Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1982, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1982, Blaðsíða 5
DV. FÖSTUDAGUR13. AGÚST1982. 5 NÓGAFKRÆKI- BERJUM í LÓNI Mikil berjaspretta er í Lóninu nú í sumar, en vantar þó sennilega viku upp á aö berin veröi reglulega góö. I Öræfum og Suöursveit lítur heldur verr út, berin eru lítil og spretta ekki umtalsverð. Sæmilegt útlit er í Álfta- firöi. Á öllum þessum stööum var fólk þó sammála um aö tínsla væri ekki al- vegtímabærenn. A þessu svæði er mest um krækiber, minna ferfyrir bláberjunum. JB/Júlía Imsland, Höfn. Norðurlandsumdæmi eystra: Alögð gjöld 63,4% hærrí en í Álögö gjöld í Noröurlandsumdæmi eystra í ár eru samtals 400.758.000 kr., samkvæmt álagningaskránni, sem lögö var fram í vikunni. Hækka álagningargjöldin því um 63,4% frá því í fyrra. I ár voru opinber gjöld lögö á fyrra 19.993 gjaldendur, en gjaldendur voru um 200 f ærri í f yrra. Eftirtaldir einstaklingar eru þeir gjaldhæstu í Noröurlandsumdæmi eystra í ár. 1. Leó Sigurðsson, útgerðarmaður, Akureyri, 381.000 kr. 2. Araór Karlsson, kaupmaður, Akureyri, 365.000 kr. 3. Gauti Arnþórsson, yfirlæknir, Akureyri, 348.000 kr. 4. Magnús Stefánsson, læknir, Akureyri, 331.000 kr. 5. Teitur Jónsson, tannlæknir, Akureyri, 322.000 kr. 6. Baldur Jónsson, læknir, Akureyri, 306.000 kr. Eftirtaldir lögaöilar eru þeir gjaldhæstu í Noröurlandsumdæmi eystra íár. 1. Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri, 2. Útgeröarfélag Akureyringa, Akureyri, 3. Verksmiðjur SÍS, Akureyri, 4. Slippstöðin hf., Akureyri, 5. Fiskiöjusamlag Húsavikur hf., Húsavík, 6. Kaupfélag Þingeyinga, Húsavik, 13.336.000 kr. 3.453.000 kr. 3.276.000 kr. 2.286.000 kr. 2.253.000 kr. 2.115.000 kr. Itrekaöskalaöekkierumendanlega skattar veröa ekki ljósir fyrr en allar skatta aö ræða heldur álögö gjöld sam- kærur hafa veriö teknar til greina og kvæmt álagningarskrá. Endanlegir skattskrá umdæmisins liggur fyrir.-SA. Hln nýju heimkynni Arnarflugs á Reykjavíkurflugvelli hýsa bæði vörumóttökuogfarþegaafgreiöslu. FARÞEGAR OG VORUR UNDIR SAMA ÞAK HJÁ ARNARFLUGI Arnarflug hefur nú tekiö í notkun stærri og endurbætt húsakynni fyrir afgreiöslu innanlandsflugsins á Reykjavíkurflugvelli. Er nú búiö aö koma bæöi farþega- afgreiðslu og vörumóttöku undir eitt og sama þakið. Eigin vöruafgreiösla á aö geta bætt mjög þjónustu viö viö- skiptavinina og er opið alla daga frá kl. 7-23. Utlar breytingar hafa orðið á flug- áætlun félagsins. Þó veröa teknar upp að nýju meö haustinu feröir til Grundarfjarðar, þar sem nýverið var lokið viö gerö 800 metra langrar flug- brautar. -JB. VEGAGERD HUGSANLEG MEÐ SPRENGISANDSLÍNU hef ur þó ekki komið til tals ennþá, segir Helgi Hallgrímsson ,,Eg veit ekki til þess aö vegagerð yfir Sprengisand hafi veriö skoöuö í þessu sambandi, enda varla tímabært enn þar eö ákvöröun hefur ekki veriö tekin um línusvæöi," sagöi Helgi Hallgrímsson, forstjóri tæknideildar Vegagerðar ríkisins í samtali viö DV. Fyrir skömmu birtist frétt í blaðinu af rannsóknum Landsvirkjunar á heppilegu línusvæði fyrir 220 kw norðurlínu, sem leggja á frá Hrauneyjafossi til Akureyrar. Þrír möguleikar eru fyrir hendi, en bezti kosturinn talinn sá aö taka línuna norður Sprengisand aö Fjórðungsvatni og noröur eftir endilöngum Bleiks- mýrardal. Menn hafa velt vöngum yfir hvort þama væri ekki komið upplagt tækifæri, ef af verður, til aö leggja greiöfæran og varanlegan veg yfir Sprengisand. „Þaö eru engin áform uppi um vega- gerö á þessum stööum eins og er,” sagöi Helgi. „Þaö eru þrjár leiöir sem liggja norður yfir Sprengisand. Teljast þær allar aöalfjallvegir og er haldiö viö í samræmi viö það. Hitt er annaö aö auövitað er æskilegt aö ef á annaö borö er fariö út í gerö slóöa eöa vegar vegna línulagna, aö þá séu skoöaðir möguleikar á nýtingu þess í þágu fleiri. Fyrst þarf þó aö finna heppilegasta línustæöið, áöur en nokkuð annaö er skoöaö frekar.” -JB Barna- gallabuxnajakkar Stærðir: 4—14 Verð 170 kr. ALLUR SUMAR- FATNAÐUR á ótrúlega góðu verði Loðfóðraðir barnajakkar Stærðir: 4—14 Verð 299 kr. Opið til kl. 22 SENDUM í PÓSTKRÖFU Gallabuxur 14 oz. Stærðir: 25, 26, 27, 28 og 29. Verð 99 kr. JIS ('A A A m m L.OL; i— i_li_ A A A ‘ « — LJ tiULuj | SEii Lj UUQ J ' ■ n uijunjnn-iff ■iUHnBaUliMllllÍllln., Aukning sf. Hringbraut 121 1. hæð. Sími 10600.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.