Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1982, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1982, Side 19
Enska deildakeppnin komin á fulla ferð: Margir frægir kappari hafa skipt um félög Heil umferö veröur í 1. deildinni ensku i knattspyrnunni nú í vikunni. Sjö leikir i kvöld og fjórir á morgun. Mikiö hefur veriö nm að leikmenn hafi skipt um félög i sumar. Reyndar misstu 500 knattspyrnumenn vinnu sina hjá hinum ýmsu félögum i deildakeppn- inni. Aöeins helmingur þeirra, eða 250, hafa komist að hjá öðrum liðum. Atvinnuleysi breska knattspyrnumanna er því orðið mikið vandamál. Meira en hjá flestum öðr- um stéttum á Bretlandseyjum og er þó ástandið víða mjög slæmt. Við förum hér á eftir yfir helstu breytingar hjá félögunum í 1. deild en viö skulum fyrst líta á leikina í kvöld og á morgun. Þriðjudagur 31. ágúst. Arsenal-Norwich l Birmingham-Liverpool Everton-Aston Villa Ipswich-Tottenham LutonTown-West Ham 1 Southampton-Watford , Swansea-Coventry Miðvikudagur 1. september. I Man. City-Stoke Nottm. Forest-Man. Utd. Sunderland-Notts County West B romwich-B righton Lítið hefur veriö um stórsölur í sumar i nema helst hjá Arsenal en þá eru það helstu ‘ hreyfingar. Arsenal Nýir leikmenn eru Tony Woodcock frá | Köln í Vestur-Þýskalandi og Lee Chapmann frá Stoke. Nefnd enska knattspymusam- bandsins hefur dæmt Arsenal til að greiða , Stoke 500 þúsund sterlingspund fyrir Chap- mann. Vladimir Petrovic, júgóslavneski , landsliðsmaðurinn, sem Arsenal haföi gert samning við, kemur ekki til liösins á þessu \ ári. Arsenal hefur engan leikmann látiö frá sér. Aston Villa Enginn nýr leikmaður en líkur á að Steve I Foster, enski landsliösmaðurinn, verði , keyptur frá Brighton. Nokkrir hafa farið. I Terry Bullivant til Charlton, Mark Kendall l til Northampton, Ivor Linton til Peterbro. ' Líklegt að Ken-McNaught, skoski landsliðs- | maðurinn, fari til Birmingham. Birmingham Nýir leikmenn Jan Blyth frá Coventry, Jim Hagan frá sama félagi og Kevin (Summerfield frá WBA. Colin Todd farinn til , Forest. Brighton Neil Smillie nýr frá C. Palace. Farnir. ' Paul Clarke til Southampton og Gary Willi- | ams til Palace. Auk Fosters er líklegt að Mick Robinson verði seldur. Coventry Nýir leikmenn engir en nokkrir farnir. I David Barnes til Ipswich, Jim Blyth til John McGovern með Evrópubikarinn sem fyrirliði Nottingham Forest. Orðinn leik- maður og stjóri h já Bolton. Joe Jordan, skozki landsliðsmaðurinn, kominn til Southampton frá AM Milanó. Birmingham, PeterBodak til Man. Utd. Jim Hagan til Birmingham og Rudy Keiser, Hoilendingur, til Nice í Frakklandi. Everton Nýir David Johnson og Kevin Sheddy frá Liverpool. Báðir léku með Everton í Watford á laugardag. Þá er Andy King kominn aftur frá WBA. Famir. Mick Lyons til Sheff. Wed. — fyrirliði mörg undanfarin ár — Peter Eastoe til WBA, Joe McBride til Rotherham og Alan Biley til Portsmouth. Ipswich David Barnes eini nýi leikmaðurinn. Arnold Miihren farinn til Man. Utd. Allan Hunter til Colchester, svo og Kevin