Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1982, Page 18
18
DV. MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGUST1982.
íþróttir
• ÍHt
íþróttir
íþrótt
íþrótt
Sæbjörn Guðmundsson rennir sér inn í markteig Blikanna eftir hornspymu en tókst ekki að koma fstinum á knöttinn, sem þeyttist áfram og rétt framhjá stöng
marksins. DV-mynd: S.
Dómari í aðalhlutverki
í jafntefíi KR og Blikanna
— Blikamir vildu fá tvær vítaspymur f leiknum en ekkert var dæmt
„Ég vil ekkert segja. Get raunveru-
lega ekkert sagt sem formaður aga-
nefndar KSÍ nema það að þessi úrslit
voru mikil vonbrigði fyrir okkur í
Breiðabliki,” sagði Gunnar Steinn
Pálsson, liðsstjóri Blikanna, eftir að
KR og Breiðablik gerðu jafntefli 1—1 í
1. deild á Laugardalsvelli i gærkvöldi.
Tíunda jafntefli KR-inga i deildinni.
Vonbrigði Breiðabliks voru mikil í
sambandi við að tvívegis var Sigurjón
Kristjánsson felldur innan vítateigs
KR í siðari hálfleiknum án þess að
dómarinn Villi Þór sæi ástæðu til að
dæma vítaspyrnu á KR-inga. Jafnvel
hörðustu KR-ingum hefði þó ekki kom-
ið á óvart þó dæmd hefði verið vita-
spyrna í öðru hvoru tilfellanna. En
hvað um það, jafntefli varð og voru
það .að mörgu leyti réttlát úrslit i all-
skemmtilegum ieik á rennblautum og
háltun veliinum. Þó verður að viður-
kennast að dómarinn var KR-ingum
hagstæður. í heild var þetta ekki dagur
Villa Þórs. Hann hefur oftast dæmt
betur.
Eftir þessi úrslit á KR enn mögu-
leika á Islandsmeistaratitlinum þó
þeir möguleikar hafi minnkað eftir
jafntefliö í gær. Breiðablik er hins veg-
ar enn í fallhættu með 15 stig úr 16
leikjum. A eftir að leika við Val á
Laugardalsvelli og KA í Kópavogi. KR
á eftir að leika við IBK í Keflavík og
Val á Laugardalsvelli.
Skiptist ítvöhorn
KR-ingar mættu mjög ákveðnir til
leiks. Voru mun sterkara liðið fyrsta
hálftímann. Litlu munaöi að þeir skor-
uðu strax á 4. mín. Sæbjöm Guð-
mundsson skallaði y fir í opnu færi fy rir
miðju marki. Þá átti Agúst Már Jóns-
son skot sem Guðmundur markvörður
Blikanna Ásgeirsson varði og hann
varði einnig á síðustu stundu lúmskt
skot frá Sæbirni. Þá átti Elias Guö-
mundsson opið færi undir lok hálfleiks-
ins en var of seinn. Blikamir fengu
ekki umtalsverð færi í hálfleiknum. Þó
átti Þórarinn Þórhallsson fast skot af
löngu færi rétt y fir mark KR.
I síöari hálfleik snerist dæmið við.
Blikarnir skoruöu strax á 48. mín.
Eftir aukaspyrnu fékk Sigurjón
Kristjánsson knöttinn rétt utan víta-
Laval og Lens
með fimm stig
Lens sigraði ígærkvöld en Laval gerði jafntefli
„Við vorum óheppnir aö vinna ekki
St. Etienne á heimavelli. Jafntefli varð
0—0 en sanngjamt hefði verið að Laval
hefði unnið með tveggja marka mun.
En það má segja að þetta hafi jafnaö
sig upp. Við vorum mjög heppnir að
sigra Auxerre í 2. umferðinni,” sagði
Karl Þórðarson, þegar DV ræddi við
hann í gær.
„Lens vann góðan sigur á nýliðum
Mulhouse á útivelli 1—3. Ég talaöi við
Teit Þórðarson nýlega og hann reikn-
aði fastlega með að leika gegn Mul-
house. Var orðinn góður af meiðslun-
um sem þjakað hafa hann aö undan-
förnu. Hins vegar veit ég ekki hverjir
skoruðu mörkin í Mulhouse né hvort
Teitur var þeirra á meðal,” sagði Karl
ennfremur. Þá gat hann þess að hann
kæmi heim í Evrópuleikinn við Holland
1. september.
