Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1982, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1982, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MIÐVIKUDAGUR 7. JULl 1982. 3 Förum ekki í neitt verðstríð — segja f orráðamenn kartöf luverk- smið janna á Svalbarðseyri og íÞykkvabæ Það kom glögglega í ljós á föstndaglnn hve Óshlíðarveguriim er hættulegur. Grjóthrunið gjöreyðilagði fólksbil og stór- slasaði farþega í bOnum. ökumaðurinn slapp betur. Nýr búnaður settur á Óshlíðarveg í haust —aðvörunarljós sem gæf u til kynna hrun úr hlíðinni „Ein þeirra hugmynda, semsettar hafa veríð fram af heimamönnum um að bæta samgöngur um Oshlið, er að gera jarögöng frá Seljadal sem koma myndu út við bæinn Ós. En á þessari hugmynd og tillögu Vegagerðarinnar er mikill kostnaðarmunur,” sagði Guðmundur Krístjánsson bæjarstjórí í Bolungarvík í samtali viö DV í gær. Að sögn Kristjáns Kristjánssonar, umdæmistæknifræðings Vegagerðar- innar, voru athugaðir nokkrír kostir varðandi bætur á OshlíðarvegL Sam- kvæmt áætlun myndu jarðgöng kosta um 135 milljónir króna á verðlagi frá 1. desember sl. og 5 milljónir að auki i lagningu vegar að Seljadal. Sá kostur sem valinn var kostaði hins vegar ekki nema um 60 milljónir króna. Sagði Kristján að fyrirhugað væri að grafa 3 til 8 metra breiðar vegrásir fyrir ofan veginn, sem myndu taka við hruni úr hlíðinni. Á þremur verstu stöðunum yrðu byggðar vegþekjur yfir veginn. Síðan yrði komið fyrir aövörunarljósum við enda vegarins og viðar. Þau yrðu tengd við mæla í hliöunum sem gæfu til kynna ef hreyf- ing væri á jarðvegi eða snjó í hlíöinni. Hefði búnaður af þessari gerð veriö notaður meö góðum árangri í Noregi. Framkvæmdir samkvæmt þessari áætlun munu hefjast í lok ágúst og verður varið um 3 milljónum króna til þeirra á þessu ári. Guðmundur Kristjánsson bæjar- stjóri sagði að hann hefði farið fram á viðræður við Vegagerðina um aö þess- ari timasetningu yrði breytt og að Grjotið liggur i vegkantinum. DV-myndir: Kristjón Friöþjófsson. / JÞií hringir Við birtum Sináauglýsinqa- siminn er 27022 framkvæmdir hæfust fyrr. Sagði hann að mikilvægt væri aö stallarnir, sem gerðir hafa verið í hliðina til að taka við grjóthruni, yrðu hreinsaðir sem fyrst. ÓEF. „Það var samkomulag okkar á milli í vetur að fara ekki í neina verðsam- keppni. Þeir á Suðurlandi seldu um tíma á verði sem var langt undir kostnaðarverði en nú er komið í ljós að það var vegna misskilnings,” sagði Sævar Hallgrímsson, framleiðslustjóri kartöfluverksmiöju Kaupfélags Sval- barðseyrar. Um tíma seldi kartöfluverksmiðjan í Þykkvabæ framleiðslu sína á frönsk- um kartöflum á helmingi lægra verði en verksmiðjan fyrir norðan. Þykkva- bæjarkartöflumar kostuöu þá 13 krón- ur kílóið út úr búð en kartöflurnar frá Svalbarðseyri vom seldar til verzlana á um 23 krónur kílóiö. Að sögn Sævars stafaði mismunurinn af því að fyrir norðan vora notaðar erlendar kartöfl- ur sem ekki eru niðurgreiddar en í Þykkvabænum var notazt viö innlent hráef ni þar til f yrir stuttu. „Það er ekki grundvöliur fyrir tveim verksmiðjum á þessu sviði. Ef þeir ætla að leggja meiri áherzlu á fram- leiðslu franskra kartaflna veröur rekstur beggja óhagkvæmari og þaö er vonlaust að þær geti starfað báðar. Það þýðir ekki að fara út í neitt verð- stríð,” sagðiSævar Hallgrímsson. Friðrik Magnússon, framkvæmda- stjóri kartöfluverksmiðjunnar í Þykkvabæ, sagði að ekki hefði verið um neitt verðstríð að ræða af þeirra hálfu. „Við vorum með innlendar kartöflur en þeir með erlendar, sem em dýrari. Viö vissum ekki að þeir hefðu hækkað fyrr en nokkrum dögum síðar og þá hækkuðum við líka. Nú er- um við með sama verð upp á krónu.” I Þykkvabæ eru framleiddar þrjár gerðir kartaflna, hálfsoðnar, parísar- kartöflur og franskar. ,,Ég get vel trú- að að markaðurinn þyldi ekki að við legðum aukna áherzlu á framleiðslu franskra kartaflna. En þær greiða aö sumu leyti kostnaöinn við framleiðslu hinna gerðanna á meðan við erum að vinna markað fyrir þær,” sagði Frið- rik Hallgrímsson. ÓEF. tffSA LAl* HOFST I MORGUN • BUXUR • JAKKAR • SKYRTUR • BOLIR • SKÓR O.FL. O.FL. -Eiitblað-tgW Tvöföld áhrif Ekkert dýrara en 50 krónur LAUGAVEGI51 - BAKHÚS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.