Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1982, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1982, Blaðsíða 29
DV. FÖSTUDAGUR13. ÁGUST1982. 37 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið íslendingurbúsetturá Grænlandi: Mikil stéttaskipting hér” Þótt Grænland sé þaö land, sem næst er tslandi eru fáir Islendingar sem þangaö hafa komiö. Þeir eru þó enn færri sem búa þar. Ingibjörg Friðbjörnsdóttir hefur búiö á Grænlandi síöan hún fór þangað árið 1979 á myndlistarskóla í Nuuk (Godtháb). Nú býr hún í Narssaq, á suðurodda Grænlands, meö sambýlismanni sínum, Nikolaj Davidsen. Ingibjörg fór til Nuuk til aö læra myndlist viö listaskóla þar. „Mér fannst Grænland svo stutt frá okkur og fannst ég vita svo lítið um landiö. Mér fannst spennandi hin gamla grænlenska menning,” sagöi húnviöDVnýlega. I Nuuk kynntist hún Nikolaj, grænlenzkum sjómanni, sem átti heima i Narssaq og þau fluttust til heimabæjarhans. Ingibjörg segir aö þaö sé gott aö vera Islendingur á Grænlandi. ,,Það er erfiðara fyrir Dani. Þaö eru oft árekstrar á milli. ” „Þaö er enn ekki búiö aö ná fullu launajafnrétti. Iðnaðarmennirnir koma flestir frá Danmörku og þeir eru á hærri launum. Danskir kennarar fá ýmis hlunnindi, sem þeir grænlenzku fá ekki. Grænlenzka verkalýöshreyfingin er oröin mjög sterk. Meövitundin hefur aukizt mjög mikiö, bæöi fyrir og eftir heimastjórn. Árekstramir veröa helztáfylleríum.” „Þaö er mikil stéttaskipting hér,” segir Ingibjörg. „Danimir eru yfir- leitt meö hærri stööur og halda sig saman.” Ingibjörg vinnur fyrir sér meö ýmiss konar vinnu — í frystihúsi, bæjarvinnunni, á krám og ööru slíku. En í frítímanum stundar hún myndlistina af kappi. Flest verka hennar eru úr grænlenzkri náttúru eöa mannlífi. „Þetta er hobbí,” segir hún. „Eg get ekki lifað af þessu.” Ingibjörg talar dálitla grænlenzku og er sennilega ein af fáum sem leggja þaö á sig. „Þaö er gert of létt fyrir mann aö lifa án grænlenzkunnar,” segir hún. ,JIér er allt bæöi á dönsku og grænlenzku. Þaö setur ekki nógu mikla pressu á mann.” -Þó.G. Ingibjörg Friöbjörnsdóttir við nokkur málverka sinna, sem hún hafði á samsýningu i skólanum i Narssaq. Nikolaj og Ingibjörg verzia i matinn á fiskmarkaði þar sem veiðimenn hafa afla sinn á boðstólum. Hljómsveitín Hrim spilará lokaathöfninni á hátíðarhöldunum vegna 1000 ára afmœlis landnáms Eiriks rauða á Grænlandi. DV-mynd Þó. G. Hrím á Grænlandi: „Trúbadorar fyrir kóngafólkið” I einni veizlunni, sem var haldin til heiðurs þjóðhöföingjunum, sem heimsóttu Suður-Grænland í síöustu viku raskaöi það ró Islendinganna í daufu matarboði þegar allt í einu heyrðist hressilegt lagiö: „Ríöum, ríöum, rekum yfir sandinn ...” Hljómsveitin haföi áöur spilað ljúfa, gamlanorræna söngva. Þegar sama hljómsveit spilaöi svo viö lokunarathöfnina kom í ljós aö þetta var Hrím frá Islandi. „Þaö var ægilega gaman aö vera svona trúbadorarfyrir kóngafólkið,” .sagöi Matthías Kristiansen, einn meölimur hljómsveitarinnar. Matthías sagöi aö hugmyndin um hljómleikaferð til Grænlands heföi fæðzt þegar Hilmari J. Haukssyni, öðrum Hrímara, heföi veriö boöið aö sigla til Grænlands á víkingaskipi sem hefði átt aö senda þangað í tilefni 1000 ára afmælisbyggöar norrænna manna á Grænlandi. Ekkert heföi orðiö úr ferö víkinga- skipsins en þeir heföu byrjað aö ræða hugmyndina við Hjálmar Ólafsson, formann Norræna félagsins. Nokkru seinna hefði svo Hjálmar fengið skeyti um aö Grænlendingar vildu gjarna fá íslenzka hljómsveit í heimsókn á hátíðina. „Um miðjan júní var þetta neglt niöur,” sagöiMatthías. Þeir eru ánægöir með Grænlands- förina. Fyrstu dagana segjast þeir hafa verið alveg eins og túristar. „Nú höfum viö spilað svolítiö og fólk er fariö að bjóöa okkur heim og brosa til okkar á götunni. Þaö or öðruvísi en heima þar sem enginn brosir,” sagði Matthías. Þeir hafa þegar haldiö tónleika í heimahúsi og í bát á Grænlandi. Einnig hafa þeir spilað fyrir dansi í Julianeháb-hallen íQuqortoq. Þeir taka ekki við neinum peningum fyrir. „Viö erum fyrst og fremst aö þessu ánægjunnar vegna,” sagði Hiimar. Þeir sögöu að Qaqortoqbær sjái um uppihaldið, SAS- .flugfélagið hafi gefiö tvo miöa og þrír hafi verið keyptirfyrirstyrki. „Eini kostnaðurinn er bjórinn,” sagöi Matthías. Auk Hilmars og Matthíasar, eru í hljómsveitinni Hrim; Einar Lárus- son, Sigurður Ingi Ásgeirsson og Wilma Young, frá Hjaltlandseyjum viö Skotland. -Þó.G. Ætla að verða eins góður og Amór — ef ekki betri Knattspyrnuáhugi hefur ávallt veriö mikill á Húsavík, og skiptir aldur þar engu máli. Fréttaritari DV hitti einn ungan Húsvíking þar sem hann var á fullu meö boltann sinn og sýndi skemmtilega takta. Drengur- inn sem er tólf ára gamall heitir Ölver Þráinsson. Hann kvaöst hafa mikinn áhuga á fótbolta, og heföi byrjað aö æfa meö fimmta flokki Vöisungs á Húsavik í maí á þessu ári. Áhuginn hafi vaknað hjá sér þegar Goöi bróöir hans hafi gefiö honum fótboltabúning og skó. „MérfinnstVölsungurgott lið, og sérstaklega fimmti flokkur sem ég æfi meö. Viö æfum þrisvar sinnum í viku og heitir þjálfarinn Kristján Kristjánsson — mjög góöur þjálf- ari,” sagöi þessi geðfelldi ungi Hús- víkingur. Aðspurður kvaöst ölver ætla aö veröa eins góður og Amór Guðjohnsen — ef ekki betri. -GSG/Guðbrandur Jónsson Húsavik. ölver Þráinsson sýnir hir snilldartakta með knöttínn og er greinilegt að hann hefur alla burði tíl að ná langt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.