Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1982, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1982, Side 28
28 DV. ÞRIÐJUDAGUR31. AGÚST1982. Andlát Jakob V. Hafstein lögfræöingur lést 24. ágúst. Hann fæddist á Akureyri 8. ofttóber 1914. Sonur hjónanna Þórunn- ar og Júlíusar Havsteen. Hann fluttist ungur með foreldrum sínum til Húsavíkur. Jakob hafði forustu um stofnun íþróttafélagsins Völsungs og var gerður heiðursfélagi þess á 50 ára afmæli þess 1967. Hann átti sæti í stjórn Varðar um árabil og var rit- stjóri 50 ára afmælisrits Varðar. Hann átti einnig sæti í stjóm félags sjálf- stæðismanna í austurbæ og Norður- mýri. Hann var einnig meðlimur full- trúaráðs sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík. Jakob var í MA kvartettinum sem um nokkur ár hélt fjölda konserta um landallt. Eftirlifandi eiginkona Jakobs er Bima Hafstein, eignuðust þau 3 börn. Utför Jakobs verður gerð frá Dómkirkjunni ídag kl. 15. Margrét Steinsdóttir, Langholtsvegi 3, lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 28. ágúst. Jens Guðjón Jensson, er andaöist fimmtudaginn 26. ágúst, verður jarð- sunginn frá Langholtskirkju miðviku- daginn 1. sept. kl. 13.30. Gunnlaugur Ágúst Jónsson bíla- kiæðningamaður, Laugateig 8, frá Skógi á Rauðasandi, verður jarösung- inn frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. sept. kl. 15. Ásta Jónsdóttir frá Laugabóli verður jarðsett í heimagrafreit að Laugabóli laugardaginn 4. sept. Athöfnin hefst meö húskveðju kl. 14. Június G. Ingvarsson frá Kálfholti, til heimilis aö Tryggvagötu 8b Selfossi, lést í sjúkrahúsi Suðurlands 28. ágúst. Jaröarförin fer fram laugardaginn 4. september kl. 14 frá Selfosskirkju. Ingimundur Þorgeir Þórarinsson, Túngötu 16 Patreksfirði, lést að heimili sinu 25. ágúst. Jarðsett verður frá Patreksfjarðarkirkju fimmtudaginn 2. september kl. 14. Þorlákur Guðjónsson matsveinn, Bmnngötu 12, Isafirði, sem lést 25._ ágúst, verður jarðsettur frá Isa- fjarðarkirkju miðvikudaginn 1. september kl. 14. Kristin Sveinsdóttir, Gnoðarvogi38, er lést 24. ágúst, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 1. sept. kl. 15. Eyþóra Thorarensen er látin. Sigurjón Á. Sigurðsson, Vífilsgötu 24, lést í Landspítalanum aðfaranótt 28. ágúst. Jón Sigurðsson rennismiður, Heiðar- gerði 17 Reykjavík, er látinn. Karl Eðvarð Benediktsson, Skarðs- braut 13 Akranesi, lést í Borgarspítal- anum 28. ágúst. Oliver Guðmundsson, Ferjubakka 10, lést í Landakotsspítala 29. ágúst. Jóhann Eiríksson frá Þönglaskála viö Hofsós andaðist 29. ágúst. Sigríður Jakobsdóttir, sem lést á Elli- heimilinu Grund 21. ágúst, veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 1. sept. kl. 16.30. íjjærkvöldi [ í gærkvöidí BEST AÐ GLEYMA Dagskrá sjónvarpsins lauk í gær- kvöldi með þætti um minniö, hvað við munum og hverju við gleymum. Að þeim þætti frátöldum er bezt að gleyma dagskrárþáttum kvöldsins. Þar var fátt, sem markar tímamót. Fréttir voru rólegar. Fátt er um stórtíöindin