Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1982, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1982, Blaðsíða 2
Auglýsingateiknun er draumastarfiö hennar Örnu Guðrúnar Geirsdóttur, 19 ára kvennaskólastúlku úr Garðabœnum, sem prýðir fostu- dagsmgndina okkar í dag. Arna leggur líka stund á karate og iðkar sund, en ísumar vinnur hún í sjoppu íKópavoginum. DV-myndE.Ó. DV.FÖSTUJ?AGUfU3, ^GUST1982 Enn háir vatnsskortur Hitaveitu Akureyrar: Treysti a skihúng JL0^ SmM\niM — segir WilhelmSteindórsson IMt?laruua hitaveitustjóri „Viö getum búizt við ákveðnum erfiðleikum við að skaffa nægilega mikla orku í vetur á hæstu álagspunkt- unum. En ef bæjarbúar sýna okkur sama skilning og verið hefur, með þvi aö spara vatnið eins og kostur er og nýta þaö sem bezt, þá hef ég þá trú að við komumst yfir næsta vetur, ekki sízt ef okkur tekst að fá viðbótarvatn uppi áGlerárdal.” Þannig svaraði Wilhelm Stein- dórsson, hitaveitustjúri á Akureyri, þegar hann var spurður hvemig Hita- veita Akureyrar væri búir. undir vet- urinn. Undanfama vetur hefur Hita- veita Akureyrar átt í erfiöleikum með að fullnægja vatnsþörfinni á veitu- svæðinu á köldustu dögum vetrarins. Það hefur þó tekizt áfallalítið, með því að ganga hart að virkjuðum borholum veitunnar með dælingu, auk þess sem kyndistööin hefur verið notuð til að endurhita frárennslisvatn úr stærstu hverfunum. Vatnsöflun fyrir Hitaveitu Akur- eyrar hefur gengiö mun verr en reiknað var með í fyrstu. Sérfræðingar telja þó, að enn sé óbeizlaö vatn á Eyjafjarðarsvæðinu; vandinn sé ein- ungis að hitta á réttu æðamar.” Dælt hefur verið úr þeim holum sem virkj- aðar hafa verið á Laugalandi og Ytri- Tjörnum eins og mögulegt er yfir vet- urinn. Þetta hefur oröið til þess að vatnsborðið i holunum hefur smátt og smátt lækkað. Wilhelm var spurður um þetta atriði. Vatnsborðið lækkar smátt og smátt ,Fram til þessa hefur verið stöðug lækkun á vatnsborðinu á virkjunar- svæðum okkar,” sagði Wilhelm, og hann hefur orðið áfram: „Þau hafa aldrei náð aö jafna sig i þeim skilningi. Vatnsborðið dregst niður yfir veturinn og síðan hækkar það aftur þegar slaknar á dælingum yfir sumariö. Til jafnaðar hefur þróunin hins vegar veriö í þá átt, aö vatnsborðið er stöðugt á leiö niður. Viö þurfum því að hlífa svæðunum enn frekar en gert hefur verið til þessa. Mér sýnist þó eftir sumarið, að svæðin standi jafnvel betur heldur en þau gerðu fyrir ári. Það má fyrst og fremst þakka minnkandi notkun í bænum. Eg tel að Akureyringar hafi sýnt þessu þann skilning og við höfum ekki séð minni notkun yfir sumar- timann en nú. Það hefur orðið til þess, að ekki hefur þurft að dæla úr holunum nema 40% af því sem dælt er viö hámark.” — Svartolíuketill er notaður til að skerpa á frárennslisvatninu í kyndi- stöö Hitaveitunnar viö Þórunnar- stræti. Fyrirhugaö er að bæta þar við rafskautskatli og/eða varmadælu. „Það kemur sterklega til greina, að setja upp varmadælu eöa rafskauts- ketil, eða jafnvel hvort tveggja,” sagöi Wilhelm. „Varmadælumar yrðu fyrst og fremst til aukinnar nýtingar á affaDsvatninu, sem í dag er um 50 sek.L af