Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1982, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1982, Page 12
DV. MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGtJST 1982. 12 Útgófufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjórí: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvœmdastjóri og útgófustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Rítstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoðarritstjóri: HAUKUR HBLGASON. Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. _j Rítstjóm: SÍÐUMÚLA12-14. SÍMI86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 3X SÍMI27022. Afgreiösla, óskriftir, smóauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLT111. SÍMI27022. Síml ritstjómar 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12.Prentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNN119. ____Áskriftarverð ó mónuði 120 kr. Verð í lausasölu 9 kr. Helgarblað 11 kr. __. Rambað áyztu siðanöf Þegar Eggert Haukdal var eftir dúk og disk búinn að sjá, að ríkisstjórnin er léleg og svifasein, lýsti sú upp- götvun sér í andstöðu hans við bráðabirgðalögin, sem eru þó sennilega hið skásta, sem ríkisstjórnin hefur gert. Þetta má hann auðvitað. Alveg eins og Alþýðuflokkur- inn má vera á móti aðgerðum, sem þingflokksformaður hans hafði sagt stolin úr vopnabúri sínu. Og alveg eins og Sjálfstæðisflokkurinn má heimta hærra kaup á herðar atvinnuveganna. Það er hefðbundinn réttur stjórnarandstöðu að fá að vera ábyrgðarlaus. Þess vegna skrifaði Geir Hallgríms- son langa grein í gær, þar sem ekki kemur fram ein ein- asta tillaga um, hvað hefði nú átt að gera í stað ráðstaf- ana stjórnarinnar. Hins vegar er réttilega til umræðu, hvort ríkisstjórnin hafi með bráðabirgðalögunum gengið út á yztu nöf siðgæðis eöa fram af henni. Ekki dugir henni að segja nauðsyn brjóta lög, því að í lýðræði verður ætíö að fylgja leikreglum. Svo virðist sem ríkisstjórnin og þá fyrst og fremst for- sætisráðherra hafi látið undir höfuð leggjast að tryggja bráðabirgðalögunum atkvæði annaðhvort Eggerts Hauk- dal eða Alberts Guðmundssonar til að koma þeim gegnum neðri deild alþingis. Síðan komið hefur í ljós, að Eggert er á móti lögunum og Albert hallast frekar gegn þeim, verður auðvitað þyngri á metunum krafa stjórnarandstöðunnar um, að al- þingi komi nú þegar saman til aö staðfesta eða fella bráðabirgðalögin. Flest mikilvægustu atriði bráðabirgðalaganna eru þó afturkræf, ef lögin verða felld. Launaprósentur hafa til dæmis oft verið greiddar aftur í tímann. Það veldur óþægindum og er ekki til fyrirmyndar, en er unnt. Ef bráðabirgðalögin yrðu til dæmis felld í neðri deild um áramótin, er hægur vandi að greiða opinberum starfsmönnum vísitöluuppbót f jóra mánuði aftur í tímann og öðrum launamönnum landsins uppbót fyrir desember. Sama er að segja um hina auknu tollheimtu í bráða- birgðalögunum. Gegn framvísun reikninga verður hægt að endurgreiða álögur marga mánuði aftur í tímann. Slík vinnubrögð eru ekki til fyrirmyndar, en hafa þó tíðkazt hér á landi. Fræðilega séð væri líka unnt að dreifa gengishagnaði með skilyrði um endurkröfu, ef bráðabirgðalögin yrðu felld. En það er ekki auðvelt að sjá, hvernig stjórnvöldum tækist að ná til baka 80 milljón króna framlagi til togara, Heppilegast væri fyrir ríkisstjórnina að fresta dreif- ingu gengishagnaðar. I staðinn gæti hún t.d. falið Kristjáni Ragnarssyni að útvega skriflega yfirlýsingu úr stjórnarandstöðunni um stuðning við þær greinar bráða- birgðalaganna. Þar með kæmi stjórnin líka stjórnarandstöðunni í bobba. Geir Hallgrímsson og Kjartan Jóhannsson yrðu auðvitað kindarlegir, þegar þeir færu að neita Kristjáni um stuðning við greiðslu 80 milljón króna gengis- hagnaðar til togaraútgerðar. Hitt óafturkræfa atriðið í bráðabirgðalögunum er skerðing verzlunarálagningar. Þar á ríkisstjórnin sama kostinn, að fresta framkvæmdinni til annaðhvort stað- festingar alþingis eða til yfirlýsingar um stuðning frá ein- hverjum úr stjórnarandstöðunni. Önnur umdeilanleg atriði eru ekki í bráðabirgðalögun- um, heldur í aðgerðum utan þeirra. Ef frestað er fram- kvæmd þessara tveggja óafturkræfu atriða, hefur stjórnin léttilega mætt ásökunum um, að ósiðlegt sé, að alþingi komi ekki saman fyrr en 10. október. Jónas Kristjánsson IVAllra augu beinast að Alþýðu- bandalaginu,” sagði