Talsvert var um óvænt úrslit í 3. um-
ferð 1. deildarinnar frönsku í gær-
kvöldi. Bordeaux tapaði á heimavelli
fyrir Nantes, Bastia sigraöi meistara
Monaco 2—0., Paris SG tapaði í París
2—3. Laval og Lens hafa byrjað mjög
vel. Eru með fimm stig hvort liö eftir
þrjá leiki. Karl var ánægöur með leik
Laval-liðsins í gær nema hvað mörkin
vantaði. -hsím.
Fá grasvöll ef þeir
komast í 2. deildina
— Siglfirðingar vilja halda íBilly Hodgson
Siglfirðiugar eru staðráðnir í þvi að
komast upp í 2. deildina í knattspym-
unni. Hafa þeir góða möguleika til þess
nú þegar fyrsta umferðin í úrslita-
keppninni í 3. deildinni er lokið. Þar
stendur þó allt og fellur með leikjum
liðsins við Víði úr Garði og leikjum
Víðis við Tindastól frá Sauðárkróki.
Siglfirðingamir hafa haft mjög
góðan þjálfara í sumar. Er það
Skotinn Billy Hodgson, sem áður var
hjá FH. Em þeir ákveðnir í að fá hann
aftur næsta sumar — hvort sem þeir
verða þá í 2. eða 3. deild.
Þá em Siglfirðingamir staðráðnir í
að koma sér upp grasvelli og hafa
bæjaryfirvöld lofað að gera eitthvað
róttækt í þeim málum. Verður það að
gerast ef liðiö kemst upp í 2. deildina
því þar verða þeir að leika flesta úti-
leikina á grasi — annað þekkist varla
orðið þar.
-klp-
teigs. Lék inn í vítateigshomið og skor-
aði með föstu lágskoti neðst í markið
alveg út við stöng. Fallegt mark og
óverjandi fyrir ágætan markvörð KR,
Halldór Pálsson.
Eftir markið urðu Blikamir at-
kvæðamiklir. Sigurður Grétarsson átti
skot rétt framhjá af stuttu færi og
Sigurjón var felldur innan vítateigs.
Ekkert dæmt. Urn miðjan hálfleikinn
fóm KR-ingar að koma meira inn í
myndina og mikil harka færðist i leik-
inn. Helgi Bentsson og Sigurður
bókaðir, svo og Guðjón Hilmarsson,
KR. Erling Aðalsteinsson kom inn sem
varamaður hjá KR og litlu munaði að
hann skoraði með sinni fyrstu spymu
eftir mistök Olafs Björnssonar.
En á 32. mín. jafnaði KR. Sæbjöm
tók aukaspyrnu eftir mikið þóf, bókan-
ir og fleira svo leikurinn virtist vera aö
leysast ^pp. Spyma hans var góð. Inn í
teiginn og stóri miðvörðurinn hjá KR,
Jósteinn Einarsson, skallaði í mark
Blikanna. 1—1 og þau úrslit urðu úrslit
leiksins. Sigurjón var aftur felldur inn-
.an vitateigs kominn í gegn og hinum
megin fékk Guðjón gott færi. Spymti
framhjá Blika-markinu.
Þokkalegur leikur miöað við aöstæð-
ur. Jósteinn, Guðjón og Ottó sterkir í
vörn KR, Elías byrjaði vel en hvarf svo
að mestu. Sæbjöm beztur. Blikaliöið
jafnt en var lengi að ná sér á strik.
Sigurjón mjög skemmtilegur í framlin-
innu og Vignir Baldursson á miðjunni.
Þá mátti ekki líta af Sigurði. Vömin
opnaðist stundum illa þrátt fyrir sterk-
anleikOlafs. -hsim.
Sigur Man.