um 40°C heitu vatni, en það er ja&ivel hægt að nýta þaö allt niður í 20°C meö hjálp varmadælu. Það má búast við því, ef til kæmi, að þessi búnaður verði í kyndistöðinni, þar sem svartolíuket- illinn er fyrir. Verði þaö úr getum við hitað affallsvatnið upp með svartoliu, rafskauti eða varmadælu, eftir því hvað er hagkvæmast hverju sinni.” — Kemur þessi búnaður upp fyrir veturinn? ,,Nei, ég hef ekki trú á því að þetta komi í gagniö fyrir veturinn, enda er kannski ekki allt fengið með því. Varmadælumar gætum viö t.d. notaö allt árið til að hlífa virkjunarsvæð- unum því að ef þau eru vel búin undir veturinn þá eru engin vandræði að mæta hámarksálagi.” Glerárdalur — Fnjóskadalur Stöðugt er unniö að vatnsleit fyrir Hitaveituna. Wilhelm var næst spurður um framkvæmdir í sumar. „Enn sem komiö er höfum viö eingöngu boraö tilraunaholur, sem geröar eru til að safna saman upplýs- ingum, en þær upplýsingar em síðan notaöar til að ákveða álitlegasta staðinn fyrir vinnsluholur. Það hafa verið boraðar 3 holur við Grýtu í sumar og þessa dagana er verið að bora við Kristnes. Síðan fer borinn upp á Glerárdal og loks liggur fyrir dýpkun á einni rannsóknarholu aðReykjum íFnjóskadal.” — Vekja holurnar við Grýtu vonir? „Það eru vissar vísbendingar um að það sé vatn að fá í landi Grýtu, en ég vil ekki segja að þær niðurstöður sem viö höfum fengið gefi góðar vonir. Þaö þarf að rökstyðja enn betur þær stað- setningar, sem stór bor kemur til með að vera settur á, þannig að meiri von sé til þess að hugsanleg hola skili okkur vatni.” Á Glerárdal fengust 35 sek.l af 62°C heitu vatni í fyrra. Þetta vatn hefur veriö tengt inn á kerfi Hitaveitunnar. „A Glerárdal era veralegar líkur á að megi vinna meira vatn og jafnvel heitara en það vatn sem við fáum núna. Það má því búast viö því að við boram þar vinnsluholu í haust, í framhaldi af tilraunaholunni. Gefi sú hola vatn, þá yrði það góö búbót fyrir veturinn,” sagði Wilhelm Steindórsson í lok samtalsins. -GS/Akureyri. Allra veðra von — nýbók um veðurfræði )vAllra veðra von” heitir lítil bók, sem út kom nýlega. Er hún safn greina umveöur og veðurfræði. HÖfundar bókarinnar era ellefu veðurfræðingar af Veöurstofu Is- lands, auk haffræöingsins Svend Aage Malmberg. Er hún tæpar 100 blaðsíður af fróðleik um allt milli himins og jarðar, sem lýtur að veðri og vindum, prýdd myndum og linuritum til skrauts og skýr- inga. Ritstjóri bókarinnar er Þór Jakobsson, veðurfræöingur, en Fiskifélag íslands gefur út. -JB ísbrjót- urínn North- windí Sundahöfn — almenningi til sýnis Bandaríski isbrjóturinn Northwind kom til landsins í gær. Northwind er skip bandarísku strandgæzlunnar og mun það verða hér í nokkra daga tilaöhvila áhöfn- ina og taka vistir. Skipið liggur við bryggju íSunda- höfn. Það verður til sýnis almenn- ingi i dag, á morgun og sunnudag frá klukkan níu til eilefu fyrír hádegi og frá eitt til fjögur eftir há- degiö. -JGH. Hér er Wilhelm við fyrstu borholuna á Glerárdal sem gaf vatn, en vonast er til að á Glerárdal megí finna enn meira vatn. DV-mynd: GS/Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.