formaður þess í sjónvarpsþætti nýlega, þegar bráða- birgðalögin voru til umræðu. Síðan hreykti hann sár af þeim „kjarki”, sem flokkur hans heföi sýnt með því að standa enn einu sinni að verðbóta- skerðingu launa, skattahækkunum og gengisfellingu. Það er auðvelt aö taka undir þau orð formannsins, að athyglin beinist að Alþýöubandalaginu um þessar mundir — fyrir þann ,dcjark”, sem forysta þess sýnir með því að svíkja ítrekaö kjósendur sína og ganga þvert á kosningaloforðin um „samningana í gildi” og fleira í þeim dúr. En af hverju valdi forystuklika Alþýðubandalagsins þessa leið? Hvers vegna vildi Alþýðubandalagið fyrir alla muni koma í veg fyrir kosningaríhaust? Bullandi ágreiningur innan Alþýðubanda- lagsins Innan Alþýðubandalagsins var bullandi ágreiningur um þátttöku þess í síðustu efnahagsaðgerðum. Ráðherramir vildu sitja áfram, en fyrirliöar verkalýðsarmsins töldu eðlilegt að stjórnin segði af sér og viðurkenndi vanmátt sinn til að ráða niðurlögum verðbólgunnar í stað þess að grípa til síendurtekinna verð- bótaskerðinga á laun. En það urðu ekki eingöngu erjur milli ráðherra og verkalýðsforingja heldur einnig milli hagfræðiráðunauta flokks- forystunnar innbyrðis. Til marks um þetta em skrif Ragnars Árnasonar, eins helsta hagfræðings Alþýðu- bandalagsins í Þjóðviljanum hinn 17. ágúst sl. I grein sinni ólmast Ragnar á Þjóð- hagsstofnun og telur lítt mark á spám hennar takandi. Jafnframt sendir hann Seðlabankanum tóninn vegna tillagna hans um gengisfell- ingu. Ragnar ræöst síðan harkalega á efnahagsaðgerðir sem fela í sér gengislækkun og verðbótaskeröingar og lýkur greininni með þessum orðum: „Lærdómur sá um hagstjóm, sem Kjallarinn Fríðrík Sophusson felldar breytingar á verðum í hag- kerfinu, t.a.m. lækka gengi, skerða verðbætur á laun o.sirv., á gmnd- velli spáa Þjóðhagsstofnunar um breytingar á þjóðarframleiðslu og tekjum. Reynsla undanfarinna ára bendir sterklega til þess, að hag- stjóm á slíkum gmndvelli bæti einungis heimatilbúnum kollsteyp- um við þær sveiflur, sem stafa af ytri aðstæðum þjóðarbúsins, og auki þannig bæði verðbólgu og ólgu á vinnumarkaði og dragi úr hagvexti. ” Það vakti sérstaka athygli, aö grein þessi birtist í Þjóðviljanum sama dag og blaöiö greindi frá því aö „víðtækar efnahagstillögur” Alþýðu- bandalagsins heföu verið lagöar fram í ríkisstjórninni og þær inni- héldu m.a. verðbótaskerðingu og gengislækkun. Lína Þrastar Olafs- sonar og ráðherranna varð ofan á. Ragnar Ámason varð undir í slagnum, en fékk í sárabætur for- mennsku í Sjúkrasamlagi Reykja- víkur þvert á vilja umsagnaraöila, sem mælti með öðmm og hæfari umsækjanda. Sumir sjá um sína. Óttinn við kosningar Meginástæðan fyrir því aö Alþýöu- „Óttinn við dóm kjósenda varð óttanum við viðbrögð launþegaforystunnar yfir- sterkari..segir Friðrik Sophusson um Alþýðubandalagið. af ofangreindu má draga, er því sá, bandalagiö valdi fremur þá leið að að óskynsamlegt sé frá hagfræöilegu skerða laun, hækka skatta og fella sjónarmiði, að framkvæma stór- gengi en að leggja verk stjórnar- Föstudaginn 20. ágúst var haft viðtal við tvo af starfsmönnum Slysavarnafélags Islands um sjó- slysið sem varð á Breiðafirði, síöast- liðinn miðvikudag, þegar vélbátnum Létti hvolfdi og formaðurinn á bátnumfórst. Ásgrímur Bjömsson erindreki átti viðtal við sjónvarpið og Hannes Hafstein framkvæmdastjóri við Þjóðviljann. Svar Ásgríms við spurningu fréttamanns sjónvarpsins um það af hver ju Tilkynningarskyld- an hefði ekki vitaö af því að báturinn var horfinn var svohljóðandi: „Það var einfaldlega vegna þess að þessi bátur, hann tilkynnti sig ekki, og hefur ekki gert það og hafði aldrei gert það og eins og fleiri aðrir, sem ekki gera það, þá vitum við ekki um það og þó þetta séu lög, þá fara sumir menn ekki aðlögum.” I svari Hannesar Hafstein um Til- kynningarskylduna í Þjóðviljanum meö fyrirsögninni „Gloppur í kerfinu?” segirm.a. „Þvíer ekkiað leyna að sumir Breiöafjarðarbátar hafa verið okkur sérstaklega erfiðir, einkanlega á heimaslóðum. Þarna er um svívirðilega vanrækslu að ræða því ég held að skipstjórnarmenn geri sér sumir hverjir ekki grein fyrir þeim kvíöa sem þeir valda fjölskyld- um sínum ef tilkynningar berast ekki á réttum tíma.” Fullyrðingar um lagabrot Hér er í báöum tilfellum um full- Skúli Alexandersson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.