Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1982, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1982, Blaðsíða 32
32 DV. FIMMTUDAGUR 29. JUU1982. Jóhannes Björgvinsson lézt 19. júlí. Hann fæddist í Reykjavík 29. nóvemb- er 1918, sonur hjónanna Ragnheiöar Ásgeirsdóttur og Björgvins R. Jóhannessonar. Hann ólst upp hjá móöur sinni og fósturföður, Guðmundi Jóhannssyni. Jóhannes hóf nám hjá Halldóri Bjömssyni múrarameistara og starfaði við þá iðn þar til hann réðst til starfa við embætti lögreglustjórans í Reykjavík 1. apríl 1943. Árið 1971 tók hann við starfi varðstjóra lögreglu- stöðvarinnar í Árbæ. Eftirhfandi kona hans er Snæbjörg Inga Jónsdóttir og eignuöust þau eina dóttur. Utför hans verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 5. Jarðsett verður í Gufuneskirkju- garði. Þorsteinn Einarsson lézt 21. júlí, 75 ára aö aldri. Hann vann viö Reykjavíkur- höfn í 23 ár, þar til hann réðst sem verkstjóri á Laugardalsvöllinn. Þor- steinn var um langt árabil (á þriðja og fjórða áratugnum) einn litrikasti og hæfasti knattspymumaður landsms. Hann lék í öllum aldursflokkum KR EftirUfandi kona hans er Ása Eiriks- dóttir, eignuðust þau 3 böm. Utför Þorsteins var gerð frá Dómkirkjunni í morgun kl. 10.30. Halldóra María Þorvaldsdóttir lézt 23. júU. Hún var fædd að Vatnsenda í Héð- insfirði 20. október 1925, dóttir hjón- anna Ölinu Einarsdóttur og Þorvaldar Sigurðssonar. HaUdóra giftist Pétri Þorsteinssyni og eignuðust þau tvö böm. Þau sUtu samvistum árið 1966. Seinni maður hennar var Jónas Tryggvason. Hann var ekkjumaður sem átti þrjú böm á unglingsaldri og gekk HaUdóra þeim í móðurstað. Utför hennar verður gerð frá Siglufjarðar- kirkju í dag. Jón Þröstur Hlíðberg lézt 20. júU. Hann var fæddur 15. ágúst 1957; sonur hjón- anna Unnar Magnúsdóttur og Hauks HUöbergs. Jón Þröstur lauk grunn- skólanámi og fór aö því loknu í Iðnskól- ann, málmiönaðardeild. Því næst lá leið hans í vélvirkjanám hjá Vegagerð ríkisins. Jafnframt því námi stundaöi Jón Þröstur flugnám. Hann lærði flug hjá Flugskólanum Flugtak og starfaði sem flugstjóri og kennari hjá Flug- skóla Helga Jónssonar. Hann lætur eftir sig eiginkonu og son. Jón Þröstur veröur jarðsunginn i dag. Kristrún Þórðardóttlr frá Hvassa- hrauni á Vatnsleysuströnd lézt 24. júU. Hún var fædd í Vogsósum í Selvogi 9. júU 1894: Kristrún lauk námi í fata- saumi og hannyrðum í Reykjavík. Hún var gift Sigurði Sæmundssyni og eign- uðust þau 6 böm, þrjú þeirra eru á lífi. Kristrún verður jarösungin frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag kl. 15.30. Jón Emil Ólafsson hæstaréttarlög- maöur, Suðurgötu 26, verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 30. júUkl. 