Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1982, Blaðsíða 4
4 DV. FIMMTUDAGUR 29. JtJLl 1982. Met í bílainnf lutningi á fyrri helmingi ársins: ÓHEMIUMIKBD FRAMBOD AF GÖMUJM BIFREIDUM útborgun yfirleittmun lægrienáður hefurverið Á fyrri helmingi þessa árs voru fluttar inn 6883 bifreiðar og var það umtalsverö aukning frá því í fyrra en þá voru fluttar inn 5148 bifreiðar á sama timabili. Þar sem fleiri bifreiðar voru flutt- ar inn í fyrra en áður að einu ári und- anskildu er ljóst að bif- reiðainnflutningurinn á fyrri hluta þessa árs hefur slegið öll met. „Fólk selur of t nauð- ungarsölu" — segir Hjálmar Kristinsson, annar af eigendum bflasölunnar Skeifunnar „Fólk er greinilega meö mjög lítið af aurum. Þaö er yfirleitt lánaö lengur og stærri upphæö,” sagði Hjálmar Kristmannsson, annar eig- andi bílasölunnar Skeifunnar í samtali við fréttamann DV. Hjálmar sagði að viðskiptin færu meira fram þannig nú en áður að um skipti á bílum væri að ræða. Hann kvaðst líka telja það skynsamlegt af fólki að íhuga þann möguleika til aö ná sölu. „Annars bíður fólk oft of. lengi og selur svo að lokum nauðung- arsölu með lítilli útborgun. ” Hann sagði að útborgun væri mjög misjöfn, á bilinu 25—65 prósent. Lítið væri um það sem áöur hefði verið talin eðlileg útborgun; um 50 prósent. „Þaö er geysilegt framboö af bilum og geysileg umferð fólks aö skoöa en ekki eins mikil sala,” sagöi Hjálmar. Hann sagði að hinn venjulegi sumarkippur í sölunni hefði látið á sér standa að þessu sinni. -GAJ. Samkeppnin milli bilaumboöanna er enda mjög hörð og samkvæmt heimildum DV lána umboöin nú talsvert stærri upphæð í bílunum en áður hefur veriö venjan. Mest var flutt inn af Saab 99/900 á fyrri helmingi þessa árs eöa 391 bifreið, Volvo 244 var í 2. sæti með 357 bif- reiðar, síðan Lada með 289 bif- reiöar og Subaru með 263 bifreiðar. Á sama tíma heyrist að gamlir bílar séu ekki eins auðseljanlegir og oft áður. Gríðarlegt framboð sé af gömlum bilum en fólk virðist ekki hafa eins mikla peninga á milli hand- anna og áður. Til að kanna þessi mál haföi DV samband við nokkrar af stærstu bíla- sölunum í Reykjavík og spurði eig- endur þeirra hvemig bílasalan hefði gengið í ár, hvort hún væri að ein- hverju leyti frábrugðin bilasölu und- anfarinna ára. -GAJ. „Útborgun hefur lækkað um 10-20%” — segir Guðfinnur S. Halldórsson, eigandi Bílasölu Guðf inns „Það hefur aldrei verið eins skemmtilegt að selja bíla og núna,” sagði Guðfinnur S. Halldórsson, eig- andi Bilasölu Guðfinns, er frétta- maöur DV innti hann eftir því hvemig bílasalan gengi. Guðfinnur sagði að framboðið af bílum væri nú svo mikið, að illa viðhaldnir bílar seldust ekki eða fyrir mjög lágar upphæðir. Nú væri því komin upp sú staða að „trassinn” fengiaðrekasigá. Guðfinnursagði aömikilsala væri • á nýjum bílum jafnframt því sem mikiö væri um gamla bíla sem væru að ganga úr sér og seldust ekki. Aðspurður sagði Guðfinnur, að út- borgun væri nú nokkru lægri en áður hefði verið, hann gizkaöi á að hún væri 10—20 prósent lægri en áður. Algeng útborgun væri nú á bUinu 50—60 prósent. Á móti kæmi að mun meira væri nú um aö kaupin fælu í sér skipti á bUum. Ekki kannaöist Guðfinnur við aö salan væri minni en áður. Þvert á móti sagöi hann aö aldrei hefði eins mikið gengið á og nú. „Við höfum aldrei selt eins marga bUa og nú,” sagði hann. -GAJ. „Fjármagnskreppa í þjóðfélaginu” — segir Halldór Snorrason, eigandi Aðal-bílasölunnar „Það er engin spurning um það að salan er mikið minni en bæði í fyrra og hittifyrra. Áhuginn hjá fólki er sá sami á aö eignast bíl en þaö er erfitt aö koma kaupunum saman. Sá sem er að selja þarf að fá peninga en sá sem viU kaupa hefur enga peninga,” sagði Halldór Snorrason, eigandi Aðal-bUasölunnar. HaUdór sagði að um greinUegan peningaskort væri að ræða meöal fólks, enda fengist lítil fyrirgreiðsla í lánastofnunum. „I fyrra seldum við mikið fyrir skuldabréf. Nú virðist enginn hafa peninga tU aö kaupa þessi bréf,” sagði HaUdór. Hann sagði að fjármagnskreppa væri í þjóðfélaginu. Hún kæmi fyrst fram í fasteignaviðskiptum, síðan í bUa- viðskiptum og loks í húsgögnum og öörumvörum. HaUdór sagði að bUaviðskiptin gengju nú mikið þannig fyrir sig að fólk léti eldri bU upp í nýrri. Ef samningar tækjust ekki um slíkt þá yrði oft ekki af kaupunum þar sem fólk hefði ekki nema mjög Utla út- borgun að