Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1982, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1982, Blaðsíða 14
14 DV..FÖSTUDAGUR 13. AGUST1982. Spurningin Drekkurðu sykurlausa gos- drykki? Ásdis Schram nemi, 19 ára: Já, ég tek ekkert mark á þessum aövörunum. Fær maður ekki krabbamein af öllu? Ástvaldur Magnússon skrifstofustjóri, 61 árs: Eg drekk afar lítiö af gos- drykkjum og þá með sykri. Ragnhildur Björnsson snyrtisér- fræðingur, 38 ára: Svolitiö, en ekki mikiö. Eg veit ekki hvað er til í því aö þetta sé hættulegt en mér líst nú ekki á ef þaöer rétt. Brynja Öskarsdóttir, skrifstofustúlka og sölumaöur, 52 ára: Já, annars drekk ég afskaplega lítiö nema soðið vatn og holla og góða drykki. Guöný Kristmanns sendill, 16 ára: Nei, eiginlega ekki, en ég drekk þá kannski síðurnú. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Launþegi hersins vill fá kaupið sitt: „Mér er fjandans sama hvað þú færð í kaup” — varsvarið Arngunnur Jónsdóttir, Njarðvikur- braut 11,1-Nj.: I dag varö ég vitni aö furöulegum viðtökum sem launþegi hjá hernum fékk á launaskrifstofu þeirra. Má ég til meö aö lýsa undrun minni, þar sem ég hef heyrt mikiö um þessi mál hér suður frá (Keflavík—Njarövík), en ekki þoraö að trúa aö fullu þar til núna. Þaö viröist vera fastur liöur hjá þeim á launaskrifstofunni ef upp kem- ur einhver villa í launum (sem er undarlega algengt)), þá þarf alltaf aö flækja launþega fram og til baka og skapa honum eins mikil vandræöi og erfiöi og hægt er. Svo tekur þaö jafnvcl vikur og mánuöi aö fá leiðréttingu mála sinna og þá er oftast komin upp ný villa. Mistök eru mannleg og í svo stóru bákni er mikil pappírsvinna í kringum alla hluti. Sjálf hef ég unnið á launa- skrifstofu fyrir mörg hundruð manns en ekkert var þar þessu líkt. Til þess aö bendla ekki saklaust fólk viö í þessum skrifum mínum, þá verö ég að nefna þann eina mann sem mestri skapraun veldur hjá laun- þegum og þaö er sá sem ég hitti í dag, hann heitir Guömundur Jónasson. Hef ég ekki heyrt á aöra minnzt í þessu sambandi en öllum ber saman um álit sitt á þessum manni, þ.e. þeim sem hafa lent í klónum á honum. Þannig er mál meö vexti aö maðurinn minn sem er á launum hjá hemum hefur ótal sinnum lent í vand- ræöum út af launum sínum. Þó keyröi um þverbak í sumar er hann var veikur og var lagður inn á spítala. Kom fyrirframáætlaö sumarfrí hans inn í veikindatímabiliö og var hann óvinnufær fram yfir sumarfrí. Þaö vill til aö hann er ekki rúmliggjandi lengur þannig aö hann hefur þurft aö standa í ströngu útaf launum sem hann hefur ekki fengið greidd en hefur fullan rétt á. Hann sendi inn allan tímann mjög samviskusamlega öll læknisvottorð jafnóöum og hann fékk þau. Af þeim týndust tvö og þurfti hann þar að auki aö eltast viö trúnaöarlækni þeirra (hjá hernum) og fá aukalega vottorð hjá honum yfir allt tímabiliö. Þaö versta í þessu öllu saman var þaö sem maðurinn minn þurfti aö þola í hvert sinn er hann þurfti aö tala viö Guömund Jónasson. Þess vegna tók ég mig til og fór meö honum í dag til þess aö sjá þetta fyrir- bæri á launaskrifstofunni. Hann var reyndar búinn að fara nokkrar ferðir áöur. Guðmundur Jónasson reiknar út laun íslenzkra starfsmanna og ætti því aö vera meö samninga allra stétta viö hendina. Maöurinn minn skilaöi inn hellingi af uppáskrifuöum plöggum frá yfir- mönnum og læknum. Guömundur reyndi aö finna eitthvaö að öllu en gat ekkert fundið. Sagöi hann þá aö hann (maöurinn minn) fengi bara daglaun (sem eru aðeins helmingur launa hans) seinni mánuðinn sem hann var veikur. Mótmælti maöurinn minn því þar eö samningamir frá því í vetur segja allt annaö. Kemur þá í ljós aö Guömundur hefur ekki hugmynd um hvaö er rétt í þessu máli og dettur ekki í hug aö reyna að athuga þaö. Hann segist bara