10.30 f.h. Aðalheiður Ingimundardóttir, Oöinsgötu 8a, andaðist aöfaranótt 25. þ.m. Steinn Erlendsson fyrrv. netagerðar- maöur, Lokastíg 20a, verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju föstudaginn 30. júlíkl. 15. Hólmfríður Brynjólfsdóttir, Vestur- bergi 2, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju föstudaginn 30. júlí kl. 10.30. Kirkjustarf Biskup vísiterar Árnesprófastsdæmi Kirkjur eru 26 talsins í prófastsdæminu og mun biskup heimsækja þær allar. Mun hann predika, viö guðsþjónustur þar en viðkom- andi sóknarprestur þjónar fyrir altari. Prófastur Ámesinga, sr. Sveinbjöm Sveins- bjömsson í Hruna verður í för með biskupi. Á hverjum kirkjustað mun biskup eiga fund með sóknamefnd og starfsliði safnaðar og fylgjast þannig með kirkjulegu starfi, um- hirðu og ástandi kirkjuhúss og kirkjueigna. Biskup Islands visiterar prófastsdæmin 15 eftir röð og er nú komið að Ámesprófasts- dæmi, þar visiteraöi Sigurbjörn biskup síðast fyrir um 20 árum. Átta prestaköll eru í Arnesprófastsdæmi og eru þau öll skipuð. Dagskrá biskupsvísitasi- unnar 1982 í Ámesprófastsdæmi er sem hér segir: EyrarbakkaprestakaU, sr. Olfar Guömunds- son. 29. júU kl. 14.00 Eyrarbakki. 29. júU kl. 20.30 Stokkseyri. 30. júlí kl. 14.00 Gaulverja- bær. 30. júlí kl. 20.30 VUlingaholt. HveragerðisprestakaU, sr. Tómas Guð- mundsson. 31. júU kl. 14.00 HjaUi. 31. júlí kl. 20.30 Strönd i Selvogi. 1. ágúst kl. 14.00 Kot- strönd. 1. ágúst kl. 20.30 Hveragerði. HrunaprestakaU, sr. Sveinbjöm Sveinbjöms- son. 3. ágúst kl. 14.00 Hruni. 3. ágúst kl. 20.30 Hrepphólar. 4. ágúst kl. 14.00 TungufeU. ÞingvailaprestakaU, sr. Heimir Steinsson. 4. ágúst kl. 20.30 ÞingveUir. MosfeUsprestakaU, sr. Rúnar Þór EgUsson. 9. ágúst kl. 14.00 Stóra-Borg. 9. ágúst kl. 20.30 BúrfeU. 10. ágúst kl. 14.00 Ulfljótsvatn. 12. ágúst kl. 14.00 MosfeU. 12. ágúst kl. 20.30 Miðdalur. SelfossprestakaU, sr. Sigurður Siguröarson. 10. ágúst kl. 20.30 Hraungerði. 11. ágúst kl. 14.00 Laugardælir. 11. ágúst kl. 20.30 Selfoss. Minningarspjöld Minningarkort Samtaka sykursjúkra, Reykjavík f ást á eftirtöldum stöðum: Reykjavík: Bókabúð Braga, Lækjargötu, Háaleitisapó- teki Austurveri, Lyfjabúð Breiðholts, Arnar- bakka. Kópavogi: Bókabúðin Veda, Hamraborg. Garðabæ: Bókabúðin Grima, Garðaflöt. Hafnarfjörður: Bókabúð OUvers Steins, Strandgötu. Mosfellshreppur: Bókaverzlunin Snerra, Varmá. Minningarkort Styrktarfélags vangef inna fást á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu félags- ins, Háteigsvegi 6. Bókabúð Braga Brynjólfs- sonar, Lækjargötu 2, Bókaverzlun Snæbjam- ar, Hafnarstræti 4 og 9, Bókaverzlun Olivers Steins, Strandgötu 31 Hafnarfirði. Vakin er athygh á þeirri þjónustu félagsins aö tekið er á