Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1982, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1982, Blaðsíða 13
I DV. FIMMTUDAGUR 29. JULI1982. 13 sem krefst svigrúms fyrir félagið í fluginu, gagnstætt því sem Flugleiðir vilja. í raun á íslenska ríkið hagsmuna að gæta í báðum félögunum. Það álpaðist á sínum tíma út í flugrekst- ur með því að eignast 20% hlutaf jár í Flugleiðum, þannig að sé Arnarflug sambandsfyrirtæki, þá eru Flugleið- ir ríkisfyrirtæki. En með því að eiga 20% í Flugleiöum á ríkið einnig 8% í Arnarflugi. Ríkið á því hagsmuna að gæta í báðum félögunum, en þess ber þá líka að gæta, að Arnarflug þarfn- ast ekki sérstaks ríkisstyrks fyrir starfsemi sína. Hvernig samkeppni? I flestum ef ekki öllum löndum, þar sem frjáls samkeppni er í hávegum höfð, gilda lög sem tryggja að hún sé innan vissra marka. Þar er einkum lögð áhersla á að koma í veg fyrir hringamyndun og óeölileg undirboð (dumping), sem einokunarfyrirtæki beita gjarna tímabundið til þess að ryðja keppinautum úr vegi. Ekki skal ég dæma um hve ströng slík lög eru hérlendis, en svo mikið er vist að þeim hefur ekki veriö beitt í sam- göngumálum. Æ ofan í æ hafa full- trúar ákveðinna hagsmunahópa komist upp meö að beita slíkum að- feröum til þess aö ryðja keppinaut- um úr vegi í flutningum á fólki og vörum milli landa, bæði á sjó og í lofti. Mætti birta bæði ljótan og lang- an lista yfir shkar aðfarir, en stjóm- völd virðast ekkert sjá athugavert viö þær, frekar en þegar innlend iðn- fyrirtæki eru drepin með samskonar undirboöum á vörumarkaði. Um hringamyndunarvarnir er það að segja að þar fóru íslensk stjóm- völd á sínum tíma þá furðulegu leið að tryggja einokun. Hefur í þessum deilum verið vitnað til yfirlýsingar samgönguráöuneytis frá byrjun síðasta áratugar. Ot af fyrir sig er hún talandi dæmi um það, þegar stjórnvöld gleyma hvers fulltrúar þau eru, hitt er f ráleitt að nokkur slík yfirlýsing geti gilt um aldur og ævi, hvað sem aðstæðum líður hverju sinni. Undarlegt ósamræmi í fargjöldum Nú skulu mönnum ekki gerðar upp fyrirætlanir í flugmálum. Hitt blasir við að með tilkomu samkeppni í Mið- Evrópufluginu myndaðist undarlegt ósamræmi í fargjöldum til útlanda. Hér skal ekki farið út í rökstuðning með talnarunum, sem þó eru tiltæk- ar, en aðeins spurt hvort eðlilegt sé að ódýrasti ferðamátinn til Kaup- mannahafnar sé að fljúga fyrst til Amsterdam og fá þar bílaleigubíl með ótakmörkuðum akstri til að aka á til Kaupmannahafnar í stað þess að fljúga þangað beint? Einnig kemur manni spánskt fyrir sjónir að mun ódýrara skuli vera að fljúga inn í Mið-Evrópu en til Lundúna. Kannski háloftastraumar og lægðakerfi spili þar inn í?! Þá viðgengst líka, og hefur raunar lengi gert, hróplegt ósamræmi í þeim fargjöldum sem Islendingar þurfa að greiða, ef þeir vilja fara út fyrir poll- inn, og því sem útlendingar greiða er þeir sækja okkur heim. I hvert skipti sem Islendingur flýgur út er hann í raun aö borga niður fargjald fyrir út- lending hingað heim. Nú er auðvitað hægt