Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1982, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1982, Síða 10
10 Útlönd DV. FÖSTUDAGUR 13. ÁGUST 1982. Utlönd Útlönd Utlönd Hálfur mánuður liðinn frá byltingartilrauninni í Kenya: UPPREISNIN VAR MIKIÐ ÁFALL FYRIR KENYAMENN — Ekki eru þó neinar líkur á að Vesturlönd muni haf na „traustum bandamanni í óstöðugum Keimshluta” Daniel Arap Moi hyggst snúa sór i auknum mæli að vandamálunum heima fyrír eftir að hafa gegnt formennsku i Einingarsamtökum Afrikurikja i eittár. Nú þegar næstum hálfur mánuöur er liðinn frá hinni misheppnuðu byltingartilraun í Kenya eru stjórn- völd að reyna að gera sér grein fyrir því tjóni sem varö í peningum talið svo og þeim álitshnekki sem lýðræðið i landinu hefur orðið fyrir en það hefur fram til þessa verið talið hið stöðugasta í allri Afríku. Lífið í höfuðborginni Nairóbí hefur nú færzt í eðlilegt horf á ný, en margir íbúar Kenya láta i ljós þá skoðun að sú trú þeirra að byltingar- tilraunir væru bara eitthvað sem gerðist í öðrurn löndum álfunnar og „gæti ekki gerzt hér” hafi orðið fyrir alvarleguáfalli. Uppreisnin 1. ágúst síöastliðinn var illa skipulögð og uppreisnar- mennimir vom illa búnir vopnum. En uppreisnin var hápunktur vax- andi óróa á stjórnmálasviðinu í Kenya síðastliöna átta mánuöi. Á því tímabili voru margir hörðustu stjómarandstæðingarnir handteknir án réttarhalda fyrir þaö eitt að hafa gagnrýnt stjómina fyrir að ráða ekki við sífeilt versnandi efnahag landsins. Stjóm Danieis Arap Moi, sem verið hefur mjög hliðholl vestrænum þjóðum, breytti nýverið stjórnar- skránni á þann veg að eins flokks kerfi þaö sem verið hefur við lýði i Kenya frá því að landið öölaðist sjálfstæöi, hefur verið lögleitt. Að mati vestrænna stjómarerindreka er þetta merki um vaxandi viðkvæmni stjórnvalda fyrir gagnrýni. Ekki er vafi á því að sá stööugleiki sem einkennt hefur pólitískt líf í Kenya hefur beðið talsverðan álits- hnekki við byltingartilraunina og vafalaust á hún eftir að setja mark sitt á stjórnina á Kenya og stjóm- málalíf þar í tals verðan tíma. Eftir að stjórnin hafði tekið harðar á andstööu i landinu en dæmi vom til um frá því að Kenya losnaði undan brezkri stjóm og hlaut s jálfstæði árið 1963, komst stjómin að því að hún hafði líklega gengið of langt. Deild úr flughernum, þaðan sem sízt var vænzt andstöðu eftir því sem vest- rænir stjómarerindrekar segja, gerði uppreisn. Þó svo að ekki sé fyllilega ljóst hverjir það voru sem skipulögöu uppreisnina og hvert markmið þeirra var þá er þó ljóst aö uppreisnin var illa skipulögð. Uppreisnarmenn vom illa búnir farartækjum, olíu vopnum og mannafla. Án þess að hafa skriödreka eöa yfirburði í mannafla virðist svo sem uppreisnarmenn hafi treyst því að óánægja alþýðu manna meö versnandi efnahag landsins og mis- skiptingu gæðanna yrði til þess að almenningur myndi þegar í stað ganga í lið með byltingarmönnum. Flugmennimir náðu ríkis- útvarpinu strax á sitt vald og þvinguöu starfsmenn þar til að útvarpa í nafni „þjóðfrelsisráðsins” að stjórninni hefði verið steypt af stóli og með henni spillingu, harð- ræði, óstjóm og lögleysu. Þjóöin var hvötttil aðfagna. Ekki hafði hvatningin tilætluð áhrif. Engu að síöur flykktust þúsundir Kenyamanna, þar á meöal fjöldi stúdenta, út á götur Nairóbí og létu greipar sópa um verzlanir sem og uppreisnarmennirnir. Verzlunar- menn hafa metið tjónið vegna þessa upp á hundrað milljón dollara. Aðeins nokkmm