Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1982, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1982, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1982. 13 Nýlega birtist i Dagblaðinu og Vísi ágætt viðtal við Þröst Ólafsson að- stoðarráðherra, þar sem hann varpar þeirri spurningu fram, hvort þjóðin hafi efni á að standa undir þeirri heil- brigðisþjónustu, sem hún nú veitir. Tilefni þessa viðtals mun m.a. vera umræður um kjör starfsfólks í heil- brigðisstéttum og nýleg fyrirmæli fjármálaráðuneytisins til sjúkrahúsa um að auka sparnað. Þótt ofangreind tilefni hefðu ekki gefist, væri umræða um þessi mál samt löngu tímabær, sérstaklega m.t.t. þess hvert við stefnum í heil- brigðismálum okkar, hvaða þjónustu við æskjum frá heilbrigðiskerfinu og hvað við getum eða viljum greiða fyrir þessa þjónustu. Ekki væri heldur úr vegi að hugsa um, hver eigi að greiða hana. í heilbrigðislögum stendur eitthvað á þá leið að íslendingar skuli eiga völ á heilbrigðisþjónustu eins og hún ger- ist fullkomnust hverju sinni. Þar sem nokkuð er teygjanlegt hvaða stofn- anir eða heilbrigðiskerfi miða skuli við til að uppfylla þessi skilyrði, hefur það komið í hlut læknanna að setja þennan gæðastaðal. Svo vel vill til að læknar okkar gera víðreistara til framhaldsmenntunar en læknar nokkurrar þjóðar annarrar sem ég þekki til. Þeir koma heim með þekk- ingu og reynslu frá bestu heilbrigðis- stofnunum margra landa og geta þegar heim er komið miðlað þekk- ingu, sem erfitt hefði verið fyrir hvern einstakan að afla sér. Þeir eiga sér þann metnað einan að gefa sjúkl- ingum sínum þá bestu þjónustu sem þeir þekkja og heilbrigðisskýrslur is- lenskar sýna, að þetta hefur tekist bærilega. Ævilíkur íslendinga eru með þeim lengstu í heiminum, ung- barnadauði lægstur og svo mætti áfram telja. En allt kostar þetta fé. í heilbrigðisþjónustunni eins og á mörgum öðrum sviðum gildir það lögmál að síðustu stig gæðastaðalsins eru dýrari en þau fyrri. Þ.e.a.s. það er tiltölulega ódýrt að reka sæmilega heilbrigðisþjónustu, en kostnaður hækkar ört með vaxandi gæðum. Þegar reikningúr er greiddur í lok sjúkrahúsdvalar, hefur verið greitt fyrir margþætta kostnaðarliði, svo sem húsnæði, mat, hreinlætisvörur, lyf, sjúkragögn, rannsókn og lækn- ingatæki, launakostnað og margt fleira. Séu þessir liðir athugaðir I sparn- aðarskyni, vakna ýmsar spurningar. Hvernig er byggingaframkvæmdum hagað? Er þess gætt að húsin séu ein- föld og ódýr í smíði og viðhaldi? Eru skilrúm höfð þannig að auðvelt sé að flytja þau og laga húsin að breyttum þörfum? Er byggingaáætlun haldin eða er teikningum breytt meðan á byggingu stendur svo kostnaðarauki verði af? Eru húsin sniðin að þörfum íbúa þeirra svæða sem þau eiga að þjóna? í stuttu máli, eru húsin þeirra peninga virði sem fyrir þau eru greiddir? E.t.v. mættihér bæta eitt- hvað um og spara fé. Þetta er þó ekki sparnaður, sem strax kemur til góða í núverandi auraleysi, en myndi geta hjálpað okkur til að sníða stakk eftir vexti í framtíðinni. Spara má eitthvað strax með því að minnka viðhald nú