Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1982, Blaðsíða 12
12 DV. FIMMTUDAGUR 29. JtlU 1982. Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjórl: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvœmdastjórl og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Rltstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórí: HAUKUR HELGASON. Fróttastjórí: JONAS HARALDSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjóm: SÍOUMÚLA 12-14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. SÍMI27022. Afgraiðsia, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLT111. SÍMI27022. Simi ritstjómar 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12.Prontun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNN119. Áskriftarvorð á mánuði 120 kr. Verð í lausasölu 9 kr. Helgarblað 11 kr. _ Davíðskan Meö borgarstjórann í broddi fylkingar var nýr meiri- hluti í Reykjavík ekki nema fjórar vikur að brjóta niður mikilvægustu þætti stefnubreytingarinnar, sem tekið hafði fráfarandi meirihluta fjögur ár að byggja upp. Verk síðustu fjögurra ára munu fljótt gleymast með Ikarus-strætisvögnum og Rauðavatns-íbúðabyggð. Senn verður fjögurra ára valdaskeið vinstri manna í Reykja- vík svo gersamlega þurrkað út, að eftir stendur gat í borgarsögunni. Ekki fer framhjá neinum, sem fylgist með, að ný vinnubrögð hafa tekið við hjá borgaryfirvöldum. Nýr stíll leiftursóknar hefur tekið við af hægfara skotgrafahernaði nefnda og starfshópa, — bæöi til góðs og ills fyrir borgar- búa. I fjögur ár var borginni stjórnað í stíl Alþýðubandalags- ins, sem einnig mætti kalla Hjörleifskan stíl, af því að hann sést í ýktri mynd hjá núverandi orkuráðherra. I hlutlausum orðum sagt er þetta eins konar ráðuneytis- stíll. Stíllinn einkennist af fjölda nefnda og starfshópa, sem framleiða mikið pappírsflóð. Ákvarðanir eru teknar mjög hægt og í fljótu bragði séð á grundvelli vandaðra upp- lýsinga, hverrar sérfræðiskoðunarinnar ofan á annarri. Þessi hæga meðferð kom þó ekki í veg fyrir, að keýptir voru ófullnægjandi strætisvagnar og að tekin var röng ákvörðun um þróun byggðar austur til heiða í stað norð- urs með ströndum, sem áður hafði verið á dagskrá. Hinn nýi Davíðski stíll er hins vegar eins konar fyrir- tækjastíll. Skorin er niður aöild og umfjöllun nefnda og starfshópa, pappírsframleiðsla er takmörkuð og ákvarðanir teknar nánast á hlaupum milli hæða eða bara í síma. Stefnubreytingin frá Rauðavatni til Korpúlfsstaða var tekin án samráðs við Borgarskipulagið, þar sem búast mátti við fyrirstöðu embættismanna frá vinstra valda- skeiðinu. Davíð tilkynnti bara nýjankúrs. Búið mál. Davíðskan hefur það fram yfir Hjörleifskuna, fyrir- tækjastíllinn fram yfir ráðuneytisstílinn, að áratuga reynsla hér og erlendis sýnir, að fyrirtæki í samkeppni er ekki hægt að reka á annan hátt, ef þau eiga að vera arð- bær. I efnahagslífinu verður oft að taka skjótar ákvarðanir til að fljóta ofan á í lífsins ólgusjó. Opinberar stofnanir eru hins vegar yfirleitt ekki reknar á neinum arðsemis- kröfum. Þar gefa menn sér langan tíma, stundum enda- lausan. Kennslubækur í stjómun segja, að ákvarðanir sé ekki hægt að taka með pappír og nefndum. Einhver einn, sem til þess er ráðinn eða kjörinn, verði að taka af skarið og bera ábyrgð, þótt hann geti þegið ráð nefnda og starfs- hópa. I stórum dráttum er hinn hraði og harði fyrirtækjastíll betri en hinn hægi og daufi ráðuneytisstíll, jafnvel í opin- berum rekstri. Að vísu getur hann gengið út í öfgar, — hjá Reykjavíkurborg eins og annars staðar. Þegar ákveöið er að gera deiliskipulag að nýju íbúða- hverfi, er rétt að gefa sér tíma til að efna til víðtækrar verðlaunasamkeppni til að geta valið úr nokkrum fjölda hugmynda, en vera ekki alveg háður tveggja mánaða vinnu tveggja arkitekta. Misheppnað hverfi verður seint strokað út með loft- pressum. Davíð borgarstjóri hefur tekið mikla og óþarfa áhættu, því að sérfræðileg umfjöllun og ekki sízt sam- keppni hugmynda hljóta að leika lykilhlutverk í hraða stílnum, ef hann á að takast. Jónas Kristjánsson ÓKYRRÐÍ LOFTINU Enn einn ganginn er upp komin deila vegna millilandaflugs okkar. Ástæöuna þekkja allir — samgöngu- ráöherra hefur svipt Flugleiðir áætlunarleyfi til Amsterdam í Hol- landi, en á þeirri flugleiö hefur und- anfarið veriö hörö samkeppni Flug- leiöa og Arnarflugs. Það hefur veriö býsna fróðlegt aö fylgjast meö þeirri taugaveiklun, sem þessi ákvörðun hefur valdiö. 