Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1982, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1982, Page 26
34 DV. FÖSTUDAGUR13. ÁGUST1982. Andlát Lára Pálmadóttir lézt 7. ágúst aö Elli- heimilinu Grund. Foreldrar hennar voruhjónin Pálmi Jónsson og Jónína Jónsdótíir. Hún var ekkja Aöalsteins heitins Kristinssonar, framkvæmda- stjóri Sambands ísl. samvinnufélaga. Þeim varð tveggja bama auöiö. Sigríður Maria Guðmundsdóttir frá Æðey andaðist á Grensásdeild Borgar- spítalansll.þ.m. Birgir Traustason, Hólagötu 2 Vestmannaeyjum, er lézt 4. ágúst, verður jarösunginn frá Landakirkju i Vestmannaeyjum laugardaginn 14. ágústkl. 14. Afmæli 75 ára er i dag, 13. ágúst Gunnar Egils- son Guðmundsson málarameistari, Bræöraborgarstíg 53 hér í Rvík. 70 ára er í dag, 13. ágúst, Steinn Kristjánsson, Olafsbraut 48 í Olafsvik. — Hann verður í dag á heimili sonar og tengdadóttur á Holtabrún 8 þar í bæ. 80 ára er i dag frú Jónina Þórðardóttir frá Árbæ í Vestmannaeyjum, Suður- götu 14 í Keflavík. Hún ætlar að taka á móti gestum í dag milli kl. 15 og 19 í Kirkjulundi. Eiginmaður hennar var Magnús Kristinsson og eignuðst þau fimmböm. Oddrún Oddsdóttir er 90 ára i dag, 13. ágúst. Hún er vistkona að elliheimilinu Sólvangi, áður að Reykjavíkurvegi 15b Hafnarfirði. Oddrún er fædd þann 13. ágúst 1892, að Hellissandi Snæfellsnesi, en flutti til Hafnarfjarðar áriö 1925 og hefur búið þar síðan. Ýmislegt Gangurinn númer tvö Froskurinn hefur gefið út Ganginn númer tvö. Gangurinn númer tvö er mappa sem inniheld- ur þrettán listamenn af fimmtán, sem sýndu í gallerí Ganginum dagana 10. júlí til 10. ágúst 1982. Froskurinn hefur einnig gefið út Dagbók Helga Þ. Friðjónssonar á þessu ári og eftir- farandi titla sem teljast vist eins konar bóka- flokkur: The D.S. lick nets — John M. Armleder og Helgi Þ. Friðjónsson. The Rex headed master — John M. Armleder, Helgi Þ. Friðjónsson, Daði Guðbjörnsson, Kristinn G. Harðarson. Onefnd — Þór Vigfússon. The Kit headed ball — Helgi Þ. Friðjónsson. England Sheet stylus — Daði Guðbjömsson, Tumi Magnússon. MMAARQQEUIENSSDWEIPTOZSEERELS- LAND — Sólveig Aðalsteinsdóttir. M N TZ Land — Eggert Pétursson, Ingólfur Arnar- son, Sólveig Aðalsteinsdóttir. Onefnd — Egg- ert Pétursson. Ball Signature — Tumi Magnússon. Opus — Ingólfur Amarson. London kit stylus mask — Daði Guðbjörnsson, Helgi Þ. Friðjónsson. Schotland — Daði Guð- bjömsson. Væntanlegar eru fleir bækur í þennan bóka- flokk. Einnig kom út bókin Theoretical Mechanics og eru höfundamir nemendur í nýlistadeild M.H. ásamt tveimur kennurum. Bækurnar er hægt að kaupa hjá höfundunum og í Eymundsson, Langbrók og Bókavörð- unni. Ferðalög Sunnud. 15. ág. Útivistardagur f jölskyldunnar 1. Kl. 10.30 Ketilstígur-Krísuvík — pylsu- veizla, verö kr. 100.. 2. Kl. 13.00 Seltún-Krísuvík — pylsuveizla. Létt ganga fyrir alla fjölskylduna^ Verð kr. 100,- fyrir fulloröna, 20,- fyrir böm. (Pylsur innifaldar í veröinu). Söngur og leikir. 3. Kl. 8.00 Þórsmörk. Verð kr. 250,- (Ath. hálft gjald fyrir börn 7—15 ára). Brottför frá BSI, bensínsölu (í feröum 1 og 2 er stanzaö í Hafnarfiröi v/kirkjug.). Sumarleyfisferðir: 1. Laugar-Hrafntinnusker-Þórsmörk. 18.—22. ágúst. 5 daga bakpokaferð. Fararstj. Gunnar Gunnarsson. 2. Gljúfurleit-Þjórsárver-Amarfell hið mikla. 19.—22. ágúst. 4 dagar. Einstakt tækifæri. Fararstj. Hörður Kristinsson. 3. Sunnan Langjökuls. 21.—25. ágúst, 5 daga bakpokaferð. 4. Araarvatnsheiði. Hestaferðir — veiði. 