að rökstyöja þessa skattheimtu með nokkrum hætti. Erlendir ferða- menn skapa okkur dýrmætar gjald- eyristekjur og fjöldi manns hefur störf við að sinna ferðamönnum. En skyldi vera eitthvert samhengi milli hinna lágu fargjalda útlendinga og þess, að erlend flugfélög hafa ekki áhuga á áætlunarflugi hingaö? Skyldi það geta verið að með okkar háu fargjöldum séum við í raun að tryggja einokunina í millilandaflug- inu? Muna nokkrir eftir hamagang- inum fyrir tveimur árum eða svo þegar íslensk ferðaskrifstofa fékk er- lent leiguflugfélag til þess að annast ódýra flutninga milli Islands og út- landa? Skyldi eitthvað hafa þurft að felaþá? Erfiðleikar Flugleiða Ljóst er að enn eiga Flugleiðir í umtalsverðum fjárhagsörðugleik- um, um það ber ný beiðni um ríkis- styrk vott. Hve mikið reksturinn hefur batnað skal ég ekki dæma, en það er trú mín að hann verði aldrei í iagi, fyrr en einokuninni er aflétt. Einokun er alltaf til bölvunar, þótt á henni megi græða, séu menn skatt- „Samgönguráðherra hefur boðað, að hann muni belta sér fyrir nýrri heildar- stefnu í flugmálum. Vonandi lítur hún dagsins ljós áður en hann lætur af em- bætti.” lagðir aö vild. Sá tími er bara liðinn að slikt sé unnt, hvað sem líður lykt- um þessarar nýjustu deilu. Menn fylgjast orðið með hlutum, og fari svo að utanlandsferðir verði teknar inn í vísitölu fer ekki hjá því að smá- sjánni verði í ríkari mæli beint að fargjöldunum. Flugleiðir eru þrátt fyrir óeðlilega markaðsaðstöðu mikið þjóðþrifa- fyrirtæki, og sjálfsagt er að ríkis- valdið rétti þeim hjálparhönd í erfið- leikunum. En fyrirtækið getur ekki krafist þess að mega nota ríkisstyrki til undirboða gegn félagi, sem ekki nýtur ríkisstyrkja, það er algerlega fráleitt. En kannski mætti bæta hag Flugleiöa með fleiru en styrkjum, og það þannig að saman færu hagsmun- ir fyrirtækisins og neytenda. Skyldi það ekki hafa heillavænleg áhrif á rekstur Flugleiða, ef helstu flugvöll- um landsins yrði komiö í sómasam- legt horf, þannig að þangað mætti halda flugáætlun af öryggi? Ætli ný og vönduð flugstöðvarbygging á millilandaflugvelli okkarkæmi fyrir- tækinu ekki eitthvað til góða? Og hvernig væri að viðurkenna hina miklu þýðingu, sem erlendir ferða- menn hafa fyrir okkur, með því að veita fyrirtækinu hreinlega skatta- ívilnun fyrir opnum tjöldum, í stað þess að ætla því að skattleggja ís- lenska ferðamenn eins og nú er gert? Samgönguráðherra hefur boðað að hann muni beita sér fyrir nýrri heild- arstefnu í flugmálum. Vonandi lítur hún dagsins ljós áður en hann lætur af embætti. Hann hefur sýnt það með afskiptum sínum af flugmálum að honum er vel til þess treystandi, hvað sem upphlaupum hagsmunaað- ila og frífarþega líður. Magnús Bjamfreðsson. raunveruleika sem Alþýðuflokkur- inn spáði. „Svartnættispólitík" Alþýðuf lokksins í sjávarútvegsmálum Sumir kölluðu aðvaranir Alþýðu- flokksins í sjávarútvegsmálum svartagallsraus og svartnættispóli- tík. — Þegar Kjartan Jóhannsson hamlaöi gegn innflutningi fiskiskipa 1979 og breytti reglugerð fyrir