Utd. á Spáni
Man. Utd. sigraði i fjögurra liða
knattspyraumóti sem lauk á Spáni á
laugardag. Til úrslita lék United við
Zaragoza, spánska 1. deildarliðið og
sigraði 5—3 eftir framlengingu . 3—3
eftir venjulegan leiktíma og þá skor-
uðu Wilkins, Birtles og Davies mörk
United. Bryan Robson tvö í framleng-
ingunni. í keppninni um þriðja sætið
léku ungversku liðin MTK og Honved.
MTK sigraði 8—0.
-hsím.
VOIW
iE?S8»
Þróttur upp
í 1. deild í kvöld?
Þrótturum nægir jafntefli til að tryggja sér sigur i
2. deild íslandsmótsins i knattspyrau i kvöld. Þá
leika Þróttararnir við Reyni frá Sandgerði á
Laugardalsvellinum og hefst leikurinn kl. 19.
1 kvöld verða einnig tveir þýðingarmiklir leikir i
úrslitakeppninni í 4. deild islandsmótsins. Í
Þorlákshöfn leika Þór og Stjarnan, Garðabæ, og á
Ólafsfirði leika Leiftur og Valur, Reyðarfirði.
-klp-
Þeir ensku
þyngja viðurlögin
— Nú er „rauða spjaldið”
á loft fyrir brot sem „það gula”
varsýntfyriráður
Enska knattspyrausambandið hefur samþykkt
nýjar og strangar reglur sem dómurum ber að fara
eftir í deildarkeppninni ensku sem byrjar um næstu
helgi.
Samkvæmt þessum nýju reglum er það „rauða
spjaldið” eða brottvísun af leikvelli, ef leikmaður
feilir andstæðing, sem er kominn eða hefur komizt i
gegn, aftan frá. Þá ber dómaranum einnig að sýna
„rauða spjaldið” þeim Ieikmanni sem gripur vilj-
andi knöttinn ef hann er að missa hann yfir sig eða
framhjá og hann stefnir á samherja.
Þessi brot hafa verið mjög algeng í ensku knatt-
spyraunni—eins og annars staðar—en tekið vægt
á þeim samkvæmt knattspyraulögum. Þeir ensku
eru ekki sáttir við hversu vægt er tekið á þessum
brotum, og hafa þyngt viðurlögin hjá sér. Hefur það
mælzt vel fyrir bæði meðal leikmanna, þjálfara,
dómara og annarra. Nú er að eins að bíða og sjá
hveraig framkvæmdin á þessu verður í vetur.
-klp-
Gömlu Framfélag-
amiríþjálfaraskéla
Þrír gamlir félagar úr handboltanum hjá Fram,
sem allir hafa nú snúið sér að þjálfun, sóttu nýlega
mikið þjálfaranámskeið í Friburg i Þýzkalandi.
Þetta voru þeir Sigurbergur Sigsteinsson, Björg-
vin Björgvinsson og Pétur Jóhannsson.
Pétur þjálfar Stjörauna í 1. deildinni í vetur,
Sigurbergur verður með HK og Björgvin verður að-
stoðarþjálfari hjá Stjöraunni i 1. deild.
-klp-
íslendingar á sigl-
ingamótimi erlendis
Siglingamenn hafa heldur betur lagt land undir
fót í sumar og hafa þeir keppt í fjórum erlendum
mótum. Helglna 31. júli til 1. ágúst kepptu þeir
Gunnlaugur Jónasson og Jóhannes Ævarsson á
Laserbátum í Danmörku. Með sigur af hólmi fór
Danmerkurmeistarinn, Erik Jakobsen, en Evrópu-
meistarinn frá því í fyrra, Stefan Myralf, sem kom
hingað til lands í vor og þjálfaði ísiendinga, varð að
láta sér lynda 6. sætið.
5—8. ágúst tóku fjórir Islendingar þátt í
Norðurlandamóti á Laser-bátum í Noregi. Lentu
þeir í ýmsum erfiðleikum með bátana sem þeir
höfðu á leigu, t.d. brotnaöi reiðinn hjá einum þeirra
og missti hann þar með af keppni tvisvar sinnum. Á
endanum höfnuðu þeir Gunnlaugur Jónasson,
Jóhannes Ævarsson, Rúnar Steinsen og Aðalsteinn
Loftsson í 85., 93., 97. og 98. sæti af 105 keppendum.