en ekki er víst að það yrði neinn langtíma sparnaður, þar sem viðbúið er að viðhaldskostn- aður yrði þeim mun þyngri næstu árin. Hvað þá með mat og rekstrarvörur ýmsar? Matseðill sjúkrahúsa er sérstakur að því leyti að ekki er nóg að taka til- lit til smekks' manna heldur einnig og aðallega til þarfa fólks með ólíkt matarþol og oft litla matarlyst. Þetta þýðir að kostnaður við svo fjöl- breytta matargerð hlýtur að verða meiri en I venjulegu mötuneyti. Ólík- legt finnst mér að stórar upphæðir megi spara þarna, enda hef ég ekki orðið var við matarbruðl á sjúkra- húsum í Reykjavík þar sem ég þekki til. Sjálfsagt þó að sýna fullt aðhald. Þegar að lyfjum og sjúkragögnum kemur, þá fylgja flestir læknar þeirri reglu að nota þau lyf sem bestan batá gefa, með fæstum aukaverkunum og minnstum tilkostnaði. Á Landakots- spítala, þar sem ég vinn, hafa læknar samvinnu við yfirlyfjafræðing um þetta og hefur sú samvinna borið góðan árangur. Lyfjaval er annars býsna vandasamur hlutur sem aðlaga verður hverjum sjúklingi. Óvissu- þættir kunna að vera margir í byrjun meðferðar, hvað sýklagreiningu og annað varðar. Til eru lyf með jafn- góða bætandi verkun á mjög ólíku verði. Stundum eru mögulegar auka- verkanir ódýra lyfsins bara margfalt fleiri og þar sem enginn veit fyrirfram hver verður fyrir barðinu á þeim, er kannski engin furða þótt lækna langi ekki til að gera sjúklinga sína að til- raunadýrum peninganna vegna, sé nokkurs annars kostur. Heilbrigðis- stéttir hafa yfirleitt opin augun fyrir verðmætum þeirra gagna sem þær vinna með, og verulegan sparnað er ekki lengur að sækja í minni lyfja- kostnað nema sjúklingarnir líði fyrir. Rannsókna- og lækningatæki verða æ flóknari og dýrari. Oft skilar andvirði dýrra tækja sér aftur í auknum afköstum og minni launa- kostnaði, en stundum er líka um hreina viðbót að ræða, til að fylgjast með kröfum tímans. í dag er mögu- legt með aðstoð slíkra tækja að greina sjúkdóma og lækna, sem ekki var mögulegt fyrir nokkrum árum. Þarna verðum við að velja og hafna. Viljum við hafa gæðastaðal ársins 1975 eða 1982? Að verið sé að framkvæma dýra þjónustu við fáa á mörgum stððum t bænum og sem ódýrara yrði á einum stað verður að túlka sem staðhæfingu byggða á ókunnugleika. Launakostnaður er verulegur og fer hækkandi með aukinni verðbólgu og þyngri skattbyrði. Launakjör heilbrigðisstétta hér þykja ekki neitt sérstök, hvort sem miðað er við launakjör almennt inn- anlands eða við sömu stéttir í ná- grannalöndum. Ólíklegt er því að þennan lið takist að lækka nema verulegt atvinnuleysi í þjóðfélaginu komi til. Líklegra þó að landflótti ykist enn sem sumum þykir þó nógur nú þegar. Fækkun starfsfólks er varla möguleg með núverandi starfs- kerfi. Nú þegar eru sjúkrastofur á Reykjavíkurspítölunum Iokaðar vegna skorts á hjúkrunarfólki. Fækkun lækna og aðstoðarfólks svo nokkru næmi myndi fljótlega leiða af sér minni afköst og verri þjónustu. Fyrst ekki er hægt að spara svo neinu nemi með því að klípa af kostn- aðarliðum, er þá hugsanlegt að hægt sé að fækka sjúkrarúmum? Eru þau óþarflega mörg