móti minningargjöfum í síma skrifstofunnar, 15941, og minningarkortin síðan innheimt hjá sendanda með gíróseðU. Minningarkort Kvenfélags Bústaðasóknar fást hjá SteUu Guðnadóttur, Ásgaröi 73, Verzl. Áskjöri, Ásgarði 22, Garðs Apóteki, Bókabúð Grimsbæjar, Oddrúnu Pálsdóttur, Sogavegi 78 og í Bústaðakirkju hjá kirkjuverði. Minningarspjöld Minningarkort Þroskahjálpar fást á skrif- stofu samtakanna Nóatúni 17, sími 29901. Minningarkort Barnaspítalasjóðs Hringsins fást á eftirtöidum stöðum: Bókaverzl. Snæbjamar, Hafnarstræti 9, Bókabúð Glæsibæjar, Bókabúö OUvers Steins, Hafnarfirði, Bókabúðin Bók, Miklubraut 68, Bókaútgáfan Iðunn, Bræðraborgarstíg 16, Verzl. Geysir Aðalstr., Verzl. Jóh. Norð- fjörð h/f, Hverfisgötu, Verzl. O. EUingsen, Grandagarði, HeUdv. Júl. Sveinbj. Snorra- braut 61, Lyfjabúð Breiðholts, Háaleitis- apótek, Garðsapótek, Vesturbæjarapótek, Apótek Kópavogs, MosfeUs Apótek, Landspítalanum, hjá forstöðukonu, Geðdeifd Barnaspítala Hringsins, v/Dalbraut, Olöf Pétursdóttir, Keflavik. Minningarkort Hjartaverndar fást á eftirtöldum stöðum: Reykjavik: Skrifstofa Hjartaverndar, Lágmúla 9, sími 83755. Reykjavíkur Apótek, Austurstræti 16. Skrifstofa DAS, Hrafnistu. DvalarheimUi aldraðra við LönguhUð. Garðsapótek, Sogavegi 108. Bókabúðin Embla, VölvufeUi 16. Árbæjarapótek, Hraunbæ 102 a. Bókabúð Glæsibæjar, Álfheimum 74. Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20—22. AKUREYRI: Bókabúðin Huld, Hafnarstræti 97. Bókaval, Kaupvangsstræti 4. VESTMANNAEYJAR: Hjá Arnari Ingólfssyni, Hamratúni 16. KÖPAVOGUR: Kópavogs Apótek, Hamraborg 11. AKRANES: Hjá Sveini Guðmundssyni, Jaðarsbraut 3. KEFLAVtK: Rammar og gler, SólvaUagötu 11. Samvinnubankinn, Hafnargötu 62. HAFNARFJÖRÐUR: Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31. Sparisjóður Hafnarfjarðar, Strandgötu 8—10. ÍSAFJÖRÐUR: Hjá JúUusi Helgasyni rafvirkjameistara. Köttur týndur Kúkla er týnd. Hún er svört og hvít, og mjög gæf kisa. Búin að eiga heima hjá okkur í 3 ár. Á mánudaginn síöasta fór hún út á hádegi og hefur ekkert sézt siðan. Hún á heima að Miklubraut 44 og siminn þar er 21793. Hún hafði rauða ól, en stafirnir á merkispjaldinu vom máðir af. Vilja nú ekki þeir sem hafa séð hana síðan á mánudag hringja til okkar og láta vita. Helzt er aö vænta að hún sé í Hlíðar- hverfi. Húsmæðrafélag Reykjavíkur Skemmtiferðin verður laugardaginn 7. ágúst. Upplýsingar í símum 81759, Ragna 22522, Sigríður, 84280, Steinunn. Látið vita tímanlega. Dansleikur á Kirkjuhvoli, Kirkjubæjarklaustri um verzlunarmannahelgina Hljómsveit Stefáns P. mun sjá um fjörið alla helgina. Á föstudagskvöldið verður unglinga- dansleikur, en á laugardags- og sunnudags- kvöldið verður almenningsdansleikur. Nóg