Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1982, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1982, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MIÐVIKUDAGUR 7. JULI1982. STARFSMENN QSKAST til afgreiðslu og verksmiðjustarfa. Mötu- neyti á staðnum. Uppl. í síma 40930. Rörsteypan hf. Kaupf élagsstjóri Starf kaupfélagsstjóra viö Kaupfélag Árnesinga er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 31. þessa mánaðar. Starfið veitist frá hausti komanda eða síðar eftir nánara samkomulagi við stjórn félagsins. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist formanni félagsins, Þórarni Sigurjónssyni, Laugardælum, eða Bald- vini Einarssyni, starfsmannastjóra Sambands- ins, er veita nánari upplýsingar. 0 Kaupfélag Árnesinga Selfossi. ÆFINGA GALLAR Á KR. 200.00 íþróttabúðin Borgartúní 20, sími 28411 SKATTSKRÁ REYKJAVÍKUR ÁRIÐ1981 Skattskrá Reykjavíkur árið 1981 vegna álagning- ar á tekjur og eignir ársins 1980 liggur frammi á Skattstofu Reykjavíkur, Tryggvagötu 19, frá 7. júlí til 21. júlí nk. að báðum dögum meðtöldum, alla virka daga nema laugardaga, frá kl. 10.00— 16.00. Jafnframt liggur frammi skrá um álagt sölugjald á árinu 1980. Að gefnu tilefni skal athygli vakin á því, að þess- ari birtingu — álagðra opinberra gjalda í skatt- skrá 1981 vegna tekna og eigna ársins 1980 — fylg- ir ekki sjálfstæð kæruheimild. Reykjavík 7. júii 1982. Skattstjórinn í Reykjavík Gestur Steinþórsson. SOLSKINS- PARADISIN ÍSLAND! Vedrid hefur leikiö vid landsmenn að undanförnu. Svo undarlega hefur brugðið við í sumar að sólin hefur jafnvel látið sjá sig um helgar. Þannig hefur venjulegum launamönnum sem streða frá níu til fimm tekizt að ná sér í nokkra geisla á kroppinn. Sóldgrkendur eru á öllum aldri, enda er útivist og hófleg sólböð til heilsubótar. Sólskinsstundunum má verja á gmsa vegu. Ungviðið bregður gjarnan á leik, vinnuþrœlar láta streituna líða úr sér og þeir iðjusömu og ólötu sýsla við tómstundagaman á borð við hannyrðir og Ijósmyndun. Þórir Guðmundsson Ijósmyndari DV brá sér út í blíðuna og tók nokkrar sól- skinsmyndir. -SKJ. Svona fíugferðir eru ekki amalegar. En það er betra að hafa kúta á báðum handieggjum þegar iaugin er djúp og sundkunnáttan iítii. r r NYTTIUTIVISTINNI— HESTALEIGAN FAXI Opnuð hefur verið ný og glæsileg hestaleiga á höfuðborgarsvæðinu. Hestaleigan ber nafnið Faxi og er rekin af Jóni Magnússyni og Guð- mundi Pé'urssyni. Faxi er til húsa við Kjóavelli, sem eru við austur- enda Vífilsstaðavatns. Um 15 hestar eru þar til leigu, allflestir ^háum gæðaflokki og geta leigutakar valiö eftir getu sinni. Áöur en stigið er á bak fær fólk nokkra leiðsögn í undir- stööuatriðum hestamennskunnar. Reyndur leiðsögumaður ríður út með gestum og eru reiðleiðirnar um Heið- mörkina. Stígvél og hjálmar eru á staðnum fy rir þá sem þess þurfa. Aö sögn Guömundar Péturssonar, sem hefur með leiðsögn og farar- stjórn reiðtúranna að gera, er Faxi með hross fyrir alla, bæði óvana og hina sem vel kunna fyrir sér. Fastir útreiðartímar verða kl. 10 og kl. 15 en hægt er að panta tíma ef þess er óskað aðrar stundir sólarhringsins. Blaðamönnum var boðið á bak og var gerður feiknagóður rómur að hestum og reiðleiðum. Virðist Faxi vel geta orðið vinsæll þáttur í útilífi borgarbúa og gesta höfuðborgarinn- ar. Verð fyrir tveggja tíma reiöferð, tilsögn og kaffisopa er frá kr. 150. Pantanir og upplýsingar eru í síma 19170 frá kl. 09.00-11.00 alla daga. Ms Annar eigenda Faxa, Guðmundur Pétursson, er til hægri en sá til . vinstri er tamningamaðurinn og þ knapinn Hafliði Halldórsson. 11 .íókvtivnrl Þórir I.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.