en kannski illa nýtt, logutími of langur og fólk á sjúkra- húsum sem ekki á þar heima? Fyrri liðnum hlýt ég að svara neit- andi en játa þeim seinni. Nokkuð ber á því, að sjúkrahúsin séu notuð til að leysa félagsleg vandamál og þá oftast aldraða, ýmist f skamman eða lengri tima. Legutími á reykvískum sjúkra- húsum er sambærilegur við góð sjúkrahús á Norðurlöndum, sé tillit tekið til fjölda hjúkrunarsjúklinga. Það segir auðvitað ekki, að hann geti ekki orðið styttri og rúmanýting betri. Þetta er þó mjög breytilegt eftir deildum. Á handlæknisdeildum er vafasamt að hægt sé að stytta legu- tíma mikið frekar. Á lyflæknisdeild- um e.t.v. eitthvað. ,.Flöskuhálsa” í rannsóknum höfum við ekki á Landakotsspítala. Rannsóknastofa og röntgendeild leysa oft ótrúleg' verkefni á skömmum tíma. Hins veg- ar skortir stundum nokkuð á að hægt sé að útskrifa sjúklinga í afturbata nógu fljótt vegna heimilisástæðna. Yrði bót ráðin á þessu, mundi rýmk- ast nokkuð um. Þetta þýðir þó ekki að hægt væri að leggja þetta sjúkra- rými niður, heldur aðeins að það nýttist betur sjúklingum, sem nu eru á biðlista. Það myndi ekki spara út- gjöld sjúkrahúsanna. Sparnaðurinn kæmi fram í lækkuðum greiðslum sjúkradagpeninga og auknum vinnu- ■tekjum fólks, sem væri orðið vinnu- fært á ný. Kjallarinn HalldórSteinsen Niðurstaða þessarar umræðu verður sú, að með óbreyttum rekstr- arhætti sé ekki hægt að spara veru- lega í rekstri sjúkrahúsa Reykjavíkur- svæðisins í dag, nema því aðeins að lækka gæðastaðal eða fækka sjúkra- rúmum og segja upp starfsfólki. Leiðir til úrbóta En hvað er þáað? Erum við neydd- ir til að halda áfram á sömu braut vanáætlaðra fjárveitinga og dag- gjalda gærdagsins? Þarf kostnaðar- auki bættrar þjónustu alltaf að vera jafnmikill? Mun aldrei fást nægjan- legt hjúkrunarfólk til starfa? Eg held að svo þurfi ekki að vera. Meinið er :það, að við erum hætt að líta á heil- jbrigðisþjónustu raunsæjum augum. Við höfum ekki hugmynd uin, hve mikið hinar einstöku aðgerðir eða þjónusta kostar. Okkur hættir til að líta á heilbrigðisþjónustuna sem einhver sjálfsögð réttindi, rétt eins og hreint loft (sem þó alls ekki er sjálf- sagt), og eins og allir vita eru sjálf- sögð gæði ekki metin né verðlögð. í versta falli er einhverri áætlaðri upphæð veitt til sjúkrahúsa á fjár- lögum, í besta falli er dagsdvöl á sjúkrahúsi seld á ákveðnu verði, sem þó er miðað við þjónustu gærdags- ins, án tillits til þess, hvað gert hefur verið. Svo dæmi sé tekið frá öðru sviði í atvinnulífinu. Hvaða skipa- smíðastöð mundi taka skip í slipp fyrir ákveðin daggjöld án tillits til þess hver viðgerðin væri? Hvað þá heldur að miða daggjöldin við meðal- viðgerðarkostnað síðasta árs. Upphafið að bættum rekstri sjúkrahúsa er að hætta miðstýrðum ríkisrekstri. Óski ríkið að reka sjúkrahús, skulu þau vera sjálfseign- arstofnanir með óháðri stjórn sem ekki er æviráðin. Leggja ber áherslu á að landshlutasamtök, bæjarfélög og líknarfélög sjái sem mest um sjúkrahúsarekstur og gera þeim þetta kleift með því að heimila tekjustofna og koma á fót lánasjóðum sem