Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1982, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1982, Page 6
6 DV.FÖSTUDAGUR13. AGUST1982. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Loks fáum við aftur nýjar kartöf lur: 12 tonna sending frá Þykkvabæ á markaðinn Eftir langa biö eru nýjar íslenzkar kartöflur loks aftur komnar á mark- aðinn. Er hér um aö ræöa kartöflur frá Þykkvabæ og kom fyrsta sendingin meö flutningabíl til Reykjavikur á miðvikudag. Voru það 12 tonn aöallega gullauga, en einnig ostara og aörar tegundir. Verð á 2 1/2 kg pokum er 44,25 kr. Aö sögn Eövalds B. Malmquist, yfir- matsmanns garðávaxta, eru horfur á sprettu sérlega góöar, en kartöflumar sem nú koma á markaöinn voru settar niöur 20. maí. Til samanburöar má geta þess aö í fyrra komu fyrstu nýju íslenzku kartöflumar ekki á mark- aðinn fyrr en um 20. ágúst. Eðvald kvað erfitt aö segja til um hvaö upp- skeran á öllu landinu yröi mikil í ár, en ef tíö héldist þokkaleg og sprettan færi fram úr meöallagi, mætti búast viö um 200.000 tunnum. Er þaö langt umfram neyzlu á íslenzkum kartöflum, sem er um 140.000 tunnur. Eövald sagöi aö kartöflumar sem nú væm aö koma á markaöinn væru ákaflega vandmeöfarnar. Þær heföu verið teknar upp meö vélum og ef aö hýöiö flagnaði viö upptökuna snar- minnkaöi geymsluþol þeirra. Ekki kvaöst hann vita hvort meira magn af íslenzkum kartfölum væri væntanlegt á markaöinn, það myndi alveg fara eftir eftirspurn. -SA. Nýju kartöflurnar í Grænmetisverzlun landbúnaöarins koma frá Þykkvabæ og eru þær stórar og fallegar. Þessar eru af tegundinni ostara, en byrjaö var aö rækta þá tegund á íslandi fyrir nokkrum árum. Þykja þær henta vel í franskar kartöflur og til bökunar. DV-mynd: GVA. „Kvikmyndaúrvalið batnað mikið undanfama mánuði” segir Ástþór Ægir Gíslason í Vídeóbankanum „Viö emm nú meö á sjöunda hundrað titla til leigu og emm sífellt aö bæta við okkur, því að viðskiptavin- unum fer ört fjölgandi,” sagöi Ástþór Ægir Gíslason í Vídeóbankanum er viö litum inn hjá honum um daginn. Tiiefniö var aö kynna okkur litillega leigukjör á myndbandaleigunum og þær myndir sem standa leigjendum til boöa. Ástþór sagöi aö langflestar mynd- imar væm framleiddar í Bandaríkj- unum og Bretlandi. Myndir frá öðmm löndum væm sárafáar og þeir sem legöu leiö sína á myndbandaleigur þeirra erinda aö ná sér í franskar, þýzkar eöa japanskar myndir myndu sennilega þurfa aö snúa tómhentir heim. Myndirnar em flestar fengnar frá Danmörku eöa Bretlandi. Sumar eru lánaðar til sex mánaöa frá vídeó- klúbbi í Danmörku, en flestar em myndimar keyptar til eignar. ,dlver einasta mynd er lögleg,” sagöi Ástþór og bætti því viö aö flestar myndbanda- leigur hefðu nú losaö sig viö allar ólöglegarmyndir. Vinsælastar era spennumyndir ýmiss konar, svo sem leynilögreglu- myndir og annað í þeim dúr. Aö sögn Ástþórs njóta góöir vestrar og stríös- myndir einnig ætíö mikilla vinsælda. ,,Annars hefur úrvaliö batnað mikiö undanfama mánuöi, hér áður vom einu löglegu myndirnar ákaflega lélegar. Þetta voru oft „döbbaöar” myndir, t.d. ítalskar myndir sem enskt tal haföi verið sett inn á. Utkoman var oft á tíðum sú aö tal, hreyfingar og lát- bragð passaöi engan veginn saman.” Ástþór sagöi einnig aö viðskipta- vinirnir væru úr öllum stéttum og á öllum aldri. „Ég get nefnt sem dæmi aö tvær konur á áttræðisaldri em á meðal minna beztu viðskiptavina,” sagði Astþór. 1 júní sl ákváðu flestar myndbanda- leigur á höfuöborgarsvæðinu að samræma leigugjöld sín á mynd- böndum og myndsegulböndum og var Vídeóbankinn aðili aö því samkomu- lagi. Ef myndband meö einni kvik- mynd er leigt í einn dag kostar það 50 kr. Sé myndbandið leigt til lengri tíma lækkar veröiö í 30 kr. á dag á ööram degi leigutímans. Barnaefni, sem er innan viö klukkustund að lengd, kostar 40 kr. á dag. Þá er hægt að fá leigð myndsegulbönd og kostar þaö 180 kr. á dag, óháö því hvort tækiö er leigt í einn dag eða lengur. Að sögn Ástþórs hefur hann tvívegis tapað myndsegulbands- tækjum. I fyrra skiptið var tækið týnt í fjóra mánuöi, en síöara tækiö hefur enn ekki komiö í leitimar. Til aö fá myndsegulbandstæki leigö verður aö sýna persónuskilríki og sama gildir um útleigu á mynd- böndum. Þó kvaðst Ástþór gera undan- tekningar varöandi myndböndin ef um væri að ræða fólk sem komið værí um langan veg, t.d. ofan úr Mosfellssveit. Þá léti hann stundum nægja aö skrifa hjá sér númerið á bíl viðkomandi. En myndsegulbandstæki sagöist Ástþór aldrei leigja án framvísunar persónu- skilríkja. -SA. Astþór Ægir Gíslason við nokkur þeirra myndbanda, sem Vídeóbankinn hefur til leigu. ..ar myndirnar em fyrir VHS-kerfi, en að sögn Astþórs era langflest myndsegulbönd á íslandi af þeirri tegund. Þó kvaðst Ástþór um tima einnig hafa verið með myndir fyrir Beta-kerf ið, en hann hefði nýverið hætt því. DV-mynd: EinarÓlason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.