og því byggt á erlendu fréttunum. Það er ágætt í bland, en viðkunnanlegra er þó aö byrja á helstu innlendu tíðindunum í frétta- tímanum, nema um raunverulega erlenda stórviðburði sé að ræða. Iþróttaþátturinn var með hefð- bundnu sniði og á eftir honum fylgdi breskt sjónvarpsleikrit. Það átti að sýna lýðræðiö í spéspegli og hefur kannski gert það. Eg átti erfitt með mig. Aðeins skylduræknin fékk mig til þess að sitja framan við tækið. Ég las það í sjónvarpskynningu DV í gær að aðalleikkonan heföi fengið lofsamleg ummæli fyrir leik sinn og það kann að hafa verið rétt- mætt. Efni þáttarins var líka hrósað og sýnir það enn að smekkurinn er misjafn sem betur fer. Þá er dagskrá ríkisútvarpsins var úti, freistaðist rýnir til þess að velja vídeorásina. Dagskrárhöfundar þar fóru ekki mildari höndum um hann, þannig að tækið fékk hvíldina. Jónas Haraldsson Tilkynningar Miövikudaginn 1. september ki. 20.30 veröur haldinn fundur á Hótel Borg. Tilgangur fundarins er aö: 1. Mótmæla þeirri stórfelldu kjaraskerðingu sem borgara- stétt landsins dembir yfir verkafólk þessa dagana. 2. Mótmæla því að efnahagsvandinn sé til orðinn vegna hamslausrar eyöslu verka- fólks á fjármunum þjóðarinnar, eins og látiði er í veðri vaka. 3. Benda á þá staðreynd að verkafólk ber enga ábyrgð á kreppu auðvaldsins. 4. Afhjúpa núverandi verkalýðs- forystu sem stéttarsamvinnumenn og svik þeirra við hagsmuni verkalýðsstéttarinnar. 5. Sameina verkafólk undir merkjum baráttu þess gegn árásum auðvaldsins á kjör þeirra: Kjörorð fundarins eru: Látum auðvaldið borga kreppuna og byggjum hreyfbigu gegn kjaraskerðingu. Frumkvæðishópurinn Gunnar Gunnarsson, Dagsbrún, Anna Ingólfsdóttir, VR, Þorvaldur Þorvaldsson, TR, Þröstur Jensson, Iðju, Birgir Ævarsson, INSI, Margrét Þorvaldsdóttir, Sókn, Jón Á. Gunnlaugsson, Dagsbrún, Asta Jónsdóttir, VR. Sumarblað Æskunnar Ot er komið júlí-ágúst blað Æskunnar, 58 síður. Meðai efnis er viðtal við Kötlu Manú;Viltu verða skiptinemi?; Rauði Kross Islands: Hvað getum við gert?, Alþjóðlegt samstarf, Framkvæmdastjóri RKI; Fimmta ferð Sindbaðs farmanns; „Hann bað mig um að senda sér gallabuxur, Rósa Harðardóttir tekin tali: Bama- og unglingabækur, Fjölskylduþáttur í umsjá kirkjumálanefndar Bandalags kvenna í Reykjavík: Hvert stefnir? eftir Rögnu Jónsdóttur; Litli sólar- geislinn; Laugardalurinn í Reykjavík; Norway Cup, um unglinga í fimleikum, eftir Sigurð H. Þorsteinsson; Póstsaga — afmæli, eftir Sigurð H. Þorsteinsson, NM unglingar í fimleikum 1982; Æfir fimm sinnum í viku, viðtal við Kristínu Gísladóttur; Stjörnur; Skátaopnan; Mjallhvít, bamasjónleikur; Heiiabrot, Popp músík, í umsjón Jens Guðmundsonar, ævintýri; Bréfaviðskipti; Ný frímerki; Grænland; Bamahjal; Skrýtlur o. m. fl. Ritstjóri er Grímur Engilberts. Merkjasöludagar Hjálpræðishersins Undanfarin ár hafa Islendingar sýnt Hjálp- ræðishemum mikið traust og mikia vinsemd með því að kaupa blómamerki hans, ár eftir ár. I ár verða seld merki 1. —3. september og ágóðinn /ennur til vetrarstarfsemi Hjálp- ræðishersins og starfs meöal barna og ungl- inga. Vinsamlegast styrkið starfsemina. ROKK í REYKJAVÍK „Rokk í Reykjavík" á myndbandi Nú hefur Hugrenningur sf. gefið út kvikmynd- ina Rokk í Reykjavík á myndbandi. Hafa þeir dreift henni á helstu myndbandaleigur lands- ins. Myndin er 90 mín., óstytt, og eru þær leig- ur og þeir einstaklingar sem enn eiga eftir að eignast eintak beðnir að hafa samband við sölumann í síma 17646 og 13339. SOS til fjögurra ungmenna Síðastliðið laugardagskvöld tókuð þið í mis- gripum græna leðurjakkann minn, jakkanum gleymdi ég í leigubU sem þið síðan tókuð frá Melavelli upp í Sigtún. Þessi jakki er gjöf og skiptir mig miklu máli. Eg bið ykkur því vinsamlegast að hafa samband við mig í síma 20232 (Elin). Fundarlaun. Mótettukór Hallgrímskirkju I byrjun september verður stofnaður nýr kór við Hallgrímskirkju í Reykjavík, Mótettukór Hallgrímskirkju. Stærð hans er miðuð við 30—40 manns á aldrinum 16—40 ára, sem hafa það hlutverk að flytja kirkjulegar mótettur (Schiitz, Byrd, Bach, nútímatónskáld t.d.) og kantötur í guðsþjónustum, auk reglubundins tónleikahaids á ýmsum tímum kirkjuársins. Miðað verður við eina fasta æfingu á viku, auk raddæfinga og aukaæfinga eftir verkefn- um. Smáverkefni bíður kórsins strax 5. september, er fluttar verða 2 Bach-kantötur fyrir barítón og hljómsveit, en kórinn syngur lokakóralinn í annarri kantötunni. Tónleik- amir 5. september eru til fjáröflunar fyrir orgelsjóð kirkjunnar, með þátttöku þýsks einsöngvara, Andreas Schmidt, og íslenskra hljóðfæraleikara. Söngstjóri hins nýja mótettukórs er ný- skipaður orgelleikari Hallgrímskirkju, Hörður Áskelsson. Þeir sem kynnu að hafa áhuga fyrir starfi í kórnum eru beðnir að hafa samband við söngstjórann í síma 32219. Radd- prófun fer fram í Hallgrímskirkju nk. föstu- dag kl. 16—19 og laugardag kl. 11—13.30 eða eftir samkomulagi. Kunnátta í nótnalestri er æskileg, án þess þó að vera skilyrði. Félag einstæðra foreldra Félag einstæðra foreldra óskar eftir alls konar gömlu dóti á haustflóamarkaö sinn sem verður um miðjan september. Sækjum. Súni 11822 og 32601 eftirkl. 20 Ferðalög Útivistarferðir Miðvikudagur kl. 20. Lækjarbotnar. Létt rökkurganga með Jóni I. Bjarnasyni. Verð kr. 60,-. Farið frá BSI, ben- sinsölu. Frítt f. börn m. fullorðnum. SJÁ- UMST. Ferðafélagið Utivist. Útivistarferðir Helgarferðir 3.-5. sept. Föstudagur kl. 20.00. 1. Þórsmörk. Gist í nýja Utivistarskálanum í Básum. Gönguferðir fyrir alla. Kvöidvaka. 2. Snæfellsnes. Berjaferð, göngu- og skoðun- arferð. Gist á Lýsuhóli. Sundlaug. Ölkelda. SJÁUMST. Ferðafélagið Utivist. Frá Ferðafélagi íslanda Helgarferðir 3.-5. sept.: 1. Ovissuferð. Gist í húsum. 