Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1982, Qupperneq 14
14
DV. ÞRIÐJUDAGUR31. AGUST1982.
Nauðungaruppboð
aunað og síöasta á fasteigninni Kirkjubraut 3, Njarövík, þingi. eign
Vigdfsar Sigurjónsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri aö kröfu Bjarna
Ásgeirssonar bdl., Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl., Brynjólfs
Kjartanssonar hrl., Útvegsbanka tslands og Verslunarbanka íslands,
f östudaginn 3. september 1982 kl. 15.
Bæjarfógetinn í Njarövík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 25., 30. og 35. tbl. Lögbirtingablaös 1982 á hluta í
Bogahlíð 22, þingi. eign Ingibjarts Arnórssonar, fer fram eftir kröfu
Landsbanka tslands og Sparisj. Rvíkur og nágr. á eigninni sjálfri
f immtudag 2. september 1982 kl. 14.45.
Borgarfógetaembættiö í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 84., 85. og 86. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á hluta í
Rauðarárstíg 32, þingl. eign Bjargar B. Hersir, fer fram eftir kröfu
Jóns Finnssonar hrl. á eigninni sjáifri fimmtudag 2. september 1982 kl.
16.30.
Borgarfógetaembættið í Reykja vík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 25., 30. og 35. tbi., Lögbirtingablaös 1982 á hluta í
Glaðheimum 26, þingl. eign Halldóru Guömundsdóttur, fer fram eftir
kröfu Iönaðarbanka tslands á elgninni sjálfri fimmtudag 2. september
1982 kl. 13.45.
Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á hluta í Safamýri 83, þingl. eign Reynis Þórðarsonar,
fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri
fimmtudag 2. september 1982 kl. 11.00.
Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 61., 63. og 66. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á hluta í
Hörðalandi 10, þingi. eign Huldu Bjarnadóttur fer fram eftir kröfu
Ásgeirs Thoroddsen hdl. á eigninni sjáifri fimmtudag 2. september
1982 kl. 11.15.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 61., 63. og 66. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á hluta i
Álftamýri 24, tal. eign Stefáns Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu
Útvegsbanka tslands, Gjaldheimtunnar í Reykjavik, Þorvarðar
Sæmundssonar hdl., Sveins H. Valdimarssonar hrl., Veðdeildar
Landsbankans, Guðjóns Á. Jónssonar og Búnaðarbanka tslands á
eigninni sjálfri f immtudag 2. september 1982 kl. 11.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 27., 31. og 34 tbl. Lögbirtingablaðs 1982 á Barðavogi
19, þingl. eign Auðar Haraldsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimt-
unnar í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudag 2. september 1982 kl.
13.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Daisbyggð 2, neðri hæð, Garöakaupstað,
þingl. eign Jóhannesar Gunnarssonar og Jörgínu Jónsdóttur, fer fram
á eigninni sjálfri föstudaginn 3. september 1982 kl. 16.00.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 71., 73. og 76. tbl. Lögbirtingablaðsins 1981 á eigninni
Hverfisgata 5, Hafnarfirði, þingl. eign Sigurjóns Ríkharðssonar, fer
fram eftir kröfu Útvegsbanka tslands, Guðjóns Á. Jónssonar, hdl.,
Jóns Magnússonar, hdl., og Vaigeirs Pálssonar, hdl., á eigninni sjálfri
föstudaginn 3. september 1982 kl. 14.30.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Álfaskeið 95, Hafnarfirði, þingl. eign
Kristjáns Guðmundssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 3.
september 1982 kl. 13.30.
Bæjarfógetinn i Hafnarf irði.
Ógnunln kemur frá Sovétmönnum, segir greinarhöfundur.
Risaveldin
Við heyrum brothljóð og
stimpingar. Það er verið að slást í
næstu herbergjum. Það verður að fá
þá til að hætta, ófriðarseggina! Við
elskum friðinn. Hvers vegna geta
þessir slagsmálahundar ekki verið
til friðs? Þetta gengur ekki! Við
verðum að gera eitthvað. Þessir
áflogahundar gera allt vitlaust,
steypa okkur í glötun, kveikja
kannski í húsinu. Förum og athugum
málið, segir einn hinna rólyndari.
Nokkrir hinna friðelskandi fara og
athuga máliö. Þeir ætla endilega að
fá áflogahundana til að hætta að
slást. Og hvað sjá þeir? Þeir sjá
eiginmann vera aö berja konuna
sína. Hann er haldinn árásarhneigð,
hávaðasamur umsigsláttarmaöur,
hún boldangs kvenmaður. Hún verst,
en hefir sina kvenlegu, veiku punkta
(rétt eins og lýðræðið) og þar sækir
svolinn aö henni, því að hann er eng-
inn sómamaður, heldur guölaus og
grófur. Það er auðséð að hún heföi í
fullu tré við hann, ef hún beitti sér,
því að hann er valtur á fótum, með
sannkallaöa brauðfætur. Lausnin?
Þaö þarf að fá manninn til að hemja
árásarhneigð sína og hætta að berja
konuna.
Þetta er í mínum augum stílfært
ástand friðarmálanna. Allt talið um
risaveldin er uppfært sem blekking
og lygi, jafnt í munni séra Gunnars
Kristjánssonar sem í munni svart-
hyggjuráðgjafa hans. Þetta tal um
risaveldin leggur að jöfnu hegðun
Sovétríkjanna og Bandaríkjanna.