Fisk- veiðasjóð, sem bannaöi lánveitingar til skipakaupa erlendis án samþykk- is sjávarútvegsráðuneytisins, lýsti Svavar Gestsson undrun sinni á þessum vinnubrögðum. — Og fyrr- verandi formaður Alþýðubandalags- ins, Lúðvík Jósepsson, sagði af þessu sama tilefni: „En það er mjög sláandi að þaraa er á ferðinni fráleit pólitik — ekkert annað en svart- nættispólitík, smituð af þeim vitlausa áróðri sem aliur snýst um að fiskiskipaflotinn sé of stór og því megi ekki endurnýja hann”. Flestir viöurkenna nú að stefna Al- þýðuflokksins var rétt. Þannig segir formaður Félags Sambandsfrysti- húsa nýlega að ekki sé annað sjáan- legt en að leggja verði hluta fisk- veiöiflotans skipulega á næstu miss- erum og formaður efnahagsmála- nefndar ríkisstjórnarinnar segir það grundvallaratriði að fækka skut- togurum. Meira að segja Svavar Gestsson slæst í hópinn og talar um vitlausa fjárfestingu og hömlulausan skipa- innflutning sem verði að linna. — Engu er líkara en kommarnir ætli Steingrími einum að sitja uppi með svarta péturinn í þeim efnum, — eins og Ásmundur Stefánsson hefur kvartað yfir að sér hafi verið eftirlát- inn eftir nýgerða kjarasamninga. Úrræði Alþýðuflokksins Allt frá 1978 hefur Alþýðuflokkur- inn barist fyrir og bent á nauðsyn þess að hamlaö yrði gegn stækkun fiskiskipastólsins og að sýnd yrði fy llsta aögætni í nýtingu f iskistof na. M.a. má benda á eftirfarandi: 1. 1979 ákveður Kjartan Jóhannsson að stööva innflutning fiskiskipa, þar sem frekari stækkun fiskveiði- flotans væri óhagkvæm. Ákvörð- unin sætti mikilli gagnrýni. 2. Þingmenn Alþýðuflokksins fluttu á þingi 1980 og 1981 fjögur frum- vörp varðandi framkvæmd fiskveiðistefnu og stærð fiski- skipastólsins. — Má þar nefna frv. um hagkvæmni í stærð og endurnýjun skipastólsins. — Og frv. þess efnis að taka ábyrgðar- heimildir til skuttogarakaupa úr höndum sjávarútvegsráðherra, en slíkra heimilda yröi leitað hjá Alþingi. — Það frv. varð að lög- um, en með því staöfesti Alþingi, aö ríkisstjórninni væri ekki treystandi til skynsamlegrar ákvarðanatöku í fjárfestingu fiskiskipastólsins. 3. 1979 ákvaö Kjartan Jóhannsson í embætti sjávarútvegsráðherra að stöðva loðnuveiðar, þar sem aðvaranir komu frá fiskifræðing- um um að loðnustofninn þyldi ekki þaö sem ráðgert var að veiða. — Var það í fyrsta skipti sem það var gert og sætti sú ákvörðun mikilli gagnrýni. — Þegar Steingrímur settist í stól sjávarútvegsráðherra var hann fljótur til að stórauka heimildir til loðnuveiða umfram það sem Kjartan hafði ákveöiö. 4. Á Alþingi sl. haust krafðist Al- þýðuflokkurinn að loðnuveiðar — hvað kallar hann á mikla fiskverðshækkun? Hvað hefur þessi off járfesting í fiskisKÍpastólnum rýrt mikið kjör sjómanna eða kallaö á mikla gengisfellingu? — Talað hefur verið um a.m.k. 20% tekjutap sjómanna og 15% gengisfellingu, sem varla er ofreiknað. Fyrirhyggjuleysið kostar fórnir Þetta fyrirhyggjuleysi í sjávarút- vegsmálum mun hafa víðtæk áhrif, ekki aðeins í síversnandi rekstrar- grundvelli og afkomu útgerðar og fiskvinnslu, sem