borga hálf laun. Sjáldan hef ég oröiö eins undrandi er Guömundur lét út úr sér: „Mér er fjandans sama hvaö þú færö í kaup.” Maöurinn minn spuröi þá hvort hann passaði ekki upp á sín laun? Svaraöi Guömundur: „Eg passa sko upp á aö ég fái rétt laun ég labba bara út í næsta hús og fæ upplýsingar um rétt laun fyrirmig.” Félag mannsins míns hefur einn trúnaðarmann. Hann hefur oft staöiö í ströngu og lýsi hér meö samúö minni með honum eftir þessi stuttu kynni mín af Guðmundi. Trúnaðarmaöurinn er í fríi sem stendur og vogaöi ég mér aö spyrja Guðmund hvar viö stæöum á meðan hann væri í burtu. Guömundur svaraöi: „Þiö getið kallað saman fund hjáfélaginu.” Maöurinn minn er alls ekki sá eini sem hefur oröið illa úti í þessari baráttu um sjúkralaun. Einn vinnu- félaga hans slasaðist illa á vinnustaö fyrir 5—6 mánuöum. Viö hittum hann í dag á vinnustað þar sem hann neyddist til aö byrja aö vinna aftur, hálfóvinnu- fær, þar sem hann hefur ekki fengiö greidd rétt laun alla þessa mánuði. Þetta er f jölskyldumaður. Aths.: Forráðamaður lesendasiðu DV hafði samband við Guömund Jónasson, starfsmann á launaskrifstofu hersins. Vildi Guðmundur ekki tjá sig um málið aö svo stöddu. „Launin duga ekki tilþess aö skrímta segir H.S. meðal annars í bréfi sínu H.S.skrifar: Er ekki skattheimtan aö drepa okkur lágiaunafólkiö? Eg þarf ekki aö spyrja ykkur því ég get sýnt fram á aö svo er. Þaö er ótrúlegt hve mikla beina skatta viö þurfum aö borga af launum okkar. Mig langar að sýna ykkur hvernig dæmiö leit út hjá mér á síðasta ári,tekjulegaséö. Eg vann allt árið frá kl. 8.30 til 19 og 20 á kvöldin. Auk þess lagöi ég þaö á mig aö vinna oft um helgar. Og þá bæði laugardaga og sunnudaga. Fyrir alla þessa vinnu tókst mér aö hafa kr. 101.000. Eri hvaö skeður svo ekki um daginn? Jú, ég fæ glaöning frá skattinum. Mér er gert að greiða krónur 29.000 í skatta af þessu kaupi. Dæmiö gengur ekki upp h já mér. Ég bý í leiguhúsnæði og er leigan nú kr. 2.500 á mánuöi. Leiguna fýrir þetta ár hef ég orðið aö borga fyrirfram. Þetta gera krónur 36.000,- Þetta þýddi aö ég varö að taka lán sem ég þarf auðvitað aö borga vexti af. Segja má því aö leigan sé mér öllu hærri. Þá áætla ég krónur 5.000 á mánuöi i mat. En þaö gera um 60.000 krónur. Fyrir leigu og mat eru því komnar 90.000 krónur. Og þá á maður eftir að borga ljós, hita, síma, klæöa sig og sjá fyrir barninu sínu. Get ég ekki séö hvemig hægt er aö ætlast til aö maöur borgi svo háa skatta. Enda sýnist mér ég vera komin í skuld við þjóöfélagiö, sem erfitt verðuraögreiöa. Vona ég hér meö að lágtekjufólk verði ekki skattlagt á svo grófan hátt. Launin duga varla til aö skrimta af — hvaö þá aö borga skatta af þeim. H.S. kvartar undan skattbyrði i bréfi sínu. Hún er einstæð móðir, ieigir ibúð, hefur aðeins 101.000 kr.i tekjur en þarf að borga 29.000 i skatt. „ Vemdari viðurstyggðarinnar” Loftur Jónsson svarar grein Þorleifs M. Magnússonar í DV þann 6. þ.m. Loftur Jónsson skrifar: Eg þekki ekki greinarhöfund, sem með oröum sínum gerist talsmaður „jákvæðrar kynvillu” og þar með um- ræddrar viðurstyggðar. Beint er til mín ákveöinni spumingu, sem ég hlýt aö svara. En fyrst kemur öriítill formáli: Bréf mitt var ritað rit- stjóm DV, þar sem ég, sem einn af áskrifendum DV, taldi þaö skyldu mína viö guð og menn aö vara við slíkri og þvílíkri uppsetningu, sem gat að lesa á forsíöu blaösins. Sú ,,mat- reiðsla”, sem á lævíslegan hátt er reidd fyrir okkur í fjölmiðlum, um „jákvæð” boðorösbrot, er fyrirlitlegog mál eraö linni. Talaö er um og ritað um „jákvæö morö” og þá í sambandi viö fóstureyö- ingar og jafnvel „líknarmorö” og tii- svarandi meö hin boöorðin. Jafnvel er talið „jákvætt” aö skrumskæla fyrsta boðoröiö á alia vegu og jafnvel gengiö svo iangt, af vissum hópi fráviliinga, aö ákalla austurlenzka púka meö nafni og þykir fínt, a.m.k. fæst nóg rúm í fjölmiölum þegar á þarf aö halda fyrir „boöskapinn”. Um þetta var alit sagt fyrir af Jesú Kristi og eitt sterkasta táknið, sem hann sagöi fyrir um, að tími endalok- anna-uppskerutíminn-dómstímabiliö, mundi þekkjast af; er einmitt kynvillu- upplausnin, eins var á dögum Nóa og á dögum Lots. Formála er lokið og vil ég svara spumingu þinni vegna tiivitnunarinn- ar úr III Mósebók. 