Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1982, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1982, Blaðsíða 11
DV. MIÐVIKUDAGUR 25. AGÚST1982. 11 Lokið er vlðað grafa fyrir nýbyggingu Stjórnunarskólans á Tunguvegi 19 A. Konráö Adolphsson er búinn að gera samning við bygginganerktaka um smíði hússins. Og lögfrsðingur borgarverkfræðings segir að byggingarleyfið verði ekki aftur kailað. íbúamir í næsta nágrenni eru hins vegar æfir vegna byggingarinn ar. DV-mynd Þó.G. Bygging Stjórnunarskólans mikið hitamál: íbúamir í næsta nágrenni æfir vegna byggingarinnar tbúar við Skógargerði, Tunguveg, undir. Voru þeir að mótmæla bygg- fundi sínum síðastliðinn þriðjudag. Á máliö. Ljóst er að byggingarsaga Konráð Adolphsson, sem rekur Litlagerði ognokkrir viðSogaveg af- inguStjómunarskólanssemáaðrísa 'þeim fundi var Hjörleifur Kvaran, þessa húss er nokkuð undarleg. DV Stjómunarskólann. hentu borgarráði nýlega mótmæla- á lóð númer 19 A við Tunguveg. Borg- lögfræðingur borgarverkfræðings, ræddi því við fólk sem skrifaði undir -JGH. skjal sem sextíu þeirra höfðu skrifað arráð fjallaði síðan um mótmælin á beðinn um aö semja greinargerð um mótmælaskjalið, Hjörleif Kvaran og Ibúar við Skógargerði: „Húsið hefur komið okkur algjöriega i opna skjöldu” „Þetta hús hefur komið okkur aigjörlega í opna skjöldu,” sögðu íbúar viðSkógargerði, sem DV ræddi við. „Að sjálfsögðu erum við ekki á móti því að byggt verði á lóðinnL En að reisa slíka byggingu inni í miðju ibúðarhverfi er gjörsamlega út í hött. Samkvæmt teikningum sem við erum með sést að hér ér um þriggja hæða hús að ræða. Á fyrstu og ann- arri hæð eru mjög stórir salir, sem mjög líklega verða notaðir undir samkvæmi, þegar svo ber undir. Þá er það mjög mikil röskun að fá hér stanzlausa umferð fólks á kvöldin. En skólinn er að mestu með starf- semi sína á þeim tíma. Við viljum að byggð verði íbúðar- hús á lóðinni sem falli inn í um- hverfið hér. Gætu tvö hús hæglega komist fyrir á lóðinni. Allir ibúamir hér í grenndinni eru eindregið á móti þessu. Skógargerði er til dæmis lítil gata, nánast botnlangi og hér er mjög lítil umferð. Hvemig fólk sem kemur á bílum á eins og fjörutíu manna námskeið ætlar að finna stæði fyrir bíla sína er okkur hulin ráðgáta. Að vísu er gert ráð fyrir að bílastæði hússins verði um 24 talsins. En það sést strax að það dugir engan veginn. Skólinn á því eftir að valda mikilli röskun hér í hverfinu.” sögðu íbúar við Skógargerði að lokum um þessa umdeildu byggingu. -JGH. Konráð Adolphsson: „Tómur misskiln- ingurhjáþeim sem mótmæltu” „Þetta er tómur misskilningur allt saman hjá íbúunum,” sagði Konráð Adolphsson er DV bar þetta mál und- irhann. „Þeir halda að ég ætli aö leigja salina undir einhver jar skemmtanir, en það er alrangt. Hugmynd íbúanna er því úr lausu lofti gripin. Ég tel að þeir sem skrifuðu undir mótmæla- skjaliö hafi verið blekktir. Þeim var talin trú um að hér yrði um tómar skemmtanir að ræöa. Þeir skrifuðu undir, en ég bendi á það að það þarf sérstök leyfi til að halda skemmtanir útiíbæ.” — En nú var teikningu þinni hafn- að árið 1977 á þeirri forsendu að byggingin væri of stór. Var rökrétt að leggja síöan fram teikningar af ennstærrahúsi? „Mér fannst það alls ekki óeðli- legt,” sagði Konráð Adolphsson. -JGH. Hjörleifur Kvaran, lögf ræðingur borgarverkf ræðings: „byggingarsaga hússins MERKILEG 0G FRÓDLEG” Byggingarsaga þessa húss ermjög merkileg og á margan hátt fróðleg,” sagði Hjörieifur Kvaran lögfræðing- ur borgarverkfræðings um byggingu Stjómunarskólans. En Hjörleifur hefur samið greinargerö fyrir borg- arráð vegna þessa máls. „Forsaga málsins er sú, að Stjóm- unarskólinn fékk umrædda lóð í apríl árið 1975. Teikningar byrjuðu síðan að berast 1977. Og á fundi Skipulags- nefndar 21. nóvember sama ár var teikningunum hafnaö. Gerðu þær ráð fyrir 2750 rúmmetra húsi. Þá var einnig gerð athugasemd viö nýting- arhiutfall byggingarinnar, en það var 0.5. Teikningunum var sem sagt hafnað af Skipuiagsnefnd vegna þess að þær gerðu ráð fyrir of stóm húsi. Einnig þótti óþjált aö hafa slíka byggingu í íbúðarhverfi. Arið 1978 era síðan samþykktir skiimálar um byggingarlóðina varð- andi byggingamöguleika á henni. I marz 1980 bámst síðan nýjar teikn- ingar af húsinu. Þær voru samþykkt- ar bæði í Skipulagsnefnd og Bygg- inganefnd. Það sem er merkilegt við þær teikningar er stærð byggingar- innar. Þar er nefnilega gert ráð fyrir 3430 rúmmetra byggingu meö nýt- ingarhlutfalli 0.96. Svona var þetta samþykkt og síöan staðfest í borgar- stjóm. Og það er ljóst að byggingar- leyfið verður ekki afturkallað,” sagði H jörleifur Kvaran að lokum. -JGH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.