Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1982, Blaðsíða 10
10
DV. FIMMTUDAGUR 29. JULI1982.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Er hlutleysi ber á góma er oft
minnst á Sviss sem gott dæmi um
land, sem tekizt hefur aö gæta hlut-
leysis síns. Á stríöstímum reynir
vitaskuld mest á hlutleysi. Sviss er
nágranni Þjóöverja. I heimsstyrj-
öldinni síðari bjuggust Svisslend-
ingar á hverri stundu við því aö Þjóö-
verjar réöust inn í land þeirra.
Stefna nasista um aö sameina allar
„germanskar” og þá sér í lagi
þýzkumælandi þjóöir undir einn hatt,
hlaut aö snerta Sviss, enda stór hluti
þjóöarinnar mæltur á þýzka tungu.
Einn svartasti blettur á sviss-
neskri sögu er án vafa þaö aö á
meðan nasistar réöu ríkjum í Þýzka-
landi sneru Svisslendingar gyö-
ingum sem leituöu hælis viö á landa-
mærum sínum.
Endurmat á sögunni
Svisslendingar hafa í auknum
mæli tekiö aö endurmeta þennan
hluta sögu sinnar. Að undanförnu
hefur flóttamannastefna Sviss-
lendinga í síöari heimsstyrjöldinni
veriö krufin í kvikmyndum, sjón-
varpsþáttum, bókum og dagblöðum.
Svisslendingar hafa ætíö verið stoltir
af því aö land þeirra hefur veriö
griðastaður flóttamanna. En á
meöan þeir tóku viö and-nasistum og
liðhlaupum í seinna stríði, sneru þeir
gyöinglegum flóttamönnum við.
Viö aukinn áhuga á þessum hluta
svissneskrar sögu hefur ýmislegt
óþægilegt komið upp. Sem dæmi má
nefna aö svissnesk stjórnvöld áttu
frumkvæöið að því aö Þjóöverjar
létu stimpla ,,J” í vegabréf gyðinga
svo aö auövelt væri fyrir landamæra-
veröiaöþekkjaþá.
Svissneska sjónvarpiö hefur leitað
uppi og rætt viö nokkra af þeim tíu
þúsunduin flóttamanna sem landa-
mæraveröir neituöu um hæli vegna
gyðingslegs uppruna. Viðtölin viö þá
hafa veriö sem hnífstunga í hjarta-
staö margra þeirra sem hafa
grobbaö af því aö hafa tekiö viö
flóttamönnum, allt frá Voltaire til
Leníns.
„Hér er ofmikið
af gyðingum"
Morris Schnitzer heitir gyöingur af
þýzkum uppruna. Hann er nú
sextugur og býr í K anada. Hann var
einn þeirra gyöinga sem var snúið
viö á landamærum og neitaö um
hæli. Hann sagði í viðtali viö
svissneska sjónvarpiö aö hann
myndi fremur fremja sjálfsmorö en
ganga í gegnum þaö „helvíti á ný.”
Sumir Svisslendingar líta á þennan
endurvakta áhuga á sögu landsins í
síöara stríði sem hluta af baráttu
gegn rótgróinni tortryggni lands-
manna á útlendingum. En aðrir
halda því fram aö hér birtist í hnot-
skurn viðleitni nýrrar kynslóðar til
aö gera upp viö klisjuna um Sviss
sem óumdeilanlegt land lýöræöis,
velferðar og pólitísks hlutleysis.
Kvikmyndin Báturinn er fullur (Das
boot ist voll) hefur vakiö athygli á
þessu máli. Höfundur hennar er
Markus Imhoof. Kvikmyndin komst
nærri því að vinna óskarsverðlaun
fyrir erlendar kvikmyndir.
Ár þagnarinnar
Einnig má nefna bókina „Les
années Silenvieuses” Ár þagn-
arinnar eftir Yvette Zagraggen.
Hún hlaut verölaun svissneskra
gagnrýnenda, en þetta eru endur-
minningar hennar úr síöari heims-
styrjöldinni. Umtalsveröar sagn-
fræöirannsóknir hafa farið fram og
Imhoof leikstjórl segir: „Við vorum jafnmikllr gyöingahatarar og þeir, fórum bara fínna ísakirnar.”
því er harla lítill ágreiningur um
staöreyndir þó að túlkun sé
umdeildari.
Á síöari hluta fjórða áratugarins
trúðu svissnesk stjórnvöld því aö
landið gæti komizt klakklaust út úr
væntanlegri styrjöld ef þaugættusín
á því að ergja ekki þýzk stjórnvöld
meö því aö taka viö of mörgum
stjórnarandstæöingum. Eins meö
því aö takmarka straum innflytj-
enda til landsins til þess aö ganga
ekki of nærri efnahagnum. Því
ákváöu stjórnvöld að krefjast vega-
bréfsáritunar af öllum ferða-
mönnum sem komu frá Austurríki,
sem Þjóöverjar höföu lagt undir sig,
er flóöbylgja gyöinglegra flótta-
manna hófst áriö 1938. Þar sem þau
voru hrædd við aö reita Þjóðverja til
reiði, báöu þau ekki Þjóðverja um
slíkt hiö sama. En í þess staö fóru
þau fram á að J væri merkt í vega-
bréf þýzkra gyöinga.
