Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1982, Blaðsíða 4
4 DV. FÖSTUDAGUR13. AGUST1982. Dyttað að trillunni sinni Þegar fréttaritari okkar á Eskifiröi, Emil Thorarensen, vai á ferö á Gjögri nýlega rakst hann á pennan gamla heiöursmann, Valdimar Thoraren- sen. Hann var aö dytta aö trillunni sinni og hyggst fara á handfæri viö tækifæri, þótt hann telji útlitið ekki vera sem bezt. Valdimar hefur verið lengi til sjós og i inn man tímana tvenna. Hann hefur ; ís og svo margir aörir sjómenn lent í h akningum viö að draga björg í bú. Einhvem tíma skolaði honum fyrir borö og aftur inn á dekk. Segir sagan aö hann hafi orðið hinn versti viö þegar honum var bjargaö, því að honum leiö svo ljómandi vel í sjónum, missandi meðvitundina. A kreppuárunum veiddi Valdimar saltfisk eins og þeir kalla þaö, sjó- ararnir. Lítiö var þó aö hafa, bölvaö aflaleysi og veröhrun á þeim gula í þokkabót. Varö áhöfnin því aö taka þátt í rekstrinum. Og kom þaö oft og iðulega fyrir aö eftir árið þóttust menn sleppa vel meö 200 kall í tekjur. Nú eöa þá bara koma út á sléttu eftir úthaldiö. Já, þaö voru ekki alltaf jólin í þá daga frekar en nú. —JGH/Emil. Valdimar Thorarensen á Gjögri man timana tvenna. Stefán Skarphéðinsson hdl. nýskipaður sýslumaöur Baröstrendinga. Barðstrend- ingar fá nýjan sýslumann Stefán Skarphéöinsson, héraösdóms- lögmaöur á Patreksfiröi, hefur veriö skipaöur sýslumaöur í Baröastrandar- sýslu. Tekur hann við því embætti 15. ágúst. Tveir sóttu um starfiö auk Stefáns, þeir Haraldur Blöndal, hæstaréttarlög- maöur og Ríkharöur Másson, dómara- fulltrúi. -JB Færeyskur f iskibátur: SKAUT UPP NEYÐ- ARBLYSIÁN NOKKURRAR ÁSTÆÐU Þaö óvenjulega atvik varð skammt suðvestan af Eldey í fyrri- nótt, aö færeyskur fiskibátur skaut neyöarblysi á loft án þess að nokkur hætta væri á feröum. Sáu nokkur íslenzk skip blysið og tilkynntu um þaö strax til Slysavarnarfélagsins. Slysavarnarfélagiö hóf um leið aö kalla uppþauíslenzkuskipsem vitað var um aö væru þarna á veiðum. Og svöruöu þau öll. Voru þau beöin um aö gá aö skipi er væri í hættu statt á þessum slóðum. Þaö voru svo skipver jar á vélbátnum Gunnjóni frá Sandgerði, sem heyröu í talstööinni hvar skipverjar á tveimur fær- eyskum fiskiskipum voru aö tala saman. Voru þeir spuröir hvort þeir vissu eitthvað um neyöarblysiö. Kom í ljós að annar bátanna, hand- færabáturinn Radhamar, haföi skotið blysinu upp. Ætlaöi hann aö láta hinn bátinn vita af sér og greip til þessa undarlega ráðs. Þess má geta aö Slysavarnar- félagiö var komiö í viðbragösstööu og var búiö að hafa samband við Landhelgisgæzluna um aö fá aðstoö þyrlu viö aö leita. Aö sögn Slysa- vamafélagsins eru menn furðu lostnir að sjómenn geti látið sér detta í hug aö misnota neyöarblysin eins og gert var í þessu tilviki. -JGH. 60 ÁRA AFMÆU ÁRÆJARKIRKJU —14 ára organisti spilaði Messað var á Ábæ í Austurdal í Skagafiröi sunnudaginn 8. ágúst síöastliöinn. Ábær er eyðijörð. Hefur ekki verið búið þar síðastUðin 40 ár. Er venja aö messa þar einu sinni á ári, um sextándu sumarhelgina. Séra Ágúst Sigurðsson á MæUfelli messaöi og minntist þess aö kirkja þessi átti 60 ára afmæli þennan dag. Tvennt var sérstakt viö þessa guðsþjónustu. Yngsti kirkjuorgan- isti landsins spilaði í kirkjunni. Var það María, dóttir séra Ágústs, en hún er 14 ára gömul, var fermd í vor. Skilaði hún hlutverki sínu meö mik- iUi prýöi. Annaö var hitt aö einn maöur var þarna staddur sem var við vígslu kirkjunnar fyrir 60 árum, Björn Egilsson frá Sveinsstöðum. Um 80 manns komu tU kirkjunnar, margir á bUum og nokkrir á hestum. Aö lokinni guösþjónustu bauö Monika Helgadóttir á MerkigiU, en hún er kirkjuhaldari Ábæjar, öUum kirkjugestum tU hinnar veglegustu kaffidrykkju. Veður var hið fegursta þennan dag, útsýni og landslag stórbrotiö og fagurt. Mun þessi dagur veröa mörgum er þama voru eftirminni- legur. JB/Sigfús, Skagafirði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Útvarp