A sama tíma og Lasermenn kepptu í Noregi,
kepptu félagar þeirra í Topper-heimsmeistaramóti
í Englandi. Keppendur voru 80 og hö&iuðu þeir Jón
Gunnar Aðils, Guðmundur Kjærnested og
Guðmundur Guðmundsson í 40., 42. og 45. sæti.
21.—22. ágúst var fimm piltum boðið til keppni á
Topper-bátum í Noregi. Fimm ungir menn slógu til
og þágu boðið og höfnuðu þeir félagamir Baldvin
Björgvinsson, Guðmundur Guðmundsson, Guð-
mundur Kjærnested, Jón Aðils og Ottar Hrafiikels-
son í 15., 16., 18., 20. og 28. sæti.
DV. MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGUST1982.
19
íþróttir
íþróttir
íþróttir
Eþróttir
!K,w'ív»« ,*>»>«*'
** *•
«*> «*■>
BRÆÐURNIR SKILUÐU
ALDREIINN KORTUM
— og voru þvf dæmdir úr leik í minningarmótinu á Akureyri
■ Nafnarnir Gunnar Þórðarson og
'^Ghmnar Sólnes urðu i tveim efstu sæt-
unum í minningarmótinu í golfi um
Ingimund Araason sem haldið var á
Jaðarsvellinum á Akureyri um helg-
ina. Þeir félagar urðu einnig í tveim
fýrstu sætunum í fyrsta minningar-
mótinu sem haldið var fyrir tveim
árum.
Gunnar Þórðarson lék 36 holurnar á
159 höggum en Gunnar Sólnes var á
160. Þriðji varð Þórhallur Pálsson, GA,
á 163 höggum, en síðan komu þeir Hall-
dór Rafnsson, GA, Kjartan L. Pálsson,
NK, Sverrir Þorvaldsson, GA, og Jón
Aðalsteinsson, GA, á 168 höggum.
Bræðurnir Jón Þór og Héðinn
Gunnarssynir voru með örugga for-
ustu í mótinu eftir fyrri daginn — Jón
lék þá á 73 höggum og Héðinn, sem er
Akureyrarmeistari í golfi, var á 74
höggum. Allt fór í háaloft hjá þeim
síðari daginn — golfleikurinn, skapið
Paisley hættir
hjá Liverpool
— í lok leiktímabilsins
Bob Paisley, hinn kunni fram-
kvæmdastjóri Liverpool, tilkynnti i
gær að hann mundi hætta hjá Liver-
pool í lok leiktimabilsins sem nú er að
hefjast. Undir stjóra Paisley hefur
Liverpool unnið 18 verðlaunagripi,
m.a. þrisvar orðið Evrópumeistari og
fimm sinnum Englandsmeistari.
Paisley er kominn nokkuð á sjötugs-
aldur og hefur verið nær hálfa öld hjá
Liverpool, fyrst sem leikmaður, síðan
þjálfari og að lokum st jóri.
Mickey Thomas, landsliðsmaður
Wales, er á föram frá Brighton tfl
Stoke, sem mun greiða 200 þúsund
sterlingspund fyrir Thomas.
-hsim.
og hvað eina — og endaði það meö því
að þeir skiluðu ekki inn skorkortum
sínum og voru því sjálfkrafa dæmdir
úr keppni.
I keppninni með forgjöf varð 14 ára
piltur, Olafur Gylfason (Kristjánsson-
ar iþróttafréttamanns með meiru)
öruggur sigurvegi. Var hann á 139
höggum nettó. Næstir komu Sverrir
Þorvaldsson, GA, og Jón Aðalsteins-
son, GA, á 148 höggum.
Um 60 manns tóku þátt í þessu golf-
móti sem fram fór i sannkölluðu
„stuttbuxnaveðri”. Mótið fór líka
mjög vel fram og verðlaun voru glæsi-
leg að vanda, en þau voru gefin af
KEA, Taki hf. og Vangi hf.. .
-klp-.
Víti Breitner og
sigur á Fortuna
— Stuttgart vann Schalke 2-1 á heimavelli
Paul Breitner skoraöi sigurmark Bayern
Miinchen gegn Fortuna Diisseldorf i gærkvöid
í 2. umferð Bundesligunnar úr vitaspyrnu.
