Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1982, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1982, Síða 9
DV. FÖSTUDAGUR13. AGUST1982. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Utlönd Umsjón: Gunnlaugur A.Jónsson Portisch þykir líklegur til sigurs íToluca Ungverski stórmeistarinn Lajos Portisch þykir einna líklegastur til sig- urs á millisvæðamótinu sem nú stend- uryfir í Toluca í Mexikó. Aö loknum 2 umferöum er Portisch efstur ásamt landa sínum Adorjan, Sovétmanninum Balashov og Júgóslavanum Hulak. Þeir hafa allir 1,5 vinninga. Adorjan vann Rodriguez frá Kúbu í gær og Balashov sigraði Rubinetti frá Argentínu. Hulak og Portisch geröu jafntefli svo og Yusupov frá Sovétríkj- unum og Ivanov frá Kanada. Skákir þeirra Polugaevsky og Nunn, Seirawans og Kouatly og Torre og Spassky fóru allar í biö. Portisch hefur um langt árabil verið í hópi allra fremstu stórmeistara heimsins. Líklegastir ásamt honum til aö berjast um þau tvö sæti sem veita rétt til áframhaldandi baráttu um heimsmeistaratitilinn eru Spassky, Polugaevsky og Adorjan, sem kom rækilega á óvart í síðasta millisvæöa- móti meö því aö komast áfram þaöan. Giovanni Spadolini Spadolini reynir áfram aðmynda stjórn Giovanni Spadolini, sem faliö hefur verið aö reyna að mynda nýja ríkis- stjóm á Italiu, sagöist í gærkvöldi halda áfram tilraunum sínum til aö mynda stjóm þrátt fyrir að hinn áhrifamikli Sósíalistaflokkur hafi í gær neitaö því aö taka þátt í fimm flokka samsteypustj óm undir hans f orystu. Eftir aö hafa rætt viö leiðtoga allra flokkanna sem aöild áttu aö fráfarandi stjóm greindi Spadolini fréttamönnum frá því í gær aö hann myndi í dag hefja nýjar stjórnarmyndunarviöræður. Spadolini, sem gegndi embætti for- sætisráðherra í þrettán mánuði, sagöi af sér í síöustu viku í kjölfar þess aö sósíalistar drógu sjö ráöherra sína út úr stjórninni. I gær hafnaöi Bettino Craxi, leiötogi sósíalista, síöan tilboði Spadolinis um aö endurvekja stjórnar- samstarfiö. Fráfarandi stjórn Spadolinis var sú 41. á Italíu frá stríðslokum. I' dtty Kenneth *fliKi>unda '•^JHásakar /VPlVestur- lönd Kenneth Kaunda, forseti Zambiu, hefur lýst þeirri skoöun sinni að kapítalismi Vesturlanda eigi sök á því aö fyrirhugaður fundur Einingarsam- taka Afríkuríkja í Líbýu í síöustu viku fór útumþúfur. Hann sagði á fundi meö fréttamönn- um er hann kom heim frá Líbýu aö viss ríki innan Einingarsamtakanna heföu verið talin á aö mæta ekki tii fundar- ins. Þar heföu ákveönar vestrænar þjóöir beitt þrýstingi. Hann sagöi hvorki hvaöa ríki Afríku né hvaöa ríki Vesturlanda hann ætti viö. Kaunda sagöi aö.Afríka væri þjökuö af fátækt, hungri, fáfræöi og sjúk- dómum. Mörg ríki Afríku væm í mik- illi skuld viö Vesturlönd og þess vegna ættu þau ekki auðvelt með aö standa gegn þrýstingi frá hinum kapítalísku rík jum V esturlanda. Hlé á bardögum f Beirút í f yrsta skipti í tíu daga: REAGAN AÐVARAÐI BEGIN ALVARLEGA — Sharon varð að láta í minni pokann á f undi ríkisst jórnar ísraels í gær Larry Speakes, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði í gær að Reagan for- seti hefði verið misboðið vegna fram- ferðis ísraelsmanna í Libanon og að hann hefði skýrt Begin, forsætisráð- herra tsraels, frá því að sprengju- árásir tsraelsmanna á Vestur-Beirút hefðu spillt fyrir samningaviðræðun- um um brottför skæruiiða PLO frá Líbanon einmítt á því stigi þegar árangur var að nást. Vegna hins mikla þrýstings frá Bandaríkjamönnum ákvað stjórn tsraels að hætta árásum sínum á Vestur-Beirút þrátt fyrir andstöðu Ariels Sharon varnarmálaráðherra. tsraelska stjórnin féllst einnig á vopnahlé en varaði við því að isra- elsku hersveitirnar sem sitja um Beirút myndu svara í sömu mynt ef skæruliðar hæf u árásir að nýju. Sharon varnarmálaráðherra viðurkenndi fyrir þingnefnd í gær að hann hefði verið