Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1982, Blaðsíða 12
12 DV. FÖSTUDAGUR13. ÁGUST1982. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjórí: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdattjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTjANSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fráttastjóri: JÚNAS HARALDSSON. Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEIN9S0N. Ritstjóm: SÍÐUMÚLA 12-14. SÍMI86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLÁ 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLT111. SÍMI 27022. Sími ritstjómar 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12.Prentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNN119. Áskrifti Tverð á mánuði 120 kr. Verð í lausasölu 9 kr. Helgarblað 11 kr. Flugstöö fyrírbí Einhver mesti smánarblettur íslensks þjóöfélags er aðkoman til og frá landinu á Keflavíkurflugvelli. Þar mega ferðamenn, innlendir sem erlendir, búa viö þá hneysu að aka í gegnum bækistöð Nato, erlenda varnar- liösstöö, þar sem nöturlegur vopnabúnaður, hermenn og framandi hernaðarmannvirki blasa við. Hvergi á byggðu bóli þekkist sú lágkúra að sjálfstæð, vopnlaus þjóð þurfi að hafa herbækistöo að sínum eina millilandaflugvelli. Flugstöðin sjálf ei engu betri; bygging sem reist var á stríðsárunum til allt annarra þarfa. Aðstaða fyrir far- þega er til skammar, aðbúnaður fyrir starfsfólk til ófremdar. Ný flugstöðvarbygging, aðskilnaður almennrar um- ferðar og varnarliðsins ætti löngu að vera komin til fram- kvæmda, ef íslensk stjórnvöld heföu snefil af sómatilfinn- ingu fyrir hönd þjóðarinnar. Allt frá árinu 1970 hefur verið á dagskrá að reisa nýja flugstöð. Lengst af stafaði drátturinn af of miklum kostn- aði, önnur verkefni voru talin brýnni. Fyrir 4—5 árum náðist samkomulag við Bandaríkjastjórn um aö hún tæki þátt í kostnaði nýrrar stöðvar, á þeim forsendum að hún keypti gömlu stööina og tilheyrandi aðstöðu varnarliðs- ins. Samkvæmt því samkomulagi skyldi Bandaríkja- stjórn greiða nær helming kostnaðarins af nýrri flug- stöðvarbyggingu. Munar um minna. Alþýðubandalagið hefur frá öndverðu verið andvígt hinu bandaríska framlagi. Fengu Alþýðubandalagsmenn því til leiðar komið aö í stjórnarsáttmála núverandi ríkis- stjórnar er tekiö fram aö ekki verði ráðist í byggingu stöðvarinnar nema með samþykki allra flokka. Þetta þýðir í raun aö Alþýðubandalagið hefur neitunarvald gegn flugstöðvarbyggingunni. Þá stööu hefur flokkurinn nýtt til að drepa málinu á dreif, tefja framgang þess, með þeim afleiðingum að f jár- veiting Bandaríkjastjórnar rennur út 1. október nk. Ef svo fer má öllum Ijóst vera að ný flugstöðvarbygging verður ekki reist á Keflavíkurflugvelli í næstu framtíö. Það verður hlutskipti Alþýðubandalagsins að bjóða íslendingum upp á þá ósvinnu næstu árin, og jafnvel ára- tuginn, að kveðja landiö og heilsa gestum í skjóli nötur- legra hernaðarmannvirkja. Kannsl i er það sem fyrir þeim vakir, blessuðum, aö viðhalda lágkúrunni en ekki getur það talist mikill þjóðernismetnaður eða háleitt markmið. Því er haldið fram að teikningar þær sem liggja fyrir af nýrri flugstöð geri ráð fyrir alltof stórri byggingu. Fyrir leikmenn er erfitt þar um að dæma en upplýst er að margsinnis hefur byggingin verið smækkuð. Á nýjustu teikningu er hún helmingi minni en á þeirri upphaflegu og aðeins tvöfalt stærri en núverandi flugstöðvarbygging. Eflaust má minnka hana eitthvað enn og eflaust má kanna hvort ekki sé unnt að byggja stöðina í áföngum. Þetta eru þó aukaatriði. Ef vilji og samstaöa væri um þaö á annað borð að skilja að farþegaflugið og varnarliðiö þá væru slík mál löngu leyst. Því miður er annað sem ræður ferðinni eða réttara sagt aftrar henni. Pólitík Alþýðubandalagsins, barnaleg andúð þess á öllu sem bandarískt er, jafnvel sanngjörn en hagkvæm fjárveiting byggð á viðskiptagrundvelli, er þeim þyrnir í