Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1982, Qupperneq 16
16
DV. MIÐVKUDAGUR 25. ÁGUST1982.
Spurningin
Fylgdist þú með
Ljómarallinu?
Kári I. Guðmann, forritari hjá KEA:
Nei, það gerði ég nú ekki. En hef samt
talsverðan áhuga á siíkri keppni. Gaf
mér hins vegar bara ekki tíma að
þessu sinni.
Rúnar örn Marinósson, 12 ára: Já, það
gerði ég. Tel að þeir Omar og Jón hafi
komið mjög á óvart með því að ná öðru
sætinu, þar sem þeir voru á mun kraft-
minni bíl en hinir keppendumir.
Hrafnhildur Eysteinsdóttir húsmóðir:
Mjög lítið. Hef ekki mikið vit á þessu
en lit þó á greinar í blöðum um þaö.
Fylgist svona með því hverjir sigra.
Nei, ég ætla ekki að skella mér í rall
þótt ég eigi gamlan og góðan Fíat.
Lovisa Christiansen innanhússarki-
tekt: Nei, ég fylgdist ekki með því. Hef
frekar takmarkaöan áhuga á svona
keppni.
Magnús Einarsson nemi: Nei, ekki
kom. Hef engan sérstakan áhuga á
ralli. Maður sér þó hverjir sigra og það
dugir.
Sigurður Reynir, línumaður hjá
RARIK: Já, það gerði ég. Að vísu ekki;
nóg. Fylgist ávallt með slíkri keppni.
Nei, ég ætla ekki að demba mér út íi
þetta.
Lesendur Lesendur Lesendur
„Eðlilegt er að sam-
göngutækin séu
þar sem fólkið er”
— segir KR. í pistli sínum um Smyril og endastöð hans á Seyðisf irði
KR. hringdi:
„Vegna ferðalaga útlendinga um
landiö hefur það vakið furðu þeirra
að Smyrill skuli ekki hafa endastöö
við Þorlákshöfn í nágrenni við Stór-
Reykjavíkursvæðið. Með fullri virð-
ingu fyrir íbúum Austurlands er
Seyðisfjörður ekki ákjósanlegasti
staðurinn gagnvart samgöngum til
meirihluta íbúa landsins. Meirihlut-
inn býr á Stór-Reykjavíkursvæðinu,
Reykjavik, Reykjanesi og Suður-
landi. Væri það því eölilegt aö skipið
heföi endastöð á stað eins og
Þorlákshöfn. Þar er aðstaöa fyrir
skipið og greiðar samgöngur á
stærsta þéttbýliskjama landsins. En
þessi ákvörðun um að skipið hafi
endastöö á Seyðisfirði mun vera
vegna þrýstings á stjórnvöld frá
Eimskip sem óttaðist að Smyrill tæki
vöruflutninga frá sér.
Þessi vitleysa hefur þegar kostaö
mörg stórslys og valdið undmn í ná-
grannalöndunum. Vegna þess hve
vegakerfið er lélegt hér á landi geta
menn sem ætla sér að ferðast meö
skipinu átt von á því að billinn þeirra
sé óökufær, er þeir koma til Seyðis-
fjarðar. Það er ekki glæsilegt að
koma með bilaöan bil til annarra
landa.
Eöa hvað fyndist mönnum um ef
allt utanlandsflugið væri frá Akur-
eyri af því að þar er millilandaflug-
völlur? Þá geta menn hætt að þvarga
um flugvöllinn í Keflavík og leyft
varnarliðinu að hafa völlinn út af
fyrir sig og allir landsmenn þvældust
svo til Akureyrar ef þeir ætluðu að
fara til útlanda. Af þessu ættu menn
að sjá að eðlilegt er að samgöngu-
tækin séu þar sem fólkiö er, en ekki
þar sem fámennið er — með fullri
virðingu fyrir fámenninu.
Með von um úrbætur í næstu ferða-
áætlunSmyrils.”
„Með fullri virðingu fyrir íbúum Austurlands er Seyðisfjörður ekki ákjósanlegasti staðurinn gagnvart samgöngnm til meirihluta íbúa landsins,” segir
KR. m.a. í bréfi sinu varðandi endastöð Smyrils.
DROPINN
DÝRI
8167—3209 hringdl: krónur! Eg boröa iðulega í mötu-
„Ég ferðast mikið um landið og um neytinu hjá Tollstööinni og þar
daginn var ég staddur uppi ó Akra- kostar mjólkin aðeins 2 krónur sem
nesi og för á góöan veitingastað þar er kostnaðarverð hennar.
sem heitir Stillholt. Þar fékk ég frá- Ef fjögurra manna fjölskylda fær
bæra þjónustu og mjög góöan mat sér mjóik að drekka ó veitingahúsi
Það var rauðspretta sem ég fékk mér þá kostar það 40 krónur fyrir einn
og kostaði hún aöeins 70 kr. sem mér litra af mjólk. Þetta er alveg ótrú-
finnst ekki mikið. Með þessu fékk ég legt.
mér mjólk að drekka. Þetta minnir mig bara á þaö þegar
Þegar ég borgaði, var upphæðin 80 að ég var á Spáni í gamla daga. Þá
krónur. Eða 10 krónur fyrir 1/4 úr drakk maður romm og kók. En síöan
mjólkurlítra. Eg varö alveg undr- uppgötvaði maður að kókið var
andi á þessu. Að hugsa sér að einn helmingi dýrara en rommið; þannig
peli af mjólk skuli geta kostað 10 aömaður sleppti bara kókinu!
LÝSTEFTIR
VITNUM
Náttúruunnandi skrifar: Eg gæti vel trúaö því að Seðla-
Upp á öllum skrattanum getur fólk bankinn myndi veita þeim manni
fundið til að láta taka eftir sér. Nú verðlaun sem einhvern tima hefur
nýlega létu 29 menn birta nöfin sin í séð einhvern af þessum 29 mót-
blöðunum og þóttust vera að mót- mælendum uppi á Amarhóli í þeim
mæla byggingu Seðlabankans, vegna tilgangi.
þess að hann myndi skemma útsýnið
af Arnarhóli. Þaðmá velvera. Enég Eg vil mælast til þess við stjóm
er hér um bil viss um að flest af Seðlabankans (ef af byggingunni
þessu fólki hefur aldrei upp á Amar- verður) að hafa fallega veitingastofu
hól komið til þess að virða fyrir sér á efstu hæðinni þar sem hægt væri að
landslagiö eöa að drekka í sig fegurð njóta þjóölegra veitinga og drekka í
náttúrunnar. ' sig fegurð náttúmnnar.