Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1982, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1982, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MIÐVIKUDAGUR 7. JULt 1982. Spurningin Hvaða litur finnst þér falleg- astur á húsum? Guðlaug Harðardóttir húsmóðir: Það fer nú eftir byggingarlaginu. Lítiö hvítt hús með rauðu þaki finnst mér ákaflega fallegt. Er einna hrifnust af björtum litum og tel að sá hvíti sé fallegastur. Bjarni Sveinsson matreiðslumaður: örugglega ekki þessi endalausi stein- grái blokkarlitur. Ljósbrúnt hús með dökkbrúnar vindskeiðar og glugga- karma erfallegt. Auður Olafsdóttir nemandi: Ljós- drappaður litur með brúnu inn á milli, eins og svo víða er, finnst mér falleg- astur. Finnst faliegt að mála húsin í tveimur litum, ef hægt er aö koma því við. Jón Bjarnason rafvirki: Mér finnst ljósbrúnn fallegastur. Myndi hiklaust velja þann lit á húsið mitt, ef ég ætlaði að fara að mála. Og þakiö myndi ég hafa rautt. Valgerður Ágústsdóttir húsmóðir: Ljósdrappaður litur er fallegastur. Svo ekki sé nú talað um, ef gluggar og hurðir eru í dökku. Vésteinn Magnússon, vinnur hjá Áburðarverksmiðjunni: Ekki gott að' segja. Þeir ljósbláu og grænu falla ákaflega vel í mig. En ég tel að þetta fari líka mjög eftir því hvemig húsin eru í laginu. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Fá fatlaðir fyrsta flokks þjónustu hjá ferðaskiifstofunum? Elsa Stefánsdóttir, Mosfellssveit skrifar: Eg gerði fyrirspurn til Danskenn- arasambands Islands og ferðaskrif- stofanna í DV þann 11. mai síðast- liðinn. Hljóöaði spurning min þannig: „Aö hvaöa marki hafið þið hagsmuni fatlaðra í huga?” Hjá ferðaskrifstofunum vildi ég vita hvort könnun hefði verið gerð á því, hvort gististaöir erlendis, sem í boði eru á þeirra vegum, væru að- gengilegir fyrir fatlaöa og þá sér- staklega hjólastólanotendur. En hvað skeður? Ekki eitt einasta svar hefur komið í blaðinu og verð ég því að líta svo á að þessir hlutir hafi ekkert verið kannaðir. Samt er ekki hikað viö að bjóða öllum upp á fyrsta flokks þjónustu. Eg og margir aðrir höfum áhuga á að heyra frá ferða- skrifstofunum og vona ég að for- svarsmenn þeirra sjái sér fært að senda DV svör sín. Þá vil ég þakka Danskennarasam- bandinu fyrir svar þess í DV þann 27. maí síðastliðinn. Ég átti nú ekki viö að sérstök námskeið væru haldin fyrir fatlaða, heldur að fatlaöir færu á almenn dansnámskeið. Vona ég að fyrrnefndir aðilar kynni fyrir sam- bandsaðilum sínum almennt hvernig má dansa í hjólastól og við fólk í hjólastól. Á ég þá við samkvæmis- dansa. Þaö hlýtur að teljast eölilegur hlutur í þeirra starfi að geta leiðbeint hverjum og einum sem til þeirra leitar. Feröaskrrfstofurnar hafa fatlaða í huga Böðvar Valgeirsson, varafor- maður Félags íslenzkra ferðaskrif- stofa, sagði aö engin bein könnun hefði verið gerð á þessu. Hins vegar fullyrti hann að ferðaskrifstofurnar, allar sem ein, hefðu þetta fólk í huga, þegar þær leituðu að gisti- stöðum. En framboð slíkra gisti- staöa erlendis væri oft af skomum skammti. Hann sagði ennfremur að á því hóteli' á Mallorca sem hans ferða- skrifstofa notaði mest, væri aðstaða fyrir fatlað fólk prýðileg. Sérstak- lega ef tir aö inn í hótelið væri komið. -JGH. Eru þau hótel erlendis sem ferðaskrifstofumar bjóða uppá aðgengileg fyrir fatlaða? spyr bréfritari. Lesendur Sektum sóðana sem níðast á náttúrunni! Jón G. Hauksson Reiður ökuþór skrifar: Hreint land — f agurt land. H ver man ekki eftir þessu slagorði, sem sást svo víða fyrir nokkrum árum. En eftir það sem ég sá nú um síðustu helgi finnst mér rétt að minna á það aftur. Þaö atvik sem ég á við átti sér stað á Vesturiandsveginum. Þannig var að ég ákvað að skreppa upp í Borgarf jörð til vinafólks mins, sem þar var í sumarbústað. Á leiðinni út úr bænum lenti ég í því að aka á eftir vel fægðum HVAR ERIÞROTTA- ÞÁTTURINN, BJARNI? Bjarni Felixson er spurður um íþróttaþátt sinn þann 28. júni. Tveir íþróttaunnendur skrifa: Hvar er íþróttaþátturinn Bjarni, sem sýna átti eftir fréttir mánudaginn 28. júní síðastliðinn? Við erum hér tveir, sem erum fádæma óhressir með þá ósvifni að fella niöur þáttinn. Þaö hefði verið upplagt að sýna valda kafla úr heimsmeistarakeppninni. Og okkur finnst þaö anzi hart hjá sjónvarpinu að sleppa þessum dagskrárlið. Svar óskast. Eðlileg ákvörðun að fresta þættinum Bjami Felbcson sagði að þetta kvöld hefði veriö sýnt beint frá heims- meistarakeppninni, þannig að fréttum heföi seinkað þetta kvöld. Umræddum íþróttaþætti hefði því verið frestað og teldi hann það eðlilega ákvörðun. Kvöldiö eftir hefði síðan mest það efni sem átti að vera í þættinum verið sýnt. -JH. „sorpbíl”, ef ég má taka svo tíl orða. Því er komið var á móts við golfvöllinn í Grafarholti veit ég ekki fyrr en alls kyns bréfadrasl flýgur út úr bílnum. Og þetta var ekki allt þvi rétt við af- leggjarann til Korpúlfsstaöa flýgur annar skammtur út úr bílnum. Enda þótt menn séu hvattir til að aka um í umferöinni með bros á vör, brosir maður lítiö þegar svona sóðar eiga í hlut. Eg fæ einfaldlega ekki skilið hvað fær fullorðiö fólk, sem ekur um í vel bónuðum bílum, til að henda pylsu- bréfum, ísbréfum, vindlingastubbum og öðru drasli út i náttúruna. Svo mikil virðist þörfin vera hjá sumum að næst sér maðuráklæðin ábyggilega svífa út. Mér finnst að taka eigi upp sektar- ákvæði, þannig að þeir sem verða uppvísir að því að henda drasli út í náttúruna verði sektaðir. Um að gera að hafa sektina bara nógu háa. Eg segi því aö lokum: Sektum sóöana sem níðast á náttúrunni. Bezt væri náttúr- lega að hafa ökuleyfissviptingu, því þá gætu sóðamir látið ökuskírteinin fljúga út meö pylsubréfunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.