Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1982, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1982, Blaðsíða 8
iV.'.V.VAV.V.VAV.V.V.V.V.V 8 DV. FÖSTUDAGUR 13.ÁGUST 1982. Hjónamiðlun og kynning er opin alla daga. Svarað í síma 26628. Kristján S. Jósefsson Laus staða Kennarastaöa í hagfræöi viö Menntaskólann við Hamrahlíö er laus til um- sóknar. Um er aö ræöa hlutastarf, 1/2 — 2/3 fullrar stööu. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir með ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 30. ágúst n.k. Umsóknareyöublöö fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 11. ágúst 1982. ov óska eftir BLAÐBERA í hluta af Sudurbœ frá og med 1. sc/J. UMBOÐSMAÐUR SANDGERÐI SU N-kvartmílukeppni Laugardaginn 14. ágúst kl. 2 e.h. Keppendur mæti kl. 12. Keppni nr. 3 til íslandsmeistaratitils. Keppt í öllum flokkum. Nýir keppnisbílar. Bikarar gefnir af Austurbakka hf. SUN mótorstillitæki. Stjórnin *I *T ■* ÍV/WW.V.V.VAVAVJV.WWWAVW/AVAVAÍ Allir á vöifínn “HAUKAR!~ Mœtið á leik Í.K. OG HAUKA á Kópavogsvelli „ kl.l9íkvöld Afram Haukar A m Útlönd Útlönd Útlönd Öryggisráðið ályktaði enn um Líbanon öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktaði enn í gær um Líbanonmál- ið og hvatti samhljóöa til þcss að bar- dögum yrði þegar í stað hætt og ítrekaði kröfu sina um að friðar- gæzlumenn Sameinuðu þjóðanna fengju að koma til Beirút til þess að tryggja að vopnahié yrði virkt þar og að brottflutningur skæruliða PLO gætl farið friðsamlega fram. ísraelsmenn hafa tvívegis áöur hafnað samþykktum öryggisráðsins þar sem farið er fram á að friðar- gæzlumenn frá Sameinuðu þjóðun- um komi til Beirút. Stjarna úr meira en 70 kvikmyndum fallin í valinn: HENRYFONDA LÍZTÍGÆR — Reagan f ór viðurkenningarorðum um hinn látna leikara Leikarinn Henry Fonda, stjama úr meira en sjötíu kvikmyndum, lézt úr hjartabilun í Los Angeles í gær, 77 áragamall. Shirlee, fimmta eiginkona leikar- ans, var við rúmstokk hans þegar hann lézt. Böm hans, Jane og Peter Fonda, sem bæöi eru eins og faöir þeirra heimskunn fyrir kvikmynda- leik, flýttu sér til sjúkrahússins strax og þeim bámst tíöindin. Ekki em nema tæpir níu mánuöir síðan Fonda vann sín fyrstu óskars- verðlaun sem bezti kvikmyndaleik- ari ársins. Verölaunin fékk hann fyr- ir leik sinn í kvikmyndinni On Golden Pond (Síðsumar) þar sem hann þótti túlka frábærlega vel aldraöan mann sem stóö frammi fyrir hmmleika og dauöa. Fonda notaöi hjartagangráö síö- ustu mánuði lífs síns og var aö mestu bundinn viö hjólastól eöa varö aö styðjast viö hækjur síöustu átján mánuöina sem hann lifði. Frá þeim tima vék hin 49 ára gamla eiginkona hans og fyrrverandi flugfreyja, Shirlee, sjaldan frá hliö hans. Hún skiptist á viö börn hans, Jane og Peter, um aö sitja viö rúm hans Enginn veit með neinni vissu hversu margir óbreyttir íbúar hafa látið lífið i styrjöidinni i Líbanon. En engum ætti að dyljast að þjáningar óbreyttra borgara hafa verið skelfilegar. Myndin er af litlum dreng sem særðist illa á höndum í einni af fjölmörgum loftárásum ísraelsmanna á Bcirút aö undan- förnu. Henry Fonda flytur ávarp eftir að hafa hlotið