Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1982, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1982, Blaðsíða 3
DV. FIMMTUDAGUR 29. JtJLl 1982. 3 Skattar lífeyrisþega skoðaðir: GRÍÐARLEG EFTIRLAUN HÆSTARÉTT- ARDÓMARA Skattar nokkurra lifeyrisþega eru skoöaöir í dag. Allir eiga mennimir það sameiginlegt að hafa gegnt veiga- miklum störfum í þjóðfélaginu sem þeir hafa orðið þjóðkimnir af. Skattar þeirra eru hins vegar mjög mismunandi háir. Fyrrverandi hæsta- réttardómarar eru langhæstir enda njóta þeir óskertra launa hæstaréttar- dómara, sem auk þess eru há. Njóta fyrrverandi hæstaréttardómarar að öllum líkindum hæstra lífeyris- greiöslna sem um getur á tslandi. Lætur nærri að þeir fái í kringum 55 þúsund krónur á mánuði. Þeir Finnbogi Rútur Valdimarsson, Emil Jónsson, Eysteinn Jónsson og Gunnlaugur Bríem fá einnig nokkuö háan lífeyri, á bilinu 25 til 35 þúsund krónur á mánuði. Eru þær tölur fundnar út frá útsvarinu, fram- reiknuðu til dagsins i dag. Það skal tekið fram að tölumar í töflunni em úr skattskrám ársins 1981. Þetta eru því skattar af tekjum ársins tekjusk. eignarsk. útsvar skattar alls Bjöm Magnússon prófessor 15.775 410 8.330 24.945 Brynjólfur Bjarnason f. ráðherra 10.809 1.987 6.670 20.206 Einar Arnalds f. hæstaréttardómari 106.608 1.029 34.370 147.506 Einar Olgeirsson f. alþingismaður 7.555 0 7.320 15.197 Einar Olafur Sveinsson prófessor 7.452 1.287 6.790 15.785 Eysteinn Jónsson fv. ráðherra 38.105 0 17.170 57.483 Emil Jónsson fv. ráðherra 63.311 0 23.390 89.911 Finnbogi Rútur Valdimarsson 68.812 fv. bankastjóri 717 23.730 96.562 Gissur Bergsteinsson fv. hæstaréttardómari 119.024 6.608 35.900 167.324 1 Gunnlaugur Briem fv. ráðuneytisstjóri 48.664 1.417 18.360 70.876 Hjálmar Vilhjálmsson fv. ráðuneytisstjóri 25.257 825 12.470 39.859 Jakob Jónsson prestur 4.286 0 6.090 10.616 Jón Steffensen prófessor 9.421 5.486 6.500 21.657 Torfi Hjartarson fv. tollstjóri 16.358 8.984 7.780 33.532 Brenndist í hveraleðju Þýzk kona brenndist á hvera- svæðinu í Námaskarði í fyrradag. Kísilskán brotnaði undan öðrum fæti hennar, sem lenti ofan í sjóðheitrí hveraleðju. Konan, sem er ferðamaður, var flutt á Hótel Reykjahlíð þar sem hjúkrunarkona úr sveitinni gerði að sárum hennar. Brunasárin em ekki talin mjög alvarleg. Annar útlendingur brenndist með svipuðum hætti í Námaskarði aðeins tveimur dögum áður. -KMU/FB Mývatni. Kringlur — kúlur og spjót jas W7iá Sportvöruvcrzlun nýkomin INGÓLFS ÓSKARSSO Klapparstíg 44 - Sími 11783 Hópur áhugamanna um grjót- og torfhleóslu ætlar að hlaða torfhýsi á svæði Arbæjarsafnsins um næstu helgi. Ákveðið hefur verið að færa safninu húsið að gjöf. Myndin er tekin á Árbæjarsafni. Torfhýsi hlaðið um næstu helgi — við Árbæjarsafn „Við ætlum að hlaöa torfbæ á svæði Árbæjarsafnsins um næstu helgi. Sveinn Einarsson, bóndi frá Hrjót, mun stjóma verkinu. Hann hefur sett fram ákveðnar kenningar um búskaparhætti Islendinga hér áður fyrr,” sagöi Tryggvi Hansen í samtali við DV. Hann er einn úr hópi áhugamanna um torf- og grjóthleðslu. I fyrra hélt hópur þessi námskeið í hleðslu. Voru þau haldin á Kjalamesi. , JSkoðun Sveins er sú, að fólk hafi að nokkm leyti brenglaðar hug- myndir um búskaparhætti íslendinga fyrr á öldum. Athyglin hefur oftast beinzt að stórbýlunum. Kotin, sem að öllum likindum voru mun fleiri, hafa orðið út undan,” sagði Tryggvi ennfremur. I ritinu „Heima er bezt” er lýsing á fomu sveitabýli í Eiðaþinghá, sem hleðslumenn telja ágætt dæmi um kotbúskap fyrr á öldum.Þar segir m.a.: „Baðstofan sneri út og fram, með litlum fjögurra rúðna glugga á framstafni. Við hinn stafninn voru bæjardymár og gengið úr þeim til eldhúss og búrs, sem voru að baðstofubaki. Hæð þessara húsa er ekki vitað um, en talið, að meðalmaður næði með hendinni út um eldhússtrompinn, ef hann steig upp á hlóðarsteininn”. . .. „Tvö rúmstæði voru þarna inni, hvort undir sinni hlið en bilið á milli rúmanna ekki svo mikið, að tveir gætu setið gegnt hvor öðram á þeim, því að þá rákust knén saman.” „Viö teljum þessa lýsingu gefa góða sýn yfir búskaparhætti margra Islendinga áður fyrr. Við höfum á- kveðið að gefa Arbæjarsafni kot það sem við munum reisa um helgina. Allir eru velkomnir í vinnu við verkið. Við verðum að vísu að taka gjald af þátttakendum til að standa straum af kostnaði. En þeir sem mæta fá leiðsögn í torf- og stein- hleðslu, svo að um nokkurs konar námskeið verður að ræða. Áætlað er að vinnan hefjist við Arbæjarsafnið um klukkan tíu á laugardagsmorgun og stefnt er aö því að verkinu verði lokið á mánudag eða þriðjudag,” sagðiTryggviaðlokum. -GSG. LAUGAVEGI6I, SÍMI22566 pöstse"*10"' VOTVIÐ ER GÓÐVIÐRI I FATNAÐI FRÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.