7 dagar. Brottför alla laugardaga. Upplýsingar og farseðlar á skrifstofunni Lækjargötu 6a, S: 14606. SJAUMST. Ferðafélagið Utivist. Kirkjustarf Samhjálp Samkoma verður í kvöld kl. 20.30 að Hverfis- götu 44, sal söngskólans. Allir velkomnir. Samhjálp. Langholtssöfnuður. öldruðum vinum Langholtskirkju er boðið i skemmtiferð 18. ágúst. Farið um Þingvöll — Grímsnes — ölfus. Lagt af stað frá Safnaðar- heimílinu klukkan 13. Bifreiöastöðin Bæjarleiðir leggur til bíla og bílstjóra. Safnaðarfélögin gefa kaffi og með- læti að Minni-Borg. Nánari upplýsingar í síma 35750. Safnaöarfélögin. Tapað -fundið Gleraugun eru týnd Ung stúlka var stödd í Hollywood laugar- daginn 24. júli. Hún notar gleraugu og átti oft tilað missa þau þetta kvöld. Hún bað því dansherra sinn að geyma gleraugun fyrir sig en gleymdi síðan að nálgast þau áður en hún fór. Hún lýsir því nú eftir dansherranum sem er dökkhærður með yfirvaraskegg. Hann er beðinn að hafa samband við DV-dagbókina sem fyrst í síma 86611. Hvenær "/J byrjaðir þú ____yae™ ®— í gærkvöldi í gærkvöldi ÞESSISATÍNDÚKKA Skelfing var fimmtudagsleikrit út- varpsins, Kvöldið sem ég drap George, leiðinlegt. Svona margtöngl- uð tugga um firringu og skort á ná- ungakærleik er álíka áhrifarík og vatnsgusan sem stökkt var á gæsina. Auðvitað er einmanaleikinn voðaleg- ur en sjálfsásökun Earls var heldur langsótt. Sama sagan endurtók sig í Vandræöalegu atviki, smásögu eftir James Joyce, sem var flutt síðar á dagskránni. En efnistök í þessum tveim verkum voru harla ólík og saga Joyce bar eins og gull af eir. Þýðing Sigurðar A. Magnússonar á sögunni var vönduð eins og við var að búast. Ég hefði kastað mér út í dökkleitar hugsanir um firringu í gærkvöldi ef mér heföu ekki borizt til eyrna tónar úr Satíndúkku Ellingtons. Og viti menn, þeir komu úr útvarpsviðtæk- inu. Þessi satíndúkka, hún er af- kvæmi negra sem vafalítið var alinn upp í svartasta frumskógi stórborg- ar vestur í Ameríku. Svona geta menn verið skemmtilegir í tónum einmitt sama kvöldiö og líftóran er murkuð úr George hér og George þar. A dagskrá útvarpsins í gærkvöldi var þessi líka indæli og léttfríkaði smáþáttur með nafninu Stjórnleysi, — Þáttur um stjórnmál fyrir áhuga- menn. Nafnið reyndist auðvitað arg- asta öfugmæli. Hér var kominn þátt- ur fyrir þá sem eru orðnir afhuga stjórnmálum með öllu og hafa greitt atkvæði sitt meö hangandi hendi í síöustu kosningum. Hvað meintu þeir Haraldur Kristjánsson og Bjarni Þór Einarsson með því að hef ja þáttinn á laginu Stórir strákar fá raflost og halda áfram með Power to the people og Pínulítill karl? Er þetta pönkpólitík eða það sem koma skal? Spyr sú sem ekki veit en hafði lúmskt gaman af öllu saman. Solveig K. Jónsdóttir. Tilkynningar Heilsugæzlulæknar skipaðir í nýju Lögbirtingablaöi er tilk. frá heilbrigð- is- og tryggingamálaráöuneytinu, þar sem sagt er frá skipan helsugæzlulækna til þess aö vera héraðslæknar, til næstu f jögurra ára, frá 1. júlí si. aðtelja. Héraöslæknarnir eru: Kristófer Þorleifs- son, Olafsvík, héraðslæknir í Vesturlandshér- aði, Pétur Pétursson, Bolungarvík, héraðs- læknir í Vestfjarðarhéraði, Friðrik J. Friðriksson, Sauðárkróki, héraðslæknir í Norðurlandshéraöi vestra, Olafur H. Odds- son, Akureyri, héraðslæknir í Norðurlands- héraöi eystra, Guðmundur Sigurðsson, Egils- stöðum, héraðslæknir í Austurlandshéraði, Is- leifur Halldórsson, Hvolsvelli, héraðslæknir í Suðurlandshéraði, og Jóhann Ágúst Sigurðs- son, Hafnarfirði, héraðslæknir í Reykjanes- héraði. Héraðslæknisstaða í Reykjavíkurhéraði er að lögum bundin við embætti borgarlæknis sem Skúli G. Johnsen gegnir. 