heiðursóskarsverðlaun i hittifyrra. En það var ekld fyrr en fyr- ir tæpum níu mánuðum sem hann hlaut loks óskarsverölaun fyrir bezta frammistöðu karlleikara á árinu. Þá var hann orðinn sjúkur og gat ekki veriö viðstaddur verðlauna- afhendinguna. Jane Fonda, dóttir hans, tók við verðlaununum fyrir hans hönd. eftir aö hann haföi verið lagöur inn á sjúkrahús um síðustu helgi. Þaö var í fjóröa sinn á síðustu 18 mánuðum sem hann var lagöur inn á sjúkra- hús. Fonda haföi einnig átt viö krabbamein aö stríöa frá því í apríl 1979. Ferill Fonda sem kvikmyndaleik- ara nær yfir meira en 54 ár. Hann fór meö aðalhlutverk í fjölmörgum þekktum k vikmyndum, þar á meöal: The Grapes of Wrath, The Ox-Bow Incident, Young Mr. Lincoln, 12 Angry Men, Jesse James, og Mr. Roberts. Vinir hans sögöu aö allt framundir það síöasta heföi hann verið aö svipast um eftir góöu hand- riti sem hann gæti endað ferii sinn meö. .JF'aöir minn var réttsýnn og rétt- látur maöur og ég tel aö þaö hafi komið fram í list hans jafnt sem einkalífi,” sagði Peter sonur hans aö honum látnum. Reagan Bandaríkjaforseti, sem sjálfur var kvikmyndaieikari hér á árum áöur eins og alkunna er, fór viðurkenningaroröum um Fonda í gær og sagöi að þau Nancy heföu orö- iö mjög hrygg aö frétta af dauða hans. Kyrkti samfanga sína í hefndarskyni fyrir leka til lögreglunnar Italski nýfasistinn Pierluigi Concutelli, sem afplánar lífstíöar- fangelsi fyrir morö á dómara, kyrkti í fyrradag samfanga sinn í öryggisfang- elsinu í Novara á Italíu. Er þetta í annaö skiptið á átján mánuöum sem Concutelli myröir samfanga sinn. Síðara fórnarlamb Concutelli var Carmine Palladino, 35 ára gamall maöur sem handtekinn var grunaöur um aö hafa átt aöild aö sprengingunni miklu í Bologna sem kostaöi 85 manns lífiö fyrir tveimur árum. Fangaveröir urðu þess ekki varir hvaö gerzt haföi fyrr en Concutelli kom að máli við þá og sagðist hafa „bundið enda á Palladino.” Aö sögn fangelsisyfirvalda gaf Concutelli þá skýringu á moröinu aö Palladino heföi boriö ábyrgö á dauða annars nýfasista, Giorge Vale að nafni. Sá var skotinn til bana af lög- reglunni í úthverfi í Róm í maí síöast- liðnum. Palladino var kyrktur meö nælon- þræði er hann var við leikfimisæfingar ásamt öörum föngum í fangelsisgarö- inum. Concutelli var dæmdur til lífstíðar- fangelsis árið 1978 eftir að hafa veriö sekur fundinn um morö á dr. Vittorio Occorsio, mikils metins dómara í Róm, sem vann að rannsókn á starf- semi leiðtoga ný-fasista. I apríl á síöasta ári kyrkti Concutelli annan samfanga sinn aö nafni Ermanno Brezza. Sá haföi áöur veriö liösmaður í hreyfingu ný-fasista en snúizt hugur og veitt lögreglunni ýms- ar upplýsingar um hreyfinguna. Fyrir þaö hefndi Concutelli meö því að kyrkja hann er hann var við æfingar í fangelsisgarðinum eins og Palladino síðar. Forstööumanni fangelsisins sem Concutelli dvelur í var í gær vikið úr starfi og sögöu yfirvöld aö forstööu- maöurinn hefði brugðizt í starfi sínu. Concutelli heföi átt aö vera í einangr- un. Öafsakanlegt væri aö láta hann fremja morð á ný sem væri spegil- mynd hinsfyrra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.