nú siglir hraðbyri að hliö landbúnaðarins á spena styrkja og ríkisframfærslu, heldur er afkoma og atvinnuöryggi þúsund fjölskyldna og heimila stefnt í hættu — en ekki bara sjómanna og fisk- vinnslufólks. — Samdráttur og stööv- un útgerðar mun fyrr en varir hafa keðjuverkandi áhrif á alla atvinnu- starfsemi, og þar með ógna atvinnu- öryggi og afkomu þjóðarheildarinn- ar. Handahófskennd stefna í sjávarút- • „Enda velta sumir því nú fyrir sér, hvort leitað sé lausna á vandanum eða heppilegri útgönguleið úr misheppnuðu st j órnarsamstarf i. ’ ’ yrðu stöðvaðar meðan rannsakaö væri frekar ástand loönustofns- ins. — Sjávarútvegsráðherra hafði það að engu. Hve stór verður óráðsíuvíxillinn? Erfitt er að meta hvað fyrir- hyggjuleysi i stjórnun veiða og offjárfesting í fiskiskiptastólnum á eftir að kosta — hve stór sá óráðsíu- víxill verður — eða hvaða fórnir hann mun kosta þjóðina. Hve djúpt verður seilst í vasa skattborgaranna, þegar útgerðin getur ekki staðið undir greiöslum vegna afborgana og vaxta af skip- um, sem að mestu hafa verið fengin með lánum, — skipum sem gera átti út á þegar ofnýtta fiskistofna? — Og að auki, hvað um rekstrarkostnaðinn vegsmálum og andvaraleysi ráða- manna þrátt fyrir viðvaranir og ýmsar bUkur sem á lofti voru og lok- að var augunum fyrir, verða þjóðinni því dýru verði keyptar. Þau áföll sem við þjóðarbúinu blasa, vegna aflatregðu og halla- reksturs undirstööuatvinnugreina, hefðu orðið auðveldari viðfangs — minni fórnir þurft aö færa, ef skipu- lögðum stjómunaraðgerðum hefði verið beitt í f járfestingu og stjórnun fiskveiða. Ef eitthvaö af sofanda- hætti ráöamanna hefði vikið fyrir ár- vekni — ef hagkvæmni og aðgætni í fjárfestingu hefði vikið fyrir fyrir- greiðslupólitík. Vælið í viðvörunarbjöllunum Hér hefur aðeins verið dregin upp mynd af sjávarútveginum. Hlið- stæðan samanburð mætti þó taka víðar t.d. í landbúnaði, þar sem með beinum og óbeinum hætti eru nú við- urkenndar ýmsar tillögur Alþýðu- flokksins gegnum árin — og nauðsyn stefnubreytinga í landbúnaði. Hvarvetna í þjóðfélaginu virðist sama upp á teningnum. Alltaf þarf að reka sig illilega á áður en vandinn er viðurkenndur. Engum við- vörunarbjöllum er sinnt — og ekki er tekið á vandamálunum sem að steðja, ef hægt er að smeygja sér framhjá þeim í bili — fljóta meðan ekki sekkur. — Fresta vandanum — fresta að taka ákvarðanir með þeim afleiðingum að þjóðin verður oft að færa ýmsar fórnir sem hægt hefði verið að komast h já. Skerandi hávaðinn í viðvörunar- bjöllunum nú síðustu vikumar hefUr þó haft það af að vekja ýmsa ráð- herrana í ríkisstjóminni. Þeir skrifa greinar í flokks- málgögnin og láta taka við sig viðtöl. Steingrímur lýsir vel árangrinum af níðurtalningarloforðum Fram- sóknarflokksins nú þegar kjörtíma- bil ríkisstjórnarinnar er vel hálfnað. Hann segir: ,,ef samkomulag náist ekki er ríkisstjórninni ekki sætt, þá stefnir allt efnahagslíf þjóðarinnar í voða.” Og Tómas kallar hástöfum eftir manndómi ríkisstjórnarinnar til að takast á við vandann. Ragnar