Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1982, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1982, Side 36
NÝJA AGFAFILMAN ÓTRÚLEGA SKÖRP ÓDÝRARIFILMASEM FÆST ALLS STAÐAR Borðskreytíng framreiðslumann- anna Sólrúnar Árnadóttur og Sturlu Póturssonar hlaut fyrstu verðlaun i Bing fr Grendahl keppninni. D V-mynd Binar Ólason Bing& Gröndahl sýningin: Hátt í þrjátíu þúsund gestir litu ápostulínið Bing & Grnndahl sýningunni á Kjar- valsstööum lauk í gærkvöldi. Taliö er að á milli 25 og 30 þúsund manns hafi séö sýninguna en hún stóö aðeins í fimm daga. Þegar aðsóknin var mest að sýningunni þurfti að loka húsinu og hleypa takmörkuðum f jölda sýningar- gesta inn í einu. Að sögn þeirra er stóðu að undirbúningi sýningarinnar fór hún í alla staði vel fram. Einn liður sýningarinnar var borð- skreytingakeppni. Sýningargestir greiddu atkvæði um fegurstu borð- skreytinguna en ætlunin var aö endan- leg úrslit yrðu í höndum dómnefndar frá Bing & Grendahl. Dómnefndin gat ekki gert upp á milli boröanna og því voru atkvæði gesta látin ráða úrslitum. Félag framreiðslumanna varð í fyrsta sæti, en þeir skreyttu borðmeðstellinu Ballerina. Kvennadeiid Reykjavíkur- deildar Rauða krossins varð í öðru sæti með skreytingu á Offenbach stellinu en Tímaritið Gestgjafinn í þriðja sæti meðstelliðMexico. -SKJ Bókagerðarmenn segja uppnýgerð- um kjarasamningum Félag bókageröarmanna hefur sagt upp kaupliöum nýgerðs kjara- samnings. Miðast uppsögnin við 1. októbernk. Ástæða uppsagnarinnar er bráða- birgðalög ríkisstjórnarinnar „sem gera kaupliði síðasta kjarasamnings á milli verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda að markleysu,” segir í tilkynningu frá félaginu. -GSG. LOKIS Loksins var Sprengju- frótt í Þjóðviljanum 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR SKRIFSTOFA ÞVERHOLTI 11 27022 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1982. Manville-fyrirtækið gjaldþróta: Ríkið gæti keypt hlut þess í Kísiliðjunni — segir Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra Stjórn fyrirtækisins Manville Corporation hefur óskað eftir því að fyrirtækið verði úrskuröaö gjald- þrota. Dótturfyrirtæki Manville á sem kunnugt er 39% hlutabréfa Kísil- iðjunnar við Mývatn og sölufélag af- urðanna aö öllu leyti. Astæða þess að fyrirtækið óskar eftir gjaldþrotaskiptum er að þúsundir verkamanna hafa stefnt fyrirtækinu á undanfömum árum vegna skaöa sem þeir hafa orðiö fy rir vegna vinnu viö asbest á vegum fyrirtækisins. Stjórn fyrirtækisins álítur að það verði að greiða svo háar skaðabætur að viö það verði ekki ráðiö. Alls hafa 16.500 mál af þessu tagi verið höföuð á hendur fyrir- tækinu en stjórn þess álítur aö þeim muni f jölga á næstunni. Rekstur fyrirtækisins hefur gengiö vel að undanförnu og því kemur þessi ákvörðun nokkuð á óvart. Ovíst er með öllu hvaöa áhrif gjaldþrota- skiptin hafa á rekstur Kisiliöjunnar við Mývatn, en hugsanlegt er að skiptarétturinn ákveði að selja hluti Manville Intemational — dóttur- fyrirtækis Manville Corporation, í Kisiliðjunni. Hjörleifur Guttormsson iðnaðar- ráöherra sagði um þetta mál að hann gæti illa lagt mat á þetta því í raun hefði