Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1982, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1982, Side 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGUST1982. DAGBLAÐiÐ-VISÍR Útgáfufólag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóH: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvœmdastjóri og útgáfustjórí: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórí: HAUKUR HBLGASON. Fréttastjórí: JÓNAS HARALDSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjóm: SÍÐUMÚLA 12-14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33 SIMI 27022. Afgreiðsla, óskríftir, smóauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLT111. SÍMI 27022. Sími ritstjómar 86611. Setníng, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12.Prentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNN119. Áskriftarverð ó mánuði 120 kr. Verð i lausasölu 9 kr. Helgarblað 11 kr. Betrumbæturá vísitölu Ríkisstjórnin stefnir aö því aö taka upp nýtt vísitölu- kerfi samkvæmt tillögum svokallaörar vísitölunefndar. Nýja vísitalan viröist um margt geta orðið heppilegri en hin gamla. Stjórnarandstæöingar ættu ekki að leggja hér stein í götu. I yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir: ,-,AÖ undan- gengnum frekari viðræöum viö aöila vinnumarkaðarins veröi tekiö upp nýtt viðmiöunarkerfi fyrir laun, meö hliö- sjón af hugmyndum viðræöunefndar um vísitölumál, þannig aö veröbætur á laun veröi greiddar samkvæmt nýju viðmiðunarkerfi eftir 1. desember 1982.” Hvaö þýöir þetta? Hvað leggur vísitölunefndin til? Núgildandi vísitölukerfi er og hefur lengi verið óhæft. Því veldur fyrst og fremst að þaö miöar viö neyzlu fólks eins og hún var fyrir hátt á annan áratug. Fólk eyðir nú til dæmis tiltölulega lægra hlutfalli af tekjum sínum til kaupa á matvælum en þá var. Ríkisstjórnir hafa nýtt sér, aö matvælin vega of þungt í vísitölunni. Þannig hafa þær meö niöurgreiðslum á matvælum getað lækkaö launin á sér ódýran hátt. Þær hafa sparaö sér mikið fé í kaup- greiðslum meö „billegum” niðurgreiðslum. Nú liggur á borðinu nýleg neyzlurannsókn. Því verður unnt að taka í notkun vísitölugrundvöll, sem er miklu réttari en sá, sem til þessa hefur gilt. Svikamylla niður- greiöslnanna ætti þá aö veröa úr sögunni. Þess er aö vænta, að nýjasta neyzlurannsóknin verði grundvöllur hins nýja vísitölukerfis. Raunar er fráleitt, hve lengi hefur dregizt aö nota þessa neyzlurannsókn í vísitölunni. Vísitölunefnd hefur orðiö sammála um nokkur atriði nýrrar vísitölu. Athyglisvert er, aö Þröstur Ölafsson aðstoðarráöherra á sæti í nefndinni fyrir Alþýðubanda- lagið og stendur að tillögunum. Því eru vonir til þess, að launþegasamtökin fallist á breytingarnar. Nú er fariö aö tala um aö styðjast viö „lífskjaravísi- tölu” í staö vísitölu framfærslukostnaöar. Slík hugtök eru einskis nýt nema menn grannskoði, hvaö í þeim felst. Til bóta væri, ef tillit væri tekið til beinna skatta í nýju vísitölunni. Þar er nú aðeins reiknað með óbeinum sköttum. Afleiðingin hefur orðið, að ríkisstjórnir hafa daufheyrzt við tilmælum um lækkun beinu skattanna. Tekjuskatturinn er ranglátur skattur eins og nú er komið. Hann er fyrst og fremst skattur á launþega. „Breiðu bök- in” komast gjarnan undan honum. Tekjuskattinn til ríkis- ins ætti að afnema en láta fólk frekar greiða óbeina skatta, sem mæla eyðsluna. Ætlunin er að taka í vísitölunni tillit til opinberrar þjón- ustu. Eins og nú er felst ranglæti í að verðbætur hækki ef stjórnvöld auka þjónustu til dæmis sjúkrahúsa og afla til þess tekna með sköttum. Aukin þjónusta á sjúkrahúsum ætti auðvitað ekki að leiða til kauphækkunar fyrir al- menning. Ennfremur hefur margs konar vandi falizt í því kerfi, að hækkun orkuverðs leiðir til kauphækkunar. Ríkis- stjórnir hafa þess vegna látið vera að leyfa Hitaveitu Reykjavíkur að hækka gjöld sín eins og þarf. Slíkt er neytendum ekki til hagsbóta, þvert á móti getur afleiðingin orðið skortur á heitu vatni á Reykjavíkur- svæðinu næsta vetur. Nú mun ætlunin að breyta vísitölu- kerfinu svo að þeirri vitleysu linni. Loks er ætlun nefndarinnar að fækka verðbótatíma- bilum, þannig