Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1982, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1982, Blaðsíða 14
14 DV. FIMMTUDAGUR 29. JUU1982. Þann 26. júlí kom til Reykjavíkur sendinefnd æðsta löggjafarþings Sovétríkjanna — Æðsta ráðsins, í boöi Alþingis Islands. Formaður sendinefndarinnar er Ivan Poljakov, varaforseti forsætisnefndar Æðsta ráðs Sovétríkjanna og forseti for- sætisnefndar Æðsta ráösHvíta-Rúss- lands. Aörir í sendinefndinni eru Nikolaj Malkov, þingmaður frá Magadan-borg í Austur-Síberíu og fulltrúi í nefnd umhverfisvemdar og skynsamlegrar nýtingar náttúruauð- linda, Zoja Kiseleva, kennari við miðskóla í Moskvu, ritari í mennta- og menningarnefnd og Voldemar Kruminsh, þingmaður frá Ríga í Lettlandi, vélvirki við VEF-verk- smiðjurnaríRíga. Þetta er fimmta heimsókn sovéskra þingmanna til Islands á þeim 25 árum sem samskipti hafa staðið yfir milli þjóþinga landanna. Islenskir þingmenn hafa fjórum sinnum heimsótt Sovétríkin, síðast á árinu 1981. Hvemig er Æðsta ráð Sovétríkj- anna byggt upp, með öðrum orðum sovéska þingið? Hvemig starfar æðsta löggjafarvald landsins? Sovéska þingið starfar í tveimur Hvemig starfar sovézka þingið? deildum — Sambandsráðið og Þjóðarráðið. Jafnmargir þingmenn eru í hvorri deild — 750 og eru deildirnar jafnréttháar. Aöeins er hægt að samþykkja lög ef meiri hluti í báðum deildunum hefur greitt at- kvæði meðþeim. Hver er munurinn á deildunum? Sambandsráðið á að láta í ljós vilja þjóðarinnar í heild en Þjóðarráðið um sérhagsmuni þeirra þjóða og þjóðarbrota, sem Sovétríkin byggja. I Sambandsráðið er kosið eftir kjör- dæmum en í Þjóðarráðið er kosið samkvæmt stjórnarskránni þar sem kveöiö er á um að 32 fulltrúar skuli kjömir frá hverju sambandslýðveldi en þau em 15, 11 frá hverju sjálfstjómarlýðveldi, 5 frá hverju sjálfstjómarhéraöi og 1 frá hverju sjálfstjómarumdæmi. T.d. eiga Ukraína og Grúsía jafnmarga full- trúa í Þjóðarráðinu þó aö íbúafjöldi fyrrnefnda lýðveldisins sé tífalt meiri en þess síðarnefnda. Þama er VEISAM er ekki sérrit heldur fjölbreytt og víðlesið heimilisblað býður ódýrasta auglýsingaverð allra íslenskra tímarita. — Nú býður VIKAN nýja þjónustu fyrir auglýsendur: samn- inga um birtingu heil- eða hálfsíðu í lit eða svarthvítu, — í hverri VIKU eða annarri hverri VIKU. Hér eru rökin fyrir birtingu auglýsinga í VIKUNNI. i mm nœr til allra stétta og allra aldursstiga. Auglýsing í I \a Vikunni nœr því til fjöldans en ekki aöeins takmarkaðra starfs- eða áhugahópa. { P hefur komið út í hverri viku í meira en 40 ár og 'jafnan tekið breytingum í takt við tímann, bæði 'hvað snertir efni og útlit. Þess vegna er VIKAN svona fjölbreytt og þess vegna er lesendahópurinn svona stór og fjölbreyttur. i wg selst jafnt og þétt, bœði í þéttbýli og dreifbýli. Þess ve£na 8eta auglýsendur treyst því, að auglýsing í um VIKUNNI skilar sér. k9 UKAM er ekki sérrit. Enginn efnisflokkur er henni óvið- komandi. Þess vegna er VIKAN svo vinsœl og víðlesin sem raun ber vitni. { W veitir auglýsendum góða þjónustu á skynsamlegu Lj verði og hver auglýsing nær til allra lesenda — VIKUNNAR. { p hefur sína eigin verðskrá yfir auglýsingar. Upplýsingar um auglýsingaverð VIKUNNAR eiga við hana eina og þær fást hjá A UGLÝSINGADEILD VIKUNNAR í síma 85320 (beinn sími) eða 27022 E. Barbukho fólgin lögmæt trygging fyrir jafnrétti sovéskuþjóðanna. Venjulega er Æðsta ráðið