ÚrsUt 1—0. Bayern sótti miklu meira í leikn-
um en WoUgang Kleff átti frábæran lelk i
marki Fortuna. Þeir Kari-Heinz Rumme-
nigge og nýUðinn Norbert Nachteigh áttu
mjög góðan leik f Uði Bayero.
Stuttgart sigraði Schalke 2—1 á heimavelU.
Komst í 2—0 og var fyrra markið mikið
klaufamark markvarðar Schalke, Norbert
Nigbur, á 9. mín. Tyrkinnllyas Tuefecki skor-
aði mark Schalke en hann Iék áður með Stutt-
gart.
Lewis, sá bezti,
haltraði í mark
- Góður árangur á f rjálsíþróttamóti í Köln
Bezti frjálsíþróttamaður heims,
bandaríski blökkumaðurinn Carl Lew-
is, haltraði af velli eftir 100 m hiaup í
Köln um helgina. Tognaði rétt í lokin
og varð annar á 10,24 sek. Sigurvegari
varð Calvin Smith, USA, á 10,12 sek. —
hlaupari sem Lewis hafði sigrað
örugglega nokkrum dögum áður í
Vestur-Berlín. Hvort Lewis verður
lengi frá keppni er ekki vitað á þessu
stigi málsins.
Mjög góður árangur náðist á þessu
frjálsíþróttamóti í Köln. Sebastian Coe
sigraði auðveldlega í 800 m og keppti
þó gegn nokkrum stórhlaupurum.
Helztu úrslit urðu annars þessi.
800 m hlaup
1. Sebastian Coe, Engl. 1:45,10
2. James Robinson, USA, 1:45,74
3. Hans-Peter Wemer, V-Þ. 1:45,97
4. Steve Scott, USA, 1:46,65
Hástökk kvenna
1. UlrikeMeyfarth,V-Þýzk., 1,94
2. Birgitte Holzapfel, V-Þ., 1,88
Þrístökk
1. Willie Banks, USA, 16,82
2. Keith Connor, Engl., 16,70
3. Zhu Zhen-Xia, Kína, 16,66
Hástökk
•1. Dwight Stones, USA, 2,28
2. Carlo Thranhardt, V-Þ., 2,28
3. Paul Frommeyer, V-Þýzk., 2,28
4. Jacek Wszola, Póllandi, 2,24
5. Leo Williams, USA, 2,24
6. Dietmar Mögenburg, V-Þ., 2,24
7. Gerd Nagel, V-Þýzkal., 2,20
Langstökk
1. Larry Myricks, USA, 8,30
2. Stanislaw Jaskulka, Póll., 7,69
3. Joachim Busse, V-Þýzk., 7,66
Stangarstökk
1. Giinther Lohre, V-Þýzk., 5,50
2. Vlad. Kozakiewicz, Póll., 5,30
3. Tadeusz Slusarski, Póll., 5,30
4. Peter Vollmer, V-Þýzk. 5,30
Miluhlaup
1. Tom Byers, USA, 3:55,83
2. Sammy Koskei, Kenýa, 3:56,79
3. Amar Brahmia, Alsir, 3:58,17
3000mhlaup
1. Thomas Wessinghage, V-Þ., 7:39,34
2. Bill McChesney, USA, 7:40,19
3. Henry Rono, Kenýa, 7:41,71
400 m grindahlaup
1. David Lee, USA, 48,48
2. Harald Schmid, V-Þýzk., 48,80
3. James King, USA, 49,38
400 m hlaup
1. Bert Cameron, Jamaika, 44,75
2. Mike Paul, Trinidad, 44,88
3. Hartmut Weber, V-Þýzk., 44,99
4. Walter McCoy, USA, 45,00
5. Sunder Nix, USA, 45,75
6. Alberto Juantorena, Kúbu, 45,80
200mhlaup
1. James Butler, USA, 20,47
2. Stanley Floyd, USA, 20,72
3. James Gilkes, Guyana, 20,80 -hsim.
Karlsruhe komst í efsta sæti með 1—0 sigri
á útivelli. Það var gegn Bochum og Eintracht
Frankfurt vann stórsigur á heimavelli á
BayerLeverkusen, 5—0.
