Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1982, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1982, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ & VISIR. MIÐVIKUDAGUR 7. JULI1982. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Reagan bíður f ram bandarískt f riðargæzlulið: Bandaríski flotinn viö Ubanonströnd — bíður þar skipunar f rá Reagan f orseta um landgöngu Pertini í heim- sókn fParís Sandro Pertini, forseti Italiu, lauk í gær tveggja daga heimsókn sinni til Frakklands þar sem hann átti viö- ræöur við Mitterrand Frakklandsfor- seta. „Við áttum mjög vinsamlegar viöræöur,” sagöi Pertini er hann kom frá Elysee forsetahöllinni í París. „Viö ræddum um bókstaflega allt milli him- ins og jarðar. Mitterrand er mjög opin- skár,” sagöi hinn 85 ára gamli ítalski forseti. I viötali við franska blaöiö Le Monde sagðist Pertini harma „vínstríöiö” milli Frakklands og Italíu en bætti viö: „Italía þarfnastFrakklandseinsmikiö og Frakkland þarfnast Italíu.” Hann hvatti til þess aö pólitískt og efnahags- legt samstarf þjóðanna tveggja yrði aukið. Skip úr bandaríska flotanum biöu í morgun úti fyrir strönd Líbanons eft- ir skipun frá Reagan forseta um hvort sveitir sjóliöa ættu aö ganga á land og fylgja skæruliöum PLO út úr Vestur-Beirút. Forsetinn gaf raunverulega sam- þykki sitt þegar i gær til að bandarísk- ir sjóliöar mynduðu nokkurs konar friðargæzlusveitir í Líbanon og sæju til þess að skæruliðar PLO í Vestur- Beirút — sem taldir eru vera um sex þúsund — kæmust heiUr á húfi brott frá borginni. Lokaákvöröun forsetans veltur á því hver niðurstaöan verður á samningaviðræðum Líbanons- manna, Palestínumanna og Sýr- lendinga undir stjóm Philips Habibs sérlegs sendimanns Bandaríkjafor- seta í Miðausturlöndum. Eins og kemur fram í frétt á bls. 8 þá lofa fyrstu viöbrögð PLO-manna ekki góöu um árangur af þessu tilboöi B anda rikj amanna. Reagan sagði í gær aö stjóm Líbanons hefði lagt til aö Banda- ríkjamenn sendu friöargaszlusveitir á vettvang. Reagan sagöi jafnframt aö hans eina ósk væri aö friöur kæm- ist á og ef takmörkuö íhlutun banda- rískra sjóliöa væri þaö sem dygöi „þá veröum við aö gera þaö.” Sjóliðamir sem rætt er um í þessu sambandi eru af skipum sjötta flot- ans á Miðjarðarhafi sem komið geta til Beirút með mjög stuttum fyrir- vara. Reagan snortinn yfir björgun- arafreki 81 árs gamall maöur, sem bakkaöi hjólastól sínum inn í brennandi íbúö til þess að bjarga átta mánaöa gömlu barni úr brunanum, hefur fengið sendi- bréf frá Reagan Bandaríkjaforseta. Maöurinn, sem heitir Robert Frost, liggur á s júkrahúsi í bænum Murfrees- boro og er sagður á batavegi eftir brunasár sem hann hlaut viö hina frækilegu björgun. Reagan sagöi í bréfi sínu til Frosts aö hann væri „djúpt snortinn” og kvaöst mundu minnast hans í daglegum hugsunum sínum og bænum. Áður en Frost gamli fékk bréfiö frá forsetanum hafði Reagan reynt aö hafa simasamband viö hann en gamli maðurinn var þá í læknismeðferö og gat ekki komið í símann. Hann er sagöur viö allgóða líöan. Barniö var meðhöndlaö vegna annars