1 orði kveönu þykjast ýmsir æfir yfir því aö meö þessu sé samkeppni skert, en inn í milli skín ávallt í gömlu einokunarhugsjónina. Menn vilja aö eitt félag hafi einka- rétt á milliiandaflugi okkar og þar meö í raun til þess að skammta þeim íslendingum fargjald, sem vilja skreppa út fyrir pollinn. Nú er mér þaö ekkert launungar- mál aö ég heföi heldur viljað sjá aöra ákvörðun samgönguráöherra. Eg heföi viljaö aukiö frelsi í raun meö því aö ööru flugfélagi heföi veriö gefiö leyfi til þess að stunda áætlunar- flug til og frá landinu þangaö sem þaö vildi. Ég heföi viljað sjá sam- keppni á flugleiöum milli Islands, Bretlands og Noröurlanda, til dæmis, í stað þess aö hefta frelsi til Mið- Evrópu. En líklega hefði oröiö alvar- legur jarðskjálfti hérlendis, ef slík ákvöröun heföi litið dagsins ljós að sinni. Upphlaup íhaldspressu Þótt undarlegt megi virðast hafa postular frjálsrar samkeppni, sem um þessi mál hafa ritaö síöustu dag- ana, lítið gert af því aö halda þessu sjónarmiöi fram. Þaöan af síöur hafa þeir fariö fram á aö könnuö séu ofan í kjölinn þau fargjöld, sem Is- lendingar þurfa aö greiða milli landa, og væri þó ærin ástæöa til. I stað þess að leggja áherslu á fr jálsa samkeppni í sinni bestu mynd hafa fáránlegustu æsiskrif þakið síö- ur blaöanna, bæöi frá forráöamönn- um þeirra og ýmsum, sem telja sig þurfa aö hlaupa undir bagga meö Flugleiöamönnum. Líklega eru allra fáránlegustu viðbrögðin þó þau, sem komu strax fyrsta daginn frá einum af fyrirsvarsmönnum Flugleiöa, aö ráöherra sé aö ganga sérstakra er- inda SIS meö þessari ákvöröun. Hefur verið reynt að láta líta svo út að Amarflug sé nokkurs konar flug- deild í Sambandinu, sett á stofn til höfuðs Flugleiöum. Þessu er blákalt haldið fram, enda þótt Flugleiðir eigi 40% hlutafjár í Amarflugi, en þau tvö fyrirtæki sem sambandiö á meirihluta í eigi til samans 16%! Starfsmenn félagsins eiga um 25% hlutafjár, samkvæmt sérstakri ákvöröun Alþingis. Afgangurinn, tæp tuttugu prósent, er svo í eigu ýmissa aðila, meöal annars frammámanna í Flugleiöum. Hins vegar hefur mynd- ast meirihluti innan hlutafélagsins, ER LEITAÐ ÚTGÖNGULEIDA EÐA LAUSNA A VANDANUM? Oft er talaö um ábyrgöarleysi stjórnmálamanna og flokka — þeir hafi ekki kjark til aö takast á við vandann — skjóti sér undan honum svíki gefin loforð og einatt sagt: „Þaö er enginn munur á þeim, sami rassinn undir þeim öllum saman.” En hver er mælikvarðinn sem not- aður er? — Er mælistikan á ábyrgð stjórnmálaflokka, t.d. hvort flokkur sitji í ríkisstjórn út ákveðið k jörtíma- bil — burtséö frá hvort flokkurinn svíkur stefnumál sín, og þá jafn- framt kjósendur sína — burtséö frá því hvort samstaða sé um markviss- ar aðgerðir sem treysti lífskjör og búsetu í landinu eöa samstaöan byggist bara á aö plástra aöeins upp hripleka þjóðarskútuna annað slag- iö, þegar allt er komiö í óefni? Að hafna óstjórn Arangur þessarar plástraaöferöar í efnahags- og atvinnulífinu og fyrir- hyggjuleysis sem viðgengist hefur árum saman hefur kannski aldrei veriö auösærri en nú- og ekki í lengri tíma ógnað eins atvinnuöryggi og lífskjörum í landinu. Kjallarinn Jóhanna Sigurðardóttir Alþýöuflokkurinn hafnaöi þessari aðferð 1979. — Hann hafnaði aö ganga gegn eigin stefnu og sannfær- ingu. — Hann hafnaöi aö láta teyma sig til þátttöku í aö leið aþjóðina vís- vitandi inn í versnandi lífskjör. — Hann hafnaði fyrirhyggjuleysi í upp- byggingu atvinnuveganna, óstjórn í fjárfestingar- og peningamálum, sem m.a. kemur f ram í því botnla usa skuldafeni sem búiö er aö veðsetja þjóðina í meö erlendum lántökum. Skyldi þaö vera metið sem ábyrgðarleysi á mælikvaröanum? — A.m.k. kostaði þaö Alþýðuflokkinn fjóra þingmenn í kosningunum 1979 aö hafna þeim leiðum sem eiga þátt í þeim gífurlega vanda sem nú blasir hvarvetna viö í þjóðfélaginu og ógn- ar lífskjörum og atvinnuöryggi í landinu. Þetta er rifjaö upp hér, því aö margítrekað benti Alþýðuflokkurinn á og varaöi viö hvað gerast myndi, ef ekki yröi gengiö nýja braut í upp- byggingu atvinnuveganna og stjórn efnahagsmála. — Á tillögur hans var ekki hlustaö. — Afleiðingamar eru aökomaí ljós. Nú þarf ekki lengur aðvaranir. — Við blasa staðreyndir. — Smátt og smátt er margt af því að verða að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.