Beattie. Stjórinn Bobby Robson farinn. Landsliðs- þjálfari Englands. Bobby Ferguson, sem var 11 ár með Robson hjá félaginu nú stjóri. Liverpool David Hodgson keyptur fyrir 450 þúsund sterlingspund frá Middlesbrough. Einnig John McGregor frá Queens Park í Glasgow. Johnson og Sheedy seldir. Luton Town Nýtt liö í 1. deild óg hefur fengið Billy Kellock frá Peterbro og Paul Walsh frá Charlton. Steve White fór í staðinn til Charl- ton. Manchester City Nýir. David Cross frá West Ham (135 þús- und pund samkvæmt úrskurði) og Graham Baker frá Southampton. Hins vegar er Trevor Francis farinn til Italíu, til Sampdoria, Genúaliösins, sem er ríkasta félag Italíu. Meira aö segja efnaðra en Juventus. Félagið keypti einnig Liam Brady frá Juventus. Manchester United Auk Miihren og Bodak er Peter Beardsley kominn frá Vancouver. Áður Carlisle. Farn- ir. Nikolai Jovanovic heim til Júgóslaviu. Tom Sloan til Chester og Paddy Roche, írski Jandsliðsmarkvörðurinn, til Brentford. Þá er talið líklegt að Gary Birtles verði seldur til Forest f yrir 250 þúsund sterlingspund. Norwich City Nýtt lið í 1. deild. Enginn nýr en famir John McDowell til Bristol Rovers og Drazen Muzinic aftur til J úgósla víu. Nottingham Forest Colin Todd eini nýi leikmaðurinn auk markvarðar frá Hollandi. Hans Van Breukelen. Hann er hér með hollenska landsliðinu. Peter Shilton farinn til Southampton, John McGovern, fyrirliði, orðinn stjóri Bolton, og Jiirgen Röber seldur til Bayer Leverkusen. Notts County Engar breytingar. Enginn keyptur eða seldur. Southampton Peter Sholton kominn frá Forest, Joe i Jordan frá AC Milano, Dennis Rofe frá Chelsea og Clark frá Brighton. Kevin Keegan farinn til Newcastle, Baker til Man. City. Stoke Stoke hefur fengið George Berry frá * 1 Ulfunum. Chapmann farinn til Arsenal og Dennis Smith til Y ork. Sunderland Nýr. Ian Atkins frá Shrewsbury. Farnir. Kevin Amott til Sheff. Utd, Alan Brown til Shrewsbury og Tom Ritchie til Bristol City á ný. Sagt aö Alan Durban, stjóri Sunderland, hafi mikinn áhuga á Robinson, Brighton. Swansea City Enginn nýr leikmaður en David Stewart farinn til Hong Kong. Tottenham Gary Mabbutt frá Bristol Rovers og Richard Cook frá áhugamannaliðinu Enfield. Nýir leikmenn. Osvaldo Ardiles far- inn til Parísar, John Cooper til Halsingborg, Paul Wilkinstil C. Palace. Watford Nýtt lið í 1. deild og hefur ekki fengið nýja leikmenn. Elton John vill gefa þeim leik- mönnum sem unnu sætið í 1. deild í fyrsta sinn i sögu félagsins tækifæri til að sanna getusinail.deild. West Bromwich Peter Eastoe nýr. John Wile, fyrirliði í mörg ár, orðinn stjóri og leikmaður hjá Old- ham. Summerfield farinn til Birmingham og King til Everton auk þess, sem Ian Benjaminfórtil Peterbrough. West Ham , Sandy Clark frá Airdrie á Skotlandi nýr. Cross farinn til Man. City og Ray Houghton til Fulham. hsím. John Wfle, miðvöröurinn sterki hjá WBA o| fyrirliði um langt árabfl,orðinn stjóri of leikmaður hjá Oldbam. Sjö atvinnumenn leika við HoHand á Laugardalsvelfi —og