1 fjarveru Olafs H. Oddssonar gegnir Gisli G. Auðunsson heilsugæzlulæknir á Húsavík, embætti héraðslæknis í Norðurlandshéraði eystra frá 1. júli 1982 til 1. ágúst 1983.1 fjar- veru Guðmundar Sigurðssonar gegnir Stefán Þórarinsson helsugæzlulæknir á Egilsstöðum embætti héraöslæknis í Austurlandshéraði frá 1. september 1982 til jafnlengdar 1984. Dýraverndarinn Ut er komiö Dýravemdarinn 2. tölublað 1982 — 68. árg. Meðal efnis er Aðalfundur Norræna dýravemdunarsambandsins, Minning — Ragnar Ragnarsson, Ályktanir aðalfundar SDl, Hve lengi vara hjónabönd? Bömin skrifa, skýrsla DA o. fl. Utgefandi er Samband dýravemdunarfélaga á íslandi. 1 ritnefnd eru Hjörtur Sandholt og Jórunn Sörensen (ábm.). Þjóðhátiðarblað Vestmannaeyja Ut er komið þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja. Meðal efnis eru ljóð og vísur eftir Hafstein Stefánsson, skipstjóra, grein eftir Áma Johnsen sem hefur titilínn „Þjóðhátíðartjald Gauja Manga”, „Þrír prestar, þrír læknar og þrjár læröar konur” eftir Baldur Johnsen lækni og „Ellirey á frelsi og fegurð lista” eftir Guðjón Ármann Eyjólfsson. Frfmex I fréttatilkyimingu frá Póst- og símamála- stjóm segir að, í sambandi við væntanlega frí- merkjasýningu á Kjarvalsstöðum hér í Reykjavík dagana 19. ágúst til 23. ágúst, verði þar opið sérstakt pósthús og gildi sérstakur póststimpill þar fyrir hvem hinna fimm sýningardaga Frímex-sýningarinnar eins og sjá má af póststimplunum hér aö ofan. Einar Sindrason háls-, nef- og eyrnarlæknir verður ásamt öðru starfsfólki Heymar- og talmeinastöðvar Is- lands á ferð í Búðardal og á Snæfellsnesi dag- ana 18.—22. ág. nk. Rannsökuö verður heym og tal og útveguð heymartæki. Farið verður á eftirtalda staði: Búðardal 18. ágúst Stykkishólm 19. agúst Grundarfjörð 20. ágúst Olafsvík 21. ágúst Hellissand 22. ágúst. Ársrit Geðverndar- félags íslands Ut er komið ársrit Geðvemdarfélags Islands, Geðvernd, 17. árg. 1981. Meöal efnis er: „Ofbeldi í íslenzkum f jölskyldum” eftir Hildi- gunni Olafsdóttur, Sigrúnu Júlíusdóttur og Þorgerði Benediktsdóttur, „Undirbúningur fyrir öldrun og vinnulok” eftir Sigrúnu Júlíus- dóttur, grein um Geðdeild Landspítalans eftir Tómas Helgason, „öryggiskennd bama og innlögn á sjúkrahús” eftir Gylfa Asmunds- son. Otgefandi er Geðvemdarfélag Islands. Tízkuhúsið Stella Nýlega var opnuð verzlun að Hafnarstræti 16. Verzlunin ber nafnið Tízkuhúsið Stelia og selur að mestu sérhönnuð fót frá eigin sauma- stofu. Veitir verzlunin einnig viðskiptavinum sínum þá þjónustu að sérsauma eftir máli og þá einungis úr ekta efnum eins og ull, silki og leðri. Hönnuður fatanna og eigandi sauma- stofunnar er Guðbjörg Stella Traustadóttir, kjólameistari. Meðeigandi hennar að verzl- uninni er Ingibjörg Sigurðardóttir. Dagvistun á einkaheimilum Umsjónarfóstrur með dagvistun á einka- heimilum vilja vekja athygli á að nú er sá tími, sem mest eftirspum er um dagvistun bama. Þeir sem hugsa sér að taka börn á heimili sín eru hvattir til að hafa samband við skrifstofuna að Njálsgötu 9 sem allra fyrst. Siminn er 22360 og 21496. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar - Dagvistun bama á einkaheimilum. Félagsstarf aldraðra í Kópavogi hefst nú á ný að sumarleyfum loknum. Verður farið í heimsókn í Kópasel í Lækjarbotnum á fimmtudaginn kemur og lagt af stað klukkan 10 árd. frá Fannborg 1. Verður komið aftur í bæinn um kl. 16. Þá er hárgreiðsludaman komin úr sumarleyfi og byrjar aftur á föstu- daginn í nýju húsnæði í Fannborg 2, á annarri hæð. Uppl. er hægt aö fá í síma 46611 eða 43963.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.