafram- kvæmdumí Helguvík Á sameiginlegum fundi [bæjarráða Keflavíkur og Njarð- íkur í gærkveldi var samþykkt Byfirlýsing þar sem fagnað er þeirri ákvörðun utanríkisráð- herra að hefja framkvæmdii við byggingu oiíuhafnar i IHelguvík og byggingu olíu- geyma norðan hennar. Bæjar mráðin telja að utanríkisráðherra hafi tekið tillit til óska bæjar- yfirvalda í Keflavík og Njarðvík viðafgreiðslu málsins. ____________________ÓEF Vigdísábeinni línu tilDana Þriggja klukkutíma dagskrá um gesti að Bessa- stöðum verður í danska út- varpinu annað kvöld og hefst kl. 21 að dönskum tíma. Dagskráin heitir „Weekend nted Vigdís” og er gerð af Vagn Steen, blaðamanni og rithöfundi. Miðpunktur dagskrárinnar er Vigdís Finnbogadóttir forseti. Hún ræðir við gesti sína um skáldskap, menningarmál, kvennafram- S| boð og margt fleira. Þau sam- I töl taka tvo og hálfan tíma. ; Að auki verður forsetinn í | beinu símasambandi við Dan- mörku meðan dagskráin l| verður send út og svarar i ýmsum spurningum úr út- varpssal þaðan. Lengist dag- skráin við það um hálfan tima. -IHH m M—

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.