-hsim.
Föster beztur
íÞýzkalandi
Karl-Heinz Föster, varaarmaðurinn
sterki hjá Stuttgart og fastamaður í
landsliði Vestur-Þýzkalands í knatt-
spyrau, var kjörinn bezti knattspyrau-
maðtir Þýzkalands á siðasta leiktíma-
bili af sérfræðingum knattspyrau-
blaðsins Kicker. Blaðið efnir til sliks
kjörs á hverju ári.
Karl-Heinz hlaut 164 atkvæði. í öðra
sæti varð þýzki landsliösmaðurinn hjá
Köln, Pierre Littbarski, með 146 at-
kvæði. Karl-Heinz Rummenigge,
Bayera, fyrirliði þýzka landsliðsins,
varð í þriðja sæti með 118 atkvæði.
-hsím.
Bjarai Bessason
Bjarni Bessa
afturtilÍR
eftiráramót
Handknattleikslið ÍR æfir af fullum
krafti þessa dagana undir stjóra nýja
þjálfarans Gunnlaugs Hjálmarssonar.
Verður hann með mjög ungu Iiði í 1.
defld karla i vetur en meðalaldur þess
er rétt um 21 ár.
ÍR-ingarair hafa orðið fyrir mikiiii
blóðtöku frá þvi að þeir komu upp úr 2.
deildinni í vor. Þeir hafa misst fjóra
leikmenn, þá Jens Einarsson til KR.
Brynjar Stefánsson tfl Fram, Sigurð
Svavarsson til Fram og Guðmund
Þórðarson i Stjörnuna.
Allt eru þetta leikreyndir menn en
ÍR-ingar vonast til að fá einn leik-
reyndan og góðan aftur til sin eftir ára-
mótin. Það er Bjarai Bessason sem var
þeirra aðalmarkaskorari hér um árið.
Hann stundar nú nám i Danmörku og
leikur þar með HG. Biða ÍR-ingarnir
eftir að heyra frá honum og hvort hann
komi til þeirra síðar í vetur. -klp-
B-keppnin í handknattleik 1985:
Norðmenn buðu
betur en ísland
— Möguleiki á landsleikjum við Júgóslava ífebrúar
„Okkur tókst ekki að fá B-keppni
heimsmeistarakeppninnar i hand-
knattleik 1985. Hún verður háð i Noregi
og við vorum einfaldlega felldir á þvi
að Norðmenn buðu hagstæðari kjör
fyrir þátttökuþjóðiraar. Vissulega von-
brigði en ekkert við því að segja,”
sagði Jón Erlendsson, varaformaður
Handknattleikssambands íslands,
þegar DV ræddi við hann i gær. Hann
er nýkominn af fundi alþjóðahand-
knattleikssambandsins sem hann sat
ásamt þeim Júliusi Hafstein, formanni
HSt, Araa Araasyni og Þórði Sigurðs-
syni.
Þátttökuliðum í B-keppninni 1985
verður fjölgað í 16. Þátt tekur eitt lið
frá hverri heimsálfu. Að sögn Jóns
náöust spennandi verkefni fyrir ís-
lenzka landsliðið í handknattleik.
Júgóslavar eru reiðubúnir að koma
hingað í febrúar næstkomandi og leika
hér 17. og 18. febrúar. Þeir verða þá í
keppnisferð til V-Þýzkalands, Svíþjóð-
ar og Noregs og þarf að ná samkomu-
lagi við þessar þjóðir til að fá Slavana
hingað. Að því er unnið. Tékkar leika
hér í október 1983. Þá koma Hollend-
ingar nær örugglega og Sovétmenn
hafa lýst áhuga á samskiptum við okk-
ur.
-hsim.
DV —ÁGÚST 1982
CHARLOTTE
TESKE,
VESTU R-ÞÝZK A
HLAUPA
STJARNAN
HLJÓP Á
Póstsendum
Iþróttabúðin
Borgartúni 20
Sími 28411
Tag. ELITE 2310
Verðkr. 381,00