Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1982, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1982, Blaðsíða 3
DV. FÖSTUDAGUR13. AGÚST1982. 3 DANSINN DUNAÐI í HELLISGERDI 1 Hellisgerði er ekki dansað á upp garðveizlu með kaffi og kræsing- hverjum degi. En góða veðrið í gær gaf um. Rútur Hannesson mætti með nikk- fullt tilefni til að gera sér dagamun. una og von bráðar var stiginn dans við Heimilismenn á Sólvangi í Hafnarfiröi Ola Skans og fleiri óskalög. héldu síðdegis út í Hellisgerði og slógu DV-mynd: Bj. Bj. Atvinnuástandið: Heldur skárra í júlí en júní Heldur rofaði til í atvinnumálum hér á landi í júlimánuöi, ef miöaö er við mánuöinn á undan. Skráðir atvinnuleysisdagar voru 7.151 um land allt, en í júní tæplega tíu þúsund. Þetta er þó mikil aukning frá júlímánuði 1981, þegar skráðir voru 3.900 atvinnuleysisdagar. Hefur þessi þróun öll verið á sömu lund það sem af er árinu. Til merkis um það eru at- vinnuleysisdagar fyrstu sjö mánuði þessa árs um 140 þúsund, en voru um 68 þúsund sama tímabil í fyrra. Tölumar fyrir júlí jafngilda því að 330 manns hafi verið skráöir atvinnu- lausir allan mánuðinn eða 0,3% af áætluðum mannafla. Þar eru konur enn sem fyrr í miklum meirihluta eða 225. Flestir eru atvinnulausir í Reykjavik eða 95. Þar næst kemur Norðurland vestra meö 59 og Norðurland eystra meö 53. Bezt virðist ástandið á Vest- fjörðum, en þar er einungis einn karl- maðurskráður, álsafiröi. Af stærri kaupstöðum má nefna Kópavog með 17, Hafnarfjörð meö 20, Akranes með 13, Siglufjörð með 48, Akureyri meö 44, Selfoss með 16 og Keflavík meö 15 skráða. I Vestmanna- eyjum voru 5 á atvinnuleysisskrá. -JB Árneshreppur: Léleg grasspretta og útlitið svart — en gott hljóð i íbúunum Heyskapur er víöast hvar byrjaður í Árneshreppi. Hér hefur verið mikiö um þurrka, sem háð hefur grassprettu og auk þess er talsvert kal í túnum og víða mikill arfi. Þó hefur rignt töluvert síðan heyskapur hófst. Hjá Sigursteini Sveinbjömssyni, bónda í Litlu-Ávik, sem fékk 35 vagna af heyi í fyrrasumar, fást nú aðeins 10 vagnar af sömu túnsléttunni. Sömu sögu er að segja víðar hér í hreppnum. Útlitið er ekki glæsilegt. Grásleppa brást alveg, grasspretta er lítil og sel- veiði ekki stunduð þar sem selskinnin eru alveg verðlaus. Rekaviöur er með minna móti og eftirspurn eftir honum minni en verið hefur undanfarin ár. Sömu sögu má segja af dúntekjunni, sem einnig er í minna lagi og hefur dúnn lækkað geysilega í veröi. Kindur voru á fullri gjöf frá 20. september sl. fram í miðjan júní og því litlar sem engar fyrningar frá síðasta ári. Þrátt fyrir þessi áföll lítur fólk hér björtum augum á framtíðina. Engan hef ég heyrt tala um verkföll eða annað, sem vinsælt er í Reykjavík og víðar. Mættu fleiri taka sér fólkið hér á þessu afskekkta svæði til fyrirmyndar. Regína Thorarensen HRAUN utanhússmálmng meiraen 15ára ending eru bestu meðmælin Æmlmálninglf Snorrí Finnlaugsson bæiarrítari á Dalvík Snorri Finnlaugsson hefur verið ráð- inn bæjarritari á Dalvík. Tekur hann við störfum í byrjun október, um líkt leyti og Stefán Jón Bjarnason, sem nýlega hefur verið ráðinn bæjarstjóri á Dalvík. Snorri Finnlaugsson er Reykvíking- ur, en á ættir að rekja í Svarfaðardal, þannig að hann leitar á slóðir forfeðra sinna með því að flytja til Dalvíkur. Snorri hefur verið erindreki Framsóknarflokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra um eins árs skeið, en auk þess hefur hann verið afleysinga- maður hjá Degi, málgagni Fram- Leituðu að lyfjum í gúmmí- Menn í lyfjaleit rótuðu í gúmmí- björgunarbát togarans Sigurðar í fyrrinótt. Voru hylki bátsins opnuö og leitað að lyfjum. Ekkert hafðist upp úr krafsinu og er gúmmí- björgunarbáturinn óskemmdur. Ekki var fariö inn í sjálfan togar- ann. Ovenjumikiö er um aö leitað sé að lyfjum í björgunarbátum skipa um þessar mundir. -JGH sóknarflokksins. Snorri er stúdent frá hagfræðideild Verzlunarskóla Islands. Fimm umsóknir bárust um starf bæjarritara á Dalvík. Tvær þeirra voru dregnar til baka áður en til ráðn- ingar í stöðuna kom. Annar þeirra sem dró umsókn sina til baka var Rögn- valdur Skíði Friðbjömsson, en aðrir umsækjendur óskuöu nafnleyndar. GS/Akureyri Reykjahlíd, Mývatnssveit: Gífurleg aðsókn að nýju lauginni Gífurleg aösókn hefur verið að nýju sundlauginni, sem vígð var í Reykjahlíð í Mývatnssveit í sumar. Frá vigsludegi sem var 25. júní og fram til 11. ágúst höfðu 15.774 heimsótt laugina. Metaðsókn yfir daginner860manns. I sundlauginni, sem er 25 sinnum 11 metrar að stærð, er mjög góð aðstaða, heitir pottar með vatns- nuddi og fleiru sem tilheyrir. Hafa ferðamenn og aðrir sannarlega kunnað aö meta laugina í sumar. -JB/FB, Mývatni að notaðir VOLVO bílar séu betri en nýir bílar af ódýrari gerðum Opið laúgardaga frá kl. 10—161 VOLVO 244 DL '82 ek. 15.000, sjálfsk. Verð kr. 200.000 VOLVO 244 GL '81 ek. 36.000, beinsk. Verðkr. 185.000. LAPPLANDER '81 ek. 25.000, beinsk. Verðkr. 195.000. VOLVO 245 GL '80 ek. 43.000, beinsk. Verðkr. 185.000. VOLVO 245 GL '79 ek. 38.000, beinsk. Verö kr. 165.000. VOLVO 244 GL '80 ek. 27.000, beinsk. Verð kr. 170.000. VOLVO 244 DL '79 ek. 50.000, beinsk., Verðkr. 130.000. VOLVO 244 DL '78 ek. 62.000, sjálfsk. Verð kr. 125.000. VELTIR SUÐURLANDSBRAUT 16 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.