ráðuneytið ekki fengiö aðrar upplýsingar en þær sem finna mætti í dagblöðunum. Hann benti hins vegar á að síðastliðinn vetur hefði Manville ekki treyst sér til að standa að hluta- fjáraukningu í fyrirtækinu. fslenska ríkið hefði meö lögum frá Alþingi aukið hlut sinn í fyrirtækinu um 10%. „Þetta sýnir, út af fyrir sig, aö stjómvöld eru tilbúin aö taka á sig meiri hlut.” Hjörleifur var spurður að því hvort íslenska ríkið myndi kaupa hlut Manville Intemational í Kísiliðjunni ef skiptarétturinn ákvæði að selja hann. Iðnaðarráð- herra sagöi: „Þetta er náttúrlega ekki stærra fyrirtæki en svo að við hljótum að geta vel ráðið við það.” Hann sagði að markaðsþátturinn hefði verið í höndum Manville og hann sagðist ekki geta sagt hvert horfði í þeim efnum. „Þetta er mál sem við verðum að meta í ljósi þess sem upp kemur,” sagði ráðherra að lokum. -ás. Tvö verkalýðsfélög hafa boðað verkföll matsveinar sömdu í gær Tvö verkalýðsfélög hafa boðað verkföll í næstu viku. Flugfreyjufé- lag Islands hefur boðað verkfall frá og með miðnætti aðfaranótt þriðju- dagsins 7. september og Iðnaðar- mannafélag Rangæinga hefur boðað verkfall frá 8. september fyrir hönd starfsmanna sinna á Tungnaársvæð- inu. I samningaviðræðum flugfreyja og flugfélaganna hefur náðst samkomu- lag um öll atriði nema ráðningar. Flugfreyjur gera kröfu til að ráðn- ingar fari eftir starfsaldri og vilja ekki una því að flugfreyjur sem misstu starf sitt hjá Flugleiðum vegna samdráttar hjá fyrirtækinu, en hafa síðan starfað þar lausráðnar á sumrum, njóti ekki forgangs við fastráðningar. Engir fundir hafa enn verið boðaðir hjá sáttasemjara í þessari deilu. • Samningur milli matsveina á far- skipum og viðsemjenda þeirra var undirritaður hjá ríkissáttasemjara síðdegis í gær. Hann er í öllum meg- indráttum í sama anda og samning- ur við yfirmenn á farskipum sem undirritaður var fyrr í mánuðinum. OEF Nú eru göngur og róttír i þann veginn að hefjast, i sumum sveitum viku fyrr en venjan hefur verið. sunnudaginn voru „forróttír"íAuðkúlurótt og þar var meðfylgjandimynd tekin. DV-mynd GS/Akureyri. Kom æðandi með fosfór- hylki Lögreglan í Reykjavík Var kvödd á ritstjórnarskrifstofur Þjóðviljans um þrjúleytið í gær. Hafði maður fundið torkennilegt hylki í fjörunni vestur á Seltjarnamesi. I staö þess að láta yfirvöld vita um fundinn greip hanntilþess ráðsaðfarameð hylkiö á ritstjómarskrifstofur Þjóðviljans. Hélt hann sig hafa fundið fosfórsprengju. Ekki reyndist þetta þó vera sprengja, heldur var um fosfórhylki að ræöa. Sprengjusérfræðingur lög- reglunnar, Rudolph Axelsson, fjar- lægöi hylkið og er það nú til rann- sóknar. Ekki er vitað hvort það er hættulegt. -JGH. Lögregla og blaðamenn Þjóðvlljans mæna á fosfórhylkið fyrfr utan ÞjóðvUjahúsið í gær. DV-mynd S. Enginn lækur fyrreneftir hátfanmánuð Aðdáendur heita lækjarins í Naut- hólsvík verða enn að sýna biðlund. Heitt vatn fer ekki aö renna i hann fyrr en um miðjan september í fyrsta lagi. Framkvæmdir Hitaveitu Reykja- víkur hafa dregist á langinn. Því mun það dragast að heitt yfirfalls- vatn verði látið renna um hinn vinsæla en óvenjulega baðstaö. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.