lána til sjúkrahúsbygginga. Ríkið á að hætta að greiða 85% byggingarkostnaðar sjúkrahúsa. Það myndi stuðla að auknu raunsæi I byggingaframkvæmdum. Líta þarf á sjúkrahús sem fyrirtæki sem eiga að skila hagnaði og undir hagnaðinum á framtíðarþróun þeirra meðal annars að vera komin. Hann á að fjármagna bættan tækjakost og standa undir betri þjónustu. Svo þetta megi verða, þurfa sjúkrahúsin að gera verðskrá yfir þjónustu sína. Innheimta svo raunkostnað að sjúkradvöl lokinni. Nú er það svo, að allir íslendingar eru skyldutryggðir og kæmi þvi í hlut Tryggingastofnunar ríkisins að ákveða hve mikla þjónustu hún gæti keypt. E.t.v. treystir hún sér ekki til að greiða dýrar aðgerðir að fullu. Hægt væri að leysa þann vanda á margan hátt. T.d. með því að hækka tryggingaiðgjöld, eða að einstakling- ar greiddu mismuninn sjálfir með eða án hjálpar frjálsra trygginga. Hugs- anlegt er að sjúkrahús, sem legðu metnað sinn í að veita slíka þjónustu, mundu nota hagnað af öðrum að- gerðum til að lækka verð hinna dýru. Loks gæti farið svo að um svo mikinn kostnað væri að ræða, að við hreinlega hefðum ekki efni á að veita okkur hann. Þá er bara að viður- kenna það strax áður en hafist er handa, en ekki barma sér eftir á eins ognúer gert. Auk þess sem að ofan er talið, þá er samkeppni milli sjúkrastofnana holl og kemur sjúklingum til góða í bættri þjónustu eins og á sér stað I dag. Yrði rekstri sjúkrahúsa breytt á þennan hátt, kæmu einnig fram kostir frjálsrar verðmyndunar. Starfsfólk sjúkrahúsa ætti, eftir því sem mögulegt er, að ráða eftir af- kastaaukandi kerfi, svipuðu þvi sem sérfræðingar Landakotsspítala og St. Jósefsspítala í Hafnarfirði starfa eftir. Þ.e.a.s. taki tíu manna starfs- hópur að sér að sinna verkefnum sem talin hafa verið fimmtán manna verk, þá fá þeir fimmtán manna laun fyrir. Sé hópurinn tuttugu manns fá þeir líka fimmtán manna laun. Slíkt fyrir- komulag er nokkuð öruggur varnagli gegn ofvexti í kerfinu og veitir að minni reynslu töluvert meiri vinnu- gleði en fastlaunakerfí. í Iok viðtalsins við aðstoðarráð- herrann kemur fram, að hann telur sérfræðingaþjónustu utan spítala óheyrilega kostnaðarsama. Til bóta sér hann það helst, að miðstýra sér- fræðingunum lika og senda alla inn á sjúkrahús að vinna þar á göngudeild- um. Hræddur er ég um, að sjúklingar sem lent hafa í göngudeildakerfi Breta eða Svia muni biðja Guð að foriáta manninum þetta hjal. Þar sem þekking á þessum málum sýnist engin, verð ég að byrja á að fara nokkrum orðum um almenna læknis- þjónustu utan sjúkrahúsa Reykja- vikursvæðisins. Um langa hríð hefur verið skortur á heimilislæknum á þessu svæði. Þess vegna hefur fólk orðið að leita læknishjálpar hjá sérfræðingum í meira mæli en ella. Nú fer heimilis- læknum fjölgandi á ný og eftirspurn eftir sérfræðiþjónustu minnkandi. Má gera ráð fyrir að hún minnki enn. Þetta lækkar strax kostnað við sér- fræðiþjónustu, þótt hann aukist kannski annars staðar á hinum opin- beru heilsugæslustöðum í staðinn. Þegar nægjanlegur fjöldi heimilis- lækna er fenginn, verður hlutverk sérfræðinga tvenns