augum. Forkastanlegast af öllu er þó hitt að minnihlutahópur í þjóðfélaginu geti komið í veg fyrir að íslendingar búi við mannsæmandi millilandaflug. Ölafur Jóhannesson er ekki öfundsverður af því hlutskipti að þurfa að kyngja forstokkun og afturhaldi Alþýðubandalagsins. Ég hef stundum verið að velta því fyrir mér, af hverju þurfi aö byggja nýja flugstöö í Keflavík. F arþegi, sem fer þar um, veröur ekki var við, aö það séuslík þrengsli þarna, aö nauösynlegt sé aö byggja nýtt hús, og aöbúnaður er allur hinn þokkalegasti a.m.k. fyrir farþega. Flugstööin jafnast vitanlega ekki á viö þá stóru miöstöö í Kastrup eöa aðrar álíka fjölfarnar flugstöövar, en sé miðað viö flugstöövar, þar sem svipað- ur fjöldi farþega fer um, þá virðist stööin ekki vera of lítil. Hún er aö vísu úr timbri og orðin gömul, — en má þá ekki eins halda fram þeirri kenningu, aö hún sé oröin menningarverömæti eins og „Bernhöftstorfan” og eigi aö vemda hana? A.m.k. sýnist svo, aö þegar þröngt sé Haraldur Blöndal stjórn, að þessir fjármunir fari ekki til flugstöðvarbyggingar, og talsmaöur sjónarmiöa Sovétríkjanna í utanríkis- málum, dr. Ólafur R. Grímsson, hefur þráfaldlega bent á aö þessi flugstöð sé mun hættulegri en vera varnarliðsins, (Hugsanlega heldur dr. Olafur, aö Bandaríkjamenn muni fela eins og tvær, þrjár atómsprengjur í bygging- unni). 1 haust rennur út fresturinn, sem Bandaríkjamenn hafa gefið islending- um til þess aö hugsa sig um, hvort þeir vilji þátttöku Bandaríkjamanna í flug- stöövarmálum. Ef núverandi ríkis- stjóm situr áfram, (sem vonandi verður!), þá er ljóst, aö flugstöðin rís ekki af bandarísku fé. Og viö munum búa áfram nokkur ár eða áratugi viö gömlu bygginguna. Nú er þaö aö vísu svo, aö í flugstöö- Þar sem krónan þekkist ekki í ári, geti íslendingar lagt fé til annars þarfara en nýrrar flugstöövar. Sá ágæti slökkviliðsstjóri, sem ríkir á Keflavíkurflugvelli hefur nýlega lýst því yfir, aö hann telji bygginguna hættulega með hliðsjón af bmna, og hljóta menn aö taka tillit til þess, sem þessi hæfi embættismaður segir. Hins vegar getur varla veriö um stórmál aö ræöa að breyta byggingunni þannig, aö hún fullnægi kröfum til eldvama. Og raunar er slökkviliðsstjórinn í sínum fulla rétti aö loka hreinlega stööinni eöa setja reglur um hámarksfjölda í flugstööinni, ef honum þykir svo viö horfa. Ef eitthvaö kemur fyrir þá veröur vitanlega honum kennt um, — hinir síðvitru varpa ætíö sökinni á em- bættismenn, en aldrei á þá stjómmála- menn, sem raunverulega ábyrgö bera. Bandaríkjamenn hafa lofaö fé til nýrrar flugstöðvar á Keflavík, og er í sjálfu sér gott eitt um það aö segja. Kommúnistar hafa hins vegar gert það aö sérstöku baráttumáli sínu í ríkis- inni em rekin mjög ábatasöm viöskipti ríkissjóös. Verzlunin skilar umtals- veröum tekjum, og sjálfsagt dygöu þær tekjur til þess aö stækka flugstöð- ina nægjanlega til að þjóna hlutverki sínu fyllilega. En úr rflcissjóöi er ekki lagt fram f é í slflct, — og þeir, sem hon- um stjórna, hafa meira skapferli Frelsi er eftirsóknarvert umfram flest eða öll önnur gæöi og aldrei höf- um viö of mikiö af því. Okkur ber að varöveita þaö frelsi, sem viö höfum, efla það og veita sem flestum hlut- deild í þvi. Hugmyndir mínar um frelsið fara aðeins aö litlu leyti saman við hug- myndir Guömundar H. Garöarsson- ar um sama fyrirbæri. Guðmundur skrifar grein í DV hinn 9. þjn. þar sem hann leggur út af skrifum mínum (og reyndar Eiös Guðnason- ar lflca, sem ég þori þó ekki að svara fyrir, þrátt fyrir að Guðmundur spyrði okkur haglega saman) á þann veg, aö ég hafi tekiö miklum sinna- skiptum í afstööu minni til f jölmiðla- fyrirráöa og sé jafnvel orðinn eins konar samherji Guðmundar og hans líka. Þaðskalþví vafningalaust tekið fram að andstaöa mín viö þaö, sem Guðmundur kallar frelsi í fjölmiðl- un, stendur óhögguð. Sú andstaöa er ávöxtur langrar yfirvegunar um f jöl- miölahefðir í ýmsum heimshlutum, þar