Þorsteinn, Trausti, Örn og Marteinn hljóta að skipa hinar fjórar stöðurnar íslenzku landsliðsmennirnir sem leika við Holland í Evrópukeppni A- landsliða á Laugardalsvelli á miðviku- dag, æfðu í gær á Laugardalsvellinum. Leikurinn á Laugardals velli hefst kl. 18.30 og á hádegi í dag hófst forsala aö- göngumiða við Utvegsbankann. Það virðist frekar einfalt að spá í hvemig byrjunarlið Islands verður. Spá DV er þessi. Þorsteinn, Trausti, Öm, Sævar, Marteinn, Janus, Atli, Pétur, Karl, Amór og Lárus. hsím. DV-mynd S. Þór þarf aðeins eitt stig til að komast í 1. deild — sigraði Fylki 2-0 á Laugardalsvelli f gærkvöldi Allir strákamir, sem leika erlendis, vom þá komnir heim en í ísleuzka landsliðshópnum era s jö leikmenn sem leika með erlendum liðum. I dag verður skýrt frá því hvaða 11 leikmenn hefja leikinn. Á myndinni að ofan eru frá vinstri Helgi Daníelsson, formaður landsliösnefndar, Öm Osk- arsson, Omar Torfason, Pétur Orm- slev, Karl Þórðarson, Trausti Haralds-. son, Guðmundur Baldursson, Sigurður Lárusson, Amór Guðjohnsen, Viðar Halldórsson, Marteinn Geirsson, fyrir- liði, Gunnar Gíslason, Sævar Jónsson, Þorsteinn Bjamason, Lárus Guð- mundsson, Atli Eðvaldsson og Janus Guðlaugsson. íþróttir „Það má eitthvað mikið fara úrskeiðis hjá okkur úr þessu ef við eigum ekki að komast upp í 1. deildina. Við þurf um ekki nema eitt stig úr þeim tveim leikjum sem við eigum eftir til aö ná því takmarki,” sagði hetja Þórs frá Akureyri, Guðjón Guðmundsson, eftir sigur Þórs yfir Fylki í 2. deild Islandsmótsins í knattspymu á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Þórsarar sigruðu í þeim leik 2:0 og sá Guðjón, sem nú er búsettur í Hafnarfirði og mun leika með FH í 1. deildinni í handboltanum í vetur, um að skora bæði mörk Þórs í leiknum. Gerði Guðjón þau bæði í fyrri hálf- leiknum og var vel að þeim staðið hjá honum og félögum hans. Þór á tvo leiki eftir í deildinni — við Þrótt í Reykjavík og Skallagrím á Akureyri — og þarf ekki nema eitt stig úr þeim til að komast aftur upp í 1. deild. Er liðið í mikilli sókn núna og ótrúlegt að það haf i þaö ekki af. Staöan hjá Fylki er allt annað en glæsileg eftir þetta tap sem var það fimmta í 16 leikjum í 2. deildinni í sumar — en þar hefur liðið reyndar ekki unnið nema einn leik. Stendur Fylkir nú í botnslagnum ásamt Skallagrími og Þrótti Neskaupstað og ekki séð hvernig sá slagur endar. -klp- Gulldrengir frá Njarð- vík sigruðu í Danmörku á miklu handknattleiksmóti sem haldið var í Dronninglund Handknattleikspiltar úr Njarðvík, 16 ára og yngri, sigraðu í móti sem haldið var í Dronninglund i Danmörku fyrir skömmu en þátttakendur vora frá Norðurlöndunum og Þýzkalandi. I þeirra aldursflokki, „Herrer junior” eins og Danir nefndu flokkinn, var keppt í tveimur riðlum frá fimm þjóðum. Njarðvíkingarnir mættu fyrst þýzka liðinu Nieder Eschbaek frá Frankfurt og sigruöu það með miklum yfirburðum. Næst lögðu þeir danskinn að velli, Arhus með 17 mörkum gegn 6. Þá mættu þeir öðru þýzku liði, öspel Kley, en þar gekk ekki eins