og þriöja stigs bruna og var einnig á góöum batavegi. Hægur bati hjá James Brady James Brady, blaöafulltrúi Hvíta hússins, var nýverið lagður inn á Washington-sjúkrahúsið vegna blóö- storknunar í vinstra f æti. Starfsmenn sjúkrahússins segja aö Brady sé viö góða heilsu. Hann var einnig lagður inn á sjúkrahús 30. marz síöastliöinn af sömu ástæðu og nú. Þá lá hann þr jár vikur á sjúkrahúsinu. Brady særöist langalvarlegast þeirra sem hlutu skotsár í tilræöinu viö Reagan Bandaríkjaforseta 30. marz 1981. Reagan og tveir lögregluforingj- ar, sem særöust í árásinni, hafa nú náö sér að fullu en bati Bradys hefur verið hægur. Hann hefur fjórum sinnum gengiö undir skurðaögerð frá því að hann fékk byssukúlu í höfuðið í tilræð- inuviöReagan. Framan af var hann talinn í mikilli lífshættu en síöan þótti bati hans ganga kraftaverki næst. Upp á síðkastið hefur bati hans hins vegar veriö hægur. Anatolí Karpov, sovézki heimsmeist- arinn í skák, var staddur í Barcelona á Spáni þegar sovézku landsliðsmenn- irnir í knattspymu freistuöu þess á dögunum aö vinna heimsmeistaratitil- inn í knattspymu. Þó Karpov kunni sjálfur vel til verka þegar keppt er um heimsmeistaratitil þá var hann þó ekki staddur þarna sem ráögjafi sovézka landsliösins. Heim- sókn Karpovs í þennan mikla fótbolta- bæ snerti ekkert heimsmeistarakeppn- ina í knattspyrnu. Hann var þangaö kominn til að taka viö óskarsverðlaun- unum í skák sem veitt em árlega þeim skákmanni sem beztum árangri hefur náö á árinu. Tæpast þarf aö taka fram að Karpov hefur unnið þennan titil langoftast allra skákmanna. Meðan á dvölinni á Spáni stóö tefldi Karpov nokkur fjöltefli viö heima- menn. m ' 4 . lEIKSTJORi: ? % '&y yi '{ :?■ % :y Richard Lynch, 4. Lee Horsely, Katheline Beller, ANNA BJÖRNSDÓTTIR. Hin glænýja mynd The Sword and The Sorcerer, sem er ein bezt sótta mynd sumarsins í Banda- ríkjunum og Þýzkalandi en hefur enn ekki verið frumsýnd á Norðurlöndum eða öðrum löndum Evrópu, á mikið erindi til okkar Islendinga því í henni leikur hin gullfallega og efnilega íslenzka stúlka Anna Björnsdóttir. ERLEND BLAÐAUMMÆLI: „Mynd sem sigrar meö því aö falla almenningi í geð — vopnfimi og galdrar af bezta tagi — vissulega skemmtileg.” — ATLANTA CONSTITUTION. m TÓNABÍÓ Sím* 3 1182 ^ 'Aá > I M ;^.:lWr ) <• •r Mv Æ. t áti ■M § Frumsýning á Norður- löndum Pi * /I./ SVERÐIÐ OG %.f( SEIÐSKRATTIIMN (The Swor.di , and The Soröerer) » ' „Mjög skemmtileg — undraverðar séráhrifabrellur — ég hafði einstaka ánægju af henni. ” — GENE SISKEL, CHICAGO TRIBUNE. íslenzkur texti. Sýnd kl.5,7,9og11. Bönnuð börnum innan 16 ára. Myndin er tekin upp i Dolby. Sýnd í 4ra rása Starscope stereo. Ath. Hækkað verð. Umsjón: Gunnlaugur A. Jónsson Stœrðir: 80x80 — 90x90 — 70x90 Auðvelt í uppsetningu, aðeins þarf að tengja vatn og frárennsli. PÓSTSENDUM m B099iogflvóruv0r«loo ) Tr999Vo Hoooossooor _ SIOUMÚLA 37 - siMAR 83290-83360 FRISTANDI STURTUKLEFAR BAHCO með sjatfstillanlegum blóndunartækj um. Hentar alls staðar fyrir heimili og vinnustaði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.