Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1982, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1982, Blaðsíða 13
DV. FÖSTUDAGUR13. AGtJST 1982. 13. / frihöfninni er bannað að taka á móti ávisunum, sem er nánast yfiriýsing um, að viðskiptavinir verzlunarinnar sóu allir svindlarar og bófar, segir Haraldur Blöndal. Chicagobctfans en lundemi kaupmanns- ins, sem telur eölilegt að koma á móts viö óskir viðskiptamanna sinna. Þjösnaskapur I Svíþjóö þar sem strangar reglur gilda um meðferð og sölu áfengra drykkja, er hægt að kaupa 3,5% öl í öllum matvöruverzlunum.' I áfengis- einkasölunni fæst sterkur bjór og öll vín og brennivín. I þessum vínbúðum liggja frammi bæklingar, þar sem sænskum eru kynntar tegundir vína og sagt af gæðum þeirra, — hvernig upp- skeran í Frakklandi hafi tekist eöa tek- ist ekki, — kynntar eru nýjar áfengis- tegundir, og óseljanleg vín eru jafnvel seld á útsölu. Og auðvitað liggja svo frammi bæklingar um, að vitanlega sé best að sleppa þessu öllu saman og skemmta sér án áfengis, en það sé meiraenmögulegt. Sú hræsni, sem hér ríkir í áfengis- málum, hefur ráðið því að svona eðli- legir viðskiptahættir eru bannaðir. í Flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli kemur fram sami þjösnaskapurinn gagnvart viðskiptavinum ríkisins. Ríkissjóður er eigandi að fríhöfninni og setur reglur um viðskiptahætti. Þar er bannað að taka á móti ávísunum en eins og ávisanir eru mikið notaðar á Islandi, er þaö nánast yfirlýsing um að viðskiptavinir verslunarinnar séu allir svindlarar og bófar. Er þó óhætt aö fullyrða, að oftar er til fyrir þeim tékkum, sem greitt yrði með í Fríhöfn- inni heldur en til er fyrir þeim ávísun- um, sem ríkissjóöur gefur út á spari- sjóð Seðlabankans. Og það er ekki nóg meö það, að íslensk yfirvöld neiti að taka við ávísunum, eða að menn noti greiðslu- kort, en þar á kaupmaðurinn aldrei neitt á hættu, heldur er allur vamingur auglýstur í erlendri mynt. Stundum er kvartað undan því, að borgarlegt flug og flug varnarliösins sé í grennd við hvert annað — stjórn- málaflokkar hafa það jafnvel að mark- miði aö aðskilja þetta tvennt á Keflavíkurflugvelli. Eg hef aldrei skilið þennan pempíuhátt gagnvart hermönnum. Miklu frekar er öryggi í því að flugvöllurinn skuli vera herflug- völlur jafnframt og í svo miklu sam- býli við vamarliðið. Þetta fælir frekar flugræningja og hryöjuverkamenn frá, — en aldrei er að vita, hvar þeir djöflar slá næst. Það særir mína þjóðerniskennd miklu meira að sjá allar vömr í flug- stöðinni merktar í bandaríkjadollumm og gera mér grein fyrir því, að íslensk mynt er ekki til, heldur er hún platpen- ingar, sem stjómvöld reyna að fela fyrir útlendingum. Og er von að krón- an haldi verðgildi sínu, þegar þeir, sem eiga aö verja hana, nota hana hvergi sem viðmiðun? Haraldur Blöndal. Frelsi og Guðmundarfrelsi lækkunum að óhjákvæmilega kallar á breytt skipulag. Um það munu flestir sammála. En hvaða skipulag? Eg reyndi að gefa ábendingu um það í áöur áminntri grein í Þjóðviljanum og uggir mig að við Guömundur H. Garðarsson yrðum seint sammála um það efni, þótt ekkert skuli fullyrt um það hér. Þjóðir heims hafa brugðist við þessum nýju aðstæðum með ýmsu móti og er ekki svigrúm til aö rekja það hér. Uppskrift Guð- mundar að lausn vandans er eins slæm og orðið getur og skal hennar því getið að nokkru. Hann flutti fyrir svo sem þrem árum, í slagtogi með nokkrum frjálshyggjupostulum og leiftursóknarhönnuðum, frumvarp til laga þar sem segir m.a. að ein- staklingum auk annarra aðila skuli heimilað aö reka útvarpsstöðvar. Þar segir jafnframt orðrétt: „.. .skal. .. útvarpsstöðvum heimil- að að afla tekna'meö auglýsingum eða sérstöku gjaldi vegna útsend- ingar fræöslu- og kynningarefnis eða annars efnis, sem viðskiptavinir við- komandi stöðvar kynnu aö vilja koma á framfæri við almenning.” Þetta frumvarp varð sem betur fór ekki að lögum, en ekki leikur minnsti vafi á því að viö eigum eftir að sjá rykiö dustað af því á ný. Við skulum því gera okkur grein fyrir því að þarna var gerð tilraun til að innleiða verstu tegund gróðahyggjufjöl- miðlunar þar sem tjáningarfrelsið gengur kaupum og sölum og buddan er samviskan. Það er þessi tegund fjölmiðlunar sem gerði Richard Nixon að forseta vestur í Banda- ríkjunum (sjá t.d. The Selling of the President eftir Joe McGinnis) og Ronald Reagan á eftir honum. Það er líka þessi tegund fjölmiölunar sem sálgaöi þeim fræga þætti Löðri þegar auglýsendur lokuðu buddunni. Það skal viðurkennt og á það bent, aö í ofangreindu frumvarpi var sett inn ákvæði um að einkaútvarpsstöðvar skyldu ,,. . .virða tjáningarfrelsi og gæta fyllstu óhlutdrægni gagnvart öllum flokkum og stefnum í opinber- um málum, stofnunum, félögum og einstaklingum.” Eg tel hins vegar fullsannaö af reynslu okkar og ann- arra að sem næst ókleift sé að kalla menn til ábyrgðar á grundvelli slíkra ákvæða. Þetta hygg ég lika að flutn- ingsmenn hafi gert sér ljóst. Hafna auglýsingum Eg tel efalítið aö í framtíðinni veröi ýmsum aöilum sem starfa til almannaheilla veitt heimild til sjón- varps- og hljóövarpsrekstrar. Þar koma til greina sveitarfélög, fjölda- hreyfingar,, jafnvel hagsmunasam- tök og stjómmálaflokkar. Þegar þetta verður gert í einhverjum mæli, eins og t.d. í Noregi, Frakklandi eða Svíþjóð, svo nefnd séu nýleg dæmi, verður ekki vinnandi vegur að þreng ja einhverri hlutleysiskvöð upp á aðstandendur þessara stöðva, og enda öldungis ástæðulaust. Aö hinu leytinu tel ég að algerlega verði að koma í veg fyrir að þessar stöðvar afli sér tekna með auglýsingum eða „sérstöku gjaldi” vegna útsendinga. Til þessa liggja fjölmargar ástæður, en hin mikilvægasta er sú að með því aö koma í veg fyrir auglýsingar er tryggt að ekki stundi aðrir útvarp en þeir sem eru reiðubúnir að leggja eitthvað í sölumar, annað hvort 'vinnu eða fjármuni. Auglýsingaút- varp og -s jónvarp, hefur verið tiltölu- lega fátítt í Vestur-Evrópu fram á síðustu ár, en hins vegar verið alger- lega ríkjandi í Bandaríkjunum þar sem menn hafa á seinni ámm reynt að kaupa sig undan ófögnuöinum með kapalstöövum. Líklegt má telja aö sú fmmstæða fjármögnunarað- ferð að dæla auglýsingum yfir sak- lausa sjónvarpsnotendur sé á undan- haldi í heiminum og því er engin ástæöa fyrir Islendinga að ganga lengra í þá átt en þegar hefur veriö gert af hálfu Ríkisútvarpsins. Meö því að hafna auglýsingum til að fjár- magna þessa fjölmiðlun er búið í haginn fyrir raunvemlegt frelsi í ljósvakanum, andstætt því frelsi sem stjómast og takmarkast af gróðafíkn og laðar að sér fjármagn í ávöxtun- arskyni. Þess má geta hér að stuttu eftir að breskum frjálshyggjumönn- um tókst illu heilli að koma á laggirn- ar auglýsmgasjónvarpi í Bretlandi, var haft eftir Thompson sáluga lá- varði, sem fékk sjónvarpsleyfi, að slíkt leyfi jafngilti heimild til seðla- útgáfu. önnur ástæða til að hafna auglýs- mgurn er sú að það gífurlega fjár- magn sem fer í auglýsingar er end- anlega borið af kaupendum aug- lýstra vara. M.ö.o. einn voldugur aug- lýsingamiöili í viöbót táknar hækkað vöruverð í landinu og aukna verö- bólgu. Þriðja ástæðan er sú aö Ríkis- útvarpiö getur misst spón úr aski sín- um, en áriö 1980 fékkst nær helming- ur tekna hljóðvarpsins og nær fjórð- ungur tekna sjónvarpsins af auglýs- ingum (sjá Arsskýrslu Ríkisútvarps- ins 1980). Þarna er vissu'ega feitan gölt að flá, en afleiöingir yrði av- andi eymd Ríkisútvarpsins eóa stór- hækkuð afnotagjöld að svo miklu leyti sem hún birtist ekki í hækkuðu vöruverði sem fyrr greinir. Ég hef nú í nokkuö löngu máli deilt á Guðmund H. Garðarsson, fv. al- þingismann, og vil ekki láta undir höfuö leggjast að þakka honum fyr- ir það tilefni sem hann hefur gefiö mér til að reifa þetta sameiginlega áhugamál okkar beggja frá minu sjónarmiði. Að endingu vil ég leiðretta þann at- hyglisverða misskilning Guömundar að ég sitji í útvarpsráði fyrir Alþýðu- bandalagið. Það geri ég ekki og hef aldrei gert. Hins vegar var ég kosinn til að vera varamaður formanns út- varpsráðs árið 1971, og tók það sæti fyrir tilmæli þáverandi mennta- málaráðherra, Magnúsar Torfa Olafssonar, sem ég mat mikils og met enn. Hvorugur okkar leit svo á að ég væri fulltrúi eins eða neins flokks í þessu skyldustarfi sem ég gegndi meö ánægju, enda var það ekki erilsamt og stóð nokkru skemur ín til var stofnaö. Þorbjörn Broddason. „ Guðmundur H. Garðarsson er i skrifum sinum um fjölmiðla boðberi þeirr- ar dólgafrjálshyggju sem heimtar einkaleyfi á frelsishugtakinu," segir Þorbjörn Broddason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.