Norðurland góðan dag Gamla guf uradíóiö er nú að færa út kvíarnar noröan heiða og ætlar aö byrja meö Útvarp Noröurland á morgun. Þaö tók útvarpið yfir 50 ár aö hefja reglubundnar útsendingar frá Akureyri. Með sama áframhaldi má reikna með aö Vestfirðingar fái sitt útvarp eftir 150 ár eöa svo, verði útvarpshlustun þá enn við iýði. Þaö er gott tU þess að vita, að Út- varp Norðurland skuli nú taka tU starfa. Vonandi veröur dagskráin aö norðan gerö af venjulegu fólki fyrir venjulega hlustendur. Það er nóg komið af þeim áhrifum sem klíkur og sértrúarhópar hafa á starfsemi út- varpsins i Reykjavík. Nú er svo kom- ið á þeim bæ, að jafnvel dagskrárlið- ir sem eru sérstaklega kynntir sem efni fyrir alla fjölskylduna eru út- bíaðir í áróðri gegn Bandaríkja- mönnum. Hingaö tU hefur sá áróður einkum verið rekinn í fréttatímum og plötukynningum. Vinstri áróður- inn í Útvarp Reykjavík hefur veriö svo magnaður, að daglega eru aUar reglur um hlutleysi stofnunarinnar þverbrotnar. Morgunblaðið eitt hef- ur þorað aö rísa upp tU andmæla gegn þessari misnotkun. MótmæU annarra blaða hafa verið svo mátt- laus að ekki er orð á gei andi. Útvarp Norðurland á hins vegar að starfa aUsjálfstætt, eftir því sem fréttir herma og dagskrá þess ekki bundin á klafa kontórista um borð í móðurskipinu. Norðlendingar hafa á aö skipa afbragðsfólki tU aö segja fram fróöleik og afþreyingu ýmsa i tali og tónum. Þeim hefur lengi svið- ið það, að útvarp allra landsmanna skuli heita Útvarp Reykjavík. SlUtt þykir ekki góð latina fyrir norðan. Þó ekki væri nema þess vegna, þá fagna þeir tUkomu útvarpsstöövar á Akur- eyri. Fyrir okkur hina er gott tU þess að vita, aö nú skuli þykja hsgt að framleiða reglubundna útvarpsdag- skrá utan Skúlagötunnar. Þetta ýtir undir þá sjálfsögöu kröfu að hér fái fleiri útvarpsstöövar að starfa en gamla gufuradíóið. Ef vel tekst tU meö Norðurlandsútvarp á vegum rikisins ætti öUum að verða það ljóst, að hæfUegur fjöldi útvarpsstöðva er þaö sem koma skal. TU að byrja með ætla þeir fyrir norðan að vera með sina dagskrá fyrir aUa landsmenn, en ekkert er því tU fyrirstöðu að þeir hef ji innan skamms staðbundnar út- sepdingar frá Akureyri. Það fer vel á því, að fyrsti útvarpsstjóri á Norður- landi skuli vera Jónas Jónasson, son- ur Jónasar Þorbergssonar, sem var fyrsti útvarpsstjóri landsmanna og lengi ritstjóri á Akureyri. Jónas Jónasson er einn fárra útvarps- manna sem hafa látiö sig lands- byggðina skipta máii á liðnum ánun og gert sér grein fyrir að víðar er mannlíf en við Faxaflóa. Hefur hon- um orðið vel ágengt við að fiska upp fólk með útvarpshæfUeika vitt og breitt um landið. Útvarp Reykjavik er orðin lúin stofnun, svo að ekki sé meira sagt. t meira en hálfa öld hefur útvarpíð taUð það skyldu sina að boða lands- mönnum sinfóníuboðskapinn. Þetta ku vera liður í menningarútbreiðslu stofnunarinnar. Um árangurinn er það helst að segja, að eftir að hafa út- varpað sinfóníum i hálfa öld kom í ljós, að örlítið brot af hlustendum kærði sig um slíkt útvarpsefni. Þá báru þeir útvarpsstjórar því við, að tónlistin hefði ekki verið kynnt nógu vel. Manni skUdist að það hefði gleymst að taka það fram i kynning- um, að nú yrði flutt efni sem aUir hefðu gaman af. Og enn heldur út- varpið áfram að sarga sínum sinfóní- um i eyru hlustenda, hvað sem hver segir. Enginn sannur tónUstarunn- andi leggur hins vegar eyrun við þessum hljómleikum Skúlagötu-liðs- lns. Menn hlýða á góða tónlist heima í stofu af sínum steríófóni. Hér er ekki veriö að heimta popp- músik daginn út og daginn inn. En Útvarp Reykjavík veröur aö fara aö ákveða hvaða hlutverki þaö ætlar aö gegna í framtiðinni. Hvort reka skal llfandi útvarpsstöð eða ekki. Það þýðir litið að ráða yfir útvarpsstöö ef ekki eru nýttir þeir möguleikar sem hnn býður upp á. En kannski menn hrökkvi upp við samkeppnina frá Út- varp Norðurland? Svarthöföi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.