á meöal þær hefðir sem Guömundur H. Garðarsson virðist hafa mest dálæti á. Guðmundur er í skrifum sínum um f jölmiðla boðberi þeirrar dólgafrjálshyggju sem heimtar einkaleyfi á frelsishugtak- inu og er á yfirboröinu heimspeki drengskapar og umburöarlyndis, en reynist í framkvæmd hugmynda- fræöi kúgunar. Helgasta boöorð þessara frelsisunnenda er „Frjálst flæði upplýsinga”. Margendurteknar rannsóknir sýna aö þegar til á aö taka táknar þetta boðorð ævinlega frelsi hins sterka og rflca til að yfir- gnæfa hinn veika og snauöa (Um þetta hefur fyrir skömmu verið skrif- uð umdeild skýrsla á vegum Samein- uöu þjóöanna, svonefnd McBride- skýrsla). I þau skipti sem ég hef ónáöaö blaðalesendur meö skrifum um fjöl- miðla hefur frelsið verið mér ríkt í huga, frelsi abnennings til aö njóta aðgangs að miölunum til aö tjá hugs- un sína, frelsi fjölmiölastarfsmanna til aö strjúka um frjálst höf uð og geta sinnt þeirri kúgun sem felst í þröng- sýni og einstefnu í fréttamati ís- lenskra fjölmiðla. Grein mín í Þjóð- viljanum, sem Guömundur H. Garö- arsson vitnar til, er skrifuö í þessum V Þorbjöm Broddason anda og á þar af leiðandi ákaflega litla samleið með skrifum frjáls- hyggjumanna, sem svo kalla sig, um þessi mál. Ríkiseinokun útvarps og sjónvarps hefur aldrei verið sjálf- stætt markmið mitt. Hins vegar hef- ur allur hinn siömenntaði heimur, þar meö talin þau vestrænu lýðræöis- ríki sem Guðmundur H. Garöarsson gerir sér tíörætt um í lagafrumvörp- um sínum, með örfáum undantekn- ingum, fariö leiö ríkiseinokunar í einni eöa annarri mynd, beinlínis til að verja sig gegn Guömundarfrels- inu, ef ég má kalla það svo. Þetta hef ég taliö lýðræöislega og eftir atvik- umfarsæla leiö. Ákaflega mikiö veltur þó á fram- kvæmdinni. Viöreisnarárin voru vesöl hjá Rflcisútvarpinu. Menn voru ósköp ósjálfbjarga í fréttamennsku, Morgunblaðiö beitti húsaga úr fjar- lægö og erlendar fréttaskýringar samanstóðu á köflum af þýöingum liðsmanna Varins lands upp úr Time og Newsweek. Á þessu varö afdrifarflc breyting í upphafi síðasta áratugs. Ferskir vindar blésu um sali og ekki var alltaf hlustaö á Morgunblaöiö. Þetta aukna frelsi og fjölbreytni sem nú ríkti í Rflcisútvarpinu bögglaöist svo hroöalega fyrir brjóstinu á frjálshugunum aö þeir notuöu fyrsta tækifæri sem gafst, þ.e. eftir kosn- ingamar 1974, til að reka þáverandi útvarpsráð ári áöur en skeiö þess var á enda runniö. Til þess þurfti sér- staka lagabreytingu og með henni var eyðilagt merkasta nýmælið í út- varpslögum Benedikts Gröndals. Og hver skyldi hafa setið á Alþrngi og stutt þetta tiltæki meö ráöum og dáö nema Guömundur H. Garöarsson? Þarna birtist Guömundarfrelsiö í sinni sorglegustu mynd svo ég muni til (sjá Alþingistíöindi 1974—75). Þessi atlaga frjálshyggjumanna að frelsinu tókst hins vegar ekki nema að litlu leyti. Starfslið rflcisfjöl- miðlanna hefur á undanförnum ár- um vaxið jafnt og þétt í verkum sín- um, á fréttastofum þeirra er nú aö finna fjölskrúðugt lið, vel menntað og meö margvíslega reynslu. Þetta fólk, svo ólflct sem þaö er innbyrðis, hefur að leiðarljósi eigin starfsheiö- ur og skyldur sínar við almenning. Sú hefö sem nú er að skapast hefur skjól af grónu veldi Ríkisútvarpsins í ljósvakanum og heföi trauðla náö þroska nema viö þetta samspil festr- ar stööu og frjórrar hugsunar. Þetta tel ég brýnt að hafa í huga þegar spurt er hver heföu orðið áhrif þess aö afnema einkarétt Ríkisútvarpsins snemma á síðasta áratug. Það heföi verið hiö mesta glapræði aö mínu viti og skoðun mín í því efni hefur ekkert breyst. Hvaða skipu/ag? Hitt er jafnljóst, að nú hillir undir breytingar. Þekking manna hefur tekiö svo miklum framförum, ásamt breytingum á tækni og kostnaðar- ájjlfe „Með því að haína auglýsingum til að fjármagna þessa fjölmiðlun er búið í hag- inn fyrir raunverulegt frelsi í ijósvakanum....’ -ebs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.