Það er rétt, að sumir af farþegunum
um borð í áróðursvagni kommúnista
snúa í vestur, en vagninn undir þeim
stefnir í austur.
Allt frá því heimsstyrjöldinni
seinni lauk hefir stefna Sovét-
stjórnarinnar einkennst af svikum,
blekkingum og lygi, framferði
hennar af yfirgangi, árásum og land-
vinningum. Það er óhjákvæmilegt að
nefna svikin við Eystrasalts-
þjóðirnar og þjóöir Austur-Evrópu,
og er þá fátt eitt taiið. Hinar frjálsu
þjóöir hafa reynt að andæfa, undir
forystu Bandaríkjanna. Þegar Sovét-
Kjallarinn
Benjamín H. J. Eiríksson
stjórnin hefir gert hemaöarárás, t.d.
í Ungverjalandi og í Afghanistan,
hefir ekki verið reynt að ver jast með
þvi að beita hervaldi, þar sem slíkt
hefði að líkindum þýtt nýja heims-
styrjöld. En þar sem Sovétstjómin
hefir fundið snöggan blett á
þjóðfélögum hins frjálsa heims, þar
hafa þau beitt sér eftir mætti, en
látið myrkrið skýla sér. Bandaríkja-
menn hafa reynt að styðja viö bakið
á ríkisstjónum, sem reynt hafa að
veita viðnám gegn vaklaræningjun-
um, en gengið misjafnlega vel,
jafnvel beðiö algeran ósigur.
Réttlæti, frið og velsæld — þetta er
það sem við komum með, segja
valdaræningjamir og segjast vera
allt milli himins og jarðar, allt frá
kvekumm til kommúnista. En
þegar léttir til, þá reynast þeir vera
áhlaupasveitir og útverðir útþenslu-
og landvinningastefnu Sovét-
stjórnarinnar. Frekari reynsla af
þeim sýnir, að þeir koma með efnis-
hyggju, guðleysi, fátækt og kúgun —
en fyrst og seinast lygi. Af því má
svo ráða, hver sé höfðingi og faðir
þessarar miklu baráttu um allan
heim, sem fyrst og fremst er barátta
milli sannleika og lygi.
Blekkingar
Það sem veikir viðnám hinna
frjálsu þjóða, ekki hvað síst Banda-
ríkjamanna, er sú staðreynd, að
æskulýðurinn er sýktur andlegum
sjúkdómum, sem dafna vel í hinum
notalega jarðvegi frelsis og
velmegunar. Þessi æskulýður bregst
þjóð sinni. Æskulýður Bandaríkj-
anna, einkum menntaði hlutinn,
neitaði að berjast í Víetnam. Brot af
afleiöingunum má sjá í örlögum
bátafólksins, sem flýr frá Víetnam,
og svo í hauskúpu-pýramídum nýju
kommúnistastjórnarinnar í
Kampúcheu. En þetta er aðeins
toppurinn á ísjakanum. Hin mann-
lega eymd og örvænting, sem fylgir
valdatöku kommúnistanna, er
ómælanlegt fyrirbrigði, úthaf
þjáninga og tára. Lygin er sú blæja,
sem fjölmiölarnir breiða yfir hinn
óhrjálega veruleika.
Það er mikil blekking að skrafa um
risaveldin, rétt eins og hægt sé að
leggja þau að jöfnu. A hinn bóginn er
þaö sannleikur, að til þess að friða
heiminn verður Sovétstjómin að láta
af útþenslu- og árásarstefnu sinni,
ennfremur hætta að púa í glæður
ófriöar um allan heim. Eiginmaður-
inn verður að hætta að berja konuna
sína. Þau eiga að gera ráð fyrir því,
að þau eigi eftir að búa saman langa
ævi, já, alveg óumflýjanlega.
Allt tal um ófriöarseggi og
striösæsingamenn er þvættingur.
Bandarikjamenn eru nú ekki her-
skárri en það, að þeir hafa ekki einu
sinni herskyldu. En Sovétstjómin
trúir á sigur hinnar „vísindalegu”
stefnu sinnar: heimsyfirráð, með
boðskap kommúnismans sem hið
mikla vopn , og svo fallbyssurnar ef
annað þrýtur. Allt tal, sem leggur að
jöfnu einhver tvö „risaveldi”, er
blekkingarvaöall.
Kirkjunnar menn eiga ekki að taka
þátt í þessari blekkingariðju, sem í
verki er lítiö annað en fimmta her-
deild Sovétstjómarinnar. Til þess að
skilja betur samtíð sína ættu þeir
heldur að lesa Biblíuna. Her Irana
segist stefna á Jerúsalem. Hvernig
væri að kirkjunnar menn byrjuöu
lesningu sína á Opinberunarbókinni
16,12? Já.oglesanæstugrein líka.
Afvegaleiddir og vantrúaðir
kirkjunnar menn lofa hver annan í
ræðum og fundarsamþykktum. Það
mun samt hrökkva skammt gegn því
sem Orð Guðs hefir: biturt sverö
„að slá þjóðirnar með”.
Dr. Benjamin H. J. Eiriksson.
• „Kirkjunnar menn eiga ekki að taka þátt í
þessari blekkingariðju, sem í verki er lítið
annað en fimmta herdeild Sovétstjórnar-
mnar/