Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1982, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1982, Blaðsíða 8
8 DV. FIMMTUDAGUR 29. JUU1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd SSILVER STEREO SYSTEM 85 Hörkuglæsileg samstæða á vinalegu verði, kr. 9.995 (staðgreitt) með 2 stk. 50 vatta WHT Dantax hátölurum Greiðsluskilmálar EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI 16995 Ovístað Sovétmenn hætti hvalveiðum Embættismaður í sovézka sjávarút- vegsráðuneytinu lét eftir sér hafa í gær að of snemmt væri að segja hvort Sovétríkin mundu fara að ákvörðun alþjóða hvalveiðiráðsins og hætta hvalveiðum. 1 samtali við fréttamann Reuters í Moskvu sagði ráðuneytismaðurinn að þrjár hvalvertíðir væru eftir fram til ársins 1986, áður en hvalveiðibannið tekur gildi, og ekki tímabært að segja hver afstaða Sovétríkjanna yrði þá. Hann bætti því jafnframt við að Sovét- menn hefðu ávallt hagað veiðum sínum með tilliti til þess sem vísinda- legar athuganir teldu óhætt. Hann kvað það þó undir hverju aðild- arríki alþjóða hvalveiöiráðsins komið að meta ákvörðunina um veiðibannið út frá eigin sjónarhóli og ákveöa hvort það fylgdi því eöa ekki. Norðmenn og Japanir hafa lýst því yf ir að þeir muni ekki fara eftir þessari ákvörðun hvalveiðiráðsins. i Hausttízkan *' i sýnd í París i | Línan í haust- og vetrartízkunni, Glæsiiegur íofinn kvöldkjóll kostar ■ Isem þessa vikuna er sýnd í París, er eitthvað á milli 95 þúsund (já™ fjarri því að vera bein eða skýr. þúsund) krónur og upp í 286 þúsund J IPilsasíddin hleypur allt úr miníhæð krónur (tvö hundruð áttatíu og sex k niður á ökkla og beltunum er valinn þúsund krónur). ■ staöur allt upp undir brjóstum eða Yfirbragð haust- og vetrartízkunn-B ® allaleiðniðurámjaðmir. ar þykir íburðarkennt og sumar hug-® [ En eitt er þá rauður þráður í tízk- myndir að skrautinu sóttar til ■ " unni að þessu sinni. Allt hefur hækk- Afríku. Það er hlaðið á kjólana glitri® | aö áþreifanlega. Hærri launakostn- fjöðrum.perlumogísaumi. Iaður í Frakklandi og hið dýra fata- efni valda því að jafnvel hinn einfald- Hæst þykir bera á sýningunum þá| | asti kjóll til þess aö vera í að degi til Yves Saint Laurent og Emanue^ I kostarminnst 46.800 krónur. Ungaro. Líbanon: Grimmileg stórskota- hríð í gær Hálflamaðir af stööugum fallbyssu- drunum héldu íbúar Vestur-Beirút áfram í morgun að leita að fómar- lömbum einhverrar mestu stórskota- hríðar Israeismanna á borgina. Hlé varð á henni loks í gærkvöldi, þegar Philip Habib milligöngumaður kom þangaö frá viðræðum við Begin forsæt- isráðherra Israels. Beirút-útvarpið segir að fjöldi óbreyttra borgara hafi látið lífið í þess- ari síðustu orrahríð, sem þykir vera sú mesta síðan Israelsmenn umkringdu borgina. I gærkvöldi gekk í gildi sjö- unda vopnahléið síðan Israelsmenn réðust inn í Líbanon 6. júní. Habib er kominn til Beirút í viðleitni til þess að fá PLO til þess að yfirgefa borgina í friði en Begin forsætisráð- herra sagði eftir fund þeirra í gær að Habib mundi á næstu tveim dögum ganga úr skugga um hvort skærulið- amir ætluðu á burt eða ekki. Habib hefur í skjalatösku sinni ráða- gerð í þrem liðum, en hún felur í sér að sett verði upp í Beirút gæzlulið margra þjóða, en brottför skæruliöa verði í tveim áföngum og tengd því að Israels- menn hörfi frá útjaðri borgarinnar. WAFA, fréttastofa Palestínuaraba, segir að 28 manns hafi látið lífið í árásum Israelsmanna í gær. Segir fréttastofan að um 275 manns hafi látið lífið í árásum síðustu viku og 395 særzt. öllum ber saman um að stórskota- hríðin síðast í gærkvöldi hafi verið sú ákafasta síðan umsátrið hófst. Bámst skeytin frá Israelsmönnum of hratt til þess að tölu yrði á þau komið en eld- flaugahrinan sem PLO-skæruliðar svöruðu með þótti máttvana í saman- burði við þau. Hægrimenn í Austur- Beirút sökuðu skæruliða um að skjóta eldflaugum á hverfi kristinna manna þar og í hæðum nágrennisins, og er það annan daginn í röð sem kveður að slíku. Umsjón: Guðmundur Pétursson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.