Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1982, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1982, Blaðsíða 40
NÝJA AGFAFILMAN ÓTRÚLEGA SKÖRP OG NÆM FYRIR LITUM ÓDÝRARI FILMA SEM FÆST ALLS STAÐAR Skákmótið íBiel: lón L. enn í 3. sætinu „Ég var alltaf meö heldur lakari stööu og jafnaöi ekki tafliö fyrr en í 37. leik,” sagði Jón L. Ámason í samtali viö fréttamann DV um skák sína í gær á opna skákmótinu í Biel í Sviss. Jón tefldi í gær viö alþjóðlega meist- arann Fernandez Garcia frá Spáni og lauk skák þeirra meö jafntefli. Júgóslavinn Nemet vann andstæöing sinn, annan Júgóslava, í aöeins 10 leikjum og er efstur á mótinu meö 7,5 vinninga eftir 9 umferðir. Næstur er Gutman frá Israel meö 6,5 vinninga og betri biöskák. Jón kemur síðan í 3. sæti með 6,5 vinninga, jafn nokkrum kepp- endum öðrum. I boðsflokki mótsins er Nunn frá Bretiandi efstur meö 6,5 vinninga. Þá kemur Georgiu frá Rúmeníu meö 6 og Tékkinn Hort er þriöji meö 5,5 vinninga. Á millisvæðamótinu í Las Palmas hefur Ungverjinn Ribb þegar tryggt sér áframhaldandi þátttöku í bar- áttunni um heimsmeistaratitiiinn. Hann hefur 8,5 vinninga þegar einni umferö er ólokiö. Annar er Smyslov meö 8 vinninga og dugar honum jafn- tefli til aö komast áfram. Síðan koma Tukmakov, Petrosjan og Suba frá Rúmeníu meö 7 vinninga. -GAJ. Steingrímur Hermannsson: Meðmæltur styrk til Flugleiða „Umsókn Flugleiöa er í meðferð hjá mér og fjármálaráöherra, Ragnari Arnalds. Afstaöa mín liggur ljós fyrir. Ég mælti með því í upphafi aö fyrir- tækið nyti aðstoöar vegna Atlantshafs- flugsins í þrjú ár. Ég hef taliö það vera hæfilegan aölögunartíma,” sagði Steingrímur Hermannsson samgöngu-' ráöherra í samtali við DV. Flugleiðir fóru fram á endurgreiðslu ýmissa gjalda sem til falla vegna At- lantshafsflugsins. Félagiö hefur notið slíkrar aöstoöar frá árinu 1980, vegna mikils taps á því flugi. Taliö er að um sé aö ræöa tvær milljónir dollara. Stærsti hluti þess er endurgreiösla á lendingargj öldum. Steingrímur kvaöst búast viö því að beiðni Flugleiöa fengi afgreiðslu á næstudögum. -GSG. LOKI Sky/du innviðir ríkis- stjórnarinnar vera farnir að fúna? Þórshöfn: Lögreglan á óskoðuðum bíl í starfi Lögreglan á Þórshöfn hefur veriö kærö fyrir að aka um á óskoöuöum bíl. Tveir lögreglumenn sem voru viö gæzlu í félagsheimilinu Skúlagaröi siöastliöiö laugardagskvöld mættu á staðinn á bíl sem ekki haföi verið skoö- aður af bifreiöaeftirlitinu á Húsavík eins og lög gera ráð fyrir og þrátt fyrir aö fresturinn til skoðunarsé útrunninn. Lögreglubíllinn, Þ-4000, er frá Þórs- höfn. Þórarinn Bjömsson fyrrum fram- kvæmdastjóri Skúlagarðs lagði fram kæruna og hefur hún borizt sýslu- manninum á Húsavík. 1 samtali við DV sagði Þórarinn aö hann hefði fengið þær upplýsingar hjá forstööumanni bifreiöaeftirlitsins á Húsavík aö um- ræddur lögreglubíll væri óskoöaður meö öllu og notkun hans væri því óheimil. EM íbridge: Íslandíll.sæti Eftir fjórar umferöir á Evrópu- meistaramóti ungra manna í bridge, sem nú stendur yfir í Salsomaggio á Italíu, var Island í 11. sæti ásamt Isra- el meö 27 stig. Átján þjóöir taka þátt í mótinu og var staöan þannig eftir þess- ar umferöir: 1 Pólland 70 stig, 2. Eng- land 68 stig, 3. HoUand 66, 4. V-Þýzka- land 52, 5. Danmörk 47, 6. ítalía 45, 7. Frakkland og Noregur 44,9. Ungverja- land 40, 10. Svíþjóö 36, 11. Island og Israel 27,13. Spánn 26,14. Irland 25,15. Austurríki 23, 16. Júgóslavía 21, 17. Finnland 19 stig og Belgía nr. 18 meö 16 stig. -hsím. Þrotabú Hreins Lfndal: Fjórðunguraf kröfum greiddur Skiptum á þrotabúi Hreins Líndal er nú lokið hjá skiptaráöanda í Reykja- vík. Gerðar voru kröfur í búiö aö upp- hæð rúmlega tvær og hálf miUjón króna en af því greiddust rúmlega 758 þúsundkrónur. A uppboöi sem haldið var á eigum verzlunarinnar seldist aUt sem boöiö var upp. Þaö náði tU aö greiöa aö fuUu forg£uigskröfur sem voru einkum vinnulaun aö upphæö tæplega 75 þús- und krónur. Af almennum kröfum að upphæð 2.485.351 krónur greiddust tæp- ar 684 þúsund krónur eöa í heild greiddust 27,51% af kröfunum. Stærstu kröfuhafar sem eftir standa eru Landsbankinn, Verzlunarbankinn, Sparisjóöur ReykjavUcur og nágrennis og Ágúst Kristmanns stórkaupmaöur. ÓEF Fjórirslösuðust íhörðumárekstri Unnið að björgunartilraunum í 10 tíma: HRAKNINGAR áopnumrAr