kallað saman tvisvar á ári til funda og standa þeir fundir yfir í 2—3 daga. Þess vegna hefur sú skoðun orðið út- breidd á Vesturlöndum að löggjöf í sovéska þinginu taki skamman tíma og sé lítilfjörleg. Þingmennirnir safnist saman aðeins tvisvar á ári í nokkra daga í Kreml, samþykki lög- in og fari síðan aftur heim og þar með sé þingstarfseminni lokiö. Starf nefnda Siíkar skoöanir em ekki réttar þar sem hverju „stuttu” þingi Æðsta ráðsins má líkja við þann hluta ísjakanna sem sést — meginhluti þeirra er hulinn vatni. Hér er um það aö ræða að þó að þingfundir standi ekki yfir, hefur þingstarfsemi ekki verið hætt. Allt árið um kring eru starfandi þingmannanefndir, sem vinna að þingstörfum, svo og for- sætisnefnd Æðsta ráðsins. Forsætisnefndin, sem er stöðugt starfandi, samræmir starfsemi þing- mannanefnda, aðstoðar þingmenn við aö framkvæma umboð sitt og á milli þinga fer Æðsta ráðið meö starfsemi þingsins. 39 fulltrúar em kjörnir í forsætisnefnd á sameigin- legum fundi Æðsta ráðsins. Leoníd Brésnjef er forseti forsætisnefndar æðsta þings Sovétrikjanna. Sovéska þingið samræmir lög- gjafarstarfsemi sína og stjórnunar- starfsemi og æösta eftirlit. Forsætis- nefndin og fastanefndir þingmanna framkvæma slíkt eftirlit, fara reglu- lega yfir starf valdastofnana og stjórna, veita áheyrn fulltrúum ríkis- stjómarinnar, ráðuneyta og deilda innan þeirra. Þá eru ekki síöur mikil- væg önnur störf nefndanna en þaö er undirbúningur þeirra mála sem lögð verða fyrir þingið og gerð fmm- varpa. 16 fastanefndir eru starfandi við hvora deild og em samtals í þess- um nefndum starfandi yfir 1000 þing- menn eða 2/3 hlutar þingmanna Æðsta ráösins. Vegna vandlegs og nákvæms undirbúnings mála af hálfu fasta- nefndanna er mögulegt að hafa þing- hald svo stutt, en afkastamikið. Næstum 700 þingmenn tóku þátt í undirbúningsstarfi fyrir þróunar- áætlun landsins fyrir árin 1981—1985 og fjárlagafrumvarpiö fyrir 1982. Þeim komu til hjálpar 900 sér- fræðingar og ráögjafar — leiðandi áætlanafræöingar, viöskiptafræöing- ar og fjármálasérfræðingar lands- ins. Sú staðreynd, að þingmannanefnd- irnar hlustuðu á og ræddu um 200 skýrslur ráðherra og leiðtoga sam- bandslýðveldanna og sögðu álit sitt á öllum greinum frumvarpsins ber vitni hinu umfangsmikla starfi sovéskra þingmanna. Aðeins eftir allt þetta starf var fmmvarpið um fimm ára áætlunina lagt fyrir þing Æðsta ráösSovétríkjanna. Það einkennir starf Æðsta ráös Sovétríkjanna og allra stofnana þess að það fer fram fyrir opnum tjöldum. Á fundum forsætisnefndar og þing- mannanefnda eru kallaðir til blaða- menn og fréttamenn frá sjónvarpi og hljóðvarpi, sem gefa íbúum landsins góðar upplýsingar um starfsemi æðstu stofnunar ríkisvaldsins í landinu. E. Barbukho, yfirmaður APN á íslandi. Formaður sendinefndarinnar til íslands, Ivan Poljakov. „Vegna vandlegs og nákvæms undir- búnings mála af hálfu fastanefndanna er mögulegt að hafa þinghald svo stutt en af- kastamikið,” segir E. Barbukho. ÍBÚÐ Áburðarverksmiðja ríkisins óskar eftir að taka á leigu tveggja herbergja íbúð með húsgögnum frá 1. september nk. í 8 til 10 mánuði. íbúðin er fyrir erlendan starfsmann fyrirtækisins og þarf að vera á höfuðborgarsvæðinu. Tilboð merkt: „Ibúð ÁR” leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir fimmtudagskvöld 5. ágúst. . ÁBURÐARVERKSMIÐJA RÍKISINS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.