að hækkanir komi til á 4ra eða 6 mánaða fresti í stað 3ja mánaða. Haukur Helgason. Ný flugstöð á Keflavíkurflug- velli er óþörf in sé nógu stór, að hvorki slökkviliðiö á Keflavíkurflugvelli né Flugleiðir skuli hafa séð ástæðu til að dreifa lendingum og brottförum véla meira á sólarhringinn en gert er. Þaulreyndur starfsmaður Flugleiða erlendis hefur sagt mér, að oft sé beinlínis hyllst til þess aö afgreiöa fleiri flugvélar í einu en þörf er á. Klukkan 6 á morgnana kemur flug- vél frá Ameríku og stefnir til Luxem- borgar. Með henni er oftast lítill hluti farþega á leið til Norðurlanda, og þá munar ekki mikið um aö hinkra svo sem klukkutíma eftir morgunvélinni sem þangað fer. Slík klukkutíma seinkun væri líka til mikilla þæginda fyrir aðra farþega til Norðurlanda, sem eru auðvitað miklu fleiri en eru látnir rífa sig á fætur upp úr fjögur um nóttina, til þess að hægt sé að af- greiða báðar vélarnar (eöa fleiri) samtímis! Þeir sem þannig stjóma málum vallarins ættu ekki aö kvarta undan þrengslum og heimta höll fyrir Kvenfrelsi og sósíalismi: aðir. Annars vegar er þaö hin efna- hagslega greining á kapítalísku sam- félagi, þ.e. andstæða fjármagns og vinnu, uppsöfnun arðs og umfram- framleiðslu og flæði fjármagns. Hins vegar er um að ræða félagslega hlutann, þ.e. kenninguna um stétt- irnar tvær. Efnahagslegi þátturinn er í megindráttum í fullu gildi, einnig frá sjónarhóli femínistá, það sem fyrst og fremst er gagnrýni vert er hvemig Marx, Engels, Bebel og síð- ari tima sósíalistar hafa búiö til úr efnahagskenningunni félagslegt módel sem á að taka til nánast allra þátta mannlífsins, bæði kvenna og karla. Efniviðurinn í módeli þessu (kennisetningu) er afar einhæfur, framleiðsluhættir og framleiðsluaf- stæður kapítalísks samfélags. Þar verður því ekkert rúm fyrir kúgun annars kynsins á hinu og kvennapóli- tikin þar með læst inni í stéttapóUtík- inni og sem viðhengi við hana. „Táraffóð'og barnadauði En lítum nánar á kenningar þýsku félaganna þriggja, Karls Marx, „Engin kvennabarátta án stétta- baráttu, engin stéttabarátta án kvennabaráttu.” Þetta er ein helsta fullyrðingin sem liggur til grund- vallar sósíalskri kvennabaráttu og á rætur að rekja til kenninga hinna elstu sósíölsku feðra, Marx, Engels og Bebels. Nokkur sannleikur er fólginn í fullyrðingu þessari en ekki nándar nærri allur og fyrir kvenna- pólitíska baráttu er slagoröið ekld aðeins ófullnægjandi heldur getur það einnig veriö villandi a.m.k. sé þess ekki jafnframt gætt að skil- greina vel og nákvæmlega hvað átt er við. Ég held einmitt að ein ástæðan fyrir veikri stöðu kvenna- hreyfinga hér á landi sé skortur á fræðilegri umfjöllun og oftrú margra kvenna á fræðikenningum karía (bæði sósíalista og annarra) um kvennakúgun. Konur verða sjálfar að fara að taka á þeim málum og skilgreina pólitíska hugmyndafræði út frá eigin sjónarmiðum. Það er mikil vinna og erfið en því fyrr sem konur hefjast handa því betra. Einhæft módel Eigi að skoða fræðikenningu Karls Kjallarinn Helga Sigurjónsdóttir Marx út frá kvennapólitísku sjónar- miði (femínísku sjónarmiði) verður aö greina á milli tveggja meginþátta hennar sem þó eru mjög samanflétt- Sumir halda því fram, að það sé brýn nauðsyn að .reisa sem fyrst stóra flugstöð á Keflavíkurflugvelli. Aðrir segja, að talsvert minni stöð mundi duga, og mætti reisa hana í áföngum. Mín skoðun er allt önnur. Það er engin þörf á nýrri flugstöð á Keflavíkurvelli um fyrírsjáanlega framtíð. Þrengsli? Menn halda því fram, að flugstööin sé of Htil og að þar verði oft óhæfileg þrengsli. Þetta er fjarstæöa. Ég hef orð hins reyndasta flugstjóra fyrir því, að sá troöningur, sem verður mestur á Keflavíkurflugstöðinni, sé ekki í líkingu við þaö sem verður á bandariskum flugvöllum, aö ekki sé talaö um þá bresku, til dæmis Heathrow. Engum heilvita manni dettur nefnilega í hug að byggja slík hús svo stór, að þar verði ekki þröng á þingi, þegar allra mest er um að Páll Bergþórsson vera; þaö væri hið mesta bruðl, jafin- vel þótt ríkar þjóðir eigi í hlut. Það er reyndar sönnun fyrir því að flugstöð-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.