Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1982, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1982, Blaðsíða 33
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MIÐVIKUDAGUR 7. JUU1982. 33 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið SJALLINN ER RISINN UPP ÚR ÖSKUSTÚNNI - Glæsilegasti skemmtistaður norðan Alpafjalla Séð yfir rúmgott marmaragólf S jallans. „Sjallinn” á Akurey'ri er risinn úr öskustónni, rétt eins og öskubuska i ævintýrinu, og ekki er Sjallinn síður fallegur en öskubuska varð sem prins- essa, því glæsilegri skemmtistaður fyrirfinnst tæpast norðan Alpafjalla! Sjallinn, en nafniö er stytting úr „Sjálfstæðishúsið”, var upphaflega tekinn í notkun 1963 og þótti þá eitt glæsilegasta skemmtanahús landsins. Ingimar Eydal hélt þar uppi lands- frægri „Sjallastemmningu” frá því að húsiö opnaði og næstu 15 árin. Gamli Sjallinn brann svo 19. desember sl. Eft- ir brunann seldi Sjálfstæðisflokkurinn hlut sinn í húsinu til einstaklinga. I framhaldi af því heitir húsiö ekki Sjálf- stæðishúsið lengur, heldur bara, JSjall- inn”. Þegar búið var að ganga frá kaupun- um var hafist handa við að hreinsa brunarústimar og hanna nýjan skemmtistaö. Hönnunin var sett í hendur þeirra Jóns Kaldals, Arnmund- ar Jóhannssonar og Róberts Karlsson- ar hjá teiknistofunni Arko. Hefur þeim tekist virkilega vel til, því nýi Sjallinn er glæsilegur, rétt eins og upp á búin „glimmerpía” eins og Þórður Hljémsveitin Jamaica mun leika dansmúsfk fyrir gesti Sjallans á næstu mánuð- um. Fyrirtækið Magnús E. Baldvins- son á 35 ára af mæli í dag Fyrirtækið Magnús E. Baldvinsson vörur er 35 ára I dag. Fyrirtækið var sf. sem selur úr, skartgripi og gjafa- stofnað af Magnúsi E. Baldvinssyni úr- smíðameistara árið 1947 og var fyrst til húsa að Laugavegi 82, en fluttist síð- an á Laugaveg 12 og var rekið þar í 26 ár en árið 1975 fluttist þaö síöan á Laugaveg8. Starfsemin hefur veriö verzlun með úr, klukkur, skartgripi, gjafavörur og verðlaunagripi ásamt því að halda úti viðgerðarþjónustu á úrum og klukk- um. A vegum þessa fyrirtækis hefur einnig verið rekin Málmiðja sem fram- leiðir félagsmerki, verðlaunapeninga og ýmiss konar minjagripi. Arið 1977 gerðist tengdasonur Magnúsar, Bjöm Ágústsson, úrsmíöa- meistari meðeigandi í fyrirtækinu og hefur það síðan verið rekið undir nafn- inu MagnúsE. Baldvinsson sf. Þérður Gunnarsson aðaleigandi Sjallans flytur aðalræðu kvöldsins. Sigrún Stefánsdóttir fréttamaður Sjónvarps á tali við óperusöngvarann kunna Krist ján Jóhannsson. Gunnarsson framkvæmdastjóri húss- ins orðaöi það í ræðu viö opnunarhátið- ina. Húsið er glæsilegt og það krefst þess að gestir þess séu glæsilega upp á búnir. Verður eftir því gengið við inn- göngu, að sögn ráðamanna hússins. Fljótlega eftir að hönnun var komin í gang hófust akureyrskir iðnaðarmenn handa af krafti, svo miklum krafti að hönnuðumir höfðu vart undan við að teikna. Þrem vikum eftir aö klæðning- in var negld á þakið komu fyrstu gestirnir í Sjallann, þó ekki væri hann þá alveg fullbúinn, en þó vel ballfær. Það var að kvöldi 16. júní, sem verð- andi stúdentar og júbílantar streymdu inn um aðalinnganginn, á sama tima og iðnaðarmennirnir laumuðu sér út bakdyramegin. Því hefur verið líkt við kraftaverk, alla vega ævintýri, að þetta skyldi takast á svo stuttum tíma. — Það hefði þurft að sundurliöa þetta og kanna síðan hvort afrekið á ekki heima í heimsmetabók Guinnies, sagöi Jón Kaldal, einn af hönnuöum hússins. Það vom allir sem unnu við að innrétta húsið áhugasamir um aö þetta mætti takast. Það tókst, enda era akureyrsk- ir iðnaðarmenn engir aukvisar, allra sízt þegar Aðalgeir Finnsson, þygginga- meistari, er potturinn og pannan í öllu saman, en hann stjórnaði endurbygg- ingu Sjallans. Formleg opnunarhátíð var haldin sl. föstudagskvöld. Þá var öllum þeim sem þátt tóku í uppbygg- ingu staöarins boðið til hátíðarveislu, í kokkteil og mat á eftir. Vora boðsgest- ir á 4. hundrað. Þar eru meðfylgjandi myndir teknar. GS/Akureyri. Gunuarsson, Sigurður Sigurðsson, bryti og f jær sést Magnús Gisiason, úti- bústjóri Landsbankans á Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.