20:27, og hvort ég sé bókstaflega sammála þessum oröum. Hér er verið aö fiska eftir hvort ég muni vera sammála hegningar- ákvæðunum: „skal lemja þau grjóti”. „Bréfþitt er viðurstyggð” — segir Þorleifur M. Magnússon um skrif Lofts Jónssonar f DV þann 27.7. sL Þorietfor M. MagnásMB tkrtfar: Elxku Loftur, ég lat bréf þitt vand- lega og tá mig tilneyddan til aö leyfa þér og öDum öðrum tem áhuga hata á kynvillu, öfgum og fordómum, aö beyra álit mitt á umræddu bréfl. Eg hélt tatt aö tegja aö menn eins og þú væru ekki tU hér á landl, mmn sem fara samvizkusamlega eftlr „guösorö inu" og þola ekki aö út af beri í barátt- unni vtöhlöilla. En alla vega fannst mér bréf þitt viöurstyggö, sú tama viöurstyggö og þú talar sjálfur um. Eg erekki aötala um blóðsök, þó þess konar athafnlr séu þér mjög ofarlega i huga, heidur aö þú skulir leyfa þér aö kalla manncskjur bónir án þess aö þekkja nokkuð tU og aö skreyta þetU svo meö guösoröi. Hvilikikörnrn! ViöUliö sjáift fannst mér ágctt, korou þar jákvcöar hliöar á kynvlUu i Ijút. Andlega og líkamlega samstiUtir menn aem eru ekkert aö abbast upp á fólk, eru eins og þeir vilja vera. Þeir eru ekki á höttunum eftir ungum strákum. Aftur á móti eru „heilbrlgö- ir” menn oft hiaupandi á eftir smá- stelpum með rnunnvatnsUumana lekandi niöur munnvikin. Þeir eni ekki tákn hku illa, hórur sero stuöla aö heirnsendi. 1 Mósesbók 20:13 (Ekki 20:11 eins og þú segir) stendur: .Jæggist maður meö kar lmanni sem kona vcri þá fremja þdr báöir viöurstyggð; þeir skulu lifiótnir veröa.” Þessu hampar þú og þykir tD heyra. I sömu bók III Mósesbók 20:27 tegir ,,Og hafi maöur eöa kona scringaanda eöa spásagnaranda, þá skulu þau líf- látin veröa; skal lemja þau grjóti; blóösök hvílir á þeim:” Þessu ert þú sennUega sammála iika svona bóksUf- lega.eöahvaö? Ofsóknlr eru leiöindamál og finnst mér Loflur hafa gert llla aö fordama náungann á þennan veg. 1» Þorlclfi fannst vlöuliö viö Guöna Bald- ursson um SamtöUn ”78 gott því aö þar befðu Jákvcðar hliöar kynvUlu komiö I Ijós. Loftur sogir Þorieif vera i hópi þeirra manna sem einungis viiji hártoga guðsorð, en ekki skilja. Þorleifur virðist vera einn af þeim mörgu, sem leitar aö guðsorði einungis til að hártoga og vill ekki skilja. Gengur jafnvel svo langt aö segja bréf mitt viðurstyggö, en athugar ekki, aö um leiö er hann að segja aö guðsorð standist ekki í þessu sambandi, en til orðsins vitnaði ég eingöngu. Svo upp- sker sem sáir. Þú viröist ekki vilja vita, Þorleifur, aö drottinn Jesús Kristur tók á sig syndir mannanna með krossfestingu sinni og þar meö uppfyllingu lögmálsins og dóminn. Hann yfirtók þannig hegningarákvæö- in og mun réttvíslega dæma. Ekki lét Hann grýta hórseku konuna, en sagði henniaðsyndga ekki framar. Eg trúi því aö kalli maður eöa kona yfir sig særingaranda eöa spásagnar- anda af hinu illa, veröi uppskera þeirra eins og til er sáð og lýk svari mínu með orðum drottins okkar og frelsara úr Matth. 5:17 „Ætlið ekki, aö ég sé kominn til þess að niðurbrjóta lögmáliö eöa spámennina; ég er ekki kominn til þess að niöurbrjóta, heldur til þess að uppfylla; því sannanlega segi ég yöur: Þangað til himinn og jörö líða undir lok, mun ekki einn smá- stafur eöa einn stafkrókur lögmálsins undir lok líða, unz allt er komiö f ram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.