klukkustundum síðar hafði herinn bælt uppreisnina niður. Um tvö þúsund hermenn úr flughernum höfðu þá veriö hand- teknir af um 2500 manna liði, sem stóð að uppreisninni. Vestrænir stjórnarerindrekar segja að ekki séu fyrir hendi neinar sannanir um aö uppreisnarmenn- imir innan flughersins hafi verið í sambandi við aðrar deildir hersins eöa andspymuhópa meðal þjóð- arinnar. En orðalag á tilkynningum frá „þjóðfrelsisráöinu” þann tíma sem það haföi útvarpiö á sínu valdi minnir mjög á orðalag í dreifiritum, sem stjómarandstæðingar hafa dreif t á liðnum mánuöum. I útvarpstilkynningum uppreisnar- manna var spilling stjómarinnar sérstaklega gagnrýnd og er þaö mjög líkt málflutningi þeim, sem vinstrisinnaðir stjórnarandstæð-' ingar hafa haldið uppi að undan- förnu. Moi forseti sagði í útvarpsávarpi eftir að uppreisnin hafði verið bæld niður að uppreisnarmennimir innan flughersins hefðu átt sína vitorðs- menn sem verið hafi í viðbragðs- stöðu. Sagði hann að þessir vitorös- menn hefðu bæði verið innan háskól- ans í Nairóbí og ólöghlýðin öfl önnur. Háskólanum var enda lokað og stúdentarnir sendir til heimabæja sinna þar til annaö yrði ákveðið. Moi forseti hélt því fram fyrr á þessu ári að 'þegar stjómartíð hans sem formanns Einingarsamtaka Afríku- ríkja væri úti myndi hann einbeita sér frekar en áöur að innanlands- málum. Margir vestrænir stjómar- erindrekar túlkuöu þessi ummæli hans sem svo aö hann myndi beita stjómarandstæðinga enn meiri hörku en áður. Ekki er ótrúlegt að byltingar- tilraunin eigi eftir að flýta þessum aðgerðum forsetans, ekki sízt meöal þeirra stúdenta sem hann hefur sakaö um aö efna til óláta undir merkjum „innfluttrar hugmynda- fræði”. Moi getur ályktað sem svo að uppreisnin sýni að þær aðgerðir, sem hann hefur áður beitt gegn stjórnar- andstæðingum, hafi ekki verið nægi- lega öflugar. Fjórir háskólakenn- arar höföu veriö handteknir áður en til uppreisnarinnar kom svo og George Anyona, róttækur þingmaður. En í fréttum blaða var hann bendlaöur við tilraunir til að mynda flokk sósíalista til mótvægis við stjómarflokkinn, Afríska þjóðar- sambandið (KANU). Tveir lögfræð- ingar höfðu einnig veriö handteknir og fyrmm þingmaöur sem sömu- leiðis haföi verið bendlaður við umræddan flokk sósíalista. En Moi gæti einnig ályktað sem svo að hertar aðgerðir gegn stjórnar- andstæöingum gætu dregið úr því áliti sem Kenya hefur notiö á alþjóðavettvangi. Um miðjan síðasta áratug dró talsvert úr te- og kaffiframleiðslu Kenya og gjaldeyristekjur þjóðar- innar minnkuöu aö sama skapi. Vaxandi olíureikningar og aukinn innflutningur á flestum sviöum sam- fara kreppu í heimsverzlun hafa komið efnahag Kenya í hinar verstu ógöngur. „Fangelsaðir stjórnarandstæð- ingar ala af sér fleiri stjórnarand- stæðinga, einkum á erfiðleikatímum,” sagði starfs- maður einnar alþjóðlegrar hjálpar- stofnunar um stöðuna í Kenya. „Ef Kenya ætlar að halda sínum vestrænu vinum og þá ekki sízt bönk- unum, þá verður Moi að halda landinuopnu.” „Vesturlönd hafa hingað til verið reiðubúin að hjálpa Kenya, traustum bandamanni í óstöðugum heimshluta og ekki sjást nein merki þess að það muni breytast,” sagði einn hinna vestrænu stjórnarerindreka. Bandarískir og kanadiskir ferðamenn við komuna til Nairóbi: „Ef Kenya ætlar sór að halda sinum vestrænu vinum þá verður Moiað halda landinu opnu." -GAJ. Stjórnarherinn iKenya. Hann brást ekki Moi forseta i öríagastundu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.