Flóttamannabylgja
En stööugur straumur ólöglegra
flóttamanna komst samt sem áöur
inn í landið. Er Þjóðverjar tóku aö
flytja gyðinga, í stórum stíl, í út-
rýmingarbúöir áriö 1942, breyttist
straumurinn í flóöbylgju. Þrátt fyrir
aö samkomulag væri um aö taka ætti
viö flóttamönnum, skipaði stjórnin
landamæravöröum sínum svo fyrir
árið 1942 aö öllum ólöglegum inn-
flytjendum skyldi snúiö við aö
frátöldum pólitiskum flóttamönnum
og liöhlaupum. Ekki fór á milli mála
í skipuninni aö gyðingar töldust
ekki pólitískir flóttamenn. Árang-
urinn af þessum fyrirmælum var sá
að 9747 flóttamönnum (flestir gyð-
ingar) var úthýst. Á sama tíma var
250 þúsund manns, bæöi liðhlaupum
og pólitískum flóttamönnum, leyft að
koma inn í landið og dveljast þar í
flóttamannabúöum til stríðsloka.
minnzt á, kom til Sviss og gerði grein
fyrir því í sjónvarpi hvemig honum
og þeim tæpu tíu þúsundum sem
snúiðvarvið, leiö.
Hann sagði frá því er hann og
vinur hans komu til Sviss áriö 1942
eftir fjögurra ára flótta um Holland,
Belgíu og Frakkland. Þeir félagamir
kysstu svissneska grund morguninn
sem þeir komu þangað og héldu aö
erfiöleikar þeirra væru á enda. „Viö
kusum fremur aö þola fangelsisvist í
Sviss en útrýmingarbúðirnar í
Auschwitz”. En um kvöldiö vom þeir
handteknir og yfirheyröir. Þeim var
sagt aö of mikið af gyðingum væri
þegar í Sviss. Þeir vom neyddir til aö
undirrita plögg þess efnis aö þeir
lofuðu að snúa aldrei aftur til Sviss
og síöan vom þeir reknir yfir landa-
mærin, þar sem geltandi byssu-
kjaftar nasista tóku á móti þeim.
Morris Schnitzer sá vin sinn aldrei
aftur. Er Schnitzer var spuröur aö
því hvaö hann heföi gert ef hann
heföi vitaö aö hann yrði rekinn frá
Sviss, sagöi hann: „Ég hefði gripið
byssuna og skotið mig.”
„Báturinn er fullur"
Kvikmyndin „Báturinn er fullur”
er byggö á sannsögulegum
atburðum. Efni hennar er á þá leið
að fylgzt er með sjö þýzkum og
austurrískum flóttamönnum, sem
tekst að komast inn fyrir svissnesku
landamærin. Þrátt fyrir hjálp
bændafólks eru þrír sjömenninganna
sendir aftur til Þýzkalands vegna
gyðingslegs uppruna.
Fjölmiölarnir voru ritskoöaöir á
þessum tíma og lítiö sem ekkert var
minnzt á þessi mál. Enda þótt anti-
semitismi væri nokkur í Sviss, álíta
flestir sagnfræöingar aö stefnu
stjómvalda sé bezt hægt aö skýra í
ljósi tilhneigingar Svisslendinga til
aö loka fyrir umheiminn.
Schnrtzer segir frá
Morris Schnitzer, sem áöur er
Anti-Semitismi?
Imhoff, leikstjóri myndarinnar
Svissneskir landamæraveröir höfðu skipanir um að snúa öllum gyðingum vlð
á landamærum ríkisins.
„Báturinn er fullur” heldur því fram
að Svisslendingar hafi verið jafn
miklir anti-semitistar og Þjóðverjar.
Þeir heföu einungis fariö kurteis-
legar í sakirnar. „Þaö voru engir
gyðingar drepnir. En þaö var ekki
skotið yfir þá skjólshúsi „eins og
aöra” heldur voru þeir afhentir
f jandmönnum sínum.”
Hiö íhaldssama dagblaö Neue
Zuercher Zeitung kennir hins vegar
háttsettum embættis- og stjórnmála-
mönnum um allt saman. Yfirmaöur
útlendingaeftirlitsins er ákæröur
fyrir óskammfeilinn hundingshátt
fyrir aö mælast til aö vegabréf gyö-
ingayröumerkt.
Einn lesandi skrifaöi Neue
Zuercher Zeitung og sagði að þaö
hefði lengi verið vitaö aö þeir aöilar
sem ábyrgir voru fyrir flóttamanna-
málum í stríöinu, heföu veriö kaldir,
þröngsýnir skriffinnar. En „það er
öllum fyrir beztu aö vera ekki aö
grufla í þessumáli á ný.” Eflaust eru
sumir Svisslendingar sammála
þessu, en flestir virðast telja þaö
sky ldu sína aö gera upp viö fortíðina.
En Schnitzer sagði aöspurður aö
hann heföi frestað öllum skuldbind-
ingum sínum í Kanada til þess aö
koma til Sviss og rifja þetta upp. Er
hann var spuröur hvaö honum þætti
um Sviss nú, 40 árum eftir þennan
atburö sagöi hann: „Ég kann vel við
svissnesku skógana, fjöllin og
vötnin. . ” En hann minntist ekki á
þjóöina, stjóm hennar og fortíö
landsins.
ÁS/Reuter-Tom Heneghan.
Svisslendingar álita mikilvægt að halda uppi nokknð sterkum her. Hver borg-
ari verður að gegna herþjónustu. Hér sést ungur maður kveðja elskuna sina
erhannhelduraf stað í hermennsku.
Svisslendingar rífja
upp óþægilegar sögur
úr síöara stríöi
Þúsundum
gyðinga
var vísað
f rá Sviss