Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1982, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1982, Blaðsíða 9
DV. FIMMTUDAGUR 29. JÚLl 1982. 9 Útlönd Óði Mike fyrir dómara Oði Mike Hoare öfflrstíT foringi inálaliðanna sem reyndu valdaránið á Seychelleseyjum, var í gær spurður hvort hann vildi eitthvað segja rétt- inum er mildað gæti dóminn yfir honum og f élögum hans. „Ég kom mönnum mínum heilum á húfi til baka og er stoltur af því,” sagði Oði Mike og lét þar við sitja. Dómarinn mun kunngera refsingu þeirra í dag en vegna aöildar S-Afríku að alþjóðasamtökum og lögum um flugrán getur ekki orðið um skilorðs- bundna dóma að ræða. 5—30 ára fang- elsiliggurvið. Fjórir af málaliðunum sem eftir urðu á Seychelleseyjum, voru fyrr í þessum mánuði dæmdir til dauða. Sá fimmti, sem gerðist vitni ákæruvalds- ins gegn hinum, fékk 20 ára fangelsi. Bankamál í deiglunni á Ítalíu Fulltrúar sex ítalskra banka sem slá saman til aðstoðar Banco Ambrosiano áttu í gær viðræður við fulltrúa Italíu- banka (seölabanka Itala) um lausa- fjárþörf Mílanóbankans. — Endur- skoðendur frá Italíubanka hafa stjórn- að Banco Ambrosiano frá því í síðasta mánuði. Forseti bankastjómar BA, Robert Calvi, fannst hengdur í London í síð- asta mánuði og var það úrskurðað sjálfsmorð af brezkum yfirvöldum. Undir hans stjóm hafði bankinn lánað 1,4 milljarða dollara til Suöur-Ameríku en lánveitingar þessar þykja vafasam- ar og eru orsök erfiðleika bankans um þessar mundir. Pynduðu fanga- verðina Fangaverðir í Kanada hafa nú tekið upp kröfur um að dauöarefsing verði innleidd aö nýju í Kanada eftir aö þrír fangaverðir voru pyndaðir og myrtir um síðustu helgi í einni blóðugustu fangauppreisn sem um getur í sögu Kanada. Yfirvöld líta þó á atburöina í Ar- chambault-fangelsinu við Montreal um helgina sem einangrað tilfelli í ann- ars mikið endurbættu fangelsis- og betrunarkerfi Kanada. Tveir fanganna, sem báðir eru ævi- fangar fyrir morð, höfðu forgöngu um tilraun fanganna til þess að brjótast út úr fangelsinu en hún fór út um þúfur og breyttist í uppreisn í fangelsinu. Þessir tveir forsprakkar stungu tvo fanga- verði með heimasmiðuðum hnífum og kyrktu þann þriðja með vír. Sextugur vörður sem var á sinni síðustu vakt áður en hann færi á eftir- laun var limaður sundur áður en starfsbræður hans réðust gegn upp- reisnarmönnum vopnaðir haglabyss- um og táragasi. Þá höfðu forsprakk- amir fyrirfarið sér á eitri. Formaður stéttarfélags fangavarða sagði að þessi morð hefðu verið framan að yfirlögðu ráði og innleiða ætti að nýju dauðarefsinguna fyrir slikt. Dauðarefsingin var a&iumin í Kan- ada fyrir sex árum. Þar eru nú í fang- elsum landsins um 24000 fangar. Mestu vandræðamennimir eru hafðir í ein- angrun, sem er nýr siður, tekinn upp eftir áratuginn ’70—’80, sem var mjög óeirðasamur í fangelsum Kanada. Fyrir morð hljóta menn í Kanada lág- mark 25 ára fangelsi og stytting af- þlánunar er ekki tekin til athugunar fyrr en eftir 15 ár í fyrsta lagi. Glæpa- sérfræðingar og lögmenn margir telja að það freisti margra fanga til örþrifa- ráða. BORÐUM ALLT SEM VIÐ VILJUM! EINS MIKIÐ OG VIÐ GETUMP og GRENNUMST f LEIÐINNIMEÐ eumn UPPFINNAIMDINN: Viöurkenndasti og einn frægasti sérfræðingur Dana í offitunarvandamálum, Anders Korsgaard læknir, sá sem þróaöi Decimin, hef- ur með vísindalegum ranns- óknum sýnt fram á aö með réttri notkun Decimin, S6 Andars Korsgaard laaknir. farið nákvæmlega eftir leiðbeiningum hans, léttist fólk með offitunarvandamál að meðal- tali um 2—4 kg hverja viku fyrstu vikurnar og getur náð varanlegum árangri í megrun. BRUCE LANSKI, BANDARÍSKUR MEGRUNARSÉRFRÆÐINGUR, SEGIR: „Það er alveg sama hvaða megrunarfor- skrift er notuð; ef þeir sem vilja grenna sig fara ekki eftir henni, léttast þeir hreinlega ekki. . .” AFAR ÁRÍÐANDI er að muna að taka vatn með pillunum til að þær nái að virka. Með hverjum 3 pillum þarf ca 25 cl (einn pela) af vatni svo þær virki rétt. Vín má ekki hafa með mat eða fyrir, því þá virkar maginn ekki rétt! ÚTSÖLUSTAÐIR Á STÓR-REYKJAVÍKURSVÆÐI: Aðalstrætisbúðin Kron, Aðalstræti Allabúð Skemmuvegi Hafnarstræti Ames Stakkahlíð Austurveri Arnarhraun Eddufelli Sunnukjör Áskjör Dunhaga Sunnubúðin Arnarkjör Krónan Valgarður Ásgeir Kópavogur Víðir, Starmýri Borgarbúðin Kjörval Víðir, Austurstræti Brekkuval Kaupf. Hf., Garðabæ Vínberið Breiðholtskjör Langholtsval Vegamót Bústaðabúðin Lundur Vogur Borgarkjör Lækjakjör Vísir Dalver Matvöruhomið Vörðufell V. Fálkagata 13 Melabúðin Þingholt Finnsbúð Nesval Þróttur Fjarðarkaup Nóatún V esturbæjarapótek Grensáskjörð Njálsbúð Háaleitisapótek Heilsuhúsiö Orkubót Borgarapótek Herjólfur Rangá Árbæjarapótek Hamrakjör Réttarholt Garðsapótek Háteigskjör Reynisbúð Holtsapótek Hjartarkjör Snæbjörg Laugavegsapótek Holts-kjör Skjólakjör Lyfjabúðin Iðunn Hringval Skerjaver Ingólfsapótek Kjörbúð Vestnrbæjar Skúlaskeið Apótek Austurbæjar Kaupgarður Straumnes Laugaraesapótek Kf. Hafnarf jarðar Sölver Kópavogsapótek Kjalfell SS, Lyfjabúð Breiðholts Kjartansbúð Bræðraborgarstíg Hafnarfjarðarapótek Kjarakaup Iðufelli Mosfellsapótek Kjöt og Fiskur Laugav. 116 Reykjavíkur apótek Kjötbúðin Kjötmiöstöðin Glæsibæ Skólavörðustíg Apótek Norðurbæjar REYNSLAN HÉRLENDIS: Samkvæmt 10 mánaða reynslu af Decimin hér á landi, er árangurinn af megrunarefninu ótvíræður. Dæmi eru til þess að fólk hefur misst 8 kg af því að taka inn eitt glas af Decimin á réttan hátt. Dæmi er um reykvíska konu sem grenntist um 6 kg fyrstu vikuna eingöngu með aðstoð Decimin og borðaði hún góðan mat í hverja máltið og nægju sína í hvert sinn. Dæmi eru til þess hérlendis að læknar hafa mælt með notkun Decimin við sjúklinga sína. BON APPETIT!!! EFTIR ÚTSÖLUSTAÐIR Á LANDSBYGGÐINNI: Akranes: Akranesapótek Akureyri: Stjörnuapótek Akureyrarapótek Bfldudalur: V. JónS. Bjarnas. Blönduós: Apótekiö Bolungarvik: Einar Guöfinnsson Borgarnes: Apótekið Búðardalur: Einar Stefánsson Dalvík: Dalvíkurapótek Egilsstaðir: Apótekið Eskifjörður: V. Elíasar Guðnas. Eyrarbakki: V. Guðlaugs Pálss. Fáskrúðsfjörður: Þórhf. Flateyri: Allabúð Garðar: Þorláksbúö Grindavík: Bragakjör V. Bára Grundarfjörður: Verzlfél. Grund. Verzl. Hvönn. Hella: Rangárapótek Hellissandur: Baðstofan Rifi Hofsós: Essó-skálinn Hólmavík: Lyfsalan Heilsugæzlan Hrísey: KEA Hrútafjörður: Staðarskáli Húsavík: Húsavíkurapótek Hvammstangi: Verzl. Sigurðar Pálmas. Hveragerði: Ölfusapótek Höfn í Hornafirði Hvolsvöllur: Kf. ísfirðinga ísafjörður: Kf. tsfirðinga Keflavík: Sólbaðsstofan Sóley Brekkubúð Mosfellssveit: Kjörval Neskaupstaður: Nesapótek Ólafsfjörður: Valberg Ólafsvík: Vík, Lyfjabúö Stykkishólms Patreksfjörður: Patreksapótek Raufarhöfn: Hafnarbúðin Reyðarfjörður: V. Gunnars Hjaltas. Sandgerði: V. Bárðarbúð Sauðárkrókur: V. Tindastóll Apótekiö Selfoss: Heilsuhornið Seyðisfjörður: Apótek Austurl. Siglufjörður: Apótekið Skagaströnd: Lyfsalan Stykkishólmur: Apótekið Stöðvarfjörður: Apótekið Súðavík: Kf. ísfirðinga Varmahlíð: Kf. Skagfirðinga Vestmannaeyjar: Apótekið Vík: Kf. Skaftfellinga Vogar: Vogabær Vopnaf jörður: Kf. Vopnaf., Kjörbúðin Þingeyri: V. Gunnars Sigurðss. Þorlákshöfn: Ölfusapótekiö Þykkvibær: V. Friðriks Friðrikss DECIMIN —UMBOÐIÐ GRENSÁSVEG111. SÍMI31710 og 31711.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.