2. Landmannalaugar—Eldgjá. Gist í húsi. 3. Alftavatn við Fjallabaksleið syðri. Gist í húsi. Brottför í þessar feriir er kl. 20 föstu- dag. 4. kl. 08: Þórsmörk—Gist í húsi. Göngu- ferðir með fararstjóra eftir aðstæðum á hverjum stað. Farmiðasala og allar upplýs- ingar á skrifstofunni, Oldugötu 3. Minningarspjöld Styrktarfélags vangefinna fást á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu félags- ins, Háteigsvegi 6. Bókabúð Braga Brynjólfs- sonar, Lækjargötu 2, Bókaverzlun Snæbjam- ar, Hafnarstræti 4 og 9, Bókaverzlun Olivers Steins, Strandgötu 31 Hafnarf irði. Vakin er athygli á þeirri þjónustu félagsins að tekið er á móti minningargjöfum í síma skrifstofunnar, 15941, og minningarkortin síðan innheimt hjá sendar.da með gíróseðli. Minningarkort Hjartaverndar fást á eftirtöldum stöðum: Reykjavík: Skrifstofa Hjartaverndar, Lágmúla 9, sími 83755. Reykjavíkur Apótek, Austurstræti 16. Skrifstofa DAS, Hrafnistu. Dvalarheimili aldraðra við Lönguhiíð. Garðsapótek, Sogavegi 108. Bókabúðin. Embla, Völvufelli 16. Árbæjarapótek, Hraunbæ 102 a. Bókabúð Glæsibæjar, Álfheimum 74. Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20—22. Minningarspjöld Langholtskirkju eru seld á eftirfarandi stöðum. Verslunin Njálsgata 1, Bókabúðin Aifheimum 6, Holtablómið Langholtsvegi 126, Ragn- heiöur, Álfheimum 12, sími 32646; Sig- ríður, Gnoðarvogi 84, sími 34098; Sig- ríður, Ljósheimum 18, sími 30994; Guðríður, Sólheimum 8, sími 33115; Safnaðarheimili Langholtssóknar Sól- heimum. Innbrot á Fáskrúðsfirði Brotist var inn í verslun Viðars Sig- urbjörnssonar á Fáskrúðsfirði aðfara- nótt mánudags. Ekki er fullkannaö hverjuvarstolið. Þetta er annaö innbrotið í verslunina á hálfum mánuði. Fyrra innbrotið er upplýst en enginn hefur verið tekinn vegna hins síðara. -Ægir, Fáskrúðsfirði. Staðinn að meintum ólöglegum veiðum Vélbáturinn Hafnarey SF 36 frá Hornafirði var staðinn að meintum ólöglegum veiðum suður af Dyrhólaey um klukkan hálfsjö í gærkvöldi. Það var þyrla Landhelgisgæslunnar, TF RÁN, sem kom að bátnum og var hann þá um hálfa sjómílu fyrir innan þriggja sjómílna mörkin. Hafnarey, sem var að togveiðum, var skipað að fara til Hornafjarðar og verður mál skipstjórans tekið fyrir eftir hádegi í dag. -JGH. Lítið miðar í samningum BSRB Samningafundur BSRB og f jármála- ráðuneytisins stóð til klukkan hálftvö í nótt og var nýr fundur boðaður klukk- anlOímorgun. Fjármálaráðuneytið lagði fram í gær tillögur sem gera ráð fyrir 4% grunnkaupshækkun frá og með 1. ágúst og 2,1% hækkun 1. janúar. BSRB hefur ekki viljað ganga að síðari hækk- uninni og fer fram á almenna hækkun um einn launaflokk, eins og samiö var um í samningum ASI og VSI. Samkvæmt launaflokkakerfi BSRB yrði sú hækkun hins vegar hlutfalls- lega mun meiri en aðildarfélagar Al- þýðusambandsins fengju i sinn hlut. Fjármálaráðuneytið hefur einnig gert kröfu um að gengið verði frá launalið- um samningsins áður en farið verði að ræða önnur atriði, en samningamenn BSRB vilja ræða aðra þætti samhliða launaliðnum. Kristján Thorlacius formaður BSRB sagði í samtali við DV í morgun að mörg ágreiningsatriði væru enn óleyst, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um gang samningaviðræðnanna. ÖEF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.