Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1982, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1982, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1982. Útlönd Útlönd Útlönd Utlönd NOBELSVERÐ- LAUNAHAFA SNÚIÐ VIÐ FRÁ CHILE Nóbelsverðlaunahafanum Adolfo Perez Esquivel frá Argentínu hefur verið neitað um landvistarleyfi í Chile, en hann er einnig þekktur baráttu- maður á sviði mannréttinda. Var honum, að sögn mannréttinda- nefndar í Chile, snúið aftur heim til Buenos Aires eftir fjögurra stunda við- komu á flugvellinum í Santiago, en þar voru félagar úr nefndinni og prestar mættir til að taka á móti honum. Esquivel hlaut Nóbelsverðlaunin 1980. Seinna kom yfirlýsing frá innanríkis- ráðuneytinu þess efnis að Esquivel hefði verið neitað um landvistarleyfi vegna hegðunar sem flokkaðist undir óæskileg afskipti af innanríkismálum landsins i þau skipti sem Esquivel hefur áður gist Chile. Esquivel átti í þetta sinn að hitta tvo fanga, sem handteknir voru í nóvember vegna þess að þeir eru félagar í vinstri- sinnuðum kristilegum flokki, sem er bannaður í Chile. Esquivel hefur vakið mikla athygli á sér í heimalandi sínu með því að krefja herstjórnina skýringar á hvarfi þúsunda manna sem hurfu er herinn lét til skarar skríða gegn vinstrisinnuðum skæruliðum á áttunda áratugnum. Hann hefur einnig beitt sér gegn broti á mannréttindum í öðrum Suður- og Mið-Ameríkuríkjum og í fyrra var flugvél sem hann var farþegi í snúið við frá Paraguay þar sem hún fékk ekki að lenda með hann innanborðs. Skæruliðar i viðræðum við blaðamenn, sem hafa heimsótt þá i búðir þeirra. Fjórir hollenzkir blaðamenn drepnir í El Salvador Adolfo Perez gestur i Chile Esquivel: Óvelkominn Fjórir blaða- og tæknimenn hollenzka útvarpsins og sjónvarpsins voru drepnir í átökum stjórnarhers og vinstrisinna skæruliða í norðurhluta E1 Salvador, eftir því sem segir í til- kynningu stjórnarhersins. Tilkynningin var birt í gær, heilum /\ ATH: Opið alla virka daga frá kl. 9 -18, / \ sunnudaga frá kl. 13—17. / \ Það eru meiri möguleikar á að billinn / V seljist hjá okkur. W/ Borgartúni 24 V"' / Sími 13630 og 19514 \/ Bflasala — Bflaleiga Arg.: Verð: Saab 900 GLE ek. 25 |iús. km . . . 1980 190.000 Range Rover ek. 13 |mjs ... 1980 325.000 Galant 1600 ... 1979 95.000 Oldsmobil Cutlass ak. 56 þús. km. Dýrasta týpa . .. 1980 200.000 Scout Traveller ek. 4 þús. km. Einn m/öllu ... 1979 210.000 Ch. Malibu Classic ek. 51 þús. km ... 1978 138.000 Chevrolet Impala, ek. 80 þús. Tveir eig., toppbill ... 1976 90.000 Subaru 4 x 4, ek. 45 þús. km. Fallegur bfll ... 1978 78.000 Mazda 626 2000,2 dyra, ek. 29 þús ... 1980 110.000 Galant 1600 GL, ekinn 20 þús. km ... 1980 105.000 Toyota Corolla station ... 1979 85.000 Pick-up Chevy 4x4 m/húsi ...1977 165.000 BMW 5201 ek. 4 þús 220.000 Toyota Carina GL ... 1980 120.000 Datsun Cherry GL ek. 16 þús. km ...1980 90.000 Malibu Classic f sórflokki ... 1979 160.000 Cadilac Eldorado m/öllu ... 1975 155.000 Benz 350 SE m/öllu 180.000 Toyota Cressida station ek. 25 þús 140.000 Mazda 323 station sjálfsk. ek. 19 þús ... 1979 95.000 Honda Accord sjálfskipt ek. 37 þús ... 1979 100.000 Daihatsu Charade ek. 16 |>ús ... 1980 79.000 Toyota Hi-Lux Pick-up ... 1980 145.000 Toyota Corolla ek. 4 þús. km . .. 1981 115.000 Volvo 245 GL, ekinn 4 þús. km ... 1980 185.000 GMX Suburban 4 x4 10 monnu ok. 62 þús. km. . ...1977 170.000 Plymouth Volare 4 d., ek. 38 þús. km ... 1978 125.000 VÖRUBÍLAR: Volvo F88, ek. 270 þús. km ... 1969 180.000 GMC, 2ja hásinga, drif á báðum ... 