viðurkennir óstjórnina og eyðsluna og segir: „Við erum óneitanlega að sökkva á kaf í ískyggilega skulda- söfnun.” Svavar viðurkennir að- gerðarleysi ríkisstjóraarinnar í efnahags- og atvinnumálum og segir „að erfitt muni reynast að viðhalda fullri atvinnu í landinu, ef ekki yrði brugðist við þeim vandamálum sem uppi væru með heildaraðgerðum í ef nahagsmálum. ’ ’ Á að taka á vandanum eða... ? Engin niðurstaöa virðist þó í sjón- máli eftir þessar hástemmdu lýsing- ar ráðherranna á vandanum. — Hvorki samkomulag um bráðan vanda sjávarútvegsins né samkomu- lag um lengri tíma markmið til að treysta efnahags- og atvinnulíf. — Enda velta sumir því nú fyrir sér hvort leitað sé lausna á vandanum eöa heppilegri útgönguleið úr mis- heppnuöu stjómarsamstarfi. Akvörðunum er slegið á frest — og alþýðubandalagsráðherrar bera því við að forsætisráðherra verði að tryggja fyrirfram að ráöstafanir sem gera þarf hafi meirihlutastuðn- ingá Alþingi. Það skyldi þó aldrei vera að Al- þýöubandalagið sé aö reyna að skapa sér útgönguleið úr misheppn- uðu stjórnarsamstarfi gegnum dyrn- ar hjá bóndanum á Bergþórshvoli, þeim hinum sama sem ásamt fleiri sjálfstæðismönnum bauð þeim inn- göngu í dúnmjúka ráðherrastólana. Sjálfstæðismenn hafa áður hjálpaö kommunum þegar þeir hafa kallaö. Minna má á að þeir gengu til liðs við kommana á ASI þingi og leiddu þá til hásætis í verkalýðshreyfingunni. — Minna má á að þeir opnuðu þeim leið til valda í ráðherrastóla. — Er það nokkur goðgá, að kommunum geti hka dottið í hug, eftir þaö sem á undan er gengið, aö sjálfstæðismenn gætu líka verið þeim liðtækir á þeim vettvangi, — að koma þeim hjá að taka „óþægilegar” en nauðsynlegar ákvarðanir í efnahagsmálum — ákvarðanir sem ekki færu saman við hentistefnu þeirra ? Veikleiki Alþýðubandalagsins í stjórnarsamstarfi hefur alltaf verið að geta ekki tekið af raunsæi og ábyrgð á efnahags- og atvinnumálum. — Alltaf þegar að því kemur er skimað eftir „billegum” útgöngu- leiðum frá ábyrgum ákvarðantökum í þeim málum. — Nú skima þeir ákaft, — og beinist athyglin þar ekki síst að Bergþórshvoli. — Beitan er lögð fyrir sjálfstæðismenn sem leiddu þá til valda, en bíta þeir á agn- ið og opna þeim „þægilega útgöngu- leið” úr misheppnuðu stjómarsam- starfi. Fari svo mun Alþýðubanda- lagið ekki hika við — aö benda á sjálfstæðismenn sem þá sem uppi sátu með svarta pétur að leik lokn- um. Eða hyers vegna krefst Alþýðu- bandalagið ekki að Alþingi verði kallað saman nú þegar til að ganga úr skugga um þennan meirihluta, semþeir krefja forsætisráðherra svo ákaft um, ef hróp þeirra um heildar- aögerðir í efnahagsmálum eru meira en orðin tóm? Þeirri óvissu væri þar með rutt úr vegi, — hvort um væri að ræða ráð- stafanir sem nytu meirihluta Alþing- is. Bóndinn á Bergþórshvoli verður ef að líkum lætur, hvort sem er eins og véfrétt, þangaö til hann verður knúinn til afstöðu í atkvæðagreiðslu á Alþingi. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður i'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.