bjóða og veita þyrfti lán tU langstíma. Talsverð hreyfing komst á söluna í júlímánuði eftir að samningar tókust í kjaradeilu ASI og VSI að sögn HaUdórs. Nú bæri hins vegar nokkuð á því að menn vUdu ekki selja vegna þess að þeir teldu gengisfelUngu yfirvofandi. Þess vegna sagöist HaUdór hafa frétt DV um að engin gengisfelUng yrði í bráð uppi á vegg á bUasölu sinni. -GAJ. Svo mælir Svarthöfði_________Svo mælir Svarthöfði____________Svomælir SvarthöfðT Bjargvætturínn í kaupfélaginu Enn eru tU þeir menn, sem ekki fást tU að taka þátt i þeim hruna- dansi stjórnleysis sem ræður ríkjum í sjávarútvegsráðuneytinu. Og það meira að segja menn úr kjördæmi sjálfs sjávarútvegsráðherra, sem frægur er fyrir að f jölga veiðiskipum jafnt og þétt eftir því sem dregur úr afla. Er það raunar sama stefnan og ráðherrann heldur uppi í flugmálum, að fjölga flugfélögum og flugvélum eftir því sem farþegum fækkar. Norður á Hólmavík gekk lífið sinn vanagang og án stórtíðinda þar tU þingmaðurinn Steingrímur Her- mannsson uppgötvaði að þaðan er ekki gerður út neinn skuttogari. Vegna eindreginna tUmæla Stein- gríms þingmanns samþykkti Stein- grímur ráðherra að troða skuttogara upp á íbúa Hólmavíkur. Togarinn skyidi vera „lyftistöng fyrir atvinnu- líf byggöarlagsins” eins og það heitir á máli fyrirgreiðslupólitíkusa. Undir þessu slagorði er aUs kyns prumpat- vinnurekstri troðið uppá saklausa út- kjáikamenn, jafnt skuttogurum sem saumastofum. Leyfi fyrir Hólmavíkurtogaranum var samþykkt í fyrra. Jón Sveinsson í Stálvík tók að sér smiðina og gekk tU verks af kunnum dugnaöi. Norður á Hólmavík uggðu menn ekki að sér. Voru vanir því að þingmenn lofuðu hinu og þessu upp í ermina og treystu á það lengi vel aö ekkert yrði úr smíðinni. En er snjóa leysti í vor fór að berast póstur norður og gaf þar á að líta: Háa hlaða af ails kyns skuldabréfum og plöggum tU undir- skriftar vegna nýs skuttogara í plássið. Sló nú miklu felmtri á þorps- búa er þeir gerðu sér ljóst hvert stefndi. Færustu reUmimeistarar staðarins standa nefnUega enn í þeirri trú, að tveir plús tveir séu fjór- ir og hvernig sem þeir reiknuðu sáu þeir ekki nokkra leið tU að forða byggðarlaginu frá gjaldþroti ef tU út- gerðar á skuttogara kæmi. Fyrirmenn staðarins ákváðu að hindra komu þessa vágests i þorpið með öUum tUtækum ráðum. Frá Jóni í Stálvík var hins vegar enga hjáip að fá, enda hans atvinna að smíða skip en ekki koma í veg fyrir land- auðn á Hólmavík. Þá var ekki um annað að ræða en freista þess að selja togarann og það strax, Frést hafði að Útgerðarfélag Akureyringa þyrfti að kaupa nýjan togara i stað gamals sem ekki voru tök á að gera út öUu lengur. Sendinefnd frá Hólma- vík hélt þegar í stað tU Akureyrar og bauð Útgerðarfélaginu að kaupa Stálvíkurskipið. öruggt væri að góð lán fylgdu. En þeir hjá Útgerðarfé- laginu vUdu ekki ljá máls á slíkum viðskiptum. Töldu það af og frá að stofna afkomu fyrirtækisins i voða með þvi að taka við þessum togara. Þá væri hreinlegra að leggja félagið bara niður strax beldur en sökkva þvi i þær botniausu skuldir sem út- gerð nýs skuttogara hefði í för með sér. Þeir á Hólmavík gáfust þó ekki upp, enda framtíð byggðarlagsins í veði. Fóru þeir vitt og breitt um land- ið og falbuðu togarann. En menn sneru bara upp á sig og báðu gestina að nefna ekki slikan óþverra í sinum húsum. Fræðaþulir á Hólmavík fóru að draga saman efni í sögu staðarins svo að sjá mætti á prenti að þarna hefði eitt sinn verið blómleg byggð. Segir fátt gott af fyrirhuguðum Steingrimskafla í þeim drögum sem byrjaðvará. En fyrir algjöra tilviljun skipast veður i lofti. Valur Amþórsson, kaupfélagsstjóri KEA og stjómar- formaður SÍS, lætur fréttast, að KEA vanti skyndilega stóran skuttogara. 1 Fróðir menn hafi komist að raun um, að núverandi togari KEA, Snæfell, sé of lítið skip og orðið gamalt að auki. Hér sýnist þvi vera möguleiki á að sameina KEA fyrir nýtt skip þeirri brýnu þörf Hólmvíkinga að selja nýtt skip. En auðvitað getur tekið ein- hvem tima að koma svona samning- um á. Það hljóta allir að skilja. En nú er mönnum á Hólmavik rórra i skapi og eins og einn heimamanna komst að orði: Mikið verður Stein- grímur glaður — þegar hann fréttir þetta. En vitaskuld er ekki um nein tengls miili Framsóknar og SÍS að ræða i þessu máli frekar en öðram. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.