af tjaldstæðum. Fjölskyldusamvera og æskulýðsmót aö Vestmannsvatni um verzlunarmannahelg- ina. Sunnudaginn 1. ágúst kl. 13—17 verður „opið hús" í Sumarbúðum kirkjunnar við Vest- mannsvatn í Aðaldal. Þá gefst öllum kostur á að líta við í sumarbúðunum, skoða staðinn, fara í gönguferöir í fallegu umhverfi, róa á vatninu o.s.frv. Kaffiveitingar verða milli kl. 15 og 16. Kl. 17 verður fjölskyldusamvera fyrir alla sem á staðnum verða og verður sú samvera hápunkturinn á æskulýðsmóti sem verður við Vestmannsvatn 30. júli til 1. ágúst. Yfirskrift þess æskulýðsmóts er „Friður Guðs”. Fyrirlestur á vegum Geðhjálpar ON OUR OWN heitir fyrirlestur sem haldinn verður á Geð- deild Landspitalans fimmtudaginn 5. ágúst 1982 kl. 20 í kennslustofu á III. hæö. Fyrirles- arinn er amerisk kona, Judi ChamberUn, sem er fyrrverandi geðsjúklingur og einn helzti leiðtogi í réttindabaráttu geðsjúkra i Norður- Ameriku. Hún mun m.a. tala um valkosta- þjónustu í geðheilbrigðismálum. Fyrirlesturinn er fluttur á vegum Geðhjálp- ar sem er félag geðsjúkra, aðstandenda þeirra og velunnara. Judi Chamberlin er höfundur bókarinnar „On our own” en hún hefur auk þess flutt fjölda erinda í útvarpi og sjónvarpi vestan- hafs. Erindið verður þýtt jafnóðum á íslenzku. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Ferðalög Ferðafólag íslands Ferðir um verzl- unarmannahelgina 30. júlí — 2.ágúst. 1. kl. 18.00: Strandir — Ingólfsfjörður. Gist (2 nætur) í svefnpokaplássi aö Laugarhóli í Bjamariirði. Farið yfir Tröllatunguheiði í Dali. Gist 1 nótt að Laugum. 2. kl. 20.00: Snæfellsnes — Breiðafjarðar- eyjar. Gist í svefnpokaplássi í Stykkishólmi. 2. kl. 13.00: Þórsmörk. Gist í húsi og tjöldum. Farþegar eru beðnir að tryggja sér farmiða í tíma, þar sem þegar er mikið selt í allar ferðirnar. Allar upplýsingar á skrifstofunni, Öldugötu 3. 3. kl. 20.00: Skaftafell — Jökullón. Gist í tjöldum. 4. kl. 20.00: SkaftafeU — Birnudalstindur. Gist ítjöldum. 5. kl. 20.00: Nýidalur — Vonarskarð — Há- göngur. Gistíhúsi. 6. kl. 20.00: Núpsstaðaskógur. Gist í tjöldum. 7. kl. 20.00: Alftavatn — Hvanngil — Háskerð- ingur. Gist í húsi. 8. kl. 20.00: Þórsmörk — Fimmvörðuháls — Skógar. Gist í húsi. 9. kl. 20.00: Landmannalaugar — Eldgjá — Hrafntinnusker. Gist í húsi. 10. kl. 20.00 HveraveUir — KerlingarfjöU. Gist íhúsi. Frá Ferðafélagi íslands Dagsferðir um verzlunarmannahelgina: 1.1. ágúst kl. 11.00: GamUÞingvaUavegurinn 2.2. ágústkl. 13.00: HengladaUr. Verð kr. 100,00. Fritt fyrir böm í fylgd fuUorö- inna. Farið frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin. Farmiðar v/bU. Miövikudaginn 4. ágúst: 1. kl. 08.00 Þórsmörk. Dagsferð og lengri dvöl. 2. kl. 20.00 Slúnkaríki (kvöldferð). Farmiðar v/bU. Útivistarferðir Sumarleyfisferðir: 1. Borgarfjörður eystri-Loðmundarfjörður. Gist í húsum 4.