konar, annars vegar að vera heimilislæknum til ráð- gjafar um sérhæfð vandamál sam- kvæmt ósk þeirra og hins vegar að meðhöndla það fólk sem óskar af einhverjum ástæðum að leita til þeirra. Réttur hvers manns til að velja sér lækni er óvefengjanlegur. í verksviði sérfræðinga felst að rannsaka fólk og helst lækna það áður en til sjúkrahúsvistar kemur og fylgjast með þvi í skamman tima eftir að sjúkrahúsvist lýkur, þ.e. spara sjúkrarými. Sé nú kostnaður við sér- fræðiþjónustu of mikill, kemur tvennt til. Annars vegar að taxtar séu of háir, hins vegar að fólk leiti læknis umfram þarfir. Taxti fyrir sérfræðilæknishjálp er tvískiptur. 50% er ætlað sem laun læknisins, 50% til greiðslu á reksturs- kostnaði stofu. Af skiljanlegum ástæðum leitast menn við að halda kostnaði í lágmarki. Komast sumir undir 50% markið, aðrir ekki. Á göngudeild gildir ekki þetta lögmál í sama mæli. Taxtasamningur sá, sem nú er not- aður, rann út 1979, þótt unniðséeftir honum enn. Sýnir það kannski best hina alræmdu kröfuhörku lækna í kjaramálum, að þeir láta við- semjendur sína þæfa málin í heilt samningstímabil án þess að þeir láti til skarar skríða. Þessi taxti er úreltur og tekur ekki tillit til kostnaðar við ýmsar rannsóknir og aðgerðir, sem dýr tæki þarf til. Afleiðingin er sú, að þessi verk hafa flust inn á sjúkra- húsin, sem eiga tækin og koma þar inn sem dulinn póstur í útgjöldum þeirra. Launahlið taxtans er j afnúrelt og raunar hlægileg, miðað við aðra launataxta á tslandi. Leitar fólk þá of mikið til sérfræð- inga? Um þetta sýnist sitt hverjum. Vandamál sem kunna að reynast smávægileg að athuguðu máli, geta valdið sjúklingum miklum áhyggjum og jafnvel streitusjúkdómum, ef ekki er að gert. Ég sé raunar ekki nema eina leið til að ganga úr skugga um þetta atriði. Láta sjúklinginn sjálfan um það, hvort honum finnist aðstoð sérfræð- ingsins peninganna virði. Þetta mætti framkvæma, t.d. með því að sjúkl- ingurinn greiddi sjálfur að fullu þóknun sérfræðingsins. Sjúkrasam- lag hans myndi síðan endurgreiða kostnaðinn að tveim fyrstu viðtals- gjöldum hvers árs frátöldum. Gömlu reglurnar gætu gilt áfram fyrir ör- yrkja og ellilífeyrisþega ef þurfa þætti. Þetta fyrirkomulag myndi vekja athygli fólks á gæðum og verð- mæti þeirrar þjónustu sem í té væri látin og sennilega draga úr ofnotkun sérfræðinga, ef hún er fyrir hendi. Opinber skipulagning sérfræði- þjónustu á göngudeildum leysir eng- an vanda. Hún dregur úr persónu- bundini þjónustu og eykur kostnað, þótt dulinn sé. Því mega allir lands- menn vera fegnir og fjármálaráðu- neytið mest, meðan sérfræðingar krefjast ekki að rikið byggi yfir þá. Halldór Steinsen læknir. Hverju höfum mefnia? Q „Líta þarf á sjúkrahús sem fyrirtæki er eiga aö skila hagnaði og undir hagnaöinum á framtíðarþróun þeirra meöal annars að vera komin. Hann á að fjármagna bættan tækjakost og standa undir betri þjónustu. Svo þetta megi verða, þurfa sjúkra- húsin að gera verðskrá yfir þjónustu sína. Innheimta svo raunkostnað að sjúkradvöl lokinni.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.