vel í fyrst- unni og í fyrri leikjunum, en tókst þó að lokum að merja sigur, 13:11, eftir að hafa fengið á sig 8 víti gegn einu. I fjögurra liða úrshtunum byrjuöu þeir á því að sigra Wellesee, þýzkt lið meö 15:9, eftir að hafa verið undir í byrjun, 2:5. Síðan léku þeir aftur við öspel Kley sem fylgdi þeim í úrslitin og nú var róðurinn léttari, 17:6. Allir höfðu leikirnir farið fram úti á gras- völlum en úrslitaleikurinn við sænska liðið Burlöy SS var spilaöur innanhúss, í íþróttahöllinni. Njarövíkingar áttu hug og hjörtu næstum allra áhorfenda og sigruðu með 19:7. Dönsku strák- amir voru svo kátir að þeir komu hlaupandi með gosdrykkjakassa og gáfu sigurvegurunum. Svíamir höfðu lagt mikla áherslu á að sigra í þessum leik. Vildu ekki hafa sína menn í Norðurlandaliöinu gegn Þjóðverjunum, en Njarðvíkingar voru hvergi smeykir svo uppistaðan í NL- liðinu var frá þeim, — og úrslitin uröu 12:11 fyrir Norðurlöndin. Fyrir tveimur árum unnu þessir Njarðvíkurpiltar sams konar mót í Dronninglund með yfirburðum og voru þá nefndir „Verdensmeister” og þeir hafa eiginlega varið þann titil þótt einum aldursflokki ofar sé. Líklega fara þeir aftur út að tveimur árum liönum, því auk blóma sem þeim vora afhent við heimkomuna beið þeirra símskeyti og 5 þúsund króna ávísun til næstu ferðar, frá þeim hjónunum, Guörúnu Stefánsdóttur og Þormari Guðjónssyni, og þar stóð. „Til hamingju með gulldrengina. Þama hafa hendur staðið fram úr ermum undirgóðristjórn.” Fararstjórar voru þau hjónin Olafur Thordersen og Guðný Jónsdóttir, en Olafur hefur annast þjálfun piltanna um margra ára skeiö með frábærum árangri. Að sigurlaunum fengu piltamir töskur, verðlaunapeninga, viöurkenn- ingarskjal og kristalsvasa með áletr- un. Auk þess fjár sem þeir öfluðu sjáif- ir meöýmisskonar sölu þar sem for- eldrar réttu hjálparhönd, þá voru þeir styrktir af Lionsklúbbi Njarðvíkur, Sparisjóðnum í Njarðvík og Njarðvík- urbæ. Að sögn þeirra hjónanna var frammistaða og framkoma piltanna tii hreinnar fyrirmyndar og bæ þeirra og þjóö til mikils sóma. Þeir fóru til Dan- merkur viku fyrir keppnina og æfðu daglega á velli sem Þorsteinn Máni fann fyrir þá á hentugum stað. Veðrið var ávallt hið fegursta og allur aðbúnaöur mjög góður svo og fæðið. -emm. Fyrsti Evrópuleikur ís- lands 21 árs landsliða —verður í Keflavík kl. 18.30 í dag. Sterkt lið Islands „Jú, ég er búinn að velja islenzka landsliðið, leikmenn 21 árs og yngri, sem leikur við Holland í Keflavik í dag í Evrópukeppninni, en þetta er í fyrsta sinn, sem ísland tekur þátt í þessari keppni. Hún nýtur mikilla vinsælda er- lendis. Þar leika framtíðarmenn þjóð- anna. Það hefur verið í nógu að snúast í dag, æfingar hjá báðum landsliðum okkar, en Guðni Kjartansson, fyrrum landsliðsþjálfari, er mér til að aðstoð- ar með yngra liðið,” sagði Jóhannes Atlason landsliðsþjálfari þegar DV ræddi við hann í gærkvöld. Evrópuleikur Islands og Hollands hefst kl. 18.30 á grasvellinum í Keflavík í dag. Byrjunarlið Islands verður þannig skipað. ögmundur -Kristinsson, Víking, Hafþór Sveinjóns- son, Fram, Ömar Rafnsson, UBK, Olafur Bjömsson, UBK, fyrirliði, Er-. lingur Kristjánsson, KA, Jón Gunnar Hópferð til Akureyrar Knattspyrnudeild Víkings hefur ákveðið að efna til hópferðar til Akur- eyrar á laugardag, 4. september, en þá leika Víkingar við KA í 1. deild á Akur- eyri. Farið verður með Arnarflugi á hádegi á laugardag. Þeir sem hafa hug á að taka þátt í hópferðinni þurfa að láta innrita sig fyrir miðvikudagskvöld í félagsheimili Vikings. Leikurinn á Akureyri hefst kl. 14. Staðan 2. DEILD 0:2 4 1 25:7 26 7 2 32:15 21 6 4 18:20 18 3 6 21:15 17 5 6 20:19 15 4 6 22:25 14 2 8 21:25 14 10 5 12:18 12 4 8 16:26 12 3 9 7:23 11 Staðan í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu eftir leikinn í gærkvöldi: Fylkir—Þór Þróttur R. 16 11 Þór Ak. 16 7 FH 16 6 Reynir S. 16 7 Völsungur 16 5 Njarðvík 16 5 Einherji 16 6 Fylkir 16 1 Skallagrimur 16 4 Þróttur N. 16 4 Leikirnir sem eftir era: Um næstu helgi: Völsungur—Fylkir Þróttur N—FH Skallagrímur—Einherji Njarðvík—Reynir S Þróttur R—Þór Ak. Umaðrahelgi: v Fylkir—Þróttur R. FH—Völsungur Reynir S—Þróttur N Einherji—Njarðvík Þór Ak-Skallagrimur -klp- Bergs, Val, Sigurjón Kristjánsson, UBK, Ragnar Margeirsson, IBK, Aðal- steinn Aðalsteinsson, Víking, Sigurður Grétarsson, UBK, og Oli Þór Magnús- son, IBK. Varamenn verða Friðrik Friðriksson, Fram, Þorsteinn Þor- steinsson, Fram, Trausti ömarsson, UBK, Helgi Bentsson, UBK, og Valur Valsson.Val. hsim. Holienzku landsliðsmennirnir æfðu á Laugardalsvelli í gær. Fannst hrottalega kalt. „Græt það ekki,” sagði Jóhannes Atlason landsliðsþjálfari. Á myndinni að ofan era tveir af yngri leikmönnum Hollands. DV-mynd S. Heimsmet í bodhlaupi Bob Roggy, US A, kastaði spjóti 95,80 m. Brezk sveit setti nýtt heimsmet i 4x800 m hlaupi á móti á Crystal Palace leikvanginum í Lundúnum i gær. Hljóp á 7:03,89 min.en eldra heimsmetið átti sovézkt sveit, 7:08,1 min., sett fyrir fjórum árum. Mikil bæting Bretanna. Peter EUiott hljóp fyrsta sprett á 1:48,0, Garry Cook næsta á 1:47,4, Steve Cram þann þriðja á 1:44,5 og Sebastian Coe, heimsmethafinn í 800 m, lokasprettinn á 1:44,0 min. Glæsi- legur árangur og ólympiumeistarinn i 800 m, Steve Ovett, ekki með. Miklir hlauparar, Bretar. Að öðra leyti var árangur ekkert sér- stakur á mótinu, nema í kringlukasti. John PoweU, USA, sigraði með 68,32 m. Luis DeUs, Kúbu, annar með 68,10. Á frjálsíþróttamóti i Stuttgart á sunnudag kastaði Bob Roggy, USA, spjóti 95,80 m. Bezti árangur i ár og annar frá upphafi. Aðeins heimsmet Ungverjans Ferenc Paragi betra, 96,72 m. Árangur sem Ungverjinn hefur aldrei komizt nálægt síðar. hsim. Fremri röð frá vinstri: Hreiðar Hreiðarson, Reynir Kristjánsson, Ölafur Ó. Thordersen fyrirliði Kristinn Einarsson, Guðbjörn Jóhannesson, ómar Ellertsson. Aftari röð frá v. Ólafur Thordersen þjálfari, Birgir Sanders, Jón Magnússon, Guðjón Hilmarsson, Þórður Jörgen Ólafsson, Teitur Örlygsson, Guðný Thordersen fararstjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.