ofurliði boriun innan ríkisstjórnarinnar þar sem hann hefði lagt til að „hernaðarþrýstingi” yrði haldið áfram gegn skæruliðum i Beirút. Talsmaður ísraelsstjómar sagðist ekki vita til þess að samningaviðræð- ur væru hættar en í bréfi Reagans til Begins sagði að siðustu árásir tsraelsmanna hefðu stöðvað samn- ingaviðræðurnar. Árásir tsraelsmanna á Beirút höfðu staðið linnulaust í ellefu klukkustundir þegar Begin ákvað að stöðva þær vcgna hótana Banda- rikjamanna. Þá höfðu ísraelskar herþotur farið meira en hundrað árásaferðir yfir Beirút. Habib, sendimaður Bandarikja- stjóraar, sagði að hinar gtfurlegu loftárásir israelsmanna hefðu komið í veg fyrir að hann gæti haldið samningaviðræðum áfram við Shafiq Al-Wassan, forsætisráðherra Libanons, sem er aðaltengUiður Bandarikjamanna við PLO-sam- tökin. Wassan sagði aö dráp og cyðing væru óskiljanleg þegar lausn deUunnar væri alveg á næsta leiti Wassan hafði einnig lýst þvi yfir að hann tæki ekki þátt i frekari samningaviðræðum roeðan loftárás- ir tsraeismanna héldu áfram. Franska logreglan hefur nú aukið viðbúnað sinn vegna sprengjutUræðanna í Paris að undanförau. Myndin var tek- in á mánudag vlð veitingahús gyðinga í borginni þar sem sex manns létu iífið í skotárás. Franska stjórnin endurskoðar baráttu sína gegn skæruliðum Franska ríkisstjórnin hefur tekiö baráttuaöferöir sínar gegn hryöju- verkamönnum til endurskoöunar og öryggislögregla landsins hefur aukið viöbúnaö sinn vegna hinna tíðu sprengjutilræða í borginni aö undan- fömu. Ríkisstjórnin hefur heitiö hinu 700 þúsund manna gyðingasamfélagi í landinu aö hún muni gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir frekari ofbeldisverk gegn gyðing- um. Frá Belgíu berast og þau tíöindi aö lögreglan í Antwerpen, þar sem fjöl- margir gyöingar eru búsettir, hafi auk- iö viöbúnaö sinn af ótta viö aö til svip- aöra atburða kynni aö koma þar og í Frakklandi að undanförnu. Alvarleg- astur þessara atburöa var síðastliöinn mánudag er sex manns voru skotnir til bana á veitingahúsi gyöinga í París og fjölmargir særðust. Pólland: MYNDUÐU VOPNAÐA ANDSPYRNU- HREYFINGU Atta manns. þar á meóal róm- versk-kaþólskur prestur, munu koma fvrir rétl i Póllandi siðar i þessum manuði. Þeim er gefið að siik að hafa stolnað vopnaða neðanjarðarhreyfingu i vetur sem beri ábvrgð á dauöa liig- reglumanns i febrúarmánuði siðastliðnum. Hópurinn veröur dæmtlur eftir þeim herliigum sem eru i gildi i landinu. Ilin opinbera PAP-fréttastofa sagði að mcnnirnir væru sakaðir um að stofna samsærishóp sem byrjað hefði með þvi að dreiía bréfum þar sem hvatt va>ri til andstiiðu við herliigin i landiuu og síðan hefði hópurinn stolið vopn- um frá íiigreglumiinnum. Félagarnir i hópnum stálu tvivegis vopnum frá liigreglu- miinnum au þess að sa-ra uokk- urn en i þriðja skiptið skutu þeir a logreglumann i Yarsjá og lez.t bann siðar af sárum þeim sem liann hlaut. Argentína: Vilja afnám herskyldu í landinu l m eitt þúsund argentinskar konur. þar a nteðal kvikmynda- framleiðendur, leikarar. mennta- konur og kouur úr viðskiptalífi landsins, hafa fjármagnað aug- lysingu sem birtist í' argentinsk- um bliiðum i ga-r. 1 auglysingunni er hvatt til þess að herskyldan i landiuu verði afnumin. Auglysingin er siigð vera upp- haf baráttu fyrir þ\ i að herskyld- au i landinu verði afnumin. I Falklandseyjastríðinu yar stor hluti argentinsku hcrmuiinanna uiigir piltar sem \oru að gegna tolf inanaða herskyldu sinni. Reyudust þeir hafa litið að gera i hendurnar a bre/ku hermiinnun- um. sent i miirgum tilfellum voru þrautþjálfaðir atvinnuhermeiin. 1 kjiilfar ósigursins gegn Hret um liafa margir liðsfuringjai i Argentinuher lyst sig hlynnta af- námi herskyldu og í þess stað verði þjalfaöur upp litill en iiflug- ur her at\ ititiumanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.