1973 Skipti á 6 hjóla bil m/krana möguleg. Einnig vantar allar gerðir vörubíla og vinnuvéla á skrá. Stór og bjartur sýningarsalur, malbikað útisvæði. Bflaleigan Bflatorg leigir út nýlega fólks- og jeppabíla. Lancer 1600 GL, Mazda 323, Datsun Cherry GL, Lada Sport 4x4 og 10 manna fjórhjóladrifsbfla. sólarhring eftir átökin, sem voru á mið- vikudagskvöld. Segir í henni að Hol- lendingarnir, sem störfuðu á vegum kirkjulegs útvarps, hafi verið í fylgd með skæruliðunum þegar þeir voru drepnir. Að Jreim meðtöldum hafa nú alls níu fréttamenn látið lifið í borgarastríðinu í El Salvador á einu ári. Yfirmenn stjórnarhersins í höfuð- borginni San Salvador greindu frá þessu á blaðamannafundi í gær. Sögðu þeir að komið hefði til skotbardaga milli skæruliða og herflokks á eftirlits- ferð. Stóð skothríðin í fjörutíu mínútur. Þegar valurinn var kannaður fundust átta lík. Til viðbótar Hollendingunum fund- ust lík þriggja skæruliða og eins útlend- ings. Taldi herinn að þar gæti verið um að ræða enn einn blaðamanninn ellegar erlendan málaliða á snærum skærulið- anna. í tilkynningu þess opinbera var dauði Hollendinganna harmaður en Valurinn kannaður eftir bardaga við skæruliða. um leið voru hinir erlendu blaðamenn, sem eru að störfum í E1 Salvador, varaðir við því, eigin öryggis vegna, að villast inn á landsvæði, sem ekki eru fullkomlega á valdi hersins. Fjórmenningarnir eru nafngreindir. Koos Koster sjónvarpsþáttaframleið- andi, Has Locewijk ter Laag hljóð- tæknimaður, Jan Cornelius Kuyper stjórnandi og Johannes Willemsen myndatökumaður. Það sem gerir þessi dauðsföll ískyggilegri en ella eru skrif og deilur undanfarnar vikur um að skæruliðar hafi notið meiri samúðar í umfjöllun- um fjölmiðla. Það er vitað að blaða- mennirnir erlendu í E1 Salvador hafa reynt að setja sig í samband við skæru- liða ogólmirreynt að komast með þeim í leiðangra eða heimsækja búðir þeirra upp til fjalla og í skógarþykknum. í síðustu viku var Koos Koster hand- tekinn og færður á lögreglustöðina í San Salvador til yfirheyrslu, eftir að skjal fannst á líki skæruliða, en á því kom fram að Koster væri tengiliður milli skæruliða og blaðamanna. Koster tókst aö hreinsa sig af gruninum og var leyft að starfa áfram í landinu. Á miðvikudagskvöld var 35 nafn- greindum blaðamönnum innlendum og erlendum, hótað dauða af leynisam- tökum hægri róttæklinga, sem kalla sig Andkommúnista bandalagið. í þessari hótun voru blaðamennirnir kallaðir vit- orðsmenn með kommúnistum. — Hollendingarnir fjórir voru þó ekki á þeim lista. í tilkynningu hersins var engin skýring gefin á því, hvers vegana það hafði dregizt i sólarhring að greina frá dauöa blaðamannanna. Fréttamenn fengu að fara á vettvang, þar sem bar- daginn hafði verið háður, skammt frá bænum Santa Rita. Kóreumenn metnaðar- fulliríiðnaðinum „ Við höfum notið mikilla framfara á síðustu árum og erum orðnir iðnaðar- ríki, en með mjög þróaðan landbún- að,” sagði Om Yong Sik, sendiherra N- Kóreu á íslandi, sem aðsetur sitt hefur íStokkhólmi. Hann hefur verið hér á ferð þessa viku ásamt Wang Song Rim sendiráðs- ritara til þess að viðhalda þeim dipló- matísku tengslum sem N-Kórea og ísland tóku upp 1973. — Þessa dagana er Pétur Thorsteinsson, sendiherra ís- lands hjá N-Kóreu einmitt staddur í N- Kóreu að afhenda trúnaðarbréf sitt. Diplómatarnir frá N-Kóreu hafa heimsótt ritstjórnarskrifstofur blað- anna hér í Reykjavík til þess að vekja athygli á ýmsum hugðarefnum N- Kóreustjórnar. Annað eru tillögur hennar til sameiningar N- og S-Kóreu, þar sem hún telur veru bandaríska her- liðsins í S-Kóreu helztan þröskuld. Hitt er nýjasta 10 ára áætlun um uppbygg- ingu iðnaðar í N-Kóreu. Iðnaðarþróunin segir sendiherrann að hafi verið ör í N-Kóreu frá því 1946. Er nú svo komið að það tekur ekki nema 8 klst. að afkasta árs- framleiðslunni, eins og hún var 1946. En á næstu tíu árum er ætlunin að ríflega þrefalda hana. T.d. er ætlunin að ná upp slíkri raforkuframleiðslu, að nemur 100 milljörðum kv-stunda í lok þessa áratugar. í N-Kóreu búa 17 milljónir manna við drjúgar náttúrulegar auðlindir og landgæði. Om Yong Slk, sendiherra N-Kóreii Hann afhenti trúnaðarbréf sitt i júli fyrra, en Pétur Thorsteinsson er þess dagana að afhenda sitt bréf i N-Kóreu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.