—12. ágúst. 2. Hálendishringur. 5.—15. ágúst. Skemmti- legasta öræfaferöm. 3. Eldgjá-HvanngU. 5 daga bakpokaferö um nýjarslóðir. 11.—15. ágúst. 4. Gljúfurleit-Þjórsár-ver- AmarfeU hið mikla. 6 dagar. 17,—22. ág. 5. Laugar-Þórsmörk. 5 dagar. 18.—22. ágúst. 6. Sunnan Langjökuls. 5 dagar. 21.—25. ágúst. Uppl. og farseðlar á skrifst. Lækjarg. 6a, s. 14606. Sjáumst. Ferðafélagið Utivist. Útivist Verzlunarmannahelgin: 1. Homstrandir — Horavík 5 dagar. Fararstj. OU G.H. Þórðarson og Lovísa Christiansen. 2. Gæsavötn — Vatnajökuli 4 dagar. 12—16 tfma snjóbílaferð um jökulinn. Fararstj. Ingibjörg Ásgeirsdóttir. 3. Lakagígar 4 dagar. Mesta gigaröð jarðar. Fararstj. Anton Bjömsson. 4. Eyflrðingavegur — HlöðuveUir — Brúarár- skörð 4 dagar. Stutt bakpokaferö. Fararstj. EgUl Einarsson. 5. Þórsmörk 2—3—4 dagar eftir vaU. Fjöl- breytt dagskrá með Samhygð. Gönguferðir, leUtir, kvöldvökur. Gisting í Utivistarskálan- um meðan húsrúm endist, annars tjöld. Fararstj. Jón I. Bjamason o.fl. 6. Dalir — Snæfellsnes — Breiðafjarðareyjar 3 dagar. 7. Fimmvörðuháls 3 dagar. Fararstj. Styrkár Sveinbjamason. Dagsferðir: Sunnud. 1. ág. kl. 13 Almannadalur—Reynis- vatn. Mánud. 2. ág. kl. 13 Keilir. Ferðalög og námskeið á vegum Norræna félagsins I ár er norrænt ferðamálaár eins og kunnugt er. Ovenju annasamt hefur verið hjá Norræna félaginu. Fjöldi félaga sem ferðazt hefur á vegum fé- lagsins hefur ekki verið jafnmikUl um langan aldur. Hinar vikulegu ferðir til Kaupmannahafnar og hálfsmánaðarferöir til Osló og Stokkhólms hafa alla jafnan verið farnar með tvöfalt fleiri farþega frá félaginu en gert var ráð fyrir í upphafi. Þá hafa og leiguflugsferðir sem fé- lagið hef ur átt hlutdeUd að verið f uUsetnar. Mikið hefur einnig verið um gestakomur. Fé- lagið annaðist móttöku kórs frá Alta í Norður- Noregi, sem dvaldi hér vikuna 16.—23. júní sl. og ferðaðist um Suöur- og Vesturland og söng á ýmsum stöðum m.a.í Skálholti, Borgaraesi, í Garðinum og Norræna húsinu. Þá voru hér danskir kennarar í heimsókn dagana 18. júní—3. júlí og ferðuðust um land- ið, heimsóttu skóla og aðrar stofnanir. Kennarasamtökin og Norræna félagið undir- bjuggu og sáu um þessa ferð. Þann 30. júní komu 107 Finnar með leiguflugi til Reykjavíkur. Þeir dreifðust síðan um allar jarðir til vinabæja sinna og bjuggu þar flestir á einkaheimilum i vikutima. Svipaður fjöldi' Islendinga hélt meö sömu flugvél til Finn- lands og áttu þar sjö sæludaga á sama hátt í vinabæjum sínum. Þótti þessi tilraun gefast mjög vel og er þegar farið að ráðgera að endurtaka ævintýrið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.