Tveir menn á opnum vélbáti, Helgu Guörúnu B-1240, lentu í miklum hrakningum í gærkvöldi og nótt er þeir voru á leið til Reykja- víkur á bátnum eftir aö hafa veriö á handfæraveiöum í Breiðafiröi. Mennirnir tilkynntu kl. 19.30 í gær- ■kvöldi gegnum loftskeytastöö aö þeir væru í hafvillum undan Mýrum. Mikið grunnsævi var þar og mikið um sker en skyggni slæmt. Enginn annar bátur var þarna nærri. Slysavarnafélag Islands haföi þegar samband viö Landhelgisgæzl- una sem sendi leitarflugvélina TF- SÝN á vettvang og jafnframt var haft samband viö hafnsögumenn á Akranesi' og björgunarsveit SVFI þar sem lögöu upp á hafnsögu- bátnum Þjóti. Fljótlega bilaöi hjá þeim þannig að þeir þurftu aö snúa viö og'fengu sportbátinn Snara B- 1345 til aö fara í staðinn. Skyggni var svo slæmt á þessum slóðum að ekki sást „glóra” úr TF- SÝN þrátt fyrir aö hún flygi í aöeins 200 feta hæö. Henni tókst þó meö stööugu sambandi viö bátinn aö fá staösetningu á honum milli Hjörseyj- ar og Þormóösskers og gat leiðbeint honum út á „frían sjó”. Þaö reyndist þó ekki nóg þar sem báturinn var aö veröa olíulaus. Var þá haft samband viö togarann Sigurfara II. frá Grundarfiröi sem var kominn áleiöis á þessar slóöir. Tókst meö aðstoö hans aö koma Helgu Guörúnu og Snara saman. Var það um kl. 1.00 í nótt. Héldu bátarnir meö samfloti áleiðis til lands. Hrakningarnar voru þó ekki þar meö búnar því um kl. 2.00 drap vélin í Helgu Guörúnu á sér og tók litli báturinn hana í tog áleiðis til Akra- ness. Þegar hér var komið sögu var kominn talsveröur strekkingur og slitnaöi taugin milli bátanna. Tókst þó aö koma því í lag um síöir og komu bátarnir í land á Akranesi kl. 6.00 í morgun eftir langt og strangt ferðalag. Ekki varð mönnunum meint af þessum hrakningum. -GAJ. HITTUSTTIL ÞESS AÐ FRESTA VIÐRÆÐUM. Fyrsti samningafundur BSRB-manna og fulltrúa vinnuveitenda þeirra i gær var stuttur og frekari viðræðum frestað til 9. ágúst. Á stóru myndinni eru fulltrúar fjármálaróðu- neytis glaðhlakkalegir með rikissáttasemjara: Þorsteinn Geirsson skrifstofustjóri, Þröstur Ólafsson að- stoðarmaður ráðherra, Guðlaugur Þorvaldsson og Indriði G. Þorláksson deildarstjóri launamáladeildar. Á þeirri minni er Kristján Thorlacius formaður BSRB á fundi með samninganefnd bandalagsins. HERB/DV-myndir GVA. Nýjustu veðurhorfur: Bjart og hlýtt nyrðra og eystra: Glaðnar til syðra á laugardagskvöld 86611 RITSTJORN SÍDUMÚLA 12—14 AUGLYSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR SKRIFSTOFA ÞVERHOLTI 11 27022 Frjálst, óháð dagblað FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ1982. Samkvæmt tölvureiknuðum veður- horfum sem bárust í morgun frá veðurstofum Bretlands og Banda- ríkjanna og lauslegum ályktunum Hafliöa Helga Jónssonar veöurfræö- ings mun birta á ný fyrir noröan og austan í dag og aö líkindum einnig syöra ekki síöar en undir kvöld á laugardag. Horfurnar sýna hæðir í kring um landið á sunnudag og því stillt og gott veöur, meðalhiti 10—11 stig og 15—20 stig meö sól. Horfumar fyrir verzlunarmanna- helgina hafa því batnaö mikið frá því á þriöjudag. Þá voru lauslegar veðurhorfur metnar fyrir okkur af veöurstofu Vamarliðsins viku fram í tímann og geröu ráð fyrir kalsa- veðri, skúmm og regni um land allt fram á helgina. Þótt skýrt væri tekið fram aö þetta væm lauslegar horfur tóku sumir lesendur blaðsins þær semspá. Þær horfur sem lágu fyrir í morg- un, aðeins til þriggja sólarhringa, em ekki heldur spá. Island er í lægöabelti þar sem sviptingar veröa oft skjótar og miklar. Sem dæmi um óvissuna nú er aö um 1.500 kílómetra suðvestur í hafi er lægð sem vafi er um hvort fer fýrir austan land eöa yfir landiö. I morgun var reiknaö meö henni fyrir austan, þá á laugar- dag. En sem sagt, nýjustu horfur: Suð- vestan- og vestanátt eða stillur, birt- ir og hlýnar, fyrst norðan- og austan-. lands og síðan sunnan- og vestan-. lands. HERB. Harður árekstur varö á mótum Kringlumýrarbrautar og Sætúns á sjötta tímanum í gærdag. Þaö voru bif- reiöir af gerðunum Lada Sport og Mercedes Benz sem lentu þama sam- an. Lada-jeppanum var ekið norður Kringlumýrarbraut en Benzinum aust- ur Sætún. Bílamir skemmdust báöir mikiö. Fjórir úr